Tíminn - 18.08.1961, Page 4
4
T í MIN N, fimmtudaginn 17. ágúst 1961.
Jón Helgason, ritstjóri, ritar um
t Við erum stödd í Vík á Seltjarn-|
arnesi sumarið 1786. Hinir björtu
jBÚmarmánuðir eru að kveðja, og
Jlþað hallar að hausti — senn kom-j
íinn tvímánuður. Ágústnóttin dreg-
húmtjöld sín á Akr'afjall og
sju, þegar sólin er hnigin að beði
isínum vestur í flóanum, og grös
I jarðar munu senn glata skarti sínu
■til fullnægingar því boðorði, sem
felzt er og æðst allra lífslögmála.
Grásleppan er horfin úr þaranum
úti við skerin. Krían, sem verpir
á Skildinganesmelum, hefur kom-
ið upp ungum sínum, ef egg henn-
ar hafa jþá ekki öll lent í soðpott-
inum. A sunnudaginn var lagði
presturinn á Lambastöðum út af
þvi, þegar Jesús grét yfir Jerúsal-
em: „Og er hann kom nær og sá
borgina, grét hann yfir henni“.
Við, sem tökum stökk úr nútíð-
inni, 175 ár aftur í tímann, áttum
oklkur' ekki kannske undir eins á
þessum stað og því fólki, sem
hann byggir. Híbýlakosturinn,
klæðaburðurinn, hættir fólksins —
allt kemur þetta okkur framand-
lega fyrir sjónir — jafnvel málfar
þess einnig. Og þessi holt og brekk
ur, móar og grundir — við þekkj-
um þetta ekki. Með undrun og for-
vitni vir'ðum við fyrir okkur dá-
litla lækjarsytru, sem liðast milli
lágra bakka undir eystri brekk-
unni og seytlar niður fjöruna neð-
an við Arnarhól. Farvegur þessa
skrítna lækjar er leirborinn, og|
sums staðar er'u dálitlir pollar, þar
sem hornsíli skjótast milli steina,
er tekið hafa á sig lit af mýrar-
rauða.
„íslands lítill ábati“
Samt er þetta hún Reykjavík.
Þetta er sem sagt staðurinn, sem
landsmenn hafa nú í mqira.en þrjá
tugi ára spjallað mest um með
samþlanþi af óvild og háði og
kvcðið utn rammast níð —.höfuð-
setur innréttinganna og alls hins
nýja brambolts, sem fólki stendur
stuggur af — Sódóma og Gómorra,
þar sem stórhýsi hefur verið byggt
handa þjófum og hórkonum og
lagður til þess tollur af öllu land-
inu, goldinn af sístritandi bænd-
um. Margur hærukollur hefur ver-
ið hristur yfir þessum stað og
str'angir sýslumenn hafa jafnvel
kveinkað sér við að dæma saka-
menn í hið mikla typtunarhús, þar
sem glæpafólkið hefur lifað því
býlífi, er mátti upptendra reiði
guðs og láta hönd hans ljósta land-
ið allt í bræði sinni. Ja, var furða,
þótt ort væri:
Reykjavítaur vesenið ,háa
virða undrar, stóra og smáa,
áttunda er heimsfurða haldin,
hætt er við, hún setji ofan faldinn.
Með fylgdi meistarinn danske,
menntirnir kunni sá ganske,
passlega sæðinu að sóa,
segja mátti af því hún Gróa.
Eitt er, sem yfir má klaga
og ekki kann landinu haga:
Fólkið í fransósnum pínist,
fárlegur skaði það sýnist.
ísland í ánauðum þreyir,
ekkert mót nýjungum segir.
Varnarlaus almúginn aumi
eins hrekst og tré fyrir straumi.
Og hefur það ekki líka sannazt,
að þeir spáðy rétt, er sögðu, að
„íslands lítill ábati“ yrði af inn-
réttingunum? Fransósinn er að
vísu hjaðnaður. En hvar eru sauð-
fjárkynbæturnar og hvað varð um
sáðvei'kið? Innréttingarnar hjara
að vísu enn á heljarþröm, en hvar'
er ábatinn af þeim? Og var það
eklki hönd guðs, sem laust Reykja-
vík, þegar mörg hús innrétting-
anna brunnu eina vetrarnótt, og
hvers vegna lét himnasmiðurinn
fjárkláða og Móðuharðindi ganga
yfir þetta land? Sumir þóttust að
REYKJAVf K -1786
Reykjavík litlu áður en hún fékk kaúpstaðarréttindi, — hús innréttinganna, kirkjan og tukthúsið. Konungs-
verzlunin hefur eicki enn verið flutt úr Örfirisey. Teikning Jóns biskups Helgasonar).
Reykjavík örfáum árum eftir að hún fékk kaupstaðarréttindi. Mörg verzlunarhús hafa þegar verið relst frammi
við malarkambinn. (Teikning Jóns biskups Helgasonar).
minnsta kosti vita, að prjálið ogj
nýjungarnar í Reykjavík og synd-J
samlegur lifnaður tukthúsfanganna ■
í skjóli sjálfra höfðingjanna hefði'
vakið reiði máttarvaldanna. I
Eigi að síður liefur Reykjavíki
nú verið kjörin til þess að verða
höfuðstaður fslands. Höfðingjarj
hafa setið á rökstólum úti í Kaup-j
mannahöfn, og ráðgjafar konungs-l
ins hafa orðið ásáttir um að af-l
nema konungsverzlunina á íslandi,!
veita öllum þegnum Danakonungs
verzlunarfrelsi og stofna kaup-
staði með ýmsum fríðindum. Og
þarna bíður hún hins nýja hlut-
verks, Vík á Seltjarnarnesi.
★
Við kiomum siglandi af hafi, og
skipstjórinn danski lætur varpa
akkerum frammi á víkinni. Örfiris-
ey er á hægri hönd, og þar sjást
enn leifar gamla verzlunarstaðar-
ins, ásamt mörgum torfkofum
þurrabúðarmanna. Bak við malar-
kambinn fyrir botni víkurinnar eru
allstór, bikuð hús með bröttu, spón
lögðu þaki. Þetta eru hús konungs
verzlunarinnar, sem flutt hefur
verið úr Örfirisey fyrir fáum ár-
um. Þar er einnig fálkahús kon-(
ungs, lítið timburhús, og skammt
þaðan klúkir kaðlarahúz innrétt-l
1786 1961
inganna, harla hrörlegt og kumb-
aldalegt torfhús, og við það grind-
ur miklar, sem ætlaðar eru til þess
að breiða á þær dúka til þerris.
í fjörunni liggja fáeinir bátar, sem
dregnir hafa verið undan sjó, og
uppi í einu vikinu er bryggjugarm-
ur.
Grjótgaríar setja svip
á staftinn
Hægra megin við víkina eru þrír
torfbæir, ærið lágreistir. Það er
Arnarhóll, Arnarhólskot og Sölv-
hóll. Hjá Arnarhóli eru traðir ská-
hallt niður að lækjarósnum og
Innréttingarnar
Hús innréttinganna eru í tveim-
ur hvirfingum. Önnur hvirfingin
er spölkorn sunnan kirkjunnar —
hin norðan og vestan við hana.
Þar eru fimm timburhús, og er
hús forstöðumanns innréttinganna
þeirra mest. Annað timburhús er
ætlað aðstoðarmanni hans, en hin
eiu spunastofan, vefstofan og ló-
skurðarstofan. Við þessi hús eru
nokkrir torfkofar, og er eitt þeirra
nefnt Skálinn. Því húsi fylgir sú
sögn, að það hafi verið skáli hins
gamla bæjar í Vík. Þar búa spuna-
konur innréttinganna.
í syðri hvirfingunni eru nokkiir
torfkofar. Þar er litunarhús,
smiðja og hús beykis og fleiri
starfsmanna innréttinganna.
I Hér og þar á milli þessara bygg-
■inga eru svo aðrir kofar minni,
ýmist ætlaðir til geymslu eða
handa gripum. Sums staðar hefur
líkia hey verið borið upp, og víða
getur að líta móhlaða. Með jafn-
i framt troðnum gangstígum snöltra
! hestar með reiðingsfar á bakinu,
því að síðsumars eru miklar ann-
ir á þessum stað við að reiða heim
mó til vetrarins. Siginn fiskur og
grásleppa hangir á stöfnum og
giindum.
GengitS um gartia
í eystri brekkunni eru þrír torf-
bæir sunnan hins mikla typtunar-
húss. Þar heitir Þingholt, Stöðlakot
og Skálholtskot. Uppi á brekkunni
vestan tjarnarinnar ber mikla bygg
ingu við loft. Það er hinn nýi skóli,
sem nú er verið að leggja á síðustu
hönd, því að sjálf menntagyðjan er
að halda inni’eið sína í Reýkjavík,
og það jafnvel um það rætt, að
Hannes biskup í Skálholti fylgi
skólanum eftir vestur yfir heið-
arnar. Tveir torfbæir eru á brekiku
brúninni sunnan við nýja skólann,
Melshús og Melkot, en Hólakot
skammt norðan við hann. Uppi á
bungunni, miklu vestar, er Landa-
kot og Götuhús, mikið húsaþorp,
nálega miðja vega milli Landakots
og víkurinnar.
í brekkunni vestan við hús inn-
J réttinganna er mikil hvirfing torf-
| bæja. Þar heitir Grjóti, og þar búa
j sjö fjölskyldur. Önnur torfbæja-
; hvirfing, Hlíðarhús, er upp frá
ströndinni vestan við víkina. All-
reiðgötur vestur sjávarmalirnar að
kaupmannshúsunum. Nokkru sunn
an við Arnarhólsbæinn gnæfir^
mesta hús staðarins, typtunarhús- ( miklu vestar er Ánanaust, og enn
ið. Við það eru langir grjótgarðar, miklu vestar Sel og Bráðræði.
sem fangarnir hafa hlaðið á liðn-1 Við leiðum þetta allt forvitnum
um árum, þegar þeim var ekki! augum aðkomumannsins og hnuss-
komið í vinnu hjá verzluninni eða
embættismönnunum í nágrenninu.
Annars eru grjótgarðar eitt af því
um dálítið, þegar við göngum fram
hjá mykjuhaugum, sem sums stað
ar eru milli torfkofanna eða jafn-
sem einkennir þennan stað, því að vel á bæjarhlaðinu, og krækjum
hér hafa þeir, sem dugur er í,
keppzt við að hlaða grjótgarða.
Nokkuð sunnan við typtunarhúsið
er trébrú yfir lækinn. Því að þetta
er fínn staður, þar sem menn láta
sig ekki muna um að brúa smá-
læk.
Þegar á land kemur, sjáum við,
að flest eru þó húsin undir vestri
brekkunni, norðan við tjörnina.
Þarna getur nefnilega að líta hin-
ar frægu innréttingar. Þarna er
líka kirkjan og kirkjugarðurinn.
Kirkjan er úr timbri, ellefu staf-
gólf, og snýr austur og vestur, því
að annað þætti guðlast á þessu
landi. Á henni er lágur turn með
krossi. Hún stendur vestast í
kirkjugarðinum, sem er afmarkað-
ur með grjótgarði að norðan og
austan, en grindum úr timbri að
sunnan og vestan
heldur, þegar á vegi okkar verða
forarvilpur, .sem fleygt hefur verið
í slógi og grásleppuhausum. Eitt af
því, sem okkur verður star’sýnt á,
er eins konar gaffall, sem stendur
upp í loft við hvert kot. Á þessu
verkfæri þurrka fiskimennirnir
sjóbrókina sína, þegar þeir koma
heim úr róðri eftir barning og
ágjöf.
★
,Það er sundurleitur söfnuður,
sem býr á þessum stað, sem við
erum nú komin á, svo að hvergi
er sundurleitari á öllu landinu.
Hér er danskt fólk og^ þýzkt, og
hér eru samankomnir fslendingar
úr fleiri byggðarlögum en annars
staðar, því að hingað hefur komið
fólk úr fjarlægum héruðum til
starfa við innréttingarnar, hér
hafa staðnæmzt fangar, sem látn-
/