Tíminn - 23.08.1961, Side 2
*
TÍMINN, migvikudaginn 23, ágúst 1961.
Happdrætti Framsóknarfl.
Dregið næst 23. setpember
Svíar ekki í
sammarkað
NTB—Stokkhólmi 22. ágúst. —
Sænska stjórnin hefur ákveðið að
fylgja ekki fordæmi Breta og
Dana og sækja um upptöku í sam-
markað ríkjanna 6 í EEC, sem
þar voru fyrir. Erlander forsætis-
ráðherra skýrði frá þessu á árs-
þingi sambands járniðnaðarmanna
í Stokkliólmi.
Hann benti á, að Noregur og
Portúgal hefðu heldur ekki sótt
um upptöku. Hann sagði, að hægt
væri að túlka upptökubeiðni Breta
á margan veg, og reyndar settu
þeir svo mörg skilyrði, að þeir
hefðu óbundnar hendur ennþá.
Danir væru svo tilneyddir að
íylgja þeim.
Samrýmist ekki hlutleysinu
Sænska stjórnin hefur komizt að
þeiiri niðurstöðu, að Rómarsamn-
ingur EEC geti í núverandi formi
sínu ekki farið saman við hlut-
leysisstefnu Svía, sem heimurinn
og þé einkum stórveldin væru sí-
fellt að læra að virða betur, enda
væru nú hlutlaus ríki í meirihluta
í Sameinuðu þjóðunum. Einnig
sagði hann, að forsendur þær, sem
væru fyrir inngöngu Bieta (og
I Dana) í EEC, giltu ekki fyrir Svía.
I Svíþjóð er aðili að ytra markaðs-
bandalagi ríkjanna sjö.
Goya-mál-
verk horfið
Aðfaranótt þriðjudagsins var
mjög frægu og dýru málverki stol-
ið úr National Gallery í London.
Þetta var málverk spánska málar-
ans Goya af hertoganum af Well-
ington, og keypti safnið verk þetta
nýlega fyrir sem svarar 17 milljón-
um ísl. kr'óna. Málverkið er 50
sinnum 38 sentimetrar að stærð
og gert á viðarplötu. Safnmenn
telja, að ómögulegt muni vera fyr-
ir þjófinn að selja verk þetta.
Scotland Yard var tilkynnt um
hvarfið í morgun, og eru nú um-
fangsmiklar ráðstafanir gerðar til
að hindr'a að málverkið verði flutt
út úr landinu.
Biskupinn
fer utan
Biskupinn yfir íslandi, herra
Sigurbjörn Einarsson, tók sér far
með flugvél til Norðurlanda í gær
morgun. Förinni er heitið til Finn-
lands til þátttöku í norræna bisk-
upafundinum, sem háður verður í
Lárkkulla dagana 22.—28. þessa
mánaðar.
Eftir fundinn í Lárkkulla mun
biskupinn halda til Svíþjóðar og
sitja prestafund í Linkjöping 4.—
8. september. Síðan mun hann
dvelja nokkra daga í Noregi og er
væntanlegur heim aftur 17. sept.
Vígð ný kirkja
Þann 20. þessa mánaðar var vígð
ný sóknarkirkija að Efra-Núpi í
Melsstaðapi'esfakalli í Húnavatns-
prófastsdæmi. Vígslubiskup Hóla-
stiftis, séra Sigurður Stefánsson,
framkvæmdi vígsluna í umboði
biskups. Einnig tóku þátt í vígslu
athöfninni • héraðsprófasturinn,
séra Þorsteinn Gíslason, sóknar-
prestur staðarins Gísli Kolbeinsson
og fleiri prestar. Fjölmenni var
mjög mikið og athöfnin öll hin há-
tíðlegasta og virðulegasta.
Nýjungar á
iðnstefnu
Iðnstefna Samvinnumanna hefst|
á Akureyri á morgun og mun hún
standa í 4 daga. Er þetta bæði
kaupstefna oig almenn vörusýning, í
þar sem 15 iðnfyrirtæki sýna fram
leiðslu sína. Munu þar koma fram
ýmsar nýjungar i iðnaði.
Iðnstefnan verður sett kl. 10,
f.h. á morgun af framkvæmdar-
stjóra Iðnaðardeildar SÍS, I-Iarry
Frederiksen. Erlendur Einarlkon
mun einnig halda ræðu við það
tækifæri.
Fyrstu tveir dagar kaupstefn-
unnar eru einkum ætlaðir inn-
kaupastjórum hinna 58 kaupfé-
laga landsins, og verður þá vænt
anlega verzlað mikið. Á laugardag
inn verður opnuð almenn vöru-
sýning fyrir bæjarbúa og aðra,
sem hana vilja sækja. Verður þar
til sýnis framleiðsla 15 iðnfyrir-
tækja og mjög margar nýjungar
í íslenzkum iðnaði. Sýningin verð^
ur til húsa í samkomusal starfs-j
fólks verksmiðjanna á Akureyri. |
StórveíöÍn
Flestar iðnaðarverksmiðjur sam
vinnumanna eru á Akureyri, og
vinna við þær 5—600 manns. Er
því eðlilegt að þeSsi kaupstefns
sé haldin þar.
Jarlinn seg-
ir af sér
NTB—Stokkhólmi, 22. ág.
ÞingmaSurinn Jarl Hjalmars-
son sagði í dag af sér sem for-
maður Hægriflokksins sænska
og óskaði jafnframt eftir því,
að hann yrði einnig leystur
frá störfum sem formaður
þingflokksins. Flokksstjórnin
og trúnaðarmannaráðið bað
hann samt halda stöðunni sem
formaður þingflokksins.
Hjalmarsson segir, að aðeins
persónulegar ástæður séu
fyrir ákvörðun sinni. Stjórn
flokksins hefur ákveðið að
V I N N I N G A R i
1. Þriggja iferb. íbúð, fokheld, að Safamýri 41 kr. 140.000,00
2. Mán.ferð með skipi um Miðjarðarhaf, til Rússl. — 10.000,00
3. Flugfar fram og til baka Reykjavík—Akureyri — 1.638,00
4. Flugfar fram og til baka R.vík—Vestm.eyjar — 828,00
5. Páskaferð til Mallorka ásamt vikudvöl — 24.000,00
6. Hringferð með m.s. Esju umhverfis landið — 3.822,00
7. Flugfar fram og til baka Rvík—ísafjörður — 1.638,00
8. 16 daga ferð til Madeira og Kanaríeyja — 32.000,00
9. Flugfar fram og til baka Rvík—Egilsstaðir — 2.322,00
10. Öræfaferð með Guðmundi Jónassyni — 5.000,00
Öll ferðalögin gilda fyrir tvo. — Dragið ekki að kaupa miða.
Aðalskrifstofa happdrættisins er í
Framsóknarhúsinu 2. hæð, sími 12942.
Eftir mánuð verður dregið í fyrsta skipti.
sitja hjá?
NTB-New Yoi'k, 22. ágúst. —
Umræðum var í dag halidð áfram
á aukaþingi Sameinuðu þjóðanna
um Bizerte-deiluna. í dag var helzt
veitt athygli ræðu Stevensons, full
trúa Bandaríkjanna. Sagði hann þá
von sína helzta um samkomulag,
að Túnisbúar og Frakkar reyndu
þegar í stað að semja með sér. j
Hann var hvassyrtur í garð Ráð-j
stjórnarfulltrúans, sem daginn áð-
ur hafði atyrt Frakka fyrir ný-
lendupólitík þeirra. Hefðu Frakk-
ar veitt jafnstórum nýlendusvæð-
um frelsi og Ráðstjórnin sölsað
undir sig. Bandarikin munu að lík
indum sitja hjá við atkvæða-
greiðslu um tillögu Asíu og Afríku
ríkjanna um viðurkenningu á rétti
Túnisbúa til að reka franska her-
inn burt. Talið er, að Bretar hafi
j nú á prjónunum breytingartillögu
við tillögu þessa, en að henni
óbreyttri munu þeir að líkindum
sitja hjá eins og Bandaríkjamenn.
veita honum lausn frá flokks-
formennskunni. Hjalmarsson
hefur verið formaður flokks-
ins síðan 1950.
Smokkfiska
rekur á land
ísafirði 21. ágúst. — Undanfarið
hefur rekið á land mikið af smokk
fiski, og hafa trillurnar, sem héð-
an róa notað hann talsvert til
beitu. Hann er ekki enn fullþroska
og smár vexti. Ekki er fyllilega
vitað, hvað veldur því, að hann
hleypur á land. Ef til vill eru
það ljósin, sem tæla hann upp úr
djúpinu. Sumir eru þó ekki nema
í meðallagi hrifnir af komu hans,
því að hann étur seiði þau, sem
þorskurinn lifir á, og hverfur þá
þorskurinn úr Djúp f :u, Kemur
það sér illa fyrir þorsknetaveið-
arnar. G.S.
Sérhver þrifin og hagsýn húsmóðir notar hið kosta-
ríka VIM við hreinsun á öllu í eldhúsinu. VIM er fljót-
virkt, drjúgt, gerileyðandi og hreinsar fitu og hvers
konar bletti á svipstundu.
X-V 547/IC-Í.4I-50
W.'
■.Y."
SE HREINSUNIi ÍHITIÐ,
MVVANTAR WIM