Tíminn - 08.09.1961, Blaðsíða 9
INN, fSstndaginn 8. sep;eir.j3r ia61.
9
Ve'ðrum barin og vatni
sorfin rís Hafursey á miftj
um Mýrdalssandi. Þar
skammt frá er Kötlugjá
í Mýrdalssandi. Vií Kötlu
gos hafa jökulfló'ðin sorf
iÖ hlíÖar hennar og stund
um klofna'ð um hana, svo
aÖ ekki hefur öllu meira
mætt á ööru fjalli á ís-
landi en Hafursey, Þó er
þar kjarr í hlí'Sum sums
statfar.
Hafursey hefur þó oft verið
beitt óspart. Bændur létu fé sitt
ganga þar úti eftir föngum, og á
útmánuðum ráku heylitlir bænd
ur fé sitt þangað og létu það
bjarga sér þar, eftir því sem auð-
ið varð. Fylgdu fjármennirnir því
oft og lágu við í móbergshellum.
Þau eru kannske vitnisburður um
slíkar viðlegur í Hafursey, ártöl-
in sem rist hafa verið í bergið í
þessum hellum. Þessi ártöl eru
frá ýmsum tímum, eitt kvað til
dæmis vera frá 1755.
Árið Í755 gerðist þarna líka
atburður, sem aldrei mun hafa
gleymzt þeim, er hlut áttu að
máli, og enn er í minnum hafð-
ur. Þá hófst Kötlugos með ógur-
legu hlaupi um miðjan október-
mánuð, sem fór fram báðum meg
in við Hafursey. Þennan dag voruj
fjórir menn að höggva skóg í|
eynni. Þeir voru lagðir af sta-ð
með drögurnar, þegar hlaupið
æddi fram, en sneru við í tæka
tíð, þegar þeir sáu, að hverju fór.
Komust þeir aftur í eyna. f sama
mund komu þangað tveir menn,
sem komið höfðu austan Mýrdals
sand, og var annar á leið á haust-
vertíð í Vestmannaeyjum með út-,
gerð sína.
Mennirnir sex bjuggust nú um
uppi í brekkunum, í helli þeim,
sem Selhellir heitir og máttu
happi hrósa, að þeir þurftu ekki
að svelta. Matur vermannsins
forðaði þeim frá því.
Þarna urðu þeir að hafast við
í nálega viku. í fjóra sólarhringa
sáu þeir ekki dagsbirtu, svo ákaft
spjó Katla, og fjallið skalf eins
og lauf í vindi við reiðarslögin.
Á fimmta degi birti loks, og á
sjötta degi komust þeir loks vest
ur yfir að Höfðabrekku. Þó var
svo torfært, að sums staðar urðu
þeir að slá hestum sínum flötum
til þess að koma þeim með sér.
Það er sagt, að þeir hafi klapp
as nöfn í hellinn, sem veitti
þeim skjól í þessum ógurlegu
hamförum, hvort sem þau sjást
enn eða ekki.
Þannig hefur Hafursey orðið
bjargvættur manna og dýra.
En . stundum hefur hún lfka!
heimtað fórnir. Á síðari hluta
nítjándu aldar ráku þeir Markús
Loftsson í Hjörleifshöfða, höfund-
Viö hamra Hafurseyjar
ur jarðeldaritsins, og Skúli Ólafs
son á Skeiðflöt, fé í Hafursey á
útmánuðum og gættu þess þar.
Lágu þeir við í helli, sem nefndist
Stúka. Nú gerði hríð, og var þá
sumt af fénu í svonefndu Skálar-
fjalli, vesturhluta Hafurseyjar.
Þeir félagar fóru að hyggja að
fénu og sáu þá kindahóp ofarlega
í gili einu. Skúli fór til og ætlaði
að ná kindunum niður, og Mark-
ús hélt á eftir honum. Þegar Skúli
var kominn langt upp í gilið,
brast hengja í brúninni. Skall
snjóflóðið á honum og færði hann
í kaf. Markús var skemmra kom
inn og lenti jaðar snjóflóðsins á
ho-num ,en varð honum ekki að
grandi.
Þegar um kyrrðist, sá Markús
hönd Skúla standa upp úr snjó-
hrönninni. Gróf Markús félaga
sinn upp, en han-n var þá látinn.
Bar hann líkið. heim í hellinn, sem
þeir höfðu hafzt við í, og lagði
líkið þar til. Síðan gekk hann
heim til sín í Hjörleifshöfða og
þaðan samstundis út að Skeiðflöt
til þess að segja hin voveiflegu
afdrif Skúla.
f brekkurótunum framan í
Hafursey er nú sæluhús, nýlega
reist, og blasir drifhvítt við veg-
farendum, sem koma austan Mýr-
dalssand. Neðan við það gömul
fjárrétt, við bratta hlíðarrótina,
ofurlítið til hliðar, eru rústir
gamals sæluhúss. Ekki hefur það
verið rishátt né stórt um sig, en
Sæluhúsið nýja i Hafursey. Gamla fjárréftin er beint fyrir framan það,
skammt frá til hægri og sjást ekki á myndinni.
en rústir gamla sæluhússins eru þar
ofurlítið loft hefur þó verið í því.
Þarna tóku menn sér gistingu,
þegar þeir ráku fé yfir sandinn.
Um alllangt skeið var fé úr aust-
ursveitum rekið til slátrunar í Vík
í Mýrdal, og þá var þarna óum-
flýjanlegur gististaður. í þessari
rétt hefur rekstrarféð lagzt til
hvíldar, dauðþreytt og sárfætt eft
ir langan rekstur. Uppi á sæluhúss
loftinu hafa rekstrarmennirnir
setzt að snæðingi og lagzt til
svefns, en hestar þeirra staðið
inni í húsinu niðri í hretviðrum
Austan vlð Mýrdalssand er mikill fjöldi af vörðum á eyðiholti við leiðina úr Skaftártungu niður í Álftaver. Þar
hétu forðum Laufskáiar, og er staðurinn nú nefndur Laufskálavarða. En þótt hann heiti fagurt, er þar ekkert
nema auðn og grjót, og er talið, að þarna hafi byggð eyðzf I Kötiuhlaupi endur fyrir löngu. Vörðurnar eru svo
til komnar, að allt fram á öld bílanna var það talið ógæfumerki, ef sá, sem fór um veginn í fyrsta skipti, lagði
þar ekki stein í vörðu.
! dimmra haustnátta og hundar
kúrt í horni. Það er eins og eitt-
hvað af andrúmslofti þt/flíkra
nátta loði enn við staðinn og
hrynjandi rústirnar hafi með
nokkrum hætti mál.
Þegar Katla gaus um miðbik
októbermánaðar 1918, voru tveir
menn frá Ásum í Skaftártungu
á leið vestur yfir Mýrdalssand.
Þeir komust -yfir Múlakvísl án þess
að þeir yrðu neins varir. En fá-
um mínútum síðar fyllti jökul-
hlaup farveg hennar.
En tilviljun ein olli því, að
ekki voru fleiri á ferg á sandin-
um þennan dag. Samkvæmt því,
er ráð hafði verið fyrir gert, átti
einmitt þennan dag að reka slát-
urfé austan yfir út í Hafursey.
En tunnuskortur var í Vík, og
þess vegna var þessi rekstur af-
boðaður. Enginn veit, hvað hefði
gerzt á þessum slóðum þennan
haustdag fyrir 43 árum, ef nægar
tunnur hefðu verið í Vflc til þess
að salta kjötið í.
Þannig getur margt rifjast upp
fyrir þeim, sem litla stund staldr
ar við sæluhúsið í Hafursey. Og
þó er sú saga, sem enginn þekkir
lengur, áreiðanlega miklu við-
burðaríkari og stórfe-nglegri. Sund
urflakandi móbergsklettarnir hafa
orðið vitni ag miklum atburðum
og margslungnum örlögum, bæði
átakanlegum og hugljúfum. Þeim
atburðum ,sem gerzt hafa, þegar
glaðir ferðamenn hafa áð þar í
brekkunum, og hinum, sem bar
að við hrikalegustu náttúruham-
farir. E-n þær sögur segja þeir
engum. J.H.
Draugar og barrtré
— Hefurðu farið víða í þetta
sinn?
— Ég var á ferð frá Englandi þg
gat ekki stanzað nema 10 daga. Ég
skrapp norður að finna ættfólk mitt
á Blönduósi, heimsótti Bólu þar
sem Hjáimar langafi minn striddi
við guð og menn og náttúruna.
Þar er búið að reisa honum minnis-
varða neðan við þjóðbrautina,
minnismerkið þykir mér tígulegt,
en þó þykir mér sem betur hefði
hæft Hjálmari einföld íslenzk
varða, hlaðin úr grágrýti. Og
þarna hafa þeir plantað skógi í
kring, það er fallega hugsað en
mér finnst það misskiiningur á
eðli Hjálmars að pota þarna jóla-
trjám ofan í moldina. íslenzka
birkið á betur við. Barrskógar
eiga ekki við á fslandi, finnst mér.
Ég kom víða í Skagafjörð, sá
rústirnar af Holtastaðakoti og á
morgun ætla ég upp að Árbæ að
heilsa upp á Silfrastaðakirkju.
Þeir eru búnir að flytja hana þang-
að að norðan. En getur þú frætt
mig á því hvort þeir hafa flutt
drauginn með?
— Drauginn?
— Já, þegar ég kom að Silfra-
stöðum fyrir 10 árum, þá var mér
sagt að draugur hefðist við í kirkj-
unni. Og mér þætti verra ef aum-
ingja draugurinn yrði húslaus.
— Hafið þið drauga fyrir vest-
an?
— Þegar ég var í Englandi um
daginn var mér boðið til að dvelja
helgi þar á sveitasetri og kynnast
draug. En draugurinn lét ekki sjá
sig meðan ég var þar. í Kanada
hef ég ekki heyrt getið um drauga,
ég veit ekki hvort stjórnin er á
móti þeim. Ég held frekar það sé
vegna þess hvað þjóðin er ung og
fáar merkar ættir í landinu. En
gaman væri að flytja þangað ís-
lenzkan draug.
Þess í stað verð ég að iáta mér
nægja að færa íslendingum vest-
an hafs myndir héðan. Ég hef tek-
ið ógrynnin öll af litmyndum. ís-
lendingar eru sólgnir í myndir
héðan, þeir spyrja mann frétta,
spyrja um síldveiði og heyskap af
eins miklum áhuga og menn ræða
Berlínardeiluna. Ég hef heimsótt
Höskuld Björnsson í Hveragerði
og hafði út úr honum tvær myndir.
sem hann seldi mér, aðra af rjúpu
og hina at krumma. Og Ásmund
Sveinsson hef ég heimsótt, mér
finnst hann hreint stórkostlegur.
Það er leiðinlegt að geta ekki haft
eitthvað með sér af höggmyndum
hans.
— Gætirðu hugsað þér að setjast
hér áð?
— Mér þætti fengur í að vera
hér ef til vill einn vetur og fást
við kennslu. Hins vegar eru rætur
mínar vestra og svo er um flesta
sem þar eru fæddir og uppaldir.
Þar verð ég til dauðadags þótt ég
verði alltaf íslendingur.
JökuII.
Kjörmannafundur
Þórshöfn, 28. ágúst. — Byrjag er
að byggja brú yfir Sandá. en
gamla brúin á ánni, sem var byggð
1910, var orðin léleg og hættu-
leg yfirferðar. Yfirbrúarsmiður
er Þorvaldur Guðjónsson frá Akur
eyri, en hann var einnig yfirsmið
ur við brúargerðina á Hornafjarð
arfljóti.
Kjördæmafundur fyrir Norður-
Þingeyjarsýslu var haldinn á
Kópaskeri 24. þessa mánaðar. Á
fundinum mætti Karl Kristjáns-
son erindreki Stéttasambands
bænda, og voru á fundinum kosn-
ir stéllasambandsfulltrúar fyrir
I N-Þingeyjarsýslu. Kosningu hlutu
j Sigurður Jónsson Efra-Lóni og
1 Grímur Jónsson héraðsráðunautur
Efra-Lækjarseli. Á fundinum kom
fram óánægja með verð á land-
búnaðarafurðum. Finnst sauðfjár-
ræktarbændum lágt verðið á afurð
um þeirra miðað við það verð,
sem fæst fyrir mjólkurafurðir.