Tíminn - 19.08.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.08.1961, Blaðsíða 11
laugardaginn 19. ágúst 1961. 11 við það, sem myndin eiginlega ’ sýnir. TjESSU næst fer Brandt niður * til strandarinnar með kassavél- ina sína og nektarmódelin. Fyrst í þessum flokki er kuldaleg „sólar og heilbrigðis“-mynd. Kvíð anum lýstur niður í huga skoð- arans. Það hafa ekki verið gerðar svo fáar slæmar, viðurstyggileg- ar og væmnar myndir í flokkin- um „þerar konur fyrir mennt- aða ljósmyndaunnendur!“ En Bill Brandt er of vandaður til þess að sinna slíkum myndum. Við ströndina tekur ha-nn mynd- ir af nöktu stúlkunum sínum, frábærar myndir, þar sem líkam inn er aðaluppistaðan. Á eftir þessum kafla kemur annar, þar sem hann með myndavélinni fer eins nærri höggmyndalist og komizt verður. Þar tekur hann öll smáatriði burt úr kvenlíkam- anum, og myndar hann mjalla- hvítan og misfellulausan. Til þess arna notar hann ægisterk Ijós, sem hann beinir einkum að þeim „misfellum“, sem hann' vill láta hverfa. 1 K Ð LOKUM hverfur hann aftur ■*“• til strandarinnar, og í þessum síðustu myndum bókarinnar nær hann kannske beztum árangri. t'NSKI ljósmyndarinn Bill Brandt, er áreiðanlega þekkt- astur fyrir myndir sínar af sprengjuregninu á London, hinni myrkvuðu borg í lífshættulegu tunglsljósi, og þá ekki síðúr fyrir hinar frumlegu myndir sínar úr ófullkomnum loftvarnabyrgjum London á fyrstu stríðsárunum. En síðan 1945 hefur hann svo til eingöngu snúið sér að því að ljósmynda kvenfólk. Nýlega kom út bók með glæsi legu úrvali af verkum hans og kallast hún Perspective of Nudes (Sjónarhorn nektarinnar). Tveir merkir menn hafa ritað formáls orð við bókina, það eru þeir Lawrence Durrell og Chapman Mortimer. Þegar Brandt hófst handa með þetta viðfangsefni sitt, byrjaði hann á því að fá sér nýja mynda véi. Það er að segja, eldgamla myndavél. VTÝTÍZKU myndavélar eru, sam- kvæmt hans skilningi, útbúnað ur, sem á að apa eftir hugmynd um okkar um sjónskynjunina, i : iifH r líl B ;! ’i pp"; liSSP þær eru byggðar með það fyrir augum, að þær endurspegli það, sem okkur finnst samkvæmt vananum, að við hljótum að sjá. Það að auki finnst honum, að þær séu of nákvæmar. Það, sem hann vildi fá, var myndavél, sem sýndi fyrirmyndina frá óvenju- legra sjónarmiði. Hann leitaði að linsu, sem „sæi eins og mús, eða fiskur eða fluga“. Hjá/ fornsala nálægt Covent Garden fann hann loks gamla Kodak-vél í póleruðum mahony- kassa. Hún hafði wide-angel linsu, og ljósopið var ekki stærra en títuprjónshaus, og fast stillt á óendanlega fjarlægð. Hann tók að nota þessa vél og uppgötv- aði fljótlega ,að vélin tók mynd ir af því, sem henni sýndist, og það miklu meira en hann hafði búizt við. Hún gat tekið myndir, þótt hann sæi ekki fyrirmynd- ina í kíkinum, og yrði að hafa hana opna frá hálfri mínútu upp ■ í þrjár mínútur. Tj'YRSTI hluti bókarinnar hefur *■ að geyma nokkrar myndir frá þessum tíma, stúlkur í herbergj- um, búnum að viktoríönskum stíl, stúlkur í dimmum herbergj- um í ljósaskiptum. Þetta eru sér lega tjáningarfullar myndir, þær eru listrænar, en inn í listina er ofið kaldhæðni og möguleikum fyrir einhverju nýju. í næsta kafla sýnir Brandt, hverjir möguleikar til listsköp- unar eru í því fólgnir. að taka myndir mjög nálægt fyrirmynd- inni. Myndirnar sýna í raun og veru meira, ef svo má segja Sum ar þeirra eru ægifagrar, aðrar sýna ekkert nema eyðilegan og fráhrindandi kvenlíkama. Og enn er kaldhæðnin í felum bak Konur í nýju Ijósi Hann notar ekki nema hluta af líkamanum, það sem hann vill fá fram. Fyrir bragðið koma þeir hlutar, sem hann vill hafa, fram sem ljós og form eingöngu. Hann hefur lært mikið af abstrakt- málurum og notar sér lögmál þeirra í þessum myndum, en get ur vegna fyrirmynda sinna náð dálitlu, sem þeir aldrei ná: miklu af kvenlegum fínleik. f myndun um kemur fram hrein, eðlileg fegurð, einkum þó fínleiki og næmi; sem aldrei sést í hinum svokölluðu „heilbrigðu" og hund leiðinlegu kynferðismyndum, sem svo algengt er að taka við sjávarsíðuna. Og þaðan af síður eiga þær nokkuð skylt við hinar andvana klámmyndir. TjÓTT Brandt sýni fletinum lít- *■ inn sóma í mörgum mynda sinna, af því að hann reynir að vinna með „línuna", og geri l£k- amana mjallahvíta og skugga- lausa, reynir hann í síðustu myndum bókarinnar að sýna flet inum meiri sóma. Hann vinnur á yfirborð líkamans, húðina, með ljósum, og nostrar við hana, líkt og myndhöggvarinn gælir við yfirborg marmarans. Með þessn móti nær hann að bræða saman formið, hina tvívíðu mýnd og efnislegan áþreifanleik, á mjög athyglisverðan hátt. Það er ekkert undur, að hinn mikli franski Ijósmyndari (Framhald á 15. síðn). 11. síðan á morgun: Prófraun fyrir elskendur I i I saosa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.