Tíminn - 18.08.1961, Qupperneq 9

Tíminn - 18.08.1961, Qupperneq 9
T4jM J NJ^föstudaginn ,18..ágústJLggl., 9 3' * á ágústdegi anno 1961 skrifstofum, kranar og talíur ískra við höfni na, loftborar leggja til atlögu við malbikið og öskra ógurlega, blaðasölu- strákar hrópa nýjustu fréttir á torgum og gatnamótum. jað líður að hádegi, sírenur hljóma í verksmiðjum, það er tekið til fótanna og fólkið flykkist í strætisvagnana, sem þyngslast troðfullir í allar átt- ir, það er ys og þys á torginu og víða tekinn harður sprett- ur til að ná vagninum. „Halló, bílstjóri, það er kona að koma!“ Hun burðast móð og másandi upp í vagninn á síðustu stundu, liláðin pinklum og pökkum, brosir, og segir takk. ur einn og umkomulaus, í skjóli hinnar öldnu dómkirkju þar sem Hallgrímur Pétursson stendur fyrir utan og lygnir aft ur augunum. Það er eftirvænt- ing í léttu fótataki stúlknanna og piltarnir gjóa augunum í all ar áttir: „Sjáðu þess, maður. Ó-boj.“ Úti á miðri götu stend ur maður einn fúlskeggjaður og baðar út höndunum, hrópar hárri röddu. Innan skamms sést hann í fylgd með tveimur borðalögðum, þeir leiða hann milli sín í ákveðið hús við Póst hússtræti. Úr skemmtistöðun- um berst fjörug dansmúsík, fót ur leikur við fót og skvaldrið í fólkinu blandast við glasa- glauminn. Tnnan skamms er torglð autt, * strætisvagnarnir famir leiðar sinnar og fólkið horfið, mið- bærinn auður og tómur. Þögn breiðist yfir allt. Það er undar- leg kyrrð um hádegisbilið. Grikkir kenndu þessa stund við Pan, skógarguðinn. Fáir á ferli, kannski situr einmana maður á bekk af því hann á ekki fyrir pulsum. Og jafnvel endurnar á Tjörninni kúra sig undir bakk anum. Svo slær klukkan eitt, bærinn vaknar á ný eftir þennan stutta lúr, ritvélar, símatól og kranar taka aftur til starfa, loftbor- inn vaknar. að kvöldar í Reykjavík. Húmið sígur yfir bæinn, götuljósin kvikna, Sjóvá-skiltið blik- ar. Það leggur mildan andvara utan af Flóanum, það er búið að opna á börunum. Óli blaða- sali er hættur að hrópa. Símon í Nausti er farinn að hrista kok teilana. Á níunda tímanum fer að fjölga í bænum, fólkið sem hamraði á ritvélar, rétti kaffi- pakka yfir búðarborðið eða hamaðist á loftbor um daginn, það hefur nú fært sig í betri fötin og fer í bíó. Ag þeim fjölgar, sem rölta gamla rúntinn, framhjá ljós um prýddum gluggum í Aust- urstræti, um skuggsælan reit- inn þar ssm Skuli fógeti stend T/ annski leiðast þau tvö og tvö um hljómskálagarðinn þar sem bæjaryfirvöldin hafa kom ið fyrir rómantískum ljóskerum meðfram stígnum, þar sem blærinn leikur stefið og Þor- finnur karlsefni hlustar eftir flugvéladyn í Vatnsmýrinni. Eftir miðnætti fjölgar enn á rúntinum, danshúsin loka, hljómsveitin hefur spilað síð- asta dansinn minnsta kosti tvisvar og fjöldi manna hafa rakið raunir sínar fyrir Símoni. Gömul kona opnar sig inn í stóra skrifstofu þar sem eru langir gangar, miklir salir og margar tröppur, höndin er knýtt og bakið bogið. Hún opn- ar fyrir heita kranann og læt- ur buna í fötu, vindur gólftusk- una og tekur um kústskaftið. Nú er hennar vinnudagur að hefjast. Síðbúnir nátthrafnar standa í hóp á götuhorni, ung stúlka hallast upp að hávöxnum karl- manni og spyr hvort hann ætli að hafa partí. Skeggjaður list- málari dregur fiðlu úr pússi sínu, hagræðir henni að vanga sér og dregur bogann blítt og rótt yfir strengina, gamalt vöggulag hljómar í nóttinni á fáförnum götum. Hópurinn þagnar og hlustar og það ligg- ur við að lögregluþjónarnir hin um megin á gangstéttinni geri honör. — J. Eftir hádegið fara þeir, sem eru í sumarfríl, með konu og krakka í sólbað i Nauthólsvík. — Ofl þegar sólin er sezt, keyra strókar rúntinn . . . . Það er handagangur i öskjunni, þegar menn þjóta i eða úr vinnu, en lögreglan reynir að grelða úr flækjunni. Sólarlagið er fallegt i Reykjavik og hjörtu æskunnar vlðkvæm á ágústkvöldum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.