Tíminn - 30.08.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.08.1961, Blaðsíða 5
TlMI N N, miSvikudaginn 30. ágúst 1961. 5 Utgetantí! »=RAMS0KNARFlOKKURINN Framkvænjdast.ióri Tómas A.rnason Rit stjórar Þórarmn Þórarinsson 'ób /. Andrés Kristiansson lón Helgason c'ulltrú) rit stjórnar Tómas Karlsson Augiýsinga stjórl Egil) Biarnason - Skrtfstoiui i Edduhúsinu - Slmar 18300 1830? Auglýsingaslmt { 19523 Atgreiðslusimi 12323 — Prentsmiðjan Edda h.t Gengislækkunin var óþörf StjórnarblöSin eru nú fyrir löngu hætt að revna að verja gengislækkunina og þá skerðingu þingræðisins, sem átti sér stað í sambandi við hana. í stað þess kepp- ast þau við að vaða elginn um allt hugsanlegt annað. Allt er þetta gert til þess að reyna að draga athyglina frá þvi óhæfuverki ríkisstjórnarinnar að fella krónuna að þarflausu og skerða jafnframt þingræðið í landinu. Eysteinn Jónsson hefur sannað það bezt með út- reikningum sínum varðandi frystihúsin, hve óþörf og ástæðulaus gengislækkunin var. Frystihúsin eru þau at- vinnufyrirtæki, sem staðið hafa höllustum fæti. í sumar var samið um 5% kauphækkun umfram það, sem ríkis- stjórnin og ráðunautar hennar töldu atvinnuvegina þola (tilboð sáttasemjara). Eysteinn Jónsson hefur sannað, að til þess að bæta frystihúsunum þessa 5% kauphækkun, þurfti ekki nepia 1% hækkun á útflutningsverðinu. Þetta getur hver og einn líka reiknað sjálfur, þar sem kaup- greiðslur eru 20% af rekstrarkostnaði húsanna. Lækkun vaxtanna um 2% eða i hið sama og þeir voru í fyrir „viðreisnina“, hefði líka nægt til þess að bæta frystihúsunum þessa 5% kauphækkun og meira en það. Betur verður það ekki sannað, að gengislækkunin var algerlega óþörf og ástæðulaus! Hún var hefndaraðgerð ráðvilltrar ríkisstjórnar, sem ekki vildi láta það sjást í verki, að kjarasamningar þeir, sem samið hafði verið um og hún hafði beitt sér á móti, voru ekki aðeins vel fram- kvæmanlegir, heldur hefðu lagt grundvöll að vélmegun og vinnufriði á næstu misserum. Vegna þessara hefndar,- aðgerða ríkisstjórnarinnar hefur stórfelldu dýrtíðarflóði. margs konar upplausn og auknum stéttarátökum verið hleypt af stokkunum. Það er von, að stjórnarblöðin gefist upp við að verja gengislækkunina. En það er ekki nóg Sú stjórn, sem að slíkum ófarnaði stendur, verður að víkja, ef slík saga á ekki að geta endurtekið sig í annað sinn. Hvað kemur næst? Með bráðabirgðalögum ríkisstjórnarmnar um að taka gengisskráningarvaldið af Alþingi. var stigið hið stærsta skref til að skerða þingræðið og lýðræðið í landinu. Aldrei áður hefur það gerzt hér eða í öðru þingræðis- landi. að vald væri þannig tekið af Alþingi með bráða- birgðalögum og raunverulega fært i hendur ríkisstjórn- arinnar Til þess að finna hliðstæð dæmi verður að fara aftur i tímann allt til þess, er Hitler var að murka lífið úr þingræðinu i Þýzkalandi. Það var gert i nokkrum áföngum — m. a. með bráðabirgðalögum. Þess vegna er nú spurt víða um Island: Hvaða vald tekur ríkisstjórnin af Alþingi næst tneð bráðabirgðalög um, ef hún kemst upp með þettav Hvað verður orðið eftir af þingræði og lýðræði i lanriinu eftir skamman tíma. ef haldið verður áfram á þessart braut? Það er von að menn spyrji En gegn þessart öfug þróun er ekki nema eitt öruggt ráð Það er að þjóðin losi sig sem fyrst við stjórn, sem er komin út á slíka glapstigu. Jchann M. Kristjánsson: agfræði lífsins Hugleiðingar um væntanlegan dóm í Eichmann-málinu Sök Eichmanns er hlutdeild í og framkvæmd á verknaði, sem grundvallast á hatri og hefnd. Ef Eichmann er dæmdur til dauða nú, þá lýtur sá dómur sama lögmáli Gyðingahatarainir litu á glæp Gyðinga — það. er meinta svik- semi við þjóðfélagið og föðurland- ið í heild — sem glæp glæpanna í ofstækisfullu hatri gegn kynstofn inum öllum gripu þeir til dauða- refsingar í stærri stíl en mannkyn ið veit dæmi til. Frá sjónarmið' þeirra hafði þetta tilgang. Þeir töldu sér trú um, að með þessu væru þeir að bæta þjóðfélagið, — jafnvel mannkynið allt. Óminnugii þess, að mannkynið á Gyðingum að þakka mikið af hinni tæknilegu þróun og andlegu verðmætum Þær milljónir, sem nú heimta dauðadóm yfir Eichmann fyrir glæp hans á Gyðingum, grípa til sama ráðs. — hefndarinnar. Að því leyti er hér status quo. Hatur gegn hatri. hefnd gegn hefnd, en sjáanlegur tilgangur er enginn Það er of seint að drepa Eich mann. Tilgangurinn fyrir því er lið inn hjá. Hefði náðst til hans með- an hann var að verki og einhverj- um mannslífum bjargað með því, þá hefði hann tilgang Nú veit all- ur heimurinn. að Eichmann getur engin illvirki framið meir. — svo framarlega sem hann fær að lifa. — Með ströngu en mannúðlegu eft irliti, er hann óskaðlegur Krafan um dauða hans nú er því nakin hefnd og hatur. Myrkri verður ekki eytt með meira myrkri. Aðeins verður myrkri eytt með Ijósi Illu verður ekki útrýmt með meira illu. Kær- leikurinn einn útrýmir illu, og heimskuna læknar ekkert nema skynsemin. Hvar sem við lítum á lífið, sjá- um við að öll rök hníga að því, að æðsti tilgangur þess er kærleikur. Barnið í vöggunni dafnar ekki án umönnunar, gróður jarðar verður til fyrir birtu og yl Myrkur og hat ur er ríki dauðans og þjáninganna. Lög, sem ganga gegn svo skýlausu lörmáli eru röng. Hér er aðeins tæpt á þeim innri rökum. sem liggja * að þvi. að dauðadómur yfir Eichmann, sem eingöngu byggist á hatri og hefnd. er rangur. Hin yfri rök eru: Glæpurinn, sem Eichmann-málið er risið af, er svo stór, að hann getur ekki hvílt á samvizku eins manns Hann er sameign og sam sök mannkynsins í heild Frá alda öðli hafa mennirnir hefnt og hat- að, framið glæpi og valdið þjáning- um. Lífið, sem engu glatar, glatar ekki heldur þessu, það skilar því aftur í órofa hringrás orsaka og afleiðinga lögmálsins Allt, sem mannkynið afrekar — gott og illt — er sameign okkar allra Við &et- um ekki slitið okkur lausa einn og einn. látizt vera saklausir og skellt skuldinni á aðra því að mannkyn ið er ein heild Það er samofið órofa böndum og órofa örlögum í efni=heiminum eru þetta augl.iós lög, en á hærri sviðum lífsins lýt 't það bó enn ákveðnara lögmáli Sameiginlega og sem einstakl 'ngar söfnt"^ ”ið með breytni okk ar f o r ð a iákvæðrar og nei kvæðrar orku Þessi forði er satn eign alls mannkvns og eldsneyti þróunar þess o.s öntaga Af ávöxt um han= fáum við hvert oa eitt okkar skerf í rettum hlutföllum við það sem við legejum til bvi að lífið skitpir rétt Að sínu leyti eins og við aukum hina iákvæðu orku með göfugri lífsstefnu bræðra Jáhann M. Kristjánsson lagshugsjónarinnar, hverju einu okkar og mannkyninu í heild til blessunar og meiri þroska, og auk- um þannig skilyrði fyrir komu and legra mikilmenna manngöfgi og mannvit, 'eins vex hin neikvæða orka með hverju illvirki, er við fremjum og hverju hatursfullu hugarfóstri, er við ölum, og stofn- um þar með til meira böls og þján- inga, og þegar mælirinn er fullur, leitar hún útrásar að algildu lög- máli, yfir garðinn. þar sem hann er lægstur Hinir andlega sjúku — oft miklu valdamenn — haldnir hatri og ofstæki, verða farvegur f.vrir þessa útafflóun misgerða mannkynsins. Þannig verða til styrjaldir, ofsóknir og útrýming heilla þjóða. Með dauðadómi yfir Eichmann, rís ný alda hefnda Svo mikið hat- ur, sem þar hleðst upp, kemur yfir mannkynið aftur í nýjum hryðju- verkum, og þannig gengur það koll af kolli. Fyrir skömmu lagSi blaðið Nú tíminn þá spurnlngu fyrir nokkrs menn, hvort þeir teldu rétt að dæma Eichmann til dauða Meðal þessara manna var Jóhann M Kristjánsson. Svar hans hefur vakið verulega athygli og bvkir þvi rétt að láta það koni’ fyrir sjónir fleiri en þeirra, sem lesa Nútímann TÍMINN lætur það hins vegar eftir lesendum sinum aði^dæma um skoðanir Jóhanns Með því að dæma Eichmann ein- an fyrir svo stórkostlegan glæp. er mannkyninu stungið svefnþorn. með þeim dauðadómi er þið raun- verulega seka mannkvn sýknað í heimsku sinni færir það alla sök- ina á hinn dæmda mann. sljóvgast l'vnr stærð og orsnk glæpsins. og telur að með dauða Eichmanns sé friðþægt fyrir glæpinn og hann gleymist Sjálfur verður Eichmann hetja og píslarvottui hjá þeim, sem enn eru haldnir þeirri blindu. að trúa þvi að „hugsjón“ Eich- manns og skoðanabræðra hans geti frelsað 'heiminn og enn rís alda hsturs Hve leng; verður mannkvnið svo heimskt að skilja ekki. að dauður líkami getur aldrei frið þægt fyrir nemn glæp. en máttur hefndarinnar nær ekki lengra Andinn, sem líkamanum stjórnaði, þar sem glæpurinn var skapaður og framkvæmdur, — með líkam- ann aðeins sem tæki, lifir enn. Hann sleppur, fær jafnvel stærra svigrúm, þar sem tregða líkamans hemlar ekki lengur orku hans, Hann heldur áfram að styrkja hið nsikvæða element í framþróun mannkynsins, með auknu vega- nesti, þar sem hatrið fyrir líkams- dauðann bætist við. Þannig snýst hefndin gegn skapara sínum. Með því að deyða líkamann, sleppa þeir manninum sjálfum. Hvenær lærir Ifiannkynið, að það er enginn dauði til í þessum skilningi. Það vonda í mönnunum er ekki hægt að deyða með dauða. Lífið þarf að koma til. Lækning hins sjúka, eyðing hins illa með hinu góða, það er samræming og sameining hugans og atliafnanna við meginrök lífsins. Eichmann er fóstur hins nei- kvæða elements mannkynsins. Hann er sjúkdómur þess og ill sam vizka. Honum þarf að hjálpa. Við verðum öll að bíða eftir Eichmann. Við komumst ekki alla leið, nema hann komi með. ísrael-þjóðin á nú stórt tæki- færi. Allur heimurinn hlustar og bíður í ofvæni niðurstöðu þessa mikla máls ísrael-þjóðin á tæki- færi til að framkvæma á eftir- minnilagan hátt boðorð meistarans mikla „Fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra“. Með þvi að dæma ekki Eich- mann til dauða. hefur hún beint sökinni á hendur mannkynsins alls og vísað því veginn frá þyrnigöngu hefndarinnar Það hlýtur að staldra við. undrast og hugsa. Glæpurinn, sem framinn var á Gyðingunum. gleymist ekki Sam- vizka mannanna hefur vaknað. Það er dögun að bjartari og betri heimi. í þætli mínum um leiðbeininga þjónustu landbúnaðarins hinn 17 ágúst sl féllu niður allmörg orð, svo að fyrsti hluti greinarinnar er óskiljanlegur Þvi birtist hann hér aftur: I dag ætla ég að ræða mál. sem efalaust mun verða ofarlega á baugi meðal forystumanna bænda á næstu misserum Þetta mál er biónustan Einum bætti bænda vikunnar síðastliðinn vetur var varið ti! þess að reyfa þetta mál Þótt enginn vandi væri þar leyst- ur, komu fram vmis sjónarmið. sem vert er að gefa gaum Þarna var kastað hanzka. og sem flestir skyldu taka hann upp Nú sem stendur hafa öll bún- aðarsamböndin einn eða fleiri hér aðsráðunaut í þiónustu sinni. auk þess sem Búnaðarfélag íslands hef ur ráðunauta ""n hafa allt land- ið að starfssvæði Lesendur eru beðnir velvirð- ingar á mistökunum. L.J. Innbrot Um helgina var brotizt inn i Ai- þýðubrauðgerðina við Laugaveg Innhrotsþioturinn hafði mölvað rúðu og skemmt tvær læsingar. Ekki er vitað til að hann hafi haft neín verðmæti á brott með sér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.