Tíminn - 22.09.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.09.1961, Blaðsíða 14
14 TTMYTÍN, föstudaginn 22. september 1961. XVII Brúðhjónin héldu kyrru fyr lr þennan dag. Jóakim átti marga kunn- ingja 1 kaupstaðnum. Sumir gerðu honum heimboð með brúði sína. En Hallfríður vildi engum boðum sinna, og þá afþakkaði hann heimboð- in, þar sem þau þyrftu svo mörgu að sinna vegna heim- ferðarinnar daginn eftir, og var það orð að sönnu. Hallfríður þurfti að ganga frá munum sínum, því að fátt eitt gat hún flutt með sér heim í þessari ferð. Varð því að taka allt til og vinsa það úr, sem ekki var unnt að vera án. Ef Jóakim reiddi Pál litla, og það ákvað hann að gera, höfðu þau tvo hesta undir reiðing. Á öðrum var verzlun arvara að mestu, en á hinum það úr innbúi Hallfríðar, sem hún þurfti helzt að hafa. Um miðjan dag gengu brúð hjónin til saumastofunnar og leiddu Pál litla. Hallfrlður vissi, að saumakonunni kom það mjög illa, að hún færi nú rétt fyrir jólin. Aldrei var þar meira að gera en þá. Saumakonan sagði líka í fyrstu, að Hallfríður mætti ekki undir neinum kringum- stæðum fara úr vlstinni fyrr en eftir jól. Hún væri búin að lofa svo miklum saumum, að allt væri £ hönk, þó að eng- in misstist, hvað þá Hallfríð ur. Jóakim hló að fjasi henn ar. — Þú hlýtur að vita það, kona góð, sagði hann, að all- ar vistir væru upphafnar við, giftinguna. Svo held ég, aði það sé ekki nema heilsubótj fyrir þig að leggja þig nú fram umfram venju. Það rynni þá af þér spikið. Og þess þarftu með. — Eg vinn nætur og daga og hef gert það nú um tíma. Svo að þar verður engu við bætt. _ Eg fer. nærri um það, sagði Jóakim. — Þú getur enn bætt á þig, heillin. Það er ég viss um, og aurarnir, sém þúj færð fyrir þá aukagetu, erj fundinn peningur. Við það verða jólin skemmtilegri, sjálf ( verður þú glæsilegri. Gleðin og sigrarnir eru skartklæði, sem hæfa jólunum. Þú muntj vaxa í sjálfs þín augum og| annarra. Jólasveinamir falla að fótum þínum. Þú færð bið il um nýárið. — Jæja, gott og vel. Þú seg| ir, að ég geti bætt á mig, og; ég vaxi við það. Sýndu, að þetta sé annað og meira en gaspur eitt. Láttu mér brúði þína eftir í þrjá daga, hálfa viku. Farðu heim og undir- búðu komu konu þinnar og jólanna. Eg skal færa þér Hallfríði heim, að þeim tíma liðnum. Það verður tvöföld jólagleði fyrir þig, að hafa undirbúið komu brúðar þinn ar, og fá hana svo héim rétt fyrir jólin. Ef þú getur sýnt þennan manndómsbrag, munt þú vaxa bæði í sjálfs þín aug um og annarra. að taka því eins og hetja, fær ast í aukana, og sannaðu til, þá getur þrekskrokkur þinn komið miklu til leiðar. — Jæja, Jóakim. Það þýðir ekki að deila við þig. En það skaltu þó vita,' að Halfríður er allt of góð fyrir þig. — Þú sérð eftir mér, heill- in. Þess vegna ertu svona af- undin. — Mikill heldur þú, að þú sért. , — Eg veit, hver ég er. En' þú þekkir ekki þinn vitjunari 22 — Þar skjátlast þér, mín( góða frú. Heldurðu, að ég' vaxi við það að láta af hendi eiginkonu mína? Þeir eigin- menn eiga ekki mikils úr-' kosta, sem láta konur sínarj þjóna öðrum eftir hjónaband ið. Ef þú byðir það að koma heim með okkur og létta brúði minni jólaundirbúninginn, sýndirðu í verki þakklátssemi fyrir unnin störf hér, sem vert væri að muna, og síðast minni ég þig á það, að þegar Hallfríður réðst hingað, þá lýsti ég því yfir, að vistinni væri lokið fyrirvaralaust, er við giftum okkur. Það hlýtur þú að muna. — Já, víst man ég það. En bæði var það, að ég bjóst ekki við því, að brottfararstundin hitti á eins erfiðan tíma og þennan, og eins hitt; ég gerði heldur ekki ráð fyrir því, að Hallfríður mín værl jafn af- kastamikil og hún er. — Já, þarna kom það. Þú bjóst ekki við miklu af brúði minni. Sagði ég þér þó frá dugnaði hennar og leikni í starfi. Hún er forkur, að hverju sem hún gengur og afburða vandvirk og verklag in. Eg lái þé? ekki, þótt þér finnist skarð fyrir skildi við burtför hennar. En þú verður tíma. Annars létirðu ekki gull smiðinn bíða og vona. — Gullsmiöurinn. Hann hugsar ekki um kvenfólk, maðurinn sá. — Já, það er satt, sem það nær. Hann hugsar ekki um kvenfólk almennt, en hann hugsar um þig. — Mig langar ekki til að eiga skrækróma hengilmænu. — Þótt hann sé nefmæltur, er hann um margt fyrsta flokks maður, reglusamur vandaður, listfengur og í góð um efnum. Hann væri maður fyrir þig. Gáðu nú að þér, heillin. Hann snýr bráðum að einhverri iDlómarósinni, ef þú gefur honum ekki undir fótinn. Þið eruð samvalin. Þótt ytra útlitið sé sítt með hvoru móti, er innri maður ykkar samlíkur. — Gullsmiðurinn verður aldrei eiginmaður minn. Held ur verð ég ógift alla ævi. — Kannski þú viljir heldur verða prestsmaddama? Það er göfug virðingarstaða. — Hefurðu prest á boðstól um, karlinn. Ætli maður neit aði ungum efnisprestiy Láttu hann Jkoma. — Eg var að hugsa um hann séra Jóhannes gamla, sóknarprestinn minn. Honum hefur farið mikið aftur við það að missa konuna. Mikið sómdir þú þér vel sem eigin- kona hans. Hann myndi lifna við það og kasta ellibelgnum. — Séra Jóhannes er góður maður og virðingarverður, enda viðurkenndur af öllum. En hann er kominn nokkuð á áttræðisaldur, og ekki lík- legur til þess að hyggja á nýtt kvonfang. Ef ég gifti mig, fer ég ekki að eiga mann, sem kominn er á grafarbakkann. Jæja, Jóakim. Eg skil þig vel. Þú bendir mér aðeins á þau gjaforð, sem ekki koma til greina. — Sem ekki koma til greina, segir þú. Kemur það ekki til greina, að saumakon an myndarlega taki gullsmiðn um eða prestinum? Eg bjóst ekki við því, að þú legðir hug á réttan og sléttan vlnnu- mann, tómthúsmann eða bónda. Af slíkri sveit er ur- mul úr að velja. Ef þér leik- ur hugur á einhverjum slík- um, skal ég vera þér innan handar. Það er að segja, ef þú ferð ekki langt fyrir ofan það, sem ég tel þér samboöið. — Slepptu öllum hjóna- bandserli mín vegna. Eg mun þar fara mínar eigin göt ur, án þess að leita til þín. _ En ég vil þér vel. Og nú kem ég með síðasta úrræðið að þessu sinni og ekki það versta. Taktu héraðslækninn. Það er maður á bezta aldri, nokkrum árum yngri en ég. Hann lenti í því að kvænast. kerlingu nokkri, af því að hún var nógu rík til þess að (geta stutt hann gegnum nám 'ið. Nú er hún loksins hrokk in upp af, og hann á sannar- lega skilið að fá fyrir seinni konu kvenmann á borð við þig. — Hættu nú Jóakim. Eg er löngu orðin þreytt á vaðlin- um í þér. — Hættu nú, hættu nú! Þetta segið þið allar, þegar maður býður bezt. Eg skal láta talið niður falla. En ef þú hryggbrýtur lækninn, þeg ar hann kemur, skaltu fá orð í eyra. Því heiti ég, og við það skal staðið. — Hann kemur aldrel hing að þeirra erinda að biðja mín. Maður, sem hefur selt sig í æsku eins og þú segir, leitar áreiðanlegt til könungborinn ar meyjar, ef hann kvænist öðru sinni. — Ekki er ég viss um það, Jóhanna. Eg þekki lækninn talsvert, og ég skal vera þér innan handar. — Svona, svona, Jóakim, þetta er meira en nóg af svo góðu. Tökum upp annað létt ara hjal. — Eg hélt, að ekkert væri jafn létt eins og það sem hug urinn girnist helzt. — Þar skjátlast þér, góður- inn, sagði Jóhanna. — Ein- mitt það, sem hugurinn þráir mest, það er geymt og varð- veitt. Það er ekki gert að flysj ungsskrafi á þingi gasprara. XVII Daginn eftir héldu brúð- hjónin heim. Hallfríð'ur gat ekki flutt með sér nema fátt eitt af inn búi sínu. Þau urðu að komast með nauðsynlegasta varning til jólanna. Tveir klyfjahestar ber engin ósköp. Jóakim reiddi Pál litla. Hann þreyttist fljótt á hnakkkúlunni og varð þá Hallfríður að taka hann í söð | ulinn. Heim að Móum komu j þau seint um kvöldið. Hall- ! fríði var vel fagnað í Móum. jjórunn tók henni með melri í hlýleik en hún átti von á. UTVARPID Föstudagur 22. september: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13,25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15,00 Miðdegisútvarp. 18.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18,50 Tiikynningar. 19,20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Píanósónata nr. 2 eftir Ned Roren (Juiius Kateh- en leikur),. 20.15 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson) 20,45 Tónleikar: Lög úr óperettunni „Friederike" eftir Lehár (Er- ika Köth og Rudolf Schock syngja). 21,00 Upplestur: Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum les kvæðið „Stórasand" eftir Einar Bene- diktsson. 21.15 Tónleikar: „Leono-ra", forleik- ur nr. 3 eftir Beethoven — (Hljómsveitin Philharmonia i Lundúnum leikur; Herbert von Karajan stjórnar). 21.30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guð- mundsson (Höfundur les). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Kvöldsagan: „Smyglarinn" eft ir Arthur Omre (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22.30 í léttum tón: Eric Winstone og hljómsveit hans leika. 23,00 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFFÖRLI Ulfurinn og Fálkinn 52 — Þetta byrjaði allt saman, þeg ar nokkrk manna þinna komu aftur eftir að hafa leitað að hvíta hrafninum. Þeir sögðu, að þú og sonur þinn væiuð báðir dauðir. Það var eins og þjóð þín missti máttinn. Aðeins ég og drottning- in neituðum að trúa, að þú værir dauður. Fólkið í Bústaðaléni heyrði orðróminn og herinn eyði- lagði landið og tók Ilrólf litla til fanga. Tárin komu fram í augu hans. — Herra, við gerðum okkar bezta, en gátum ekkert gert. — Og Vínóna? spurði Eiríkur lágt. — Hún og Pummi og læknirinn sluppu yfir til Tyrfings. En þar var strax ráðizt á þau.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.