Tíminn - 16.09.1961, Page 13
tlfrfcM I^yj.JaMg^rd.aginnlg.sept.ember 1961.
Nógur tími
f K’imíiaia aJ 7 sfðul
hreinskilinn við fólk, það skildi
eftir kala hjá sumum, sem kann
að hafa torveldað rétt mat á mann
inum og verkum hans.
í kvenfélögunum starfaði ég
Iíka, einkum Framtíðinni. Kven-
félagið Hlíf var stofnað sem hjúkr
unarfélag og síðar sneri það sér
að því að stofna bamaheimili í
Pálmholti. Framtíðin var stofnuð
sem líknarfélag, en þegar fram
liðu stundir, einbeitti það sér
einkum að fjársöfnun til elliheim
ilis og síðar fjórðungssjúkrahúss-
inS. Það hélt Jónsmessuhátíð ár
hvert, og stóð hún tvo daga. Þar
voru margs konar skemmtiatriði
og veitingar. Við fengum lánað
geysistórt tjald og reistum í því
leiksvið og sýndum sjónleiki, auk
margra annarra skemmtiatriða.
Mestur undirbúningur var unninn
sem sjálfboðavinna, en það var
samt mikið verk að skipuleggja
þessar hátíðir, og við í skemmti-
nefndinni sögðum stundum, að
okkur væri ætlað erfiðasta verkið
í félaginu. Já, við kepptum sjálf-
ar í boðhlaupi og það þótti ekki
alveg ónýt skemmtun! Eg held
ég hafi tekið þátt í því öll árin,
nema síðasta árið, sem við vorum
á Akureyri.
— Þér hafið komizt yfir að
sinna ótrúlega mörgum málum
utan heimilisins. Hvemig fóruð
þér að því?
— Eg er vön að taka daginn
snemma og eins og ég sagði áðan,
þá verða störfin léttari þegar
maður hlakkar til að sinna hugð
arefnum sínum að loknum skyldu
störfum. En því aðeins gat ég
leyft mér þetta, að maðurinn
minn skildi hve mikils virði það
var mér að mega sinna öðru en
heimilisstörfunum. Hann hvatti
mig alltaf fremur en latti og
ha-fði líka mikinn áhuga á leik-
list. Þar kom kannski á móti, að
ég dró aldrei úr honum við að
safna gömlum bókum og and-
mælti aldrei þó að bókasafnið
stækkaði og stækkaði. Þó sagði
ég, þegar hann ætlaði að fara að
setja bókaskápa í svefnherbergið,
að ég setti það skilyrði, að mega
ráða fyrirkomulaginu þar. — Og
frú Sigurjóna sýnir mér hve hug
vitssamlega hún hefur leyst þann
vanda að sameina bókasafn og
svefnstofu.
— Hérna eru þó ekki bækur í
eWhúsinu og baðherberginu, seg
ir frúin brosandi, er við göngum
fram með bókaskápunum, sem
þekja flesta veggi íbúðarinnar. í
„París“ voru þær líka komnar í
baðherbergið.
Þorsteinn M. Jónsson á eitt
stærsta einkabókasafn, sem til er
hérlendis. Varlegast er að stað-
næmast ekki of lengi fyrir fram
an skápana, því þar er margt for
vi.tnilegt að sjá.
Eg minnist þess að þegar ég
sá frú Sigurjónu fyrst á götu á
Akureyri, varð mér starsýnt á
hana fyrir glæsilegan limaburð og
sérlega frítt bros. Þeim einkenn-
um heldur hún enn, þó að hár
hennar sé nú hvitt, en væri þá
dökkt.
Eg þakka henni viðtalið, og
óska henni til hamingju með sjö-
tugsafmælið.
Sigríður Thorlaeius.
Bæjarbókasafníð
FramhaW af 8. síðu.
Kristín Bjarnadóttir segir okk-'
ur sögu um annan heiðursmann,
sem er á stjái í gömlu höllinni.:
Hún kveðst eitt sinn hafa verið
stödd á neðri hæð hússins, er hún
sá 'háan, grannvaxinn mann skjót-
ast upp stigann. Kristín átti þá
að gæta lesstofunnar, sem er uppi,
og flýtti sér á eftir manninum.
Hún sá hann hverfa inn í lesstof-
una og láta aftur dyrnar á eftir
sér. I
— Þegar ég svo kem inn í stof-J
una, þá er þar ekki nokkur maður,
sagði frú Rristín, og þar er engin
undankamuleið nema fyrir fugl-
inn fljúgandi. Mér varð ekki um
sel og stend þarna í sömu spor-
um nokkra stund. Þá vei-t ég ekki
fyrr en tekst á loft blaðabunki,
sem lá kirfilega ofan í bófcfi, sem
dagblöðin eru geymd í. Og það var
einmitt dagblaðið Tíminn, sem
þarna skall í gólfið. Þá varð mér
svo mikið um, að ég lét fallast
ofan á stól. Rétt á eftir kom sam-
starfskona mín inn og varð að
orði: — Þú hefur það rólegt hér,
þykir mér.
Já, það voru meiri rólegheitin.
Jökull.
Allir komu þeir aftur
Framh al 9 siðu
staðið við að pússa klós'ettskál-
arnar og fægja kranana í heila
viku. En nýliðinn er einfaldur,
ungur maður og kann sig ekki í
hernum. Hann segir ofurstanum,
að hann hafi fengið fast starf við
að halda náðhúsinu hreinu. Of-
urstinn tryllist og klagar upp á
liðþjáfcfann og segir, að hann skuli
verða fastur starfsmaður náðhúss-
ins, ef nýliðinn hafi ekki lokið
öllum prófum á vikutíma. Næsta
áhyggjuefni liðþjálfans er að
„redda“ nýliðanum gegnum próf-
„Honorinn"
En nýliðinn er svo ánægður
með sig í náðhúsinu, að hann
beitir hugviti sínu til að finna upp
útbúnað til að lyfta öllum klósett
setunum og sturta samtímis. Þeg-
ar ofursti og hershöfðingi koma til
að skoða braggann, stendur hann
á gólffcnu og sýnir þeim stoltur
uppátækið og afcfcar klósettsetrrrn-
ar gera honor. Liðþjálfinn fær
bágt fyrir.
Þetta er dágott grín um banda-
ríska hermenn. Og í rauninni birt-
ast þeir þarna eins og þeir koma
fyrir sjónir, margir hverjir. Barna
le.gir ungir menn.
Með hendur í vösum
í bók eftir þýzkan rithöfund og
fyrrverandi stríðsmann í þriðja
ríkinu segir frá undrun höfundar,
þegar hann sá bandaríska her-
menn fyrst. — Hvernig er hægt
að sigra Þýzkaland með hend-
urnar í vösunum? sagði maðurinn
við sjálfan sig. Skyldu framámenn
þriðja ríkisins hafa þolað svona
grín um þýzka herinn?
En saga félaganna í leiknum er
■ekki hérmeo sögð. Þeir fara í
ferðalag, fljúgandi, og komast í 1 Brazilíu er nú verið aS byggja staersta raforkuver SuSur-Ameríku. Bygging raforkuversins mun kosfa 73
bráðan lífsháska. Það er þar sem iniiljónir dollara og hefur alþjóðabankinn lánaS fé til framkvæmdanna. Myndln er tekin í mynni eins af
vísuparturinn á við. , .... „ .
En að leikslokum er bezt að afrennslisgongunum aS turbínunum.
spyrja í Þjóðleikhúsinu. í —
ALLT Á SAMA STAÐ
TIMKEN-LEGUR
..li|U RÚLLULEGUR og
Tlllr/ril KÚLULEGUR
I IMKIN ' FLESTA BÍLA
Sendum gegn kröfu Heimsþekkt vörumerki.
EGILL VILHJÁLMSSON H.F.
Laugavegi 118 — Sími 22240.
jiiö : 11
Sigríður G. Vigfúsdóttir, áttræð
Síðasta húsfreyjan á Fjallaskaga
Bóndinn djarfur sjóinn sótti,
sá ei deigur mönnum þóttl,
-bugaSi hann hvorki brim né ótti
bátnum ýtti landi frá
ótryggur er Ægir stundum
yfir boSa og lokar sundum
þá var makans þrek í mundum
þaS sem konan treystl á.
Fagurt er á Fjallaskaga
féð sér unir vel f haga.
Sól er björt um sumardaga,
sorgir allar gleymast þá.
En þegar koma frost og fannír
falla þungar hafsins hrannir
útnesjanna synir sannlr
sjaldan manna fundum ná.
Svellabungur banna vegi
brimið heftir för á legi,
einn þó veikist eða deyji
enginn fær þar bjargir veitt
Fannir hátt úr fajlli hrynja,
feikna byljir yfir dynja,
örlögunum undir stynja
aumir menn en fá ei breytt.
Þegar fældumst frost og myrkur
faðmur þinn var okkur styrkur,
móðurarmur mlkilvirkur
meinum öllum réði bót.
Börnunum þú sagðir sögur
söngst um álfabörnin fögur
hríðln hvarf en láð og lögur
Ijómuðu vorsins sólu mót.
Er það mála allra sannast
ótal margir við það kannast,
fjórtán börn að fæða og annast
fékk f engu bugað þig.
Smalaðir fé með barn á baki
bóndinn meðan var á skaki,
þú varst kvenna margra maki
mörg var raun um ævistig.
Hjartans móðir þér skal þakka
þfna rausn við svanga krakka,
gafst þú oft af smáu að smakka
smæsta bitann hafðir þú.
Þér gaf Drottinn þrek í raunum
þú fékkst blessun hans að
launum
börn þín lifðu laus frá kaunum
lífs aflþitt var kristin trú.
AfmæliskveSja frá börnunum.
(G.G.G.)