Tíminn - 30.08.1961, Síða 6

Tíminn - 30.08.1961, Síða 6
6 T í MIN N, miðvikudaginn 30. ágúst 1961, Öhreinir pottar og pönnrn. fit- agir vaskar, óhrein Oaðker v/erða gljáandi, þegar hið Blat Vim kemm tii skjaianna Þelta kröftuga hreinsunarefm evðir fitu 2 einm seKúndu. iwmi r>irta heldur efni. sem fjarlæeir einmg þraláta bletti. flið”B'áa!óúifi Vim hefur ferskan ilm. ínniheldur einmg gerlaeyði. er drepur ósýnilegar sóttkveíkjur Notið Blárt Vim við allar erfiðustu hreingermngar Kaupið stauk i dag Wm er fljótvirkast við eyðingu fitu og bletta llivalið við hreinsun potta. panna, eldaveia, vaska baðkera, veggflísa og alira hremgernmga t húsinu. Erfið hreinsun þarfnast VIM •'V*X*X**V*V*X*VVX*‘V*VVW*V‘VX*X.*,V*‘V*'V*> V*A..X'-V'X--VV*-VV*WVX*X*'V*-V*X'X*X'-V*-V Ástríður Oddsdóttir Kveðja: Fædd 12.11. 1888. — Dáin 13.7. 1961. Harmafregn um hópinn vina fer, hnigln til moldar göfug kona móðir. Ástvini kæra sárast harmur sker sorgþrungnir geyma minninguna hljóðir. í vorsins skrúða varstu burtu kvödd. Vinir allir eftir hljóðir standa. Fögur sál í fögrum lundi stödd, flytur nú til sólar bjartra landa. • Ástvin kærum vorið virðist kalt, vegur þröngur, fölnuð blóm á grundu. Þú varst ijósið, vonin, lífið allt leiddir hann á bjartri æfi stundu. Ljúfi Guð, sem leiðir jarðar börn láttu sól á börnin hennar skína. Hún gætti þeirra, var þeim vökul vörn og veitti þeim af hjarta ble.síun sína. Við kveðjum þig með kærri ást og þökk og kyrrlát minnumst góðra bjarta stunda. Af trega sárum tárumst hugar klökk, en tíminn geymir von, til endurfunda. J.S. Tilkynning Kærufrestur vegna skatta og útsvara í Kópavog álagðra árið 1961, er hér með auglýstur til 15 september n. k. Yfirskattanefnd Kópavogskaupstaðar ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir öllum þeim, sem sendu mér gjafir og skeyti. á sjötugsafmæli mínu. Ferðamaður sendir okkur pistil nokkurn, er hann kallar Stiga- maðurinn á Skaga eða Penlngana eða líflð. Það var kariþurs, seni allt í einu kom í ljós við þjóðveginn ná lsegt Ketilbjörgum langt norður á Skaga, sem ávarpaði saklausan vegfaranda úr Reykjavík, er bar þar að á bíl sínum og átti sér einskis ills von. Hvert í heitasta, var hér á veröi afkomandi „þursans“, sem firá ómuna tíð hefur legið þarna á bakinu á hinum vota beði nokk ur hundruð metra frá landi? Nei, ekki gat það verið. Þessi karl til- heyrði nútíðinni, því að hann hafði jarðýtu að vopni og hafði nú gersamlega lokað veginum Ekki var þetta nú álitlegt, en brátt sáust þess merki, að ekki mundi hugur fylgja máli hjá karli og tókust nú samræður. Kom þá í Ijós, að hér var kominn ævintýramaðurinn Sigurbergur gamli 1 Svínafelli í Hornafirði, er nú hafði að útliti gerzt útilegu- maður undir Ketilbjörgum á Skaga. Ævintýralöngunina mun hann hafa erft eftir afa sinn, Jónas Grjótgarð, sem fæddur var Hún- vetningur á Björnólfsstöðum --í Langadal, en gerðist síðar lands- ho.rnamaður og átti konu í hverj- um landsfjórðungi, ef svo mætti segja, og var’ víða að nokkru get- ið. Flest börn sín átti Jónas á Suðausturlandi. Sumarið 1960 hafði Sigurbergur gamli tekið sig upp frá heimili sínu eftir að hafa afhent búið sonum sínum Gísla og Arnbirni og fa.rið með jarðýtu sínaTS-9 á bíl norður í Skagafjörð, nærri 700 km. veg, til þess að hjálpa elzta syni sínum, Sigurjóni bónda í Hamrahlíð, við jarðvinnslu á ný- býlinu, en brátt lenti hann þar í vinnu víðs vegar bæði hjá bænd um og brúa- og vegagerð og lík- aði vel lífið. „Hér hefur þú efni í klausu handa blöðunum. Þau hafa hvort sem er haft nafn mitt milli tann- anna í sambandi við Grænlands- ferðina i sumap, og svo er mér sagt, að mín hafi verið getið í einhverri ræðu írá brúarvígsl- unni á Hornafjarðarfljótunum Því miður hof ég ekkert séð eða heyrt frá þeim hátíðahöldum, nema á skotspónum. En smá dæmisögu gæti ég sagt þér, ef ég mætti vera að því, í sambandi við Svínafell fyrr og nú, þar sem það hefur ekki fundið náð hjá valdhöfunum að verða aðnjót- andi hinna miklu samgöngubóta yfir Hornafjarðarfljót, þrátt fyrir ítrekaðar óskir um að mega eiga aðgang að vegi út á milli fljót- anna, en það hefði kostað að hafa brúna í tvennu lagi. Gamla sagan er af ekkjunni fátæku, sem bjó1 með syni sínum í Svínafelii end- ur fyrir löngu. Sonurinn vildi verja landið fyrir ágangi, sem rík ur bóndi vestan fljótanna veitti þeim. En þeim ríka líkaði það ekki og heitaðist við drenginn,: að hann skyldi verra af hafa, ef j hann amaðist við fé sínu. Endaði það með því, að nokkru seinna hvarf drengurinn, og er j mælt, að sá ríki hafi átt frískan son, sem hafi elt uppi drenginn. Þegar sá fríski var kominn á gamals aldur, fundust þess menj- ar undir heygarði þess ríka, að viðskiptunum hefði lokið á einn veg, enda hefði gamli maðurinn þá sagt: „Nú er ég í orði, þar sem ég er ekki á borði“. Og þetta vari í tíð ekki löngu liðinna manna. | Sagan endurtekur sig, þótt það sé nú „fátæk móðir jörð“, sem í hlut á. Nú hafa hinir héraðsríku valdhafar daufheyrzt við réttmæt um kröfum nútímans um vega- samband fyrir Svínafell, en í þess stað með varnargörðum veitt Austurfljótunum á Svínafellsland (Framb»>'í * •** “*•■ 1 Valdimar Eyjólfssort Maðurlnn minn og faðir okkar, Þórhallur Bjarnarson, prentari, andaðist að heimili sínu, Hringbraut 73, sunnudaginn 27. ágúst Útförin fer fram fösfudaginn I. september kl. 1,30 frá kapellunni í Fossvogi. Blóm og kransar afþakkað. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Jónína E. Guðmundsdóttír og börn. Innilegustu þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vlnarhuc við andlát og útför móður okkar, ömmu, fósturmóður og tengda móður, Maríu Hjálmarsdóttur frá Mjóafirðl. Börn, barnabörn, tengdadóttir og tengdabörn. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu samúð og vináttu við andlá* og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar, Björgvins Vigfússonar Ketilsstöðum. Stefanía Stefánsdóttir og börn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.