Tíminn - 23.08.1961, Blaðsíða 8
t
TÍMINN, miðvikudaginn 23. ágúst 1961.
Vígt félags-
heimiBI á
Barðaströnd
Um síðustu helgi var vígt á
Barðaströnd nýtt félagsheimili og
hlaut það nafnið Birkimelur.
Vígsluhátíðin hófst á laugardag
12. ágúst. Fór fyrst fram guðs-
þjónusta í félagsheimilinu og pre-
dikaði séra Grfmur Grímsson,
sóknarprestur í Sauðlauksdal. Að
guðsþjónustunni lokinni hófst borð
hald, og voru þar saman komnir
heimamenn og margt brottfluttra
Barðstrendinga, auk fleiri boðs-
gesta, alls um 150 manns.
Undir borðum voiu margar ræð-
ur fluttar, en á milli var almenn-
ur söngur, sem frú Guðrún Jóns-
dóttir frá Sauðlauksdal stjórnaði.
Veizlustjóri var séra Grímur
Grímsson, Sauðlauksdal.
Ræðumenn voru Karl Sveinsson,
oddviti Barðastrandarhrepps, Há-
kon J. Kristófersson, hreppstjóri,
frú Guðrún Kristófersdóttir, form.
kvenfélagsins Neista á Barða-
strönd, Ári Kristinsson, sýslumað-
ur, og Kristján Þórðarson, bóndi á
Breiðalæk, formaður framkvæmda
nefndar og eigendafélags að hinu
nýja félagsheimili.
Kristján rakti sögu húsbygging-
arinnar, en það er steinsteypt á
einni hæð, 238 fermetrar. Sam-
komusalur er 60 fermetrar og veit
ingasalur 30 fermetrar. í félags-
heimilinu er rúmgott leiksvið, eld
hús og snyrtiherbergi. Undir leik-
sviði eru búningsherbergi fyrir
leikstarfsemi, og þar er einnig
miðstöðvarherbergi. Þá er í hús-
inu rúmgott herbergi ætlað til af-
nota fyrir konur sveitarinnar.
Geta þær stundað þar ýmsan heim
ilisiðnað. Enn fremur er gott her-
bergi sérstaklega innréttað fyrir
bókasafn hreppsins og rúmar það
um 5000 eintök af bókum.
Þeir eru margir íslend-
ingar sem hleypa heimdrag
anum og halda út í heim
til að skoða sig um. Svo
eru aðrir íslendingar sem
halda að heiman og fara
heim til íslands. Það eru
Vestur-íslendingarnir, þeir
sem fyrir og um aldamót
flykktust vestur um haf í
leit að betra viðurværi og
í von um betra líf. Ófáir
þeirra hafa komið hingað
aftur heim í pílagrímsför
til að líta gömlu heimkynn-
in augum.
Einn þeirra er Karl Hanson
frá Winnepeg, sem lagði upp
frá fslandi seint á sumri 1912
og ætlaði sér að dvelja 2—3
ár í Canada til að afla sér fjár.
Karl tafðist í Canada tæpa
hálfa öld. Heim kom hann aft-
ur á þessu sumri snemma og
hverfur innan skamms vestur
um haf á ný.
Nú er vhvergi fátækt
Blaðamaður Tímans hitti
Karl að máli eina dagstund og
forvitnaðist um ferðir hans þau
áttatíu ár, sem hann hefur
flakkað um jarðir.
— Ég var orðinn þrítugur,
þegar ég tók mig upp og hélt
til Canada, sagði Karl Hanson,
þá hafði ég tvívegis dvalið lang
dvölum erlendis og þótti í þá
daga mikil forfrömun að vera
tvísigldur maður, svo ungur.
— Hvaðan ertu ættaður?
— Fæddur á Strýtu við Ham
arsfjörð, en alinn upp á Djúpa
vogi, svarar Karl, — við vorum
8 systkinin, 7 bræður og ein
systir. Öll komust þau á legg
en nú orðið er ég einn eftir
af þessu dóti.
— Hvernig var á Djúpavogi
í bernsku þinni?
— Þá var fátækt mikil og
stundum skortur eins og víðar
á fslandi á þeim tíma, svarar
Karl, — fólkig bjó við hörð
kjör. Þá var ekkert nema sjór-
inn, tveir og hálfur eyrir pund-
ið af verkuðum fiski. Pabbi
stundaði sjóinn auk þess sem
hann var bátasmiður. Nú hef
ég hvergi séð fátækt á íslandi,
þann tíma sem ég hef farið um
landið.
— En þú fórst ungur að
heiman?
— Já, seytján ára gamall tók
á kvöldin og varð að vinna fyr-
ir mér sjálfur, en náminu lauk
á þremur árum, þótt ég ætti
oftast erfitt uppdráttar.
— Þegar heim kom, var ég
einn vetur á Blönduósi við hús-
byggingar, og svo á Akureyri
um sumarið, þar næst fór ég
aftur utan, í þetta sinn til Kaup
mannahafnar til að læra meira
í smíðalistinni. Jafnframt fékk
Við gullgröft
kveitirækt
og trésmíhar
vestanhafs
Rabbað við Karl Hanson,
Vestur-íslending, sem er kominn
heim eftir hálfa öld
ég mér fari til Noregs, settist
að í Stavangri félaus og mál-
laus og byrjaði nám í hús-
gagnasmíði.
— Og hvernig vegnaði þér í
Noregi?
— Það var að sumu leyti
bezti tími ævi minnar, þó að ég
væri félítill. Fólkið var mér
syo ákaflega gott og hjálpsamt.
Ég stundaði nám í teikniskóla
mér fiðlu og lærði að leika á
hana. Ég sé dálítið eftir því,
að hafa ekki lagt meira kapp
á tónlistarnámið meðan ég var
ungur, en Kaupmannahöfn var
gleðinnar borg og margt að sjá
og heyra fyrir ungan pilt utan
af íslandi.
En fiðluna á ég enn þann
dag í dag, ég lék á hana siðar
vestur í Canada, spilaði fyrir
dönsum á skemmtunum fslend
inga, eftir að ég var orðinn
bóndi og gullgrafari vestra. —
Nú er ég hættur að hreyfa við
fiðlunni, fingurnir orðnir hnýtt
ir og bognir af löngu erfiði.
Hálf öld í stað
tveggja ára
— Varstu lengi í Kaupmanna
höfn?
— Ég fór heim aftur eftir tvö
ár, þá settist ég að á Akureyri
og setti þar á stofn smíðaverk-
stæði. Atvinna var sæmileg
þessi ár og ég hafði það af
að útskrifa tvo sveina. Síðan
lá leiðin til Seyðisfjarðar um
vorið 1911 og þar var ég eitt
ár. Síðan fór ég örlagaferðina
miklu til Vesturheims. Þar átti
ég enga kunningja eða frænd-
ur nærtæka og langaði ag afla
mér fjár. Ég kom 1. ágúst 1912
til Canada og var byrjaður að
vinna daginn eftir á hæsta
kaupi, sem þá þekktist, fimm
dali á dag. Ég vann þá við húsa
smíðar og reiknaði út ag ég
yrði fljótt efnaður á tveim
þrem árum, ef reiknað væri í
krónum. Ég hafði ætlað mér
heim eftir 2—3 ár. En þegar ég
hafði verið eitt og hálft ár í
Winnipeg, þá skall á heims-
styrjöldin.
Hermennsku eSa
hveifirækt
— Og þá átti ég ekki nema
tveggja kosta völ, að fara í
herinn eða fara upp í sveit og
rækta hveiti. Og ég valdi síðari
kostinn.
— Hvemig stóð á því?
— Þeir sem lögðu fyrir sig
hveitirækt voru undanþegnir
herþjónustu og mig langaði
ekki til Frakklands að berjast.
Ég er hræddur um ég hefði
ílenzt þar.
— Þú meinar þú mundir
hafa kunnað vel við þig í Frakk
landi.
— Ég er viss um að beinin
mín hefðu ílenzt þar, svarar
Karl, — Canadamenn og þá
íiww»»í>wwí>»>>í)wwmiiíiíwí>íiíii tiimiMiWiiiiiiimiiiWiWinniiiniiiinmtnninmiiiiiwa
Fjórtánda þing Kven-
félagasambandsins
Á mánudag var sett í Rvík
14. þing Kvenfélagasambands
íslands og voru mættir til
fundarsetunnar 44 fulltrúar
frá 18 kvenfélagasamböndum,
alls staSar af landinu. Eru þaS
fulltrúar 14.183 kvenna í 216
félögum. Fór þingsetning
mjög hátíSlega fram.
Séra Þorsteinn Björnsson frí-
kirkjuprestur, flutti ávarpsorð og
sungnir vora sálmar fyrir og eftir
ræðu hans, en frú Bryndís Þórar-
insdóttir lék undir sönginn. Séra
Þorsteinn rómaði störf kvenfélaga
í þeim prestaköllum, sem hann
hefði þjónað. Einnig vítnaði hann
í ritningargreinar til stuðnings
því, að farsæld heimilis og þjóð-
félags færi mjög eftir því, hvort
það, sem i biblíunni er kallað
vizka konunnar, nyti sín í þjóðfé-
laginu. Taldi hann hina beztu eig-
inleika karla og kvenna svo bezt
njóta sín, að báðir aðilar störfuðu
saman á jafnréttisgruodvelli til
þess, að gera mannlífið fegurra og
betra.
Fomaður Kvenfélagasambands-
ins, Rannveig Þorsteinsdóttir hrl.,
setti síðan þingið með ræðu.
Minntist hún' fyrst frú Ragnhildar
Pétursdóttur, fyrsta formanns sam
bandsins og eins af aðalhvata-
mönnum að stofnun þess. Var frú
Ragnhildur formaður sambands-
ins fyrstu 17 árin, sem það starf-i
aði. Vottuðu fundarkonur minn-j
ingu þessarar merkiskonu virðingu
sína með því að rísa úr sætum. I
Síðan ræddi formaður um verk-j
efni sambandsins — aðalmarkmið
þess væri að stuðla að heill ogj
hamingju islenzkra heimila og þó
að ekki væri sá tilgangur þess sí-
fellt í hámæli hafður, hlyti hann
^að vera sem rauður þráður gegn
i um hvert það verkefni, sem það
'tæki sér fyrir hendur.
Þá gat formaður þess, að von
væri góðra gesta í lok þessa þings,
þar sem hér verður nú í fyrsta
sinn haldinn stjórnarfundur Nor-
ræna húsmæðrasambandsins og
eru konur frá öllum Norðurlönd-
um ' væntanlegar til þátttöku i
þeim fundi. Eru það 7 konur frá
Danmörku, 1 frá Finnlandi, 4 frá
Noregi og 3 frá Svíþjóð. Koma
(Framhald á bls. 6.)
Saga og
skáldskapur
Sögulegir viðburðir hafa
ósjaldan orðið rithöfundum
hvati til skáldverks. Eins og
fram kemur hér á eftir, tel
ég það t.d. hafa haft úr-
slitaáhrif, að Leo Tolstoj
tók þátt í Krimstríðinu,
Dostojevski varð hugtekinn
af „mannguðinum“ Jesú, og
að danska skáldið Morten
Nielsen lifði í síðustu heims
styrjöld.
Það liggur í augum uppi,
að viðburðir sögunnar hafa
haft margháttuð áhrif á
skáldskap, en þau dæmi, sem
ég hef kosið að nefna og
skrifa um, eru sérstakrar at
hygli verð, einkum vegna
þess, að skáldunum Tolstoj
og Dostojevski hefur tekizt
að leggja undir sig heilan
heim með hugsanaauðgi
skáldskapar síns. Þriðja
dæmið um að sögulegir við-
burðir móti skáldskap, og
ég nefni hér, kemur ljóst
fram við athugun á hugsun
og verkum Mortens Nielsens,
hins unga danska skálds.
í Krímstríðinu 1853—56
barðist Leo Tolstoj sem ung
ur liðsforingi í rússneska
hernum. Hann hafði gengið
í herþjónustuna sem sjálf-
boðaliði, vegna þess að á
hann sótti lífsleiði, sem var
afleiðing svalls í líferni.
Krímstríðið gerði Tolstoj
ekki að skáldi föðurlands-
ástarinnar, og hann varð
heldur ekki skáld eldmóðs-
ins og baráttunnar. Nei,
hann varð einn hinn mesti
friðarpostuli, sem nokkru
sinni hefur lifað, og honum
Þetta er dálítið óvenjuleg mið-
vikudagsgrein — danskur mennta
skólastíll eftlr íslenzkan mann.
Það er ekkl oft, sem stúdentar i
Danmörku fá ágætiseinkunnina
UG fyrir stíl á stúdentsprófi —
kemur aðeins örsjaldan fyrir,
segja menn. Þetta skeði þó í sum-
ar, þegar Otto Sigvaldi Petersen
lauk stúdentsprófi í menntaskól-
anum í Ordrup og þótti tiðindum
sæta. Dönsk blöð hafa birt stíl-
inn með viðurkenningarorðum.
Efnið var: „Nokkur dæmi um
það, að sögulegir viðburðir hafi
speglazt í skáldskap".
En hver er Sigvaldi Petersen?
Móðir hans er íslenzk, Lundfríð-
ur Sigurlaug Jóhannsdóttir, fædd
að Ketu á Skaga 6. sept. 1915,
ólst upp á Akureyri, en flutti síð-
an til Danmerkur. Þess má líka
geta, að langa-langafi Sigvalda er
sagður hafa verið séra Jón skáld
Þorláksson á Bægisá. — Tímanum
þótti rétt að birta þennan óvenju
lega og snjalla menntaskólastíl.
tókst að snúa mörgum til
þeirrar trúar, að allt, sem
gott er, eigi rót sína í friði.
„Sevastopol“ er lítil bók,
sem lýsir þrem köflum Krím
stríðsins, og það er einkenn
andi fvrir skáldið, að bað