Tíminn - 23.08.1961, Side 7

Tíminn - 23.08.1961, Side 7
TÍMINN, miðvikudaginn 23. ágúst 1961, 7 Átírsgður, Séra Sigurjdn Jonsson Eins og kunnugt má vera, er Jökuldals'neiði nú öll komin í eyði, seinasta byggða bólið þar, Heiðarsel, lagðist í auðn um 1945. Þeir, sem leið eiga um Austur- landsveg, sjá tóftarbrotin á Ranga- lóni og neðar Ármótaseli. Inni á Heiðinni eru Sænautasel og Grunnavatn fjær — en langt í norðaustri Háreksstaðir. Býlin voiu dreifð um Heiðina og langt mjög milli þeirra, öryggisleysi vakt'i yfir fólkinu og vofa örbirgð- ar og skorts þröngvaði æ að. — Á öldum fyrr var ísland albyggt. Fólkinu fjölgaði þá mjög á góð- ærisköflum og stundum þeim, sem gáfust til vaxtar og velgengis milli ægilegra fai'sótta og harð- æra. Þéttbýli var í raun ekki til, og vegna búskaparhátta urðu lands menn að byggja hvern dal og fjörð sem fannst. Þeir efnaminni hlutu að þokast á annes og eyjar smáar og í heiðarnar upp. Byggð á Jökuldalsheiði mun þó eigi hafa staðið mjög lengi, en líklega þó mestan hluta seinni þriðjunga nítjándu aldar og fram yfir síðari heimsstyijöld. — Oft hafa kotin farið í eyði um sinn, en umkomuleysi fólksins á erfiðum tímum hefur knúið það til að leita á ný úr dölum upp og reisa að nýju fallandi bæi þeirra, sem strit- að höfðu í Heiðinni fyrr og hlotið að gefast upp, er hlé urðu skömm í stórviðrinu og lengstur vetur. — Sumaríegurð í Heiðinni er mikil, friður ríkir og andstæður í náttúru undraverðar. Það þekkja allir, sem reikað hafa um þessar öræfaslóðir. En þeir, sem í á- j hyggjulausri hvíld á blíðu sumri koma á fallna kofaveggi og njóta1 friðar við seftjörn í sandauðninni eru víðs fjarri því fólki, sem stóð hér og féll. Stund hugljómunar er í næstu grennd við ferðalanginn, sem æir hér og hlustar á þögn- ina. En hann hefur aldrei búið í þessari föllnu baðstofu. Hann hef- ur ekki hlustað á hamslausa norð- anhríðina lemja þekjuna vikuinar út, ekki fundið til sultar og ein- manakenndar hér í auðninni. Ein- veran á heiðum uppi er honum' fróun. Einveran var heiðarbúan- um oft harðla kvalráð. Hún dró huga hans að ýmsu því, sem að-, eins myrkur og umkomuleysi gjöra manninum, vonbrigði og uppgjöf. En einn dag kom vorið. Kannski hafði vetuiinn skilað því lífs aftur, sem hann grúfði sig yfir fyrir svo löngu — á hverfri haustgrímu, — ef til vill skilaði hann aðeins hel- frosinni mynd dauðans marka. — Upp úr þessu umhverfi and- stæðna og erfiðleika er séra Sig- urjón í Kirkjubæ runninn. Hann er fæddur á Háreksstöðum á Jök- uldalsheiði hinn 23. ágúst 1881, sonur Jóns bónda þar Benjamíns- sonar á Skeggjastöðum á Jökuldal og seinni konu hans Önnu Jóns- dóttur bónda að Hvoli í Borgar- firði eystra Stefánssonar. Og mað- urinn, sem kominn var úr hinu erfiða umhverfi valdi ekki auð- veldan veg í lífi sínu. Hann hefur risið og hnigið — sigrað og orðið þreyttur — en aldrei gefizt upp. Um áratugi hefur hann þjónað lang víðfeðmustu og erfiðustu prestaköllum þessa lands — og eru Hornstrandir — Staðarpresta- kall í Aðalvík — eigi undan skild- ar — fjarri því. Hann, stm var fæddur í Heið- inni og fór burt þaðan, sem svo margir, til Vesturheims, varð seinna prestur Heiðarinnar Hann þjónaði þeim, sem lengst héldust þar við, hann horfði á Heiðar- harminn. — Vestur í Ameríku gekk Sigurjón Jónsson frá Há- reksstöðum á Jökuldalsheiði sinn menntaveg. Árið 1910 tók hann próf frá Guðfræðiskólanum í Mead ville í Pennsylvaníu, stúdent varð hann 1912 i Chicagó og A. M. þar ári seinna. En hugur hans leitaði heim hingað og að afloknu kandid atsprófi í guðfræði við Háskóla ís- lands árið 1917 vígðist hann prest- ur að Barði í Fljótum. Ekki ílent- ist hann þó í Skagafirði, kvænt- ist þar konu sinni, Önnu Sveins- dóttur frá Skatastöðum og flutti austur í Kirkjubæ vorið 1920, að fenginni veitingu fyrir Kirkjubæj- arprestakalli í Hróarstungu. — Hann var kominn austur. Og þar varð hann næstu áratugi eða til 1956, er hann varð 75 ára og hlaut að hætta prestsskap. Hann hefði getað hætt löngu fyrr með full eftirlaun, en séia Sigurjón í Kirkjubæ fór ekki frá sínu fólki fyrr en lög knúðu. Síðan hefur enginn prestur treystst að taka Kirkjubæ og skal nú að því vikið nokkru nánar: Síð- asti presturinn, sem sat Hofteig á Jökuldal, séra Þorvarður G. Þormar, fór þaðan 1928 og fluttist sem kunnugt er að Laufási við Eyjafjörð. Annexíur frá Hofteigi eru Eiríksstaðir og Möðrudalur á Fjöllum, en kirkja var endurreist þar 1949, og muna eflaust margir atburð í sambandi við vígslu þeirrar kirkju. Áður var Möðru- dalur útkirkja frá Víðihóli, en allt til 1908 var þar prestssetur hinna fornu Fjallaþinga. Víðihóll var lagður til Skinnastaðar í Axarfirði en skv. lögum 1952 til Skútustaða. — Eftir séra Þorvarð í Laufási kom enginn í Hofteig og hlaut nú séia Sigurjón í Kirkjubæ að þjóna öllum Jökuldal og Heiðinni — allt til Möðrudals á Efra-Fjalli. Var þó kall hans ærið fyrir — fjórar kirkjur og fallvötn þung á báða bóga, Lagarfljót (40 km frá Kirkju bæ að Lagarfljótsbrú) og að norð- an Jökulsá, úfin og torreið. Þegar séra Sigurjón lét af prests skap 1956, vígðist að vísu nýr prestur í Kirkjubæ, ungur maður beint frá prófborðinu, en hann treystist eigi til að setjast að í Kirkjubæ, heldur bjóst um á ann- exíunni Eiðum og situr þar enn. Alkunna er, hve erfitt er um að fá kennara út á land og þókti ráðamönnum Eiðaskóla mikils um vert að fá notið kennslukrafta hins unga prests, séra Einars Þórs Þorsteinssonar frá Löndum í Stöðv arfirði. Var því brugðið við og gjört nýtt prestakall með prests- setri á Eiðum, en annexíu á Hjalta- stað. Þetta nýja kall er alveg sér- staklega létt um samgöngur og auð velt yfirferðar — en kirkjur að- eins tvær. Eftir stóðu fimm af kirkjum séra Sigurjóns: Kirkju- bær, Sleðbrjótur, Hofteigur, Ei- ríksstaðir og Möðrudalur. Var brugðið tii þess óheillaráðs að gera hér af eitt prestakall með prestsetri í Kirkjubæ eða annars staðar í Tunguhreppi. Fólksfjöldi þessara tveggja nýju kalla er ekki sambærilegur og er það lítilvægt mál hjá hinu landfræðilega. Bið ég fólk að athuga landakort. Hvaða prestur skyldi fást í Kirkjubæ — í þau erfiðu skilyrði, einangrun og stórfelldu og dýrn ferðalög fyrir sömu raunveruleg laun og sá. er þjónar hinu hæga Eiðaprestakalli? Auðvitað hefði Kirkjubær með Sieðbrjót átt að vera sérstakt kall áfram og Hofteigur eins og áður og gat þá sá, er tæki annað hvort haft ein og hálf laun og væri það rétt hæfilegt undir þessum kring- umstæðum. — Séra Einar á Eiðum þjónar nú öllu svæðinu af ósér- plægni og hefur enda fyrirmynd þess, sem íorver hans, séra Sigur- jón Jónsson, gerði um áratugi. — Allt fyrir önn og erfiði langrar starfsævi er séra Sigurjón ekki gamlaður. Hann er á mannfund- um glaður og reifur og verður svo víst áfram. Þegar við nokkr- ir guðfræðinemar hittum hann fyrst eigi alls fyrir löngu undruðumst við strax, hve vel hann bar hinn háa aldur. Þol hans og fjör í framgöngu er frábært og gleðin skín á vonarhýrri brá. Hann hefur frá mörgu sérstæðu að segja, úr lífi og starfi, sem von er, og mega prestsefni margt af Iæra. Að hlýða á orðræður gam- alla piesta gæti verið áhrifamikill liður í námi guðfræðistúdenta og eigi minm eða síðri en margt það, sem numið er nú og að skyldu gert. Séra Sigurjón í Kirkjubæ er þegar í lifanda lífi orðinn þjóð- sagnahetja. Um persónu Kirkju- bæjarklerksins hafa myndazt marg ar furðusagnir og enda ekki laust við ýkjubiæ á stundum. En ekki er að heldur að undra, þótt nokk- ur kyn þyki dugnaður og þrek séra Sigurjóns í starfi á erfiðum stað. Afskekktari stöðvar fá og á sig næsta óraunverulegan blæ í vitundarlif: fólks. einkum í mesta fjölbýlinu. Eg hef heyrt dr. Ásmund Guð- mundsson biskup segja, að ekki sé prestþjónusta góð, nema messað sé a. m. k 3ja hvern sunnudag á kirkju hverri. Vitanlega verður erf:tt að uppfylla slíkt víöast hvar, t d. allsendis útilokað í Kirkju- bæjarkalli, enn síður ásamt með öðru. En hvað verður úr á næsta ári, er kirkjur séra Einars á Eið- um verða 10? Hinn 1. maí 1962 verður séra Vigfús á Desjarmýri 75 ára og hlýtur að hætta prestskap eftir fuilra 50 ára þjónustu í Borgar- fiirði. Ef að líkum lætur, fæst enginn í hans stað. Þá vaknar sú spurn, hvort vígðir verða djáknar til Kirkjubæjar eða Borgarfjarðar — eða opnast augu ráðamanna kirkjunnar fyrir þvi, að lenging á guðfræðinámi við Háskólann og stórkostleg þynging hefur eigi átt við eða verið í samræmi við þann fjölda presta, sem kirkjan þarf að hafa á að skipa. Þegar stúdentar eru búnir að Ijúka löngu, erfiðu og afar kostnaðarsömu námi, geta þeir engan veginn haft bolmagn til að taka embætti eins og Kirkju- bæjarkall núverandi. Það gerðu þeir hins vegar að afloknu fyrri- hlutaprófi og er óvíst, að verri sálusorgarar fengjust þannig — „ef til vill menn, sem stæðu nær sóknarbörnunum en rykfallnir bók ræflagrúskarar, sem naumast sjá sólu fyrir Jahve gamla“, eins og merkur maður sagði fyrir skömmu og ég Ieyfi mér að taka hér orð- rétt upp í tilefni dagsins. Sú sann- reynd, að kirkjan sér ekki sumum prestaköllum fyrir prestum oft- lega lengi í senn, gæti gefið tilefni til stofnunar fríkirkjusafnaðar, ætti jarðvegur eystra að vera harla frjór. Þessi grein átti ekki að vera nema fáein orð — kveðja frá nokkrum guðfræðinenrum, ungum vinum séra Sigurjóns Jónssonar á áttræðisafmælinu. Hér með er kveðjan borin fram, ásamt með innilegum árnaðaróskum og vel- farnaðar. — Ef til vill á einhver okkar eftir að feta í fótspor þín, séra Sigurjón, og þjóna um Hró- arstungu og Jökuldal. Kafa klof- fönn á öræfum uppi og berjast á móti hamslausri hríðinni. Nú verð- ur hvergi unnt að koma við á kot- bæ á Heiðinni, ekkert ljós í skjá a Rangalón: eða Vetxyhúsum til að ná áttinni eftir og enga hress- ing eða hvíld að fá á kaffennt- um kofarústum á fjöllum. Byggð- in í Heiðinni er saga, i'aunasaga um flesfa grein, vitund um tákn erfiðleika og andstreymis — um ok mannlífs. En eitt er víst. Þessi saga endurtekur sig ekki — hitt jafnvíst, að séra Sigurjón frá Há- reksstöðum, sem fæddist í Heið- inni fyrir áttatíu árum, verður aldrei leiddur undir ánauðarok, með frjálslyndi og víðsýni hefur hann farið um þjóðveg þessa lífs, gatan stundum óglögg og rennt í slóðina — en þá hefur hann brot- izt sína eigin vegu og vel sé hon- um. Og nú er komið á vegamótin — aðeins heimreiðin framundan, löng líklega, en bein og ákveðin. Hana fær afmælisbarnið vonandi að ganga einn og ókvalinn, nema tæknin á fjórum hjólum bjóði í hraðferð uppeftir--------— Með blessunaróskum og innileg- um kveðjum. Ágúst Sigurðssou stud. theol. Leiðréttingar við blaðaviðtai Það gerðist hér nýlega, að hing- að komu fréttamenn tveir frá Morgunblaðinu (Haraldur J. Ham- ar og Markús með myndavélina) og kváðust koma hingað af for- vitni til viðtals við mig. Þetta voru prúðir drengir, eins og blaðamönn um ber að vera. En þe,gar ég sá þetta spjall okikar í Morgunblað- inu, þá fannst mér ég þurfa að leiðrétta þiar meinlegar villur, sem höfðu slæðzt með. Og er þá fyrst að ég er lálinn segja, að ég sé einn af þessum görnlu, sem stofnuðu Framsóknarflokkinn og komu hon- um á legg. Þetta er alrangt hjá þeim góðu mönnum. Það, sem ég sagði, var, að ég hefði gengið í hann strax eftir að hann var ný- stofnaður. Og svo annað. Þeir segja eftir mér, að ég lesi allt í Tíman- um nema pólitíkina, eins og það var orðað. En svo, hvernig lítur það út, að maður, sem segist hafa verið með að stofna flokkinn og koma honum á legg, les allt í blaði flokksins, nema stjórnmálagrein- arnar, sem koma í blaðinu. Jú, auð vitað lítur það þannig út, að þess- um manni þyki þær svo lélegar, að þær séu ekki lesandi. Þetta fell- ur vel í kramið á því stóra heimili, sem þessir piltar eru frá og til þess eru refirnir skornir. En pilt- ar mínir, Haraldur Hamar, sem tók upp samtalið, ég get sagt þér það í mesta bróðerni og hvíslað í eyra þitt, ef þú sérð þetta greinar- korn, þá byrja ég ætíð á stjórn- málagreinunum í Tímanum, af því að mér og raunar mör'gum öðrum þykja þær miklu rökfastari og sannari en þær, sem eru í Morgun- blaðinu, svo að ekki sé meira sagt. En svo skiptir það minna máli lýs- ingin á kofanum og aðbúðin mín, en þó skín út úr lienni, að leitazt. er við að lýsa öllu sem nöturlegast. j Húsið sjálft er sagt fremur hrör-| legt, og það hefur það sjálfsagt verið í augum þessara pilta, sem eru svo vanir glæsilegum íbúðum, og rúmið mitt kallað flet, en það orð er venjulega haft um rúmbæli, sem liggur á gólfinu, og hafi ég sjálfur kallað kofann kofaræksni, en þá var hann ársgamall, þegar^ óveðrið reif hui'ðina úr höndum mér og braut hana af hjörum. Nei, herrar mínir, ég hef aldrei nefnt húsið, sem ég bý í, ræksni, og því er að dómi sanngjarnra manna vel við haldið, málað t. d. bæði inni og úti með Ijósum litum, ctg er það betra en sum hús í höfuðstaðn- um, svo er einn stóll, þeir eru rauni (Framhald á 15. síðu). * * Á víðavangi MorgunblatJií afhjúpaS Morgunblaðið' stendur nú ber- skjaldað, ráð- og rökþrota, upp- víst um svívirðilegar blekkingar og falsanir í sambandi við geng- islækkunina og afkomu atvinnu- veganna. Þeir, sem fylgzt hafa ineð viðureign Mbl. við upplýsing ar þær, er Eysteinn Jónsson veitti um afkomu frystihúsanna og áhrif kauphækkunarinnar á rekstur þeirra, munu áreiðanlega hér eftir taka með varúð öllum tölum, sem Mbl. tilfærir um kjaramál og atvinnurekstur í land inu. Mbl. ýkir sjaldan minna en um helming. Stjórnmálaskrif Mbl eru orðin svo siðlaus í alla staði, að jafnvel svæsnustu íhaldsmönn um er farið að blöskra. Meðferð blaðsins á tölum tekur þó út yfir allan þjófabálk. T. d. sagði Mbl. kauphækkunina nema 27% og að vinnulaun væru a. m. k. 50% heildarútgjalda frystihúsa. Ey- steinn Jónsson veitti þær upplýs- ingar, að vinnulaunin væru 20% af heildarútgjöldum frystihúss og að 5—6% kauphækkun, eða mun- urinn á því, sem Mbl. hélt fram að atvinnuvegirnir myndu þola og þess er samið var uin, — svar aði til 1% breytingar á útflutn- insverði. Þetta byggði Eysteinn Jónsson á reikningum frystihús- anna samkvæmt skýrslum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og SÍS. í vonlausri vörn við að reyna að réttlæta 13% hækkun á erlenduni gjaldeyri vegna 1% breytingar á útflutningsverði ísl. afurða greip Mbl. til lyga og fals- ana, en þau ráð eru því blaði nú nærtækust og tömust — enda þrotið öðrum ráðum. En Mbl. flæktist brátt í eigin neti og situr nú blýfast og afhjúpað, eins og Eysteinn Jónsson sýndi glögglega fram á í stuttri grein hér í blað- inu í gær. Eysteinn sagði m. a.: „En því segi ég þetta, að þessi síðasta niðurstaða Mbl. þýðir, að þeir „létu reikna“ að vinnulaun í frystihúsum væru 50% af vinnslukostnaðinum, en ekki af heildarútgjöldunum eins og þeir höfðu áður fullyrt. En þetta þýð- ir, að samkvæmt útrcikningum Mbl. nú eru vinnulaun í frysti- húsum sem næst 25% af heildar- útgjöldum, því að hráefniskostn- aðurinn er ekki undir 50% að meðaltali. Ég tel nú raunar auðséð, að vinnulaunin cru enn ofreiknuð hjá MbL, þegar um meðaltal er að ræða, en ekki svo, að það taki því að hafa það stórkostlega á orði í þessu sambandi. Þeir telja þau sem sé nú um 25% af heilð arkostnaði, en ég 20%. Hafa þeir á nokkrum dögum leiðrétt sig um belming, og má það teljast góður árangur. Niðurstaða þessara umræðna verður þá sú, að miðað við sið- ustu útreikninga blasins mundi 5% kauphækkun hjá frystihúsi svara sem næst til 114% breyt- ingar á útflutningsverði frysti- húsa — en mín niðurstaða, sem mestu hugarróti olli, var sú, að 5% kauphækkun svaraði til 1% breytinga á útflutningsverði".

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.