Tíminn - 18.08.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.08.1961, Blaðsíða 16
Þórður Björnsson, bæjarfulltrui, ritar Þróun og vöxtur REYKJAVlKUR Þórður Björnsson, bæjarfulltrúi I Landnámu segir frá upphafi byggðar í Reykjavík og með'al annars svo: „Þá er Ingólfr (Arnarson) sá fsland, skaut hann fyrir borð öndvegissúlum sínum til heilla; hann mælti svá fyrir, at hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmi á land.“ „Þau missari fundu þeir Vífill og Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvál fyrir neðan heiði.“ „Ingólfr fór um várit ofan um heiði. Hann tók sér bústað þar sem öndvegissúl- ur hans höfðu á land komit; hann bjó i Reykjavík." „Ingólfr var frægastur allra landnámsmanna, þvíat hann kom hér að óbyggðu landi, og byggði fyrstur landit.“ Þannig hófst saga íslands með sögu Reykjavíkur. Jörðin Reykjavík varð síð- an óðal ættar hins fyrsta land námsmanns. Jarðarinnar er síðan getið nokkrum sinnum í fomum heimildúm en á mið öldum var hún jafnan nefnd Vík á Seltj amarnesi, og þykir margt benda til þess, að hún hafi á þeim tímum ekki verið neitt höfuðból. Eftir siðaskiptin voru orðn- ar margar sjálfstæðar jarðir í grennd viö bæinn Reykja- vík, svo sem Hlíðarhús, Arn- arhóií, Sel, Rauðará og Skild- inganes. Samkvæmt jarðabók þeirra Páls Vídalíns og Árna Magn- ússonar frá árinu 1703 fylgdi Efri myndin sýnir höfnina í Reykjavik 1836, sú neðri höfnina í Reykjavík 1961. Ný höfn og stærri er orðin aðkallandi og nú er lokið við nýja uppdrætti af hafnargerð og er vikið að því máli á öðrum stað í blaðinu. Efsta og neðsta myndin sýna Reykjavík 1786 og og dregið mjög kjark úr lands mönnum. Árferði var illt bæði til lands og sjávar. Fiskibáta eign landsmanna hrakaði með ári hverju. Menn flosnuðu af jörðum og hungursneyð geis aði víða um héruö. 1961. þá jörðinni Reykjavík 7 hjá- leigur og samkvæmt manntal inu frá sama ári voru íbúar á jörðum innan núverandi umdæmis Reykjavíkur alls 150 manns. Verzlunarstaður þessa byggð arlags var fyrir vestan Örfir- iseyjagranda í „Hólminum“, sem hinir dönsku kaupmenn kölluðu „Holmens Havn“. II. Um miðja 18. öld var hagur landsmanna mjög bágur. Ein okunarverzlunin hafði leitt hörmungar yfir land og lýð Þegar eftir að Skúli Magn- ússon varð landfógeti fyrstur íslendinga árið 1749 hóf hann baráttu fyrir því að efla hag (Framhald á 14. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.