Tíminn - 29.08.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.08.1961, Blaðsíða 5
TÍMIN N, þriðjudaginn 29. ágúst 1961. 5 Útgetandi: FRAMSÖKNARFLOKKURlNN P'ramJcvæmdastióri Tomas Arnason Rit stjórar Þórarinn ÞórarinssoD láb.i, Andrés Kristjánsson Iód Helgason Fulltrúi rit stjómar Tómas Karlsson Auglýsinga stjóri Egili Bjarnason - Skrifstofui l Edduhúsinu — Simar 18300- 1830.1 Auglýsingaslmi 19523 Atgreiðslusimi 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f ismenn og Seðlabankinn Á seinasta þingi flutti ríkisstjórnin frumvörp um breytingar á lögum allra ríkisbankanna, annarra en Bún- aðarbankans, en lögum hans hafði hún látið breyta á þinginu áður, á þann veg, að bankastjórar yrðu tveir í stað eins áður og bankaráðsmenn fimm í stað þriggja áður. í frumvörpum þeim, sfem stjórnin lagði fram á seinasta þingi, var ekki breytt öðru í lögum Landsbank- ans, Útvegsbankans og Framkvæmdabankans en skipan bankaráðanna og voru þær breytingar miðaðar við það, að stjórnarflokkarnir gætu fengið mun fleiri bankaráðs- menn en áður og fengju þannig aukin völd í bönkunum. Frumvarpið um breytingu á lögum Seðlabankans var langsamlega veigamest. Samkvæmt því var bætt við ein- um bankastjóra og tveimur bankaráðsmönnum. Þá var bankinn gerður miklu háðari ríkisstjórninni en áður. t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) < < ) ) ) ) Að sjálfsögðu voru öll þessi frumvörp samþykkt. í framhaldi af þeirri breytingu, fékk Sjálfstæðisflokkur- inn nýjan bankastjóra við Seðlabankann, Jóhannes Nor- dal, og tvo nýja bankaráðsmenn þar, Birgi Kjaran og Jónas Rafnar. Nýlega hefur fengizt nokkur reynzla fyrir því, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hyggst að nota hin auknu völd sín í Seðlabankanum — og þá að sjálfsögðu einnig í hinum bönkunum. Allstór erfingjahópur í Reykjavík hefur um nokkurt skeið reynt að selja lóð 1 miðbænum, Lækjargötu 6, en enginn viljað kaupa fyrir það verð, sem upp var sett. í þessum erfingjahópi eru ýmsir áhrifamenn í innstu röðum Sjálfstæðisflokksins og margir þeirra hafa lagt fram drjúgar fúlgur í flokkssjóð hans. Það er eitt megin- hlutverk Sjálfstæðisflokksins að vera slíkum mönnum til fyrirgreiðslu. Lok þessarar sögu er nú öllum kunn. í bankaráði og bankastjórn Seðlabankans hafa Sjálfstæðismenn beitt áhrifum sínum, til þess að umrædd lóð yrði keypt fyrir langtum hærra verð en áður eru dæmi um, eða fyrir rúmar 10 millj. króna. Þetta er gert á sama tíma og Seðlabankinn er látinn „frysta“ sparifé landsmanna í stórum stíl og fyrirtækj- um og einstaklingum, sem ekki eru í „náðinni“, er þvi neitað um smáupphæðir, sem þessir aðilar hafa brýna þörf fyrir til rekstrar síns. En þannig verður jafnan stjórnarfar lands, þar sem stjórnað er í þágu hinna fáu útvöldu á kostnað hinna mörgu. Hér blasir við augurn tilgangurinn með breytingunni á bankalögunum, sem stjórnarflokkarnir knúðu fram i vetur. Þjóðin á eftir að sjá meira af slíku meðan núv; valdasamsteypa fer með völd í landinu. Aðstoðarbankastjórar Síðan núv. ríkisstjórn kom til vaida hefur bankastjór- um við ríkisbankana verið fjölgað um tvo (1 við Seðla- bankann, 1 við Búnaðarbankann) og bankaráðsmönnum um fjóra (2 við Seðlabankann, 2 við Búnaðarbankann). Þetta finnst þó a. m. k. ekki öðrum stjórnarflokkn- um nóg að gert. Þess vegna vill hann. að komið verði upp aðstoðarbankastjóra í a. m. k. tveimur bönkum og hefur hann þegar tilnefnt menn 1 stöðurnar! YFIRLIT Aukaþingið var hagstætt Tunis! Frakkar mega ekki draga lengur aí heíja samninga ) ÞAÐ HEFUR vafalítið orðið Rússum góður stuðningur, að Bizertemálið hefur verið til um- ræðu á aukaþingi S.Þ. á sama tíma og Vesturveldin hafa hald ið uppi gegn þeim mestri áróð- urssókn fyrir ofbeldisverk þeirra í Berlín. Þetta hefur dregið mjög athyglina frá áróð urssókn Vesturveldanna í Afríku og Asíu, þar sem Biz- erte stendur mönnum nær en Berlín. Það sést vel á þessu, hve skaðlegt það er hinum vest- ræna málstað, að gömul ný- lenduveldi í Evrópu skuli enn ekki hafa lært meira en svo, að þau leggja kommúnist- um hvað eftir annað vopn í hendur. þegar þeir standa höll- ustum fæti. Það sýnir bezt, hve mikla at- hygli Bizertemálið hefur vakið utan Evrópu, að Bandaiikjun- um tókst ekki að koma í veg fyrir, að aukaþing S.Þ. yrði kallað saman til að ræða það, þótt þau reyndu það eftir ýtr- asta megni. Þrátt fyrir þessa afstöðu þeirra, fengust nógu mörg ríki til að ó?ka eftir því, að þingið yrði kvatt saman, en aukaþing verður ekki kvatt sam an, nema helmingur þátttöku- ríkjanna óski þess. Afstaða Bandaríkjanna var sprottin af þeim ótta, að umræður á þir.g- inu yrðu ekki til að greiða fyrir lausn málsins. AUKAÞINGIÐ kom saman fyrr^ mánpdag og stóð til laug- ardagsmorguns. Fullyrða má, að störf þess hafi heppnazt miklu betur en á horfðist í fyrstu. Réð þar mestu afstaða Túnisátjórnar sjálfrar. , Ef mestu andstæðingar Frakka hefðu fengið að ráða, hefði ver- ið borin fram tillaga um harð- orða fordæmingu á framferði þeirra, umræður orðið harðar og sennilega engin ályktun náð tilskildum meirihluta. Túnis- stjórn lagði hins vegar áherzlu á, að þannig yrði haldið á mál- um, að það yki ekki spennuna að óþörfu og lokaði ekki samn- ingaleiðum, 'én treysti þó rétt- araðstöðu Túnis. Þetta heppn- aðist nokkurn veginn. Strax í upphafi þingsins var lögð fram tillaga 33 ríkja, sem var í meginatriðum þessi: 1. Þingið viðurkennir rétt Túnis til að krefjast brottflutn- ings fransks herliðs frá Túnis. 2. Þingið skprar á aðila að draga herlið sitt til þeirra stöðva, sem það hafði fyrir átök in í júlí, en þess hefur öryggis- ráðið þegar krafizt, en Frakkar haft það að engu. 3. Þingið skorar á deiluaðila að hefja þegar samninga um friðsamlegan brottflutning franska herliðsins frá Túnis. í tillögunni eru Frak'kar hvergi fordæmdir fyrir fram- ferði sitt og er hún því eins hógvær gagnvart þeim o.g hugs- azt gat. Þessi tillaga var í þinglokin samþykkt méð 66 samhljóða at kvæðum. þar á meðal atkvæð- um a!lra Norðurlandanna. Eng- inn greiddi atkvæði á móti 30 ríki sátu hjá, þar á meðal Bret- land og Bandaríkin. SÁ MAÐUR. sem átti mikinn þátt í þessum hagstæðu mála- lokum fvrii Túnis, var aðalfull trú' Túnis hjá S.Þ , Mongi Slim en hann þykir líklegur til þess að verða kjörinn forseti alls- herjarþingsins í haust. Mongi Slim flutti fyrstu ræð- una á þinginu og lagði málið fyrir mjög hófsamlega. Hann sýndi fram á, að allt síðan að Túnis fékk sjálfstæði 20. marz 1956, hafði stjórn Túnis óskað eftir, að viðræður færu fram milli hennar og stjórnar Frakka um flutning franska hersins frá herstöðinni við Bizerte. Túnis- stjórn hafi ek'ki krafizt, að franski herinn færi tafarlaust, heldur innan tilskilins tíma. Fi'anska stjórnin hefur aldrei svarað þessum óskum neinu. í stað þess benti allt til þess í sumar, að hún ætlaði fremur að auka herstöðina en draga hana saman. Stjórn Túnis greip þá til mótaðgerða og bannaði m. a. hernaðarlegt flug yfir túniskt land. Frakkar svöruðu með hernaðarlegu ofbeldi Þeir gerðu innrás inn í Bizerte. í þeirri viðureign féllu yfir 800 Túnisbúar og meira en 1200 særðust, og voru þetta nær ein- göngu óbreyttir borgarar. Fyrir piilligöngu öryggisráðsins komst vopnahlé á og sk raði öryggisráðið jafnframt á báðu aðila að hverfa til fyrri sf."va. Frakkar hafa ekki haft það að neinu, heldur haldið þvi landi og borgarhlutum, sem þeir höfðu lagt undir sig í átökun- um.- Þeir hafa og haft að engu bann Túnisstjórnar við hernað arlegu flugi yfir túnisku landi. Slim sagðist því ekki að ástæðulausu biðja um stuðning S. Þ. SÁ FULLTRÚINN á auka- þinginu, sem átti einna erfið- asta aðstöðu. var Adlai Steven- son, aðalfulltrúi Bandaríkjanna Hann hafði undanfarið reynt að koma á viðræðum milli deilu- aðila. og m a. heimsótt bæði forseta og forsætisráðherra Frakklands í því skyni Milli Bandaríkjanna og Túnis hefur verið góð sambúð á undanförn- um árum og vilja Bandaríkin gjarnan viðhalda henni. án þess þó að það spilli sambúð þeirra og Frakklands. í ræðu þeirri, sem Stevenson < hélt á þinginu, tókst honum ' furðu vel að sigla á milli skers ^ o,g báru. Hann sagði rétt Túnis y til að róða yfir Bizerte ótvíræð- p an. Annars lagði hann aðal- ^ áherzlu á, að stjórnir Túnis og \ Frakklands reyndu að semja p um lausn deilunnar. •. Kommúnistar reyndu eftir megni á þinginu að nota málið til áróðúrs gegn Vesturveldun- um, en voru oft minntir á, að þeim færist ekki að tala. Rúss- ar hefðu gert þjóðir ánauðugar meðan Bretar og Frakkar hefðu veitt mörgum nýlenduþjóðum frelsi. FRAKKAR höfðu þá aðstöðu, að enginn fulltrúi frá þeim mætti á þinginu. Þetta hefur mælzt illa fyrir, enda eingöngu gert af de Gaulle til að sýna S.Þ. óvirðingu, en hann hefur jafnan haft horn í síðu þeirra. Það skiptir nú höfuðmáli fyr- ir hinn vestræna málsstað, að Frakkar taki skynsamlega á málinu hér eftir. Fyrir Frakka er það eingöngu metnaðarmál að halda áfram herstöðinni í Bizerte. í nútímahernaði er slík herstöð gagnslaus og reyndar miklu verra en gagns- laus, þegar þjóðir tveggja heimsálfa eru andvígar henni. Aðstaða de Gaulle er hins veg- ar nokkuð erfið, því að aftur- haldsöflin ásaka hann mjög fyr- ir undanlátssemi við nýlendurn ar. Hætt er þó við, að ástandið versni aðeins við biðina og aft- urhaldsöflin sæki þá enn meira i sig veðrið. Bezt væri vafa- laust, að viðræður stjórna Tún- is og Frakka byrjuðu sem fyrst o.g gæti Túnisstjórn þá senni- lega sýnt einhverja tilhliðrun, er auðveldaði Frökkum uppgjöf ina. Dragist hins vegar á lang- inn að samningar hefjist, er hætt við því, að Túnisstjórn, sem enn er vestræn, færist meira og meira frá vestrinu og öðrum vinum vestursins fækki einnig í Afríku og Asíu. Þ.Þ. ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.