Tíminn - 16.09.1961, Qupperneq 11

Tíminn - 16.09.1961, Qupperneq 11
/ TÍMINN, laugardaginn 16. septembei;.1961. 11 aða álit kona hefuráþér Er nokkur sá eiginmaSur til, sem ekki hefur einhvern tíma velt því fyrir sér í fyllstu alvöru, hva8 konan hans hugsar um hann innst í hugarfylgsnum sínum? Þegar hún þrástarir þegjpindi á hann yfir matarborðið, hvað hugsar hún þá í rauninni um hann? Það er ekki rétt af nokkrum manni, að ganga hreint til verks og spyria konuna sína, hvað hún hugsi um hann. Annað hvort segir hún honum sannleikann í fáum orðum en róttækum athöfnum, eða hún fer hjá sér og verður feimin. Þess vegna færum við öllum eiginmönnum í dag lymskulegt spurningakerfi, sem gerir þeim kleift að komast að hinu sanna án þess að spyrja hana — beinlínis. Þetta kerfi er sett saman úr 10 spurningum Sjö spurningum þar af getur þú sjálfur — eiginmaðurinn — svarað, en þrjár spurn- inganna verður þú að leggja fyrir konu þina — svo að lítið ber á Þessar þrjár spurningar eru þannig gerðar og orðaðar, að hana mun aldrei gruna, hvaða tilgang þú hefur með þeim (skaltu vonall Sumar þessara spurninga líta ef til vill nokkuð kæruleysis- lega út, en í raun og veru eru þær byggðar á gaumgæfilegum sál- fræðilegum rannsóknum, og ekkert bölvað kák. Þú skalt því svara þessu með mestu gát, og reyna að fá konuna þína til þess að svars eins alvarlega og rétt og hún getur. En gleymdu því ekki, að þótt þér líki kannske ekki niðurstaðan er það engin afsökun til þess að fara beina leið í Þórskaffi til þess að ná þér í félaga til þess að fara raeð til Mallorca. Þegar allt kemur til alls, ert það þú sjálfur, sem svarar spurningunum, og það er ekki að vita, nema þér skjátlist. En nú skulum við snúa okkur að spurningunum: Spurðu sjálfan þig: 1. Þegar þið farið saman út að skemmta ykkur, er þá hennar hluti af reikningnum a. nokkurn veginn jafn þínum? b. minni en þinn? c. meiri en þinn? 2. Síðast, þegar hún gaf þér gjöf, var það þá gjöf, sem þú a. þurftir á að halda, en áttir ekki von á? b. þurftir á að halda og áttir von á? c. þurftir ekki á að halda og áttir ekki von á? 3. Þegar þú ferð í ferðalag, hver gengur þá frá farangrinum? a. Þið bæði b. Hún c. Þú 4. Þið eruð í mjög skemmti- Iegu samkvæmi, en það er orðið framorðið. Hver stingur fyrst upp á að leggja af stað heim? a. Stundum hún, stundum þú. b. Venjulega hún. c. Venjulega þú. 5. Hvernig finnst þér að eyðsla hennar í föt hafi verið á síðustu árum? a. Rétt eins og nauðsyn krefur b. Varla nóg. c. Of mikil. 6. Hvort ykkar á upphafið að kossunum nú orðið? a. Nokkurn veginn jafnmikið bæði. b. Aðallega þú. c. Aðallega hún. 7. Hvað finnst þér urn afbrýði- semitilhneigingu hennar? Er hún nokkurn veginn a. eðlileg? b. minni en eðlilegt mætti telj- ast? e. Meirí en eðlilegt mætti telj- ast? Og svo er að spyrja hana: . — Ef þú hefðir allt, sem til þess þarf, hvað vildir þú þá helzt vera, snjöll tónlistarmanneskja. snjall læknir eða góð leikkona? 9. — Hvað finnst þér vera versti gallinn við mig? 10. — Ef ég dæi, og þú ættir að giftast aftur, hvern þeirra hvar þú ert veikastur fyrir, en hún veit iíka, að þú ert að mörgu leyti sterkur og fastur fyrir. Hún metur skoðanir þínar mikils og hefur ánægju af því að tala við þig- Vinur þinn og ástkona Stundum finnst h'enni ef til vill, að þú sért of vanafastur og óskar þess með sjálfri sér, að þú komir henni einhvern tima á óvart, kannske með óvenjulegri ástleitni, riddaraskap eða jafn- vel reiðikasti. En venjulega er hún ánægð með þig og hegðun þína. Og það sem samband ykk- í huga þínum. En oft óskar hún þess, að þú værir örlítið snyrti- legri og reglusamari, og hefur áhyggjur af því, að þú gætir heilsu þinnar ekki nógu vel. | j Þú skalt vera húsbóndinn C. Konan þín ber ':la virð-1 ingu fyrir þér. Þótt hún kvarti, ef til vill undan þér og jafnvel! slái í brýnu við þig ískyggilega oft, vill hún í raun og veru, að þú sért iiúsbóndinn á heimilinu. Stundum finnst henni, að þú veitir henni ekki nóga athygli. Og vei þér vesölum manni, ef þú gle.vmir afmælisdeginum1 hennar eða brúðkaupsdeginum 1 ykkar! Hún er gjörn á að spyrja þig ráða, en það er algengast, að hún gleymi að fara eftir þeim J ráðum. i Þér finnst stundum, að hún geri úlfálda úr mýflugu, og henni finnst stundum, að þú sért of nízkur, og þegar hún er reið, er ekki fráleitt, að hún kalli þig bölvaðan nirfil. En þegar til kast anna kemur, treyStir hún á þig og líkar vel við viðbrögð þín í öllum meiriháttar alvöiumálum. Á sama hátt væntir hún þess, að þú gætir hennar og verndir hana. Hún lætur sig miklu varða, hvernig þér lízt á klæðaburð hennar og ætlast ákveðið til, að þú hjálpir henni að velja hús- gögn og þess háttar. Dirfstu ekki að hlæja En þótt traust hennar sé mikið, er henni hætt við að fá afbrýði- semiköst, en það er auðvelt að lækna þau með því að veita henni meiri athygli. Og á sama hátt gengur hún af gÖflunum, ef þú dirfist að hlæja að henni, þegar hún er í reiðikasti. Hún hefur sterka tilhneigingu til þess að breyta þér efir sínu eigin höfði. Hún hefur geysilegt álit á þér, og verður fyrir þung- um vonbrigðum, ef þú bregzt vonum hennar. Og henni er ekki verr gert en ef hún heyrir ein- hvern gera lítið úr þér. Og að lokum: Þótt hún skammi þig fyrir nirfilshátt, er hún undir niðri mjög ánægð með varasemi þína í fjármálum. manna, sem við þekkjum bæði myndirðu þá helzt velja? Teljið nú saman, hve mörg a og b og c þið hafið fengið úr spurningunum nr. 1—7. Og finn- ið svo, hvort þið eigið að merkja nr. 8, 9, og 10 með a, b, eða c. á eftirfarandi hátt: Nr. 8: Tónlistarmaður = a. Læknir = b. Leikkona = c. Nr. 9: Ef gallinn, sem kona þín nefnir, er þess eðlis, að þú viðurkennir í hjarta þínu — þótt þú látir hana aldrei verða þess áskynja, — að er slæmur galli, merkir þú þessa spurningu með a. Ef hún nefnir galla, sem hún hefur einnig, merkir þú spurn- inguna með b. Ef hún nefnir galla, sem er mjög lítilfjörlegur, er rétt að merkja með c. Nr. 10. Ef koná þín velur mann, sem hefur nokkurn veg- inn meðalmanns skapgerð, ekki of framsækinn, ekki of værukær. ekki mjög aðsjáll og ekki mjög kærulaus. skaltu merkja a við þessa spurningu Ef hún velur sér mann með mikla persónutöíra, en þekktan að því að vera fremur óáreiðan- legur, er rétt að merkja spurn- inguna með b. Ef hún velur sér viljaster/.an mann, sem líklegri væri til þess að vera góður fjölskyldufa-iir en skemmtilegur félagi, skaltu setja c við þessa spurningu. Lykill kerfisins Þegar þú hefur nú lokið merk- ingum allra spurninganna, tel urðu saman öll a-in, öll b-in og öll c-in. Og sá stafur, sem verður í meirihluta er hinn rétti ein- kenniss^ai'ur, og því fleiri spurn- ingar, sem eru merktar þeim staf, þe'm mun meira er að marka úrslitin: A: Konan þín hugsar í raun- inni harla vel um þig. Henni finnst þú skilningsríkur, áreiðan- legur og athugull. Hún er skarp- skyggn kona og veit svo sem, þaS er ekki aS undra þótt vér hrösum/meÖ ástarinnar gleraugu á nösum“ ar ef til vill vantar með tilliti til leyndradóma og funa, bætið þið upp með gagnkvæmum skiln- ingi og virðingu. Konan þín er, í raun og veru, vinur þinn og ástkona. Góður, sætur, heillandi B. Þóít hún kveði ef til vill aldrei upp úr með það, finnst konunni þinni að þú sért „góð- ur“ og „sætur“ og heillandi.“ Henni þykir vænt um að mega sýsla um þig og þína hluti. Ef hún er ein af þeim, sem lesa mikið um sálarfræði, getur verið að hún kalli þig með sjálfri sér „ófullburða“ (hvort það er rétt eða aðeins ímyndun hennar er hlutur, sem þið getið þráttað um ykkar í milli). Hún verður stundum svolítið pirruð á þér, þegar hegðun þín bregður eitthvað frá því, sem hún álítur að rétt sé. En henni finnst þú hafa frábærlega þrosk- aða kímnigáfu. Meira en sinn helming Hún er ákaflega stolt fyrír þína hönd, þegar þér heppnast eitthvað vel, og vitnar oft í þig við vini sína. Stundum veltir hún því lyrir sér, hvort þú gætir ekki verið svolítið ákveíinari og fastari fyrir. Og endrum og eins finnst henni, að hún verði að bera meira en sinn helming af fjölskylduábyrgðinni Hvað um heilsuna? En undir niðr;i vill hún bara hafa þig eins og þú ert. Hún finnur, að þér þykir vænt um hana, og að hún er hátt skrifuð 3 tegundir tannkrems QDD FIF Með piparmyntubragði og virku Cum- asinasilfri, eyðir tannblæði og kemur í veg fyrir tannskemmdir. 0DBE 4 Sérlega bressandi með Chlorophyl, hinni hreinu blaðgraenu, fjarlægir leiða munn- þefjan. 0BDEiQ Freyðir kröftuglega með pipar- myntubragði. VEB Kosmetik Wcrk Gera Deutsche Dcmokratische Kcpublik • 'w x.* x.-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.