Tíminn - 18.08.1961, Qupperneq 8
TÍMINN, föstudaginn 18. ágúst 1961.'
8
IV GREIN
FerSin okkar hafði gengið
eins og í sögu, og okkur tókst
á einhvern hátt að halda á-
ætlun, þótt stundum hefði
ekki mátt miklu muna. Að
vísu var oft ekið hraðar en
lög gera ráð fyrir, en við slupp
um með það, þar sem lögregl-
an lét ekki sjá sig, þar sem
við fórum um. Eldheitur þjóð-
vegurinn leið fram hjá á ógn-
arhraða og stundum lá við,
að hann dáleiddi mann, ef
maður starði á brautina smá-
stund.
I
Síðustu grein minni lauk, er
við kvöddum San Francisco, og
þaðan fórum við til höfuðborgar
Kaliforníuríkis, Sacramento. Þar
tók á móti okkur maður nokkur,
sem átti smá tryggingarfyrirtæki
og var mormóni. Við hittum hann
niðri í bæ, hjá gömlu virki og
verzlunarmiðstöð, sem hafði verið
endurreist. Fór hann með okkur
Kletta-andlit forsetanna fjðgurra.
fyrir fslending, eða um 45 stig á
Celcíus og jafnóðum og ég drakk
eitthvað, kom það jafnskjótt til
baka í formi svita, er draup af
mér.
Um kvöldið fórum við svo með
hjónunum og börnum þeirra
tveimur í lítið þorp í 40 mílna
fjarlægð frá Sacramento, sem
má nefna ungmeyjuna fallegu,
sem var svo fátæk, síðan hetjuna,
sem bjargar henni á síðustu
stund undan þorparanum, plús
aðrar persónur þorpsins, sem við
sögu koma. í gamla daga var ekki
hlaupið að að fá góða leikara, svo
að vanalega var ekki mikill lista-
blær yfir sýningum, enda kærðu
ið og lækkaði í bjórkönnunum,
urðu hróp áheyrenda hæirri og
stemmningin óx. Mér fannst ég
vera kominn aftur til 1870, þegar
allt var í fullum gangi í Þurra-
þorpi, enda held ég, að stemmn-
ingin hafi varla verið betri þá.
Er við félagarnir gengum út að
lokinni sýningu, vorum við veikir
í maganum af hlátri og hásir eftir
öll hrópin.
Á eftir fórum við „á bakvið“
og spjölluðum við fólkið. Sagði
það okkur, að það gerði þetta að-
eins fyrir ánægjuna, það fengi
engin önnur laun. Ágóðinn rann
i að endurbæta húsið og byggja
smáviðbyggingu fyrir svefnher-
bergi og annað slíkt. Flestir koma
um 350 mílna vegalengd til að
geta gert þetta um hverja helgi
og eyða helginni þarna fjóra mán-
uði á ári. Leikstjórinn sagði við
okkur, þegar við fórum: „Það eina,
sem við förum fram á, er að á-
horfendur taki virkan þátt í sýn-
ingunni og fari ánægðir heim. Það
eru okkar iaun, og þið getið verið
vissir um, að þau eru þess virði.
Enginn okkar hefur lært að leika.
Aðeins ein kona hefur lært að
syngja. Við höfum allir ólíka at-
vinnu, einn er t. d. forstjóri, ann-
ar iðnaðarmaður, þriðji rakari o.
— Hvað segir frúin?
1 — Ahhaha, hvað, ertu frá ís-
landi? Hver er þetta?
— Þú mátt geta þrisvar.
— Nei, ég sver, að ég get það
ekki. f öllum bænum segðu mér,
liver þú ert, ég er svo forvitin.
— Eg heiti Jón Magnússon.
— Ó, guð! JÓN? Hvað ert þú
að gera hér?
i Konan heitir Berta Eiðsdóttir
og er gift Jim Rail, sem er kenn-
ari í Sacramento. Berta er systir
kollega míns á Alþýðublaðinu,
Arnar Eiðssonar, íþróttafréttarit-
ara. Þar sem ég átti frí þennan
eftirmiðdag, fór ég til þeirra og
eyddi deginum. Við sátum og röbb
uðum um gamla daga á íslandi og
Jim sýndi okkur litmyndir, sem
hann hafði tekið þar. Tíminn flaug
áfram, og um miðnætti varð ég
að kveðja þessa gömlu vini að
heiman, eftir skemmtilegan dag,
og er ég fór, sagði ég: „Sé ykkur
aftur heima á íslandi.“ Berta var
eini landinn, sem ég sá allan tím-
ann.
Ekki kommúnismi,
heldur lýðræöi
Aftur var haldið út á þjóðbraut-
ina, lífæð bandarísku þjóðarinnar,
Vináttulör um þver og endilöng Bandaríkin. - Jón H. Magnússon, blatSama'Öur:
Góðan daginn, herra Bjössi
í gegnum þetta rammgirta vígi,
sem einu sinni hafði verið það
eina á þessum slóðum. Þarna mátti
sjá gamla hestvagna, stað þann,
sem gullinu var komið í peninga,
herbergi bað, sem fyiirmenn höfðu
sofið í og herbergi það, sem kallað
er svarthol og var fyrir þá, er
brutu þau fáu lög og reglur, sem
í þá daga þóttu nauðsynleg. Við
sáum líka frumstæð vopn Indíán-
anna, gamla framhlaðninga, púð-
urhorn, gamlar fallbyssur, er
spúðu járnkúlum á óvini. Gamla
verzlunin líktist þeim, er Danir
ráku á íslandi áður fyrr, með
varning jafnt á veggjum og hang-
andi í lofti.
Þurraþorp og 300 vínbarir
Eftir að hafa skoðað vígi þetta,
sem eitt sinn var úti í „hurðar-
lausu helviti", fórum við heim og
komum okkur fyrir hjá þessari
mormóna-íjölskyldu, sem hafði
opnað heimili sitt fyrir okkur út-
lendingana. Hitinn var óskaplegur
heitir „Þurraþorp“ (Drytown) og
var í gamla daga höfuðstöð gull-
grafara, en er í dag hálfgert
„draugaþorp". Ekkert um að vera,
aðeins ’fáeinar hræður lifa þar.
Þarna voru eitt sinn nokkur þús-
und gullgrafarar og þrjú hundruð
vínbarir, flestum fyrir komið í
tjöldum, þar sem hús voru fá og
þaðan kemur nafnið „Þurraþorp".
í Þurraþorpi var eitt leikhús og
stóð það autt frá því á dögum
gullæðisins, þar til fyrir fimm ár-
um, að nokkur hjón tóku sig sam-
an og löguðu það til.
Melodramá og allt það
Þessi leikflokkur hefur síðan
vaxið, fleiri hjón komin í hópinn
og þeirra börn, jafnvel tengda-
mömmur og pabbar. Sumarmánuð-
ina sýna þau svo á hverju föstu-
dagskvöldi leikrit, eins og þau
tíðkuðust í Þurraþorpi og öðrum
slíkum þorpum á dögum gullæð-
isins. Eru þessi leikrit kölluð Melo
drama og eru flest eins. Fyrst
gullgrafararnir sig lítið um það.
Leikflokkur sá, er ég hef minnzt á,
heldur þessu öllu uppi eins og
það var.
Leikurinn, sem við sáum, hét
„Drusilla frá landi gullsins" og
var í nokkrum þáttum. Á milli
þátta var svo ýmislegt til skemmt-
unar og má þar á meðal nefna
dansa, gamla slagara og annað
slíkt. Áhorfendur eiga eins mik-
inn þátt í leiknum eins og leik-
endur sjálfir, þeir hrópa húrra
fyrir hetjunni, klappa fyrir yngis-
meyjunni, æpa að þorparanum og
svo framvegis. Bjór var borinn
fram í könnum frá gulltímabilinu
og gengu þjónusturnar um í síð-
um kjólum og með fjaðraskraut
á höfði og geymdu peningana í
sokkabandinu eða í brjóstahaldar-
anum. Maðurinn, er stóð við bar-
inn hafði teygjubönd um handlegg
ina, með harðan flibba og brjóst
og stóran vindil á milli tannanna
eins og maður sá í kúrekamynd-
unum. Eftir því, sem leið á kvöld-
Hér er höfundur greinanna — hinn fslenzkl ambassador of friendships —
að ræða við tvo Indíánahöfðingja. Annar þeirra er að sýna honum háls-
festi, sem hann hafði sjálfur búið til.
í Yellowstone park.
s. frv. Við seldum upp alla miða
strax í vor fyrir sumarið. Er við
fréttum af ykkur fjórum, datt okk
ur í hug, að við gætum holað ykk-
ur niður hér til að gefa ykkur
kost á að sjá leikritin eins og þau
voru hér fyrir hundrað árum og
vonum, að þið hafið skemmt ykkur
vel.“
Er ég var að fara, kom til mín
kona sú, er var sú eina í hópnum,
er lært hafði að syngja, og sagði
„Þú ert frá íslandi? í stríðinu var
ég í skemmtiflokki hersins og
kom við á íslandi. Þar söng ég
fyrir forsetann. Mig minnir, að
hann hafi heitið herra Björnson.
Eg man alitaf eftir þessu, því að
mér þótti þetta mjög gaman.“
„Ó, ertu frá íslandi"
Næsta dag áttum við að kveðja
Sacramenío, en þar sem prógramið
sagði, að við ættum að tjalda úti
þá um nóttina, ákváðum við að
dvelja einum degi lengur hjá þess-
ari mormóna-fjölskyldu, sem hafði
tekið okkur sem gömlum vinum.
Þetta var sunnudagurinn 16. júlí
og þá um morguninn fórum við í
mormónakirkju staðarins og var
það mjög gaman, sérlega þar sem
enginn okkar hafði áður gert það.
Eftir hádegi höfðu þau svo smá-
boð inni fyrir okkur og ýmsa bæj-
arbúa. Eftir það höfðum við frí.
Eg vissi, að þarna í Sacramento
var ein kona, sem ég hafði þekkt
vel heima og var gift Bandaríkja-
manni. Það tók mig nokkra stund
að hafa upp á þeim. Síðan tók ég
upp símann og hringdi. Konurödd
svaraði og ég sagði:
og stefnan tekin á nýjan stað til
að hitta enn nýtt og óþekkt fólk.
Borgin hét Bosie og er í Idaho-
ríkinu. Við tjölduðum úti þessa
nótt, nálægt stórum ávaxtabúgarði.
Þar hittum við bóndann og hann
sýndi okkur landið sitt, sem eitt
sinn hafði verið fáeinar ekrur, en
var nú komið yfir þúsund. Hann
sendir nokkur hundruð tonn af
ávöxtum á markaðinn á ári og var
orðinn vel efnum búinn. Er við
, kvöddum hann, sagði hann:
|Haldið þið, að þetta væri hægt,
ef við hefðum kommúnisma hér
í þessu landi? Nei, við höfum lýð-
jræði og ég vann mig upp, byrj-
aði með tvær hendur tómar fyrir
Ifjörutíu árum. Eg vissi ekki einu
jsinni, hvernig átti að planta epla-
trjám. Nei, ég trúi ekki á komm-
únisma.“
Fátækt fólk og
konungsfæða
Það eina, sem við vissum um
fjölskyldu okkar í Bosie, var heim-
ilisfangið þeirra. Er þangað kom
næsta dag, komumst við að raun
um, að fjölskylduna var að finna
í fátækrahverfinu. Hjónin voru
ung og með fimm börn, hann
hafði verið bóndi, en fékk ofnæmi
fyrir heyi og eins eitt af börnum
hans. Svo þau fluttu til borgar-
innar, ha’nn reyndi að opna skó-
smíðaverkstæði, en viðskiptin voru
of lítil, svo að það fór á hausinn.
Nú vann hann á bílaverkstæði, en
hún í stærstu verzlun bæjarins við
að senda út reikninga til viðskipta
manna.
Við vissum, að þau hefðu ekv>
i