Tíminn - 18.08.1961, Page 9

Tíminn - 18.08.1961, Page 9
TÍMINN, föstudaginn 18. ágúst 1961. 9 WtT ÞaS eru margar fagrar víkur og vogar í Viðey og margar góðar baðfjörur. — Ljósmyndir: Ö.H. ☆ Um síðustu helgi streymdu Reykvíkingar þúsundum saman út úr borginni. Af þeim ferðum hefur farið mörgum sögum í dagblöðunum undanfarna daga. Má af þeim frásögnum draga þær ályktanir, að all ónæðis- samt hafi «:rið á þeim stöðum, þar sem þjóðin hefur helzt val- ið sér griðastað til Íivíldar og skemmtunar á undanförnum árum. Nokkrir borgarbúa leituðu þó skemmra en flestir hinna og tóku sér far með vélbátnum NÓA til Viðeyjar, en hann hélt uppi ferðum til eyjarinnar á klukkutima fresti. Þar í eyj- unni hefur verið komið fyrir góðum landgangi og greiðasölu. Er öll þjónusta til fyrirmyndar, bæði á hinum fagra farkosti og í greiðasölunni. Nokkur tjöld risu á eyjunni strax á laugar- dag og nokkur bættust við síð- ar um helgina. Ríkti þar sá Viðeyjarstofa og kirkjan. Húsin voru byggð um miðja 18. öld og var þelm vel við haldið fram undir lok síðasta stríðs. Nú eru þau i hinni mestu niðurlægingu og til vansæmdar. VIÐEY friður og ró, er menn gjarnan leita eftir, þegar þeir hverfa úr bæjarysnum. Hin undurfagra eyja, sem liggur rétt við bæjardyr Reykja víkur, á sér merka sögu og marga fagra staði fyrir þá, sem friðar leita hjá móður náttúru. Munu þeir, sem til Viðeyjar fóru um síðustu helgi, án efa hafa uppgötvað að svo sé. Er vonandi, að tilraun hinna ungu manna, er annast flutninga til eyjarinnar og aðra fyrir- greiðslu, verði til þess að Reyk víkingar fari að uppgötva þenn- an ákjósanlega útivistarstað, og jafnframt að eyjunni verði bjargað frá frekari niðurlæg- ingu en orðið er. NÓI, RE 10 á Viðeyjarsundi. Þessi fjölskylda tjaldaðl f eyjunnl sunnan undir Kvennagönguhólum. Yngstu fjölskyldumeðlimirnir að leik í heitum sandinum undir Þórs- nesi. J efni á að hýsa okkur, hvað þá fæða, en þau óskuðu eftir, að við yrðum og þau fórnuðu öllu aðeins til að reyna að gleðja okkur. Hún fékk sér tveggja daga frí, en hann í einn dag, þótt þau vissu, að þau hefðu ekki efni á því. Maturinn var eins og sá, sem borinn er fyrir konunga, öllu var til kostað. Hús- næðið var svo lítið, að við urðum að senda tvo út í garðinn. Eftir að hafa kastað upp pening, fóru Roy og Eyessus út. Þau höfðu útbúið mikið prógram fyrir okkur, við töluðum í Kiw- anis-klúbb, kirkju, komum fram í sjónvarpi, útvarpi og hittum bæði borgarstjórann og ríkisstjór- ann. Eftir að hafa verið þania hjá þessum fátæku hjónum í einn og hálfan dag, kvöddum við og gáfum þeim þjóðfána okkar, sem lítið tákn um vináttu og þakklæti. Enn einu sinni komu tár fram í augu konunnar, börnin urðu feim- in og húsbóndinn var klökkur, er hann þakkaði okkur fyrir komuna. Eg hugsa að ég gleymi aldrei fátæku fjölskyldunni í Bosie, sem fórnaði öllu til að sýna fjórum útlendum námsmönnum, að Banda- ríkjamenn eru gestrisnir og vilja fórna sínu fyrir vináttu eins og aðrir menn. í Gulasteinsþjóðgarðinum í þrjá daga Frá Boise fórum við svo í átt- ina að Gulasteins þjóðgarðinum (Yellowstone National Park) og þangað áttum við að vera komnir eftir tvo daga mæð stoppi í River- :on, Wyoming. í Riverton áttum |við að hitta hjónin, sem höfðu boðizt til að sjá um fimm hópa af „Ambassadorum". Hann var læknir að atvinnu og átti mikla stofnun þania í bænum. Við kom- um til Riverton seinni hluta dags og var þá öll fjölskyldan að undir- ^búa dvöl okkar í Yellowstone. Þá ;u.m kvöldið töluðum við á kven- ■ félagsfundi og losnuðum ekki frá blessuðum konunum fyrr en um miðnætti. Ekki vegna þess, að við þyrftum að segja mikið, heldur þær! Við útlendingarnir þurftum að leggja af stað kl. 3 um morgun- inn, en Harry og Cathy ætluðu að koma næsta dag. Ástæðan fyrir því, að við fórum svo snemma, var sú, að við þurftum að hjálpa lækninum að koma stórum báti hans upp í þjóðgarðinn og svo öll- um tjöldunum og setja þau upp. Á leiðinni hlustuðum við á annan . Bandaríkjamanninn fara upp í himingeimmn og niður aftur. ! Til Yellowstone vorum við komn iir um átta og byrjuðum strax að koma upp tjöldum og öðrum út- búnaði. Eftir það fóru hinir hóp- arnir að koma, og var mikill fagn- aðarfundur hjá okkur útlending- unum. Síðan komu nokkrar aðrar fjölskyldur frá Riverton, sem ætl- uðu einnig að dvelja með okkur þarna. i Þessir þrír dagar voru notaðir til að skoða þjóðgarðinn og fiska í einu vatninu á hraðbátum, sem okkur höfðu verið lánaðir af gest- gjöfum okkar. Sumir lögðu land undir fót til að sjá alla hverina og þar á meðal Gamla Trygg (Old Faithful), sem er mestur af hver- I unum þar. Fannst fólki skrítið, ' er ég sýndi engin undrunarmerki, þegar ég sá þessa hveri. Einnig 1 fannst þeim það skrítið, er ég sagði þeim, að orðið ,,geyser“ I væri komið úr móðurmáli mínu i og væri nafnið á stærsta hver á íslandi. | í Yellowstone er allt yfirfullt af , björnum og eru þeir mjög spakir, I eta úr lófum fólks og spássera í ikringum það, án þess svo mikið ! sem yrða á ma'nn. Birnirnir gerðu , okkur lifið erfitt í tjaldbúðunum. I Þeir komu, er við fórum frá á dag- 'inn og þegar allir voru sofnaðir, og snuðruðu í öllu að leita að mat. Svo við urðum að læsa allan mat niðri og það langt frá tjald- stað. Maður vaknaði við það á nóttunni, að þeir voru að hvolfa úr ruslatunnunum og snuðra i , kringum tjaldið. Flestir voru hálf smeykir við alla þessa birni og þorðu varla að láta sjá sig frá (Sólarlagi til sólaruppkomu, þó að mikið lægi stundum við. Á kvöldin sátum við svo í kring um varðeld og bárum saman bæk- ur okkar um ferðina, hvað við höfð um séð og lært. Eitt kvöldið þurfti ég að fara upp í bílinn okkar og ná í yfirhöfn áður en ég settist að eldinum. Var ég með vasaljós eitt mikið i hendi og hugann fullan af bjarnarsögum. Eg hafði gengið nokkra stund og hugsað, hvað ég ætti nú að gera, ef ég sæi bjössa. Skyndilega heyrði ég einhvern hávaða fyrir framan mig, svo að ég kveikti á vasaljósinu og herra trúr, þarna var bjössi. Hannar ógnar stór og kolsvartur og starði á mig og sýndi mér tennurnar, því að hann hafði fund- ið matarleifar í öskutunnunni og vildi ekki láta ónáða sig. Eg stóð þarna sem negldur við jörðina og vissi ekki, hvað ég ætti að segja eða gera. Svo að ég sagði bara: „Gott kvöld, herra björn“. Er bjössi sá, hve siðprúður ég var, vék hann úr vegi, svo að ég komst fram hjá, og er ég kom til baka passaði ég mig á að ganga fram hjá bjössa. Strákarnir stríddu mér síðan á því, að ég hefði átt að taka í höndina á bjössa og gefa honum íslenzka fánann. * Við kvöddum gestgjafa okkar 24. júlí eftir þrjá skemmtilega og ævintýraríka daga og einnig hina útlendingana, sem allir fóru sinn í hverja áttina. Okkar áfangastað- ur var svo Hardin í Montana. Hestabissniss og hveitirækt í Hardin bjuggum við á hesta- búgarði, -sem var rétt utan við bæinn. Hjónin ræktuðu sérstakt gæðakyn, senr kallað er á ensku „Quarter Horses" og seldist eng- inn þeirra undir 1.000 dollurum. Þarna ætluðum við að dvelja í þrjá daga og var margt á dagskrá. Við töluðum hjá ýmsum félagssam tökum, í útvarp og sjónvarp. Einn daginn fórum við til næsta bæjar, þar var okkur boðið að synda hjá fjölskyldu einni, sem bjó í húsi, sem kostaði 150.000 dollara að byggja fyrir fimm árum. í þessu húsi var allt, sem nöfnum tjáir að nefna, og var stærð hússins slík, að maður þprfti hér um bil að fara með bíl enda á milli. Útisund- laug var af fullkomnustu gerð og annað eftir því. í vínkjallaranum voru allar þær víntegundir, sem maður gat hugsað sér. Frúin átti þetta allt, og maður hennar hafði eitt sinn verið húsamálari, en gerði nú ekkert. Nú lifðu þau af arðinum, sem hún fékk frá verk- smiðju þeirri, er hún hafði fengið hlut í eftir föður sinn. Ekki má gleyma, að þau áttu sér a. m. k. þrjá bíla í bílskúrnum. Næsta dag skoðuðum við stærsta hveitibúgarð, sem til er í heimin- um, hann nær yfir mörg þúsund hektara og framleiðir þurrhveiti- tegund eina, sem þarf lítið sem ekkert vatn. Enda hefði ekki verið gerandi að reyna að rækta annað þarna, þar sem vatnsskortur er á- takanlegur og sumarhitinn mikill- Við sáum! hvernig hveitið er skor- ið með stórum og miklum þreski- vélum, sem aka 15 til 20 saman hver á eftir annarri. Þá fengum við að reyna eina þeirra til að svala forvitni okkar. Síðan fengum við að heimsækja Indíána-þjóðflokk þann, sem býr þarna í Montana og er kenndur við krákur. Við skoðuðum þorpið, sem þeir búa í, sjúkrahúsið þeirra og stofnunina, er sér um þehra hagsmuni. Þá ræddum við við nokkra af foringjum þeirra eina kvöldstund. Andlitin í fjallshlíðinni Frá Hardin héldum við svo 28. júlí og ókum þann dag til Rapid City í Suður-Dakota. Þar var okk- ur boðið að dvelja á herflugvelli í boði yfirhershöfðingjans. Þetta er einn af þeim flugvöllum hers- ins, þar sem þeir hafa flugvélar (Framhald á 11. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.