Tíminn - 29.08.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.08.1961, Blaðsíða 8
8 ifc ÞaS er frægt I bókmennt- unum, þegar Elskan hans Þór- bergs Þórðarsonar stóð fyrir framan konsúlsspegilinn á miðvikudagskvöldum og sunnudagskvöldum, hagræddi á sér sjalinu og skundaði svo burt úr Bergshúsi með nótna- hefti undir hendinni til þess að hitta einhvern strákkúk að norðan og þóttist vera að fara í orgelspil, þótt hún heyrðist aldrei syngja nema tvö lög, sem hún kunni bæði áður en hún fór að fara í spilatímana. Og eftir sat Þórbergur og beið færis, sem aldrei gafst, til þess að sýna henni Síríus. Þá spurði hann sjálfan sig: „Hefur hún Forbindelse?" Og þegar hún kom aftur, kallaði hún kannske aðdáanda slinn Æru-Tobba, og mátti skollinn vita, hvaðan hún hafði það. Það er sem næst hálf öld síðan Dísa úr Hrútafirðinum bjó sig til orgelspils fyrir framan konsúls- spegilinn, og í dag á „strákkúk- urinn að norðan“ sjötugsafmæli. Svona líða árin óðfluga. En báðir hafa þeir Þórbergur og Halldór Sigur'ðsson frá Efri-Þverá, því að sá var hinn dularfulli organisti, sem kenndi Dísu, boðið árunum byrginn, og rauður kollur þeirra hefur ekki upplitazt að ráði. Og er nú þar til að taka, að eitt kvöld í lok síðustu viku gekk undirrit- aður upp í efri byggðina í Eddu- húsinu, þar sem Halldór hefur ríkt síðastliðin fimmtán ár, til þess að fá kaffisopa aukalega. „Ég er Húnvetningur" Halldór skenkti á bollana, þétt- ur á velli og léttur í máli. En kaffitíminn varð í lengra lagi, því að hann snerist upp í dálítið af- mælisspjail. — Eg kalla mig aldrei annað en Húnvetning sagði Halldór, þeg- ar talið barst að ætterni hans. Eg fæddist á Skarfshóli í Miðfirði, ég var í Húnavatnssýslu öll mín beztu ár, og Húnvetningar vilja eigna mig sér. Já — ég er Húnvetning-; ingur. En ég er ekki húnvetnskur, að ættemi, nema að einum fjórða, og ég er fimmti maður frá séra Sigfúsi á Felli. Halldór afi minn var sunnan af Kjalarnesi, en hann kom norður í kaupavinnu og kvænt ist þá Sigríði Sigurðardóttur frá Lækjamóti. Þau fluttust síðan suð- ur, en Sigurður faðir minn varð eftir og ólst upp hjá afa sinum og ömmu á Lækjamóti. Þegar hann hafði misst fyrri konu sína, leitaði hann sér nýs kvonfangs suður í Kjós. Þangað lágu margir þræðir, bæði sökum ætternis hans og tíðra ferða hans suður. Hann fór suður á hverju ári og seldi hesta. Þór- hallur biskup, Einar Benediktsson og margir fleiri áttu hesta frá hon- um. Síðari kona hans, Kristín Þor- steinsdóttir frá Þúfu, var móðir mín. Hún var einbirni, og með henni fékk hann jörð. „Þeir átu úr vaskafötum" — ölst þú svo upp í Miðfirð- inum? — Ég var þar í föðurgarði fram yfir fermingu. Svo dreif ég mig suður á Flensborgarskóla. En þá tókst ekki betur til en svo, að ég lá veikur mestallan veturinn — fyrst í mislingum og svo í tauga- veiki. Þar með rauk skólagangan út í veður og vind. — Fórstu þá aftur norður? — Ég var í kaupavinnu á sumr- in, en við sjó á vetrum, reri bæði i Garði og á Miðnesi og var eina vertíð á skútu. Ég var alltaf sjó- geta allir TÍMIi^N, þriðjudaginn 39. ágúst 1961. komst í kynni við Elskuna hans Þórbergs9 — Ég var stundum í Reykjavík að einhverju leyti á vetrum, og einu sinni kenndi ég tveimur eða þremur stúlkum að þekkja nót- urnar. Ég læiði sjálfur fyr^t að spila fyrir norðan, og svo fór ég í tíma hjá Jóni Pálssyni og fleir- um fyrir sunnan. Ég þekkti bróð- ur Dísu frá Fjarðarhorni, og þannig atvilcaðist það, að hún kom í þessa tíma. Hún var í kennara- skólanum. — Og þú gerðir hana afhuga Þórbergi? — Ég held hún hafi aldrei haft hug á honum. Ég spillti að minnsta kosti engu — ég var svo saklaus. Það var nú þá. Eg skal ekki sverja fyrir, að ég hafi tekið utan um hana eða kysst hana á vangann — ég man það ekki. En meira var það þá alls ekki. En hún var myndarleg stúlka, gullfalleg stúlka. Ég bjó á Spítalastígnum í húsi, sem Jón Ófeigsson átti, þeg- ar þetta gerðist. Mig minnir, að ég væri að bíða eftir skiprúmi. „Gróðinn byrjaði strax" — Hvenær staðfestir þú ráð þitt? — Þá var ég tuttugu og tveggja ára. Það kom stúlka austan af Hér- aði á kvennaskólann á Blönduósi. Hún hét Pálína Sæmundsdóttir. Eggert Levý kom því til leiðar, að hún lærði ljósmóðurstörf og settist um kyrrt í Þverárhreppi. Hún var búin að vera nokkur ár á Ósum, þegar ég var þar í kaupa- vinnunni. Við giftumst, og vorið eftir fórum við í húsmennsku að Efri-Þverá, sem faðir minn hafðij keypt fyrir skömmu á 1700 krón- ur. Gamli maðurinn var dálítið sýtinn á grasið, svo að við feng- um ekki nema tuttugu kapla blett af túninu. Rætt við Halldór Sigurðsson sjötugan um Elskima þeirra Þórbergs, þorskhausaát úr vaskafötum, vinnulag á Efri-Þverá, efnahag og gróSavegi, Borgarvirki og Þórdísarlund veikur á skútunni og skreið grind- horaður og aðþrengdur á land. Og aldrei leið mér heldur vel á ára- bátunum. Ég gat aldrei bragðað neitt, áður en róið var og hafði ekki lyst á neinu, þótt biti væri hafður með í róðurinn. Maturinn var ekki heldur neitt girnilegur — mest þorskhausar og kaitöflur og ekki annað viðbit en makarín. Það fór saman, hundafæði og hundalíf. Menn voru látnir éta þetta úr vaskafötum. Kaupdýr unglingur 1 — Þér hefur fallið betur að vinna á þurru landi? — Eggert Levý á Ósum sagði, að ég væri bezti sláttumaður, sem hann hefð' þekkt. Og sextán ára gamall batl ég alla töðuna á Breiðabólstað á einni viku. Þór- hallur biskup var að vísitera. og séra Hálfdan Guðjónsson tók föður minn tali við kirkjuna og spurði, hvort hann gæti ekki útvegað sér mann í stuttan tíma. Hann sagðist ekki hafa ráð á öðrum en mér, sextán ára strák. Ég fór, og það var þurrkur alla vikuna, og ég hamaðist við að binda. Svo setti ég upp fjórtán kr fyrir vikuna. Það var hæsta kaup, sem úrvals- mönnum var borgað. „Þér eigið þá engan yðar jafn- oka í Húnavatnssýslu", sagði prest- ur. „Þar hefur enginn fengið fjórtán krónur sextán ára. En ég borga yður þetta, því að þér hafið unnið fyrir því.“ Séra Hálfdan var af gamla skól- anum og þéraði alla. Sjálfur var hann ekki heima alla dagana, því að hann reið skyndilega til Sauðárkróks. af nokkuð sögulegu tilefni, sem mikið var rætt um þá, og ekki enn gleymt eftir meira en hálfa öld. Eg sé enn ýmis atvik fyrir mér. En við skulum ekki tala meira um það núna, þótt ný- lega hafi verið skrifuð bók, sem byggist á því, að sagt er Elskan hans Þórbergs — Hvenær var það svo, að þú Við áttum auðvitað ekkert — ja, nokkrar kindur, og það þótti ekki efnilegur búskapurinn, því að fyrsta barnið var fætt og engin kýrin. Húsmaðurinn á Efri-Þverá varð að kaupa mjólk fyrsta sum- arið. | Ég hafði samt vinnumann, karl af Suðurnesjum, og við unnum þar, sem vinnu var að fá, og svo heyjuðum við á engjum. Það var kapp í mér að slá þá, og þegar karlinum þótti lengi staðið, sagði ég: | „Þreytast við slátt — maður get ur aldrei orðið þreyttur við slátt. Þetta er eins og barnaleikur áð renna ljánum milli þúfnanna." Um haustið setti ég á þó nokkr- ar'kindur, keypti kýr og tók fóðra fé, talsvert margt — gróðinn byrj- aði strax. Árið eftir fékk ég þriðj- ung jarðarinnar og alla jörðina, þegar faðir minn dó árið 1924. „Ég var talsvert ýtinn" — Hannes Pálsson hefur það eftir Vatnsdælingum, að það hafi stundum verið langur hjá þér vinnudagurinn á Efri-Þverá. Þú hafir verið fullan vinnudag í vega- vinnu á vorin og síðan unnið ann- an vinnudag heima „hjá þér á kvöldin og fram á miðjar nætur. — Það hefur kannske verið stundum — já, nokkuð oft. Ég var alltaf í vegavinnu. þegar ég gat. Ég vann af mér fjandans giöldin og oft talsvert betur. Og heima þurfti að hressa við kofana. Meðan ég átti ekki jörðina, lét ég torfið nægja í byggingar. en hafði járnþök, en þegar ég eign- aðist hana fór ég að byggja til frambúðar 1930 byggði ég íbúðar- hús úr steini. Ég var að steypa, þegar hinir riðu á Þingvöll á al- þingishátiðina. Næstu tvö ár byggði ég fjós, hlöðu, haughús, safnþró og votheysgryfju. í þetta tók ég ekki önnur lán en sex þús- und krónur hjá Byggingar- og land námssjóði og sex hundruð króna víxil stuttan tíma. Það er eini víxillinn um dagana. Svo var mál með vexti, að ég hafði pantað timbur frá Völundi. Oddvitinn var að byggja timbur- hús um þessar mundir, og nú kom ckkur saman um að panta mikið af timbri, stórviði. Vegna þessara kaupa tók ég víxilinn. Nú tókst mér að fá ríflegan afslátt hjá Völ- undi, svo að ég fékk ekki aðeins miklu betn við en til var fyrir norðan, heidur líka á miklu lægra verði. Ég græddi á öllu. Ég var búinn að slétta túnið, mestallt með torfristuspaða, og svo girti ég tún og engjar og nokk uð af úthaga með skurðum og torf görðum. Ég var í því allar stundir, stundum fiam í snjóa á haustin, og drengirnir með mér, eftir að þeir komust á legg. Og ég sléttaði í akkorði hjá öðrum. — Já — það yar talsvert unnið. Ég hef sjálfsagt verið ýtinn. Einu sinni spurði ég kaupakonu, hvað mikið væri í Ijá. „Tveggja daga slægja þín“, sagði hún. „Jæja“, svaraði ég. „Þú hefur þá rakað það í flatt á viku, sem ég sló á fjórum dögum.“ Flekkótt karakúllömb — Græddirðu á öllu? — Ekki á karakúlhrútnum. Við stofnuðum einu sinni tvö félög átta saman. Annað til kaupa á karakúlhrút, en hitt var loðdýra- ræktarfélag. Gætnir grannar létu í Ijós furðu á því, að ég skyldi láta teyma mig út í þá vitleysu að leggja peninga í tófueldi. Jæja .— karakúlhrúturinn kom til Hvammstanga — þetta var einn af fyrstu hrútunum af því kyni. Ég sótti hann þangað. Það kom strax fram fyrsta vorið, að við myndum ekki verða hökufeitir af karakúlgróðanum. Hrqturinn var svikinn — hann var ekki af hreinu kyni. Það voru eins mörg lömbin undan honum flekkótt og þau, sem svört voru. En enga pest flutti hrútgreyið þó með sér. Hins veg- ar lauk ævi hans svo, að hann varð afvelta úti í haga. — En hvernig tókst tófueldið? — Ég sótti 3500 krónur í það í Búnaðarbankann. Þá var upp- lit á mönnum fyrir norðan. Annað eins hafði aldrei heyrzt. Svo feng- um við silfurrefi frá Noregi — Einar Farestveit kom með þá. Við vissum lítið, hvernig átti að búa að þeim, og svo voru þeir settir í hús á Stóra-Ósi. Menn voru hræddir við þá, því að þeir létu ófriðlega, og fáir vildu koma nærri þeim, svo að það varð úr, að Einar varð refahirðir hjá okkur fyrsta árið. Það hefur ekki drepið úr honum manndáð, því að hann er fyrir löngu orðinn ráðamaður stórra fyrirtækja. Nei — við höpuðum ekki á silf- urrefunum. En að nokkrum árum liðnum féllu skinnin í verði, og þá dró ég mig út úr félaginu. Árið 1944 hætti ég að búa. Kon- an nun hafði lengi verið heilsu- laus og var orðin rúmföst, tvær dætur okkar fengu berkla og önn- ur þeirra iamaðist að auki og dó, og svo var Sigurður sonur okkar kvæntur og albúir.n að taka við búinu. Þá fékk ég honum allt í hendur á Þverá. Hann er duglogur bóndi c-g hofur íyrir stórum barna- hópi að sjá. Fyrst átti ég ekki á vísan að róa með atvinnu hcr syðra. En nú er ég bráðuio bú- íFramhald a 13 siðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.