Tíminn - 29.08.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.08.1961, Blaðsíða 2
T í MI N N, þriðjudaginn 29. ágúst 1961,. Samningatill. um Berlín senn fyrir Ráðstjórnina Alvarlegur ágreiningur virðist vera milli vesturveldanna Piltar úr fimleikaflokki KR sýndu lelkfiml á sunnudagskvöldlS, lokakvöld Reykjavíkursýningarinnar. Fólkl fannst mlkið til um frammistöðu þeirra. (Ljósm.: TÍMINN — GE). Leiguliðar Katangastjóm ar afvopnaðir af her S.Þ. NTB—Berlín, 28. ágúst. — Heinrich von Brentano, utan- ríkisráðherra Vestur-Þýzka- lands, sagði í kvöld, að vestur veldin myndu leggja til við Ráðstjórnina innan skamms, að hafnir verði nýir samn- ingar austurs og vesturs um Berlín. Þetta samningatilboð felur ekki í sér neina uppgjöf en á að sýna, að vesturlönd eu ákveðin í að standa fast í Berlín, sagði von Brentano og bætti því við, að ef Krústjoff breytti ekki hinni neikvæðu afstöðu sinni, myndi engin leið til samkomulags. , Á fundi fyrir þýzka blaðamenn í Bonn sagði utanríkisráðherrann, að utanríkisráðherrar vesturveld- anna myndu fljótlega koma saman í Washington. Sennilega yrði meir vitað um ufstöðu Frakka til samn- inga við Ráðstjórnina eftir þrjá daga, og átti hann þar við blaða- mannafund þann, sem de Gaulle A.S.Í. boðar formanna- NTB—Elísabethville 28. ág.J Moise Tshombe Katangafor- seti sagði í dag i útvarpsræðu, að stjórn sín hefði fallizt á, að Sameinuðu þjóðirnar vís- uðu á burt öllum útlending- um, sem eru á mála sem liðs- foringjar í Katangaher. Hann hvatti þjóðina til að taka þess um tíðindum með virðuleik og rósemi. Undir yfirstjórn Sví- ans Sture Linner hafa nú herir Sameinuðu þjóðanna hafið af- vopnun hvítra liðsmanna í samræmi við ályktun öryggis- ráðs um brottflutning mála- liða úr Katangaher. Tshombe sagði, að herstjói-n Sameinuðu þjóðanna hefð'i gefið sór skjalfest loforð um, að her- rögregla Katanga yrði ekki af- vopnuð. Sameinuðu þjóðirnar hcfðu einnig staðfest, að samtök- in myndu ekki gera ráðstafanir sem gerðu stjórninni í Leopold- ville auðveldara fyrir að hafa á- hrif á mál Katanga með hervaldi. Bornar hafa verið til baka fréttir um, að 1500 Kongóhermenn væru á leiðinni til Katanga, en það hafði þó Munungo innanríkisráð- herra sagt daginn áður. Stjórn mín vi.ll enn einu sinni lýsa yfir rétti landsins til sjálfs- ákvörðunar, sagði Tshombe enn fremur. Stjórnin veit, að styrkur Katanga liggur í efnahag þess og vel skipulögðum stjórnarháttum. Hann skoraði á Katangabúa að taka þessum tíðindum vel. Það mætti ekki svo fara, að sá hluti Kongó, þar sem friður og ró ríkti, stevptist út f stjórnleysi og óreiðu. 500 málaliðar Snemma í morgun tóku hersveit ir Sameinuðu þjóðanna hernaðar- lega mikilvæga staði í Katanga og afvopnuðu alla þá evrópsku liðs- foringja sem þeir komust yfir. Voru það um 100 Bretar, Frakkar og Belgar. Alls eru um 500 slíkir á mála hjá stjórn Tshombe, og mun því afvopnunin halda áfram. Langflestir eru þessir menn bel- gfskir, þótt nokkrir séu af öðru þjóðerni. Nokkrir liðsforingjanna neituðu í fyrstu að gefast upp, en beygðu sig að lokum fyrir úr- siitakostum frá hinum indversku hersveitum SÞ: að valdi yrði beitt, ef þeir gæfust ekki upp. í Elísa- bethville og öðru meiri háttar þéttbýji tóku SÞ-herirnir flug- vellina og mikilvægar opinberar byggingar. Eftir ræðu Tshombes var mót- staða svo að segja úr sögunni, en eltinigaleikurinn við evrópsku liðs foringjana hcldur áfram. Frétta- mönum þykir ýmislegt benda til, að innfæddir hermenn Katanga, fyrrverandi undirmenn liðsforingj anna, séu síður en svo óánægðir með þessar áðstöfun, en þeir hafa þá ekki lengur hvítu mennina yf- ir sér. Símstöð tekin með áhlaupi Heruaðaraðgcrðir SÞ hófust á þvi að taka aðalstöð tal- og rit- síma í Elísabethville með áhlaupi, en þar brutu menn rúður til þess að komast fljótt inn. Allt samb- and við umheiminn var rofið, og þær línur, sem útvarpið hefur í þjónustu sin-ni, voru teknar úr sambandi. Síðar var samband sett á aftur, og indversku og sænsku hermennirnir fóru aftur út úr húsi þessu. í Elísabethville var annars allt með kyrrum kjörum. Sendimenn erlendra ríkja héldu fund síðdegis í dag til þess að ræða hin nýju viðhorf. Sendiherr ar Bretlands og Bandaríkjanna í Elísabethville hafa beðið um vernd hersveita SÞ. Bandaríski sendiherrann hafði síðustu dagana verið handtekinn tvisvar af Kat- angalögreglu fyrir litlar sakir. Þessi framkvæmd hersveita Sam- eiuuðu þjóðanna hefur verið i und irbúningi nokkra daga, og gert er ráð fyrir að nokkrir dagar líði áður en náðst hefur í alla útlend ingana í liði Katanga. Þetta er gert til þess að framkvæma sam- þykkt öryggisráðsins um, að öll- um belgískum og öðrum erlend- um málaliðum verði vikið úr landinu. Quadros til Evrópu NTB — Sao Paolo 28 ágúst. Janio Quadros, er sagð'i af sér embætti forseta Brasilíu á dög- unum, er nú á leið til Evrópu með fjölskyldu sína á brezka farþega- skipinu Uruguay Star. Heckscher kjör- inn NTB —Stokkhólmi 28 ágúst. Gunner Heckscher prófessor var i dag á landsþingi sænska Hægri- flokksins í stað Jarl Hjalmarsons, sem sagði af sér þeirri stöðu fyr- ir skemmtu. ' irglýsið í Tímanum ráðstefnu Miðstjórn Alþýðusambands ís-. lands hefur samþykkt að boða til formannaráðstefu allra sambands- félaga og fundar fullskipaðrar sam J bandsstjórnar laugardaginn 30. j september og sunnudaginn 1. okt-, óber til þess að ræða hin nýjuj viðhorf í kaupgjaldsmálum vegna, gengislækkunarinnar og samræma aðgerðir samtakanna. hefur boðað 1. sept. Vitað er áður, að de Gaulle hefur hvatt banda- menn sina til varfærni og að setj- ast ekki til samninga meðan Ráð- stjórnin haldi skrúfunni á í Berlín. Rusk, utanríkisráðherra Banda ríkjanna, sagði í kvöld, að það væri ekki rétt, að Bandaríkin og Bretland hefðu komið sér saman um að taka frumkvæðið til samn inga án þátttöku Frakka, ef Frakkar láti • ekki af andstöðu sinni við, að stungið verði upp á samningum ’við Rússa innan skamms. Washington Post hafði fullyrt í frétt frá Bonn, að de Gaulle hefði verið gefið til kynna, að Bandaríkin og Bret- land myndu reyna að koma á samningum án aðildar Frakka. í fréttinni sagði enn fremur, að V- Þýzkaland styddi hin ríkin í þess- ari fyriræ.tlun. Rusk kvað ekkert hæft í þessu. Bréf til de Gaulle Haft var eftir allgóðum heim- ildum í Washington í dag, að Kennedy forseti hefði sent de GauIIc forseta bréf, þar sem haun hvetti hinn síðarncfnda til þess að fallast á utanríkisráðherrafund austurs og vesturs og jafnskjótt og allsherjarþing S. Þ. kemur saman í New York í næsta mánuði. Vilja vera með Austur-þýzka blaðið Neues Deutschland skrifar í dag, að auð- vitað geti engir samningar orðið um Þýzkalandsmálið án þess að Austur-Þýzkaland verði þar með. í leiðara hélt blaðið þvi fram, að lokun markanna hefði verið til að greiða fyrir samningum. Allt var með kyrrum kjörum við hverfamörkin i dag eins og verið hefur að mestu um helgina, þótt ýmis smáatvik hafi komið fyrir. Austur-þýzk stjórnarvöld unnu að því að setja upp skrif- stofu sín megin markanna til þess að gefa þar út sérstök vegabréf handa þeim Vestur-Berlínarbúum, sem vilja heimsækja A.-Berlín. Reykjavíkur- kynningin fram- lengd Ákveðið hefur verið að hafa, sýningardeildirnar í Hagaskóla og, Melaskóla á Reykjavíkurkynning-1 unni opnar í þrjá daga til viðbót-1 ar _eða til miðvikudagskvölds. Á sunnudagskvöld var tala sýn- ingargesta komin upp í 37.500, þar af 11.000 á sunnudaginn. Mikil þátttaka hefur sérstaklega verið í kynnisferðunum um bæinn. Minja gripirnir hafa næstum selzt upp og geysileg sala hefur verið á frí- merkjum hátíðarinnar. Raunvísinda- ráöstefna (Framhald 3í L síðu. > hópunum fram á kvöld, en þeir ætluðu ag halda áfram störfum í morgun. Eftir hádegi í dag verð- ur síðan skýrt frá niðurstöðum um ræðuhópanna á sameiginlegum fundi. Ráðstefnunni verður síðan slitið i kvöld. Forseti ráðstefnunöar var í gær prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson, i forföllum Ármanns Snævarr há- skólarektors. Flokksstarfið úti á landi Kjördæmisþing Framsóknarmanna í V esturlandsk jördæmi Framsóknarmenn í Vesturlandskjördæmi halda 2. kjör- dæmisþing sitt að Bifröst 1 Borgarfirði laugardaginn 9. sept. n. k. kl. 2 e. h. Nánar verður sagt frá þinginu síðar 1 blaðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.