Tíminn - 08.09.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.09.1961, Blaðsíða 14
14 T f MIN N, föstudaginn 8. september 1961. j*í»nu, sem elskar þig, og þái er ég farin. — Eg get engrar leitað ann arrar en þín. Eg er elskhugi þinn í dag, eiginmaður þinn á morgun. Þegar þú kemur heim í nótt, bíður hjónarúmið okkar. Þar mætumst við og kveikjum hinn mikla eld, sem lifir 4 hverju, sem gengur. 1 — Elskan er innra ljós fyrst og fremst, sagði Hall- friður. — Eg þekki hana. Eg hef notið hennar, og ég trúi á hana. En sú elska, sem þú tilbiður, er aðrar kenndir, sem ég ber takmarkaða virð- ingu fyrir. Svo látum við þetta tal niður falla. Eg vil halda ferðinni áfram. Nóttin líður. Jóakim reis upp og lagði við hest sinn og fór á bak. Hann var alvarlegur. Hall- fríður gekk að sínum hesti, vatt sér á bak og reið hratt í áttina heim. Þegar Jóakim náði henni, reið hann fram með hesti hennar og sagði: — Mundu það, Hallfríður, að ég hef beðið þín. Og ég held áfram að biðja þín, unz svarið verður já. Eg er viss' um, að æðri hönd hefur leitt1 okkur saman til þess að lifa saman og elska hvort annað. Allur dráttur er til tjóns. Þess vegna er mér biðin kvalræði. Enda þótt ég viti fyrir víst, að þú verður mín. , Er Hallfríður gekk í bað- stofuna í Móum, var nærri miðri óttu. Það var dimmt 1 baðstofunni. Hún fann, að hún þarfnaðist hvíldar og ætl aði umsvifalaust að snarast i rúmið. En er hún tók á hvíl unni, fann hún, að þar var einhver fyrir, hélt hún það væri Jórunn. — Jórunn mín, sagði hún og ýtti við stúlkunni. — Æ, sagði dimm og syfju leg kvenmannsrödd. Og þekkti Hallfríður þegar, að það var ekki Jórunn. — 'Hver ert þú? spurði hún. — Er þetta Hallfríður? sagði þá kvenmaðurinn. — Já. j — Þú átt að sofa í herberg inu. Rúmið þitt er umbúið á móti húsbóndanum. Sagði hann þér ekki frá því? Jóakim hafði undirbúið þetta. Nú skyldi hún tala við hann. Hann hafði sagt, að hjónarúmið biði þeirra heima. Hva& leyfði hann sér? Hugs- anir rótuðust upp. Hvílíkur maður var Jóakim. — Æ, það vantar ljós, sagði nú dimma röddin í rúm inu. — Eg þarf að heilsa þér og sjá þig. Mér er sagt, að þú sért svo falleg. Og ég óska þér til hamingju, stúlka mín, minna má nú ekki vera. — Slepptu hamingjuóskun um, kona góð. Eg er hvorki gift Jóakim né trúlofuð hon um. Og það verður seint, sagði Hallfríður. — Er Palli hjá þér? — Hvað er að heyra þetta, samdist ekki? Hann, sem kom berginu. — Eg sef þar ekki, sagði Hallfríður. — Eg sef i mínu rúmi, tek Palla til min, læt smalann fara í sitt rúm og bý um þig í auða rúminu eða öllu heldur, læt smalann fara í sitt rúm og sef hjá drengn- um í auða rúminu. — Nei, sofðu hjá mér, sagði dimma röddin. Eg er í hrein- um fötum og nýþvegin. Og hreint í rúminu. í þeirri svipan heyrði Hall BJARNl ÚR FIRÐI: HALLFRÍÐUR 10 í fyrrakvöld og bað mig að vera hér I dag og undirbúa allt. Hann sagði, að þið fær- uð í kaupstaðinn og kæmuð þaðan opinberlega trúlofuð eða kannske gift. Gift, end- urtók hún. — Eg vissi, að það gat ekki átt sér stað. En ég hélt, að karlinn væri ekki að ljúga öllu að mér. Hann var svo sakleysislega sannfær andi. Og ég, sem er hölt og skökk, fór að láta hann narra mig hingað öllum til athlægis. Annars leið mér vel á bless- aðri gráu merinni. Hún er gimsteinn. Reglulegur gim- steinn. En hvað er ég að hugsa. Er það satt. Eruð þið ekki trúlofuð? i — Já, það er satt. En Palli, hvar er hann? spurði Hallfríð ur. — Svona er Jóakim, hélt dimma röddin áfram. — Þetta eru hans ær og kýr, að ljúga| svona að manni. Eg trúi hon um aldrei framar. Þú ert a'S spyrja um Pál litla. Það var! nú meira standið með hann.j Hann vildiiekki sofa hjá mér. j Ekki heldur hjá systur sinni.l Það var ekki til að tala um.i Loks vann smalinn hann, fékk hann til að sofa hjá sér. Og við bjuggum um þá í auða rúminu hérna. En Hallfríður góða, rúmið bíður þín í her- fríður, að Jóakim skellti úti dyrahurðinni. Hann lét nú alltaf heyra til sín, maðurinn sá, er hann gekk um bæinn. Hallfríður hafði snör hand tök. Greip smalann. sofandi úr rúminu og kom honum fyr ir í sinni holu, fyrir ofan Sig urbjörn gamla. Hann reynd ist vakandi. — Þér veitir ekki af hvíld- inni, sagði hún við gömlu kon una. — Eg sef hér, og hún snaraðist undir sæng hjá drengnum áður en húsbó.ud- inn stikaði inn baðstofugólf- ið. Litlu seinna heyrði Aún, að allir voru komnir í fvefn. En hún- vakti lengi nætar. Vakti, hugsaði og bað. IX Næsta dag, sem var sunnu- dagur, var Hallfríður snemma á fótum. Þegar hún var að kveikja eldinn, kom Sigurbjörn fram. Hann sett- ist á gamlan kistubotn og strauk hnjákollana. Hallfríður sá, að hann vildi eitthvað við hana segja, en kom sér ekki að því. Hún gekk fram í bæjardyrnar og tók þar söðultösku sína, opnaði^ hana og leitaði. Fyrir henni varð brátt lítill böggull. Hún fékk Sigurbirni hann. — Þetta skaltu eiga. Þú misvirð ir ekki við mig, hve smátæk ég er. Gamli maðurinn fletti í sundur bögglinum og bros færðist yfir andlitið. Innihald ið var rósóttur vasaklútur og vænn munntóbaksbiti. — Guð blessi þig fyrir þessa gjöf, sagði hann og rétti fram höndina. Er vinnumaðurinn var að Ijúka við kaffið, kom gestur- inn fram, gömul kona, dálít- ið hölt, en samt furð'u létt í spori. — Eg fer að svipast eft ir ánum, sagði Sigurbjörn og rölti út. Gamla konan settist í sæt ið hans. — Þetta er slæmt sæti fyr ir þig, sagði Hallfríður. Hún rispur á handleggnum og horni eldhússins og kom það an með flóka, sem hún lét á kistubotninn og breiddi ábreið una yfir. — Mikið hefur þú við mig, blessuð manneskjan. Eg er þó ekki nein hefðarfrú, sagði gamla konan og settist. — En ég tala ekki um, hvað þetta er gott. Þú mátt ekki dekra svo við mig að ég setjist.upp. — Ekki er hætt við því, sagði Hallfríður. ) — Onei, það ætti ekki svo að vera. En mikið fær Jóakim góða konu, ef hann hlýtur þig. Þú ert bæði falleg og gæðaleg. — Vertu ekki að gera því skó á fæturnar, sagði Hall- fríður. — Nei, en hann skal að mér heilli og lifandi fá að heyra sitt af hverju, er hann rífur upp skjána. Ekki nema það þó, að ljúga mig fulla og narra mig hingað í þokkabót. Auðvitað er hann vitlaus í ’pér .Það þarf ekki nema að sjá þig til þess að vita það. Eg þekki hann. Ojá. Ætli mað ur kannist ekki við karl. — Þú berð honum morgun kaffið fyrir mig og drekkur það með honum. En þennan sopa drekkur þú með mér áð ur ,sagði Hallfríður og hellti í bolla fyrir þær báðár. — Blessuð manneskjan, sagði gamla konan og færði sig nær Hallfríði. Hallfríður bauð gömlu kon unni að bera kaffi fyrir hana inn til húsbóndans. — Ekki nema inn göngin.j Það gera þröskuldarnir og( heltin manneskja, sagði gamla konan. Palli litli opnaði augun, er Hallfríður rétti frá sér kaffi- bakkann á loftskörinni. Og er hann sá Hallfríði, stökk hann upp úr rúminu og hljóp til hennar og vafði hana örm um. — Þú er komin, sagði hann. — Eg er búin að sofa hjá þér i alla nótt. Veiztu það ekki, væni minn, sagði Hall fríður. — Og Jórunn sagði, að þú svæfir aldrei hjá mér framar. En hvar er Stjáni? — Hann sefur þarna í rúm inu sínu, eins og vant er, sagði Hallfríður. Drengurinn leit til smal- ans, sem enn svaf. — Svona er Jórunn. Hún er slæm. — Þú ert slæmur sjálfur, sagði Jórunn, sem vaknaði í þessu og heyrði orð bróður síns . — Sæl Jórunn mín, sagði Hallfríður. Var þetta eitthvað erfitt hjá ykkur? — Strákurinn lét eins og hann væri vitlaus. Beit og klóraði, upplýsti systirin. — Þú hefur farið illa að hon um, góða mín, sagði Hallfrið ur. — Palli er ekki vargur að jafnaði. • — Hann var alveg vitlaus Föstudagur 8. september. 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13,25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15,00 Miðdegisútvarp. 18.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18,50 Tilkynningar. ' 19,20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20,00 Tónleikar: Fjórar sjávarmynd ir úr óperunni „Peter Grimes" eftir Benjamin Britten (Con- certgebouwhljómsveitin í Amsterdam leikur; Eduard van Beinum stjórnar). 20.15 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson). 20,45 „Meyjaskemman", lagasyrpa eftir Schubert-Berté (Austur- rískir iistamenn syngja og leika). 21,00 Upplestur: Kvæði eftir Forn- ólf (Baldur Pálmason). 21.10 Píanótónieikar: „Skógarmynd- ir“ nr. 1—9 op. 82 eftir Schu- mann (Svjatoslav Rikhter leik ur á píanó). 21.30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux inn“ eftir Kristmann Guð- mundsson (Höfundur les). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Smyglarinn" eft ir Arthur Omre; VI. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22.30 í léttum tón: Mitch Miller og blása-rar hans leika. 23,00 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFFÖRLI Úlfurinn og Fálkinn 40 — Ervin, hrópaði Bryndís. — Þú lifir þá? Ég hélt — úlfarn- ir .. .. — Það hélt ég líka, svaraði Ervin, — en ég hef aldrei séð úlfa haga sér svona undarlega. Bryn dís, hvað er orðið um pabba? spurði hann svo. — Ég veit það ekki, kannske hann sé hjá Bersa. — Rugl, urraði Ervin. — Þeir eru ekki vinir. Þú heyrðir sjálf, þeg- ar Bersi kallaði hann svikara. — Ilann meinti Iíaug, en ekki pabba þinn, Ervin, svaraði hún blíðlega. Ervin reyndi að rifja upp fyrir sér, hvað gerzt hafði. — Komdu nú með mér, Ervin, sagði Bryndís ísmeygilega. — Komdu með mér til Bersa aftur. Og þótt innst inni fyndi hann, að hann ætti að fara sína leið, lét hann undan og fylgdi honni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.