Tíminn - 16.09.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.09.1961, Blaðsíða 3
TÍMINN, laugardaginn 16. september 1961. 15 tyrknesk stórmenni dæmd til dauða NTB—Istambul, 15. sept. Hæstiréttur Tyrklands kvað í dag upp dóm í máli því, sem höfðað var gegn leiðtogunum í fyrrverandi ríkisstjórn lands- ins. Fimmtán kunnir stjórn- málamenn og háttsettir emb- ættismeEm, þeirra á meðal í réttinum, og flaug fyrir, að hann hefði fengið taugaáfall. Sam kvæmt frétt frá sjúkrahúsi í Tyrk -landi leikur grunur á, að hann , hafi tekið of stóran skammt af töflum. Féll hann í djúpan svefn, og er nú haldið við á þrúgusykri og súrefni. Meðal þeirra, seim dæmdir voru til dauða, er fyrrverandi utanríkis- Sveitir S. Þ. eiga í vök aö verjast MENDERES fékk taugaáfall Menderes, fyrrverandi for- sætisráðherra og fyrrverandi forseti landsins, Celal Bayar, hlutu hengingardóm. 31 var dæmdur til ævilangrar þrælkunarvinnu, 418 tveggja til fimmtán ára fangelsis, en 123 hinna ákærðu voru sýknaðir. Enn fremur var Menderes gert að greiða ríkissjóði fjórar milljónir tyrkneskra punda, sem hann reyndist sekur um að hafa notað í eigin þágu. Menderes á sjúkrahúsi Menderes hlýddi ekki sjálfur á, þegar dómamir voriT| lesnir upp ráðherra, Fatim Sorlu, fyrrver- andi fjármálaráðherra, Nolatkan, ifyrrverandi forseti þjóðþingsins, Koraltan o. fl. Dauðadómarnir bíða enn stað- festingar þjóðlegu einingarnefnd- arinnar, sem hefur úrslitavald í þessu máli, en í henni eiga sæti hershöfðingjar þeir, sem steyptu Menderes af stóli í fyrravor. Áreiðanlegar fréttir herma, að hörð klofning sé í nefndinni um málið, og margir álíta, að stjórn- in muni bíða álitslinekki, ef hún lætur taka andstæð'inga sína af lífi, en eins og kunnugt er, fara kosningar fram í Tyrklandi í næsta mánuði. NTB—Elisabethville, 15. sept.» Örvæntingarfullir og harðir bardagar geisuðu í dag á nokkrum stöðum í Katanga milli hersveita Sameinuðu þjóðanna og Katangahers, og varð mikið mannfall á báða bóga. Katangaþota sleppti niður ( sprengjum í námunda við bústað Conor O’Brian, fulltrúa Samein-| uðu þjóðanna í Katanga, og í grennd við búðir SÞ fyrir flótta! menn í úthfverfi Elisabethviile- borgar. Flugvélin skaut litlum eldflaugum að herstöð SÞ í Kam-; ina í Norður-Katanga og hnitaði' hringa yfir flugvellinum í Elisa- bethville. Ekkert manntjón varð af loftárásum þessum. Mikið mannfall Conor O’Brian skýrði frá því í dag, að bardagamir síðustu daga | hefðu kostað Katangaher 200 mannslíf, en 500 hefðu særzt. Af mönnum SÞ hefðu 7 fallið og 261 særzt. Við þessar tölur bætist manr.tjón beggja í hörðum bar-| dögum í Jadotville í dag. Sá bær( er 18 mílum norðan við Elísabeth! ville. Þar var vitað, að fjölmargir I írskir hermenn féllu. Þeir urðu meðal annars fyrir árás orrustu- þotunnar, sem fyrr var getið. Fregnir hermdu, að írsku hermönnunum hefðu verið settir úrslitakostir, og að þeir hefðu gefizt upp fyrir inn- fæddum undir stjórn evr- ópskra liðsforingja. Ekki vildi O'Brian staðfesta þá frétt, en víst var, að bardagan- um var þá lokið á þessum stað. 50 írar fallnir? Hin hálfopinbera belgíska frétta stofa, INBEL, skýrir frá því, og hefur útvarp Tshombemanna í Katanga að heimild, að 150 írskir menn í Jadotville hafi gefizt upp eftir að um 50 þeirra voru falln- ir. Þessi frétt á að hafa heyrzt í Ruanda-Urundi, og hafa Belgar hana þaðan. Það virðist fullvíst, að írsku hermennirnir séu að minnsta kosti umkringdir fjölmennu Katanga- liði, sem hefur á að skipa fall- byssum og sprengjuvörpum, og flugvélinni, sem áður getur, en brezka útvarpið segir þó í frétt, að hvítur maður frá Rhodesíu stýri henni. Herstjórn SÞ hefur skorað á ; Katangaher a$ gefast upp. Að- staða hans sé vonlaus, en Kat- ; angaher þverskallast við, og segja menn SÞ, að það sé vegna áhrifa belgísku liásforingjanna, sem nú ■ hæli sér af því að ráða öllu í her Tshombe. Joseph Ileo, upplýsingamálaráð herra í Kongóstjórn, sagði í dag í Leopoldville, að stjómin væri ákveðin í að halda áfram að berj- ast við undirróðursöflin í Kat- anga. Er hann var spurður, hvort i stjórnin myndi senda her til Kat anga, svaraði hann, að SÞ virt- ust hafa ástandið á sínu valdi. Annars hafa Lundula, herstjóri stjórnarinnar i Stanleyville og Mo butu ofursti í Leopoldville tjáð sig fúsa að senda hersveitir sínar á vettvang, Ileo sagðí, að mála- liðar þeir af evrópskum stofni, sem enn væru í Kongó, væru flest ir Frakkar, Bretar og Suður-Afr- íkumenn. Liðsauki til SÞ Sameinuðu þjóðirnar flytja nú aukið herlið á vettvang, og í kvöld voru þungvopnaðar sveitir Svía, Indverja og Malaja á leið til Elisabethville. Ekki er vitað, hversu marga hermenn hér er um að ræða. Talsmaður Samein- (Framhald á 2. síðu.) Lausn er tryggi beggja hag ætti að vera möguleg. Kennedy svarar hinum hlutlausu Bandaríkin sprengdu kjarnorku- sprengju neöanjaröar í Nevada NTB—Washington, 15. sept. Bandaríkin framkvæmdu í (dag kjarnorkusprengingu neð- anjarðar, og er þetta fyrsta .sprengingartilraun þeirra um þriggja ára skeið. I í yfirlýsingu, sem gefin var út frá Hvíta húsinu, segir, að spreng- 'ing þessi hafi ekki valdið neinu geislavirku rykfalli. Sprengjan var fremur lítil og var sprengd undir Nevada-eyðimorkinni. Enn fúsir til viðræðna í yfirlýsingunni frá Hvíta húsinu segir, að Bandaríkin hafi verið neydd til að taka tilraunirnar upp aftur eftir að reynt hafi verið ár- um saman að komast að samkomu- lagi við Ráðstjórnarríkin um bann j við slíkum tilraunum. Talað var um sprenginguna í dag sem hina fyrstu í áætlun, sem hefði það ' mark og mið að styrkja varnir hins frjálsa heims. En eftir því, sem fram í sækti, yrðu tilraunirnar notaðar til þess að kanna, hvaða gagn hafa mætti af kjarnorkunni í friðsamlegu skyni. Tekið er fram enn á ný, að Bandaríkin séu fús til samninga við Ráðstjórnina um bann við sem flestum tegundum slíkra tilrauna undir eftirliti’. Bandaríkjaforseti skýrði einnig frá því, að blaðamenn myndu ekki fá að vera viðstaddir nema fáar þær sprengingar, sem nú stæðu fyrir dyrum. Um sumar þeirra yrði jafnvel ekkert til- kynnt opinberlega. NTB—Washington, 15. sept. Kennedy Bandaríkjaforseti lét í dag í Ijós það álit sitt, að samningaviðræður um Berlín- armálið myndu geta borið ár- angur. Á hinn bóginn myndu Bandaríkjamenn alis ekki setj- ast að samningaborði, meðan þeim væri hótað hörðu og settir úrslitakostir. „Það ætti að 'vera mögulegt, að finna lausn, sem tryggði brýn- ustu hagsmunamál beggja aðila”, sagði forsetinn í bréfi sínu til hlutlausu ríkjanna 25, sem tóku þátt í ráðstefnunni í Belgrad. Bréfið var afhent Sukarno Indó- nesíuforseta og Keita, forseta Mali, en þeir voru sendir frá Bel- gradráðstefnunni vestur um haf þeirra erinda að færa Kennedy Bandarikjaforseta erindi ráðstefn unnar og biðja hann að setjast sem fyrst að samningaborði með Krustjoff um Berlínarmálið og kjarnorkumálin. Fundur K og K Um þá tillögu .að hann kæmi til fundar við Krustjoff forsætis ráðherra, sagði Kennedy, að slík an fund yrði að undirbúa vand- lega. Ef tryggt útlit væri fyrir ár- angur, sagði hann hins vegar, að ekki skyldi standa á sér. En ef 1 slíkur fundur væri haldinn án nægilegs undirbúnings, gæti far ið út um þúfur og gert ástandið enn verra en áður, sagði Kennedy, lagði áherzlu á það í bréfi sínu, að Berlínarkreppan hefði nú síð ast komið upp vegna aðgerða Ráð- j stjórnarríkjanna en ekki Banda- : ríkjanna. ! -■ 1 „Við erum ekki með neinar ! ráðagerðir um að beita valdi eða 1 hótunum til þess að leysa vanda- málin í Berlín eða Þýzkalandi, en við erum staðráðnir í að standa við skuldbindingar okkar, og við erum reiðubúnir að mæta ofbeldi með ofbeldi”, sagði í orðsending- unni. Forsetinn útskýrði einnig ákvörðun Bandaríkjastjórnar að taka aftur upp tilraunir með kjarnorkuvopn og harmaði,' að Ráðstjórnin skyldi hafa vísað á bug tillögunni um stöðvun kjarn- , _-----^------------------------------------------------------------------------ orkuvopnatilrauna í andrúmsloft- A laugardaginn var valf olíuflufningabifreið frá Esso á HolfavörSuhslðl Eifreiðarstjórann sakaði ekki. Mynd- inu- i ln sýnir bifreiSina, þar sem hún liggur utan viS veginn. (Ljósmynd: Kristinn Arnþórsson).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.