Tíminn - 18.08.1961, Qupperneq 16

Tíminn - 18.08.1961, Qupperneq 16
Föstudaginn 18. ágúst 1961. 186. blaS. Skipulagið í Fossvogi! Norömaður og Finn- ar hlutu 1. verðlaun Enginn íslenzku arkitekt-j anna hlaut verðlaun | Úrsjiurður dómnefndar í hinni norrœnu samkeppni í skipulagi i Fossvogsdals er nú fram kominn. Fyrstu verðlaun, 175.000 íslenzk-1 ar krónur, hlutu'þrír arkitektar, sem stóðu sameiginlega að úr-i lausn, sem merkt var nr. 63445.! Voru það Norðmaðurinn Lyder Braathen og tveir Finnar, Marita Hagner og Olli Paviainen. Tvenn önnur verðlaun voru veitt, og hrepptu danskir arkitektar þau. Þriðju verðlaun hlutu sænskir arkitektar. Auk þess voru keypt ar þrjár skipulagstillögur. AllS| barst þrjátíu og ein skipulagstil- laga, og stóðu að þeim arkitekt-' ar frá öllum Norðurlöndunum. j Það var í febrúar 1960, sem ákveðið var að efna til sam- i keppni um skipulag í Fossvogs-, dal, og var síðan unnið að því, að útbúa nauðsynleg gögn til keppninnar, þar til um mánaðar- mótin janúar-febrúar þessa árs, að samkeppnin var boðin út. Áttu þátttakendur að skila úr- lausnum i síðasta lagi 24. júlí. Var arkitektum frá öllum Norð urlöndunum boðin þátttaka í samkeppninni, og er það í fyrsta skipti, sem slíkt er gert hér á landi. Frá þessu skýrði Geir Hall grímsson borgarstjóri í gær fyrir hönd dómnefndar, en hana skipa auk hans þeir Ágúst Páls- son arkitekt, Sigurður Jóhanns- son, vegamálastjóri, Karl Fred- rik Ahlberg og Peter Bredsdorff. Höfðu allir uppdrættirnir og skipulaginu verið hengdir upp í (Framhald á 4. síðu). Efst á síðunni er rissmynd, sem fylgdi verðlaunateikningunni að skipu- laginu í Fossvogl. Þar sér inn Fossvoginn utan af Kársnesi, sem Kópa- vogskaupstaður er. Efst til vinstri sjást hitaveltugeymarnlr á Öskju- hlíð og siðan Bústaðahálsinn. Við Fossvoginn er bátahöfn. — Á neðri myndinni sést skipulagsuppdrátturlnn sjálfur. Miklubrautin sést efst og mót hennar við Kringlumýrarbraut eru efst á miðrl myndinnt. Að- eins nýja skipulagið er teiknað inn, en ekki þegar byggðu hverfin. Fossvogurinn sést neðst tll vlnstri og fyrir ofan hann hitaveitugeym- arnir á Öskjuhlíðinni. Flotadeildin í Reykjavíkurhöfn Liðlega hálft sjöunda hundraÖ manns. Kanadíska flotadeildin kom Ihingað til Reykjavíkur í gær- morgun og lögðust herskipin fjögur við Ingólfsgarð. Gagnkvæmar kurteisisheimsókn- ir fóra fram fyrir og eftir hádegi, en síðdegis var fjölda manns boðið í hanastélssamkvæmi um borð. f dag fara margir skipverjar til Keflavíkurflugvallar og 175 þeirra fara í boði ríkisstjórnaricinar til Þingvalla. Annar eins hópur fer svo til Þingvalla á morgun í boði Reykjavíkurbæjar. Fréttamenn gengu um borð eftir hádegi í gær og ræddu stutt- lega við flotaforingjann,' Latham B. Jensson, og aðra yfirmenn skip- anna. Flotaforinginn kvað sér og mönnum sínum ánægjuefni að koma til fslands. Gat þess meðal annars, að hann hefði áður haft nokkur kynni af íslendingum, en' tveir kennara hans í gagnfræða- skóla hefðu verið íslendingar. Þá sagði hann, að einn skipverja í flotadeildinni væri af íslenzkum uppruna. Flotadeildin fer héðan 22. þ. m. norður með landinu yfir heimsskautsbaug, suður með austurströnd Grænlands, framhjá Nýfundnalandi til Halifax. Um borð í skipunum fjórum er liðlega hálft sjöunda hundrað manns. Kanadisku freigáturnar hlið vlð hlið í Reykjavíkurhöfn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.