Tíminn - 16.09.1961, Side 2
Nýr verðlagsgrundvöllur
landbúnaðarins ákveðinn
Yfirnefnd felldi úrskurð sinn í gær
Meðalhækkun á afurðaverði til bænda sam-
kvæmt hinum nýja grundvelli er 14.5%
Tók inar Gíslason sæti í henni
sem fulltrúi neytenda, en Sverrir
Gfslason sem fulltrúi framleið-
enda.
Á fundi yfirnefndar í dag, föstu
dag, var ákveðinn nýr verðlags-
grundvöllur, sem gildir frá þessu
hausti. Er hann miðaður við
nokkru stærra bú en grundvöllur
inn 1960—‘61, eins og sjá má af
því, að magn sauðfjárafurða vex
um 9.5% og magn nautgripaaf-
urða um 5.3%, en afurðaaukning
grundvallarins i heild er 6.8%.
Meðalhækkun á afurðaverði til
bænda samkvæmt hinum nýja
grundvelli er 14,5%, en verð til
bænda á kjöti og mjólk og kart-
Blaðinu barst í gærkveldi
svofelld fréttatilkynning frá
hagstofustjóra um ákvörðun
yfirnefndar á verölagsgrund-
velli landbúnaöarvara 1961 —
1962:
„Sex manna nefnd, sem skipuð
er fulltrúum framleiðenda og neyt
enda og hefur það hlutverk að á-
kveða verð á landbúnaðarvörum,
náði að þessu sinni ekki samkomu
lagi um verðlagsgrundvöll land-
búnaðarvara fyrir verðlagsárið
1961—’62. Þrjú fyrstu árin, sem
nefndin starfaði (1947—1'49), varð
hún ekki sammála um verðlags-|
grundvöll, en síðan 1950 hefur
alltaf orðið samkomulag um hann 1
þar til nú.
— Þegar fulltrúar framleiðenda |
og neytenda í Sex manna nefnd
koma sér ekki saman um verð-
lagsgrundvöll, ganga ágreinings-
atriðin til yfirnefndar, sem fell-
ir um • þau fullnaðarúrskurð. í
yfirnefnd á sæti einn fulltrúi fyr-
ir hvorn nefndarhluta Sex manna
nefndar, en hagstofustjóri er odda
maður.
Þá er íyrir lá, ag Sex manna
nefnd mundi ekki ná samkomu-'
lagi um verðlagsgrundvöll 1961- ins situr á rökstólum ___________
62, visuðu fulltruar framleiðenda , . . , |
í nefndinni málinu til yfirnefndar. bor9 s,oari hlura Pessa mátv
öflum hækkar heldur minna, eða
13.5% að meðaltali. Ástæða þessa
munar er sú, að verð á gærum
og ull til útflutnings hækkar
meira en á öðrum afurðum og
vegur upp hluta af verðhækkun
þeirra.
Þessi hækkun búvöruverðs staf
ar sumpart af hækkun kaupgjalds
á síðastliðnu sumri og af nýorð-
1 inni gengisbreytingu, en sum-
' part af því, að „kaupbóndans" í
j verðlagsgrundvelli fylgir breyting
um á meðaltekjum verkamanna,
l sjómanna og Iðnaðarmanna, og
var — samkvæmt niðurstöðum úr-
, taksathugana — um að ræða veru
i lega hækkun á meðaltekjum þess
I ara stétta frá 1958 til 1960.
Sex manna nefnd á eftir að
fjalla um nýtt verð til bænda á
einstökum afurðum og um þann
vinnslu- og dreifingarlcostnað,
sem leggst á afurðirnar á þessu
hausti. Er því ekki enn hægt að
segja neitt um væntanlegt útsölu
verð á einstökum landbúnaðar-
vörum."
TÍMINN, laugardaginn 16. september 1961.
Foráttuveður
austan lands
Mjóafirði, 15. september. ! Smalamennskur eru ekki byrj-
Foráttuvatnsveður af austri|fðaf.’.riog ekkl íar,lð .að. taka opp
, , i u / r- , kartoflur nema til daglegrar atu.
hefur staðið her yfir siðan 1, Yfirleitt er allt með seinna móti
fyrradag. I gær hægði ögn, en hér, enda hefur sumarið verið
í dag hefur hann náð sér upp j óhagstætt. V.H.
aftur með stormi og rigningu.
Heyskapur hefur gengið ákaf-
lega stirt. Margir eiga töluyerð
hey úti og óslegna há á túnum.
Seinni partinn í sumar hefur
verið unnið lítils háttar að lagfær-
ingum á veginum á Mjóafjarðar-
heiði. Nokkuð af því, sem búið var
að gera, skemmdist í vatnsveðrinu
um daginn.
Bjartsýnn
á Berlín
Rannveig með fram-
sögu í Strassborg
Ráðgjafarþing Evrópuráðs-
Stras-
Forsetinn kom-
inn til Winnipeg
Winnipeg. 14. september..
Forsetinn kvaddi Diefen-
baker, forsætisráðherra Kan-
ada, á flugvellinum í Ottawa í
morgun og flaug með fylgdar-
liði sínu til Winnipeg. Hefur
nú bætzt í föruneyti hans einn
maður, þingmaður af íslenzk-
um ættum frá Selkirk.
Fellibylur
gerir usla
í Japan
NTB—Tókíó, 15. sept.
Hvirfilvindur sá, sem kallast
Nancy, æddi í dag yfir Suður-
Japan og olli manntjóni og
eyðileggingu á ferð sinni norð-
ur yfir landinu.
Þegar hefur frétzt um fjögur
dauðsföll, sem hvirfilvindurinn
olli, en 50 manns hafa slasazt og
þúsundir heimila eru í rúst, annað
hvort eftir vindinn sjálfan eða
flóðið, sem honum fylgir.
Þegar Nancy æddi af stað í
morgun með fullum krafti, var
vindhraðinn 272 km. á klst. Búizt
er við, að óveðrið geysi í Tókíó á
iiugardagskvöld.
Margt fólk fagnaði forsetanum
í Winnipeg, og tóku þar á móti
honum Willis fylkisstjóri og Robl-
in, forsætisráðherra Manitobafylk-
is. Ekið var til þinghússins, og fór
þar fram virðuleg athöfn. Sæmdi
Roblin forsetann þar vísundaorðu
Manitobafylkis.
Að lokinni þessari athöfn áttu
mörg hundruð manna þess kost aðl
heilsa forsetanum, og síðan komu|
á vettvang sjónvarpsmenn og
blaðamenn.
Þegar forsetinn fór úr þinghús-
inu,- lagði hann blómsveig að
styttu Jóns Sigurðssonar, sem
fólk af íslenzkum ættum, lét reisa
við það.
í ávai'pi, sem forsetinn flutti í
þinghúsinu, minntist hann Tómas-
ar H. Johnsons, sem um skeið var,
dómsmálaráðherra í Manitoba-
fylki.
ISIátrun að hefiast
i * *
|í Oræfurn
Fagurhólsmýri, 15. sept.
i Slátrun mun hefjast hér á
mánudagmn,, og verður kjötið
flutt með flugvélum Flugfé-
lagsins til Reykjavíkur eins og
venjulega.
Slætti er nú lokið á öllum bæj-
um í sveitinni Hey. eru góð og
heldur með meira móti. Kartöflu-
spretta virðist góð.
aðar. Einn íslenzkur fulltrúi
mun verða á fundum þingsins
að þessu sinni. Er það Rann-
veig Þorsteinsdóttir, fyrrver-!
andi alþingismaður. Verður
hún framsögumaður, þegar
þingið fjallar um fiskveiðar í
Evrópu.
Sjálft ráðgjafarþingið mun
koma saman til funda fimmtu-]
daginn 21. september. Þó munu
fulltrúarnir á þinginu áður sitja
á sameiginlegum fundi ráðgjafar
þingsins og Evrópuþingsins svo-
nefnda, sem verður haldinn dag-,
ana 19. og 20. september. Evrópu
þingig er skipað þingmönnum frá
þeim sex ríkjum, sem eiga aðild
að Efnahagsbandalagi Evrópu og|
hafa með sér samvinnu á öðrum
sviðum. Á þessum sameiginlega
fundi verður fjallað um starf
efnahagsbandalagsins og fleiri
mál. Búizt er við, að þá liggi fyr-
ir afstaða Evrópuþingsins til um-
sók-nar Grikkja um auka-heimild
að bandalaginu.
Á dagskrá ráðgjafarþings Evr-
ópuráðsins eru að þessu sinni 35
mál. Á fyrsta degi mun Kýpur
veitt aðild að ráðinu og fáni lýð-
veldisins verða dreginn að hún
framan við Evrópuhúsið í Strass,
burg. Að Kýpur meðtöldu eru að-;
ildarríki Evrópuráðsins 16.
Fyrstu daga þingsins verður
fjallað um landbúnaðar- og sjávarj
útvegsmál, samstarf við vanþróuð,
iönd, ástandið i Evrópulöndum, j
sem ekki eru í Evrópuráðinu og,
um óhreinkun andrúmsloftsins
Mánudaginn 25. og þriðjud. 26.
september mun þingið ræða al-
mennt um samstarf Evrópuríkj-
anna y stjórnmál, menningar-
mál og efnahagsmál. Tvo næstu
daga þar á eftir mun rætt um ým
is önnur mál varðandi menninga>
samskipti. um fióttamenn, fólks-
fjölgun og um sveitarstjórnarmál.
Þá verða einnig kosnir dómarar
í mannréttindadómstól Evrópu
Búizt er við, að fundum ráðgjaf-
arþingsins liúki 28; september. i
Hvað ræðir
Krustjoff
við Spaak?
NTB-Brussel, 15. sept.
Paul Henry Spaak, utanríkisráð
herra Belgíu, átti í dag að halda
ræðu hjá þingmannasambandinu í
Brussel, en hann tilkynnti forföll
á síðustu stundu. Telja menn, að
sú ákvörðun standi í sambandi við
heimsókn hans til Moskvu, sem
nú stendur fyrir dyrum. Hefur
Krustjoff forsætisráðherra boðið
Spaak í opinbera heimsókn.
Belgíska utanríkisráðuneytið
bar í dag til baka, að Spaak myndi
leggja sérstakar friðartillögur fyr-
ir Krustjoff í Moskvu. Sagði utan-
ríkisráðuneytið, að Spaak myndi
ræða Kongóvandamálið við Krust-
jc.i, ef hann óskaði þess. Haft er
eftir áreiðanlegum heimildum, að
Krustjoff hafi boðið Spaak heim
vegna þess, að hann hafi sérstak-
an boðskap að flytja honum.
jNTB—Washington, 15. sept.
Lucius Clay hershöfðingi,
sérstakur fulltrúi Kennedys
Bandaríkiaforseta í Berlín,
i sagði í dag við blaðamenn eftir
síðasta samtal sitt við forset-
ann, en áður en hann lagði af
stað til Berlínar, að hann liti
björtum augum á ástandið
jþar.
I „Ég geri ráð fyrir, að með vænt-
anlegri lausn verði helmingur
vestuiveldanna af borginni að
frjálsri borg, sem tilheyri okkur,“
sagði hershöfðinginn á blaða-
mannafundi. Hann taldi að vísu
ástandið i' Berlín tvísýnna og
spenntara en nokkru sinni fyrr, en
hann bæri fullt traust til Vestur-
Berlínarbúa. Þeir hefðu áður sýnt,
að þeir þyldu að búa við ótraust
ástand. Hlutverk Clays í Berlín
verður fyrst og fremst að gefa
Kennedy forseta og Rusk utan-
ríkisráðherra skýrslur um ástand-
ið þar, en annars fær hann ekkert
sérstakt vald í hendur.
Gromyko rætSir vit5 Rusk
NTB—MOSKVA, 14. september.
— Andrej Gromyko utanríkisráð
herra Sovétríkjanna er fús til þess
að skiptast munnlega á skoðunum
við Dean Rusk utanríkisráðherra
Bandaríkjanna um Þýzkalandsmál
ið og önnur mikilsverð alþjóða-
mál, tilkynnti sovézka utanríkis-
ráðuneytið í Moskvu í dag. Gromy
ko verður formaður sovézku
sendinefndarinnar á allsherjar-
þing Samcinuðu þjóðanna, sem
hefst í New York hinn 19. þ.m.
Hersveitir S. Þ.
(Framhald af 3. síðu)
uðu þjóðanna sagði í dag í útvarp
inu í Katanga, að Tshombe myndi
! koma til fundar við O’Brian í höf
| uðstöðvar SÞ í Elísabethville á
| laugardag. í skýrslu frá Sture
, Linner, sem birt var 1 New York
í kvöld, segir, að Tshombe hafi
j hringt til fulltrúa SÞ í Elísabeth
vUle strax eftir að vopnuð átök
hófust til þess að leita hófanna
um vopnahlé. Hafi hann þá sagt,
að SÞ skyldu fá að vin-na sitt verk
I án íhlutunar Katangahers. Síðán
| hefðu SÞ gert allt, sem í þeirra
j valdi stóð til þess að ná sambandi
við Tshombe aftur, en án árang-
urs.
Happdrætti Framsóknarfl.
Dregið næst 23. september
Á laugardaginn kemur verður dregið um fvrstu vinning-
ana í happdrætti Framsóknarflokksins. Þá verður m. a. dreg-
ið um hið glæsilega ferðalag til Kanaríevja og Madeira, sem
er að verðmæti 32 þúsund krónur.
Ennþá er nægilegt til af miðum hiá skrifstofu happdrætt-
isins í Framsóknarhúsinu, en á nokkrum stöðum úti á landi
eru miðar þrotnir og sumir umboðsmanna hafa nú þegar
pantað viðbót. — Reykvíkingar, sem ætla að ná sér í miða,
geta hringt í síma 12942 og fengið þá senda heim eða keypt
þá í sölubíl, ef þeir eiga leið um Austurstrætið.
í dag, laugardag, verður skrifstofan í Framsóknarhúsinu
opin til klukkan 4 til hagræðis fyrir þá, sem vildu gera skil
eða ná sér í miða.