Tíminn - 22.09.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.09.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstudaginn 22. seplember 196L Otgetandi: FRAMSÚKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit stjórax Þórarmn ÞórarmssoD (ábj, Andrés Kristjánsson Jón Helgason Pulltrú) rit stjórnar Tómas KarUson Auglýsinga stjóri EgU) Bjarnason - Skrifstofui i Eddunúsmu - Stmar' 18300- 18305 Auglýsingasimi 19523 Afgreiðslusimi: 12323 - Prentsmiðjan Edda h.f 1 Álþýðubandalaginu o Rússar hófu kjarnorkusprengingar á nýjan leik, ger- samlega að ástæðulausu, og létu fylgja hótanir um út- rýmingarstyrjöld til þess að koma fram vilja sínum í kalda stríðinu. Með þessu hafa Rússar eyðilagt vonir manna um af- vopnun og öruggan frið um ófyrirsjáanlegan tíma, og efnt til nýs kapphláups um kjarnorkusprengingar. Eða hver ætlast til þess, að aðrar þjóðir bíði með hend.ur í skauti, þangað til Rússar einir eiga kjarnorkusprengju og geta án áhættu fyrir sig framkvæmt hótanir sínar? Þessar aðfarir hafa vakið harm og réttmæta reiði al- mennings um gervalla heimsbyggðina, utan kommúnista- landanna og h'erbúða þeirra í öðrum löndum. Aðeins eitt málgágn á íslandi hefur mælt þessum að- förum Rússa bót, þ. e. Þjóðviljinn. Hvers vegna? Er það stefna fólksins í Alþýðubandalaginu, sem verið er að túlka eða vinna gagn með þvílíkum málflutningi og því- líkri afstöðu? Og það hefur meira gerzt, .sem athygli vekur. Eins og verða hlaut, þegar Rússar voru byrjaðir á ný, hafa Bandaríkjamenn nú hafið tilraunir aftur — en neðan- jarðar til að fyrirbyggja sem auðið er tjón af tilraunun- um. Þessar tilraunir fordæmir Þjóðviljinn hörðum orðum. Afstaðan er því þessi: Það er eðlilegt og sjálfsagt, að Rússar sprengi eins margar kjarnorkusprengjur og þeim sýnist, og ekkert við það að athuga, að þeir byrji á þessu nú, og eyðileggi með því alla von um afvopnun og öruggan frið. — Hitt er fordæmanlegt að dómi kommúnista, að Bandaríkin skuli ekki taka þessu aðgerðalausir með öllu og bíða, þangað til Rússar eiga orðið, einir allra þjóða, allar þær sprengjur sem þeir þurfa', til þess að koma fram vilja sínum við aðrar þjóðir — eða framkvæma á þeim að öðrum kosti hótanir sínar. Á að skilja það svo, að Þjóðviljinn sé að túlka skoð- anir Alþýðubandalagsins með þessum skrifum? Það er kannske álitið að svona löguð afstaða og annað í sam- ræmi við þetta sé tilvalið til þess að fylkja fólki saman um vinstri stefnu í þjóðmálum? Það er víst á hinn bóginn bezt fyrir alla að gera sér það ljóst, að það á ekki neitt skylt við heilbrigða vinstri stefnu að byggja á kommúnisma eða hatursfullum öfga- áróðri gegn eðlilegri vestrænni samvinnu. Með því þjóna menn afturhaldinu og engu öðru. Otrúleg fregn Mbl. skýrir frá því í gær, að enska blaðið „Fishing News", sem sýndi íslenzkum málstað minnstan skilning í landhelgisdeilunni, hafi lagt til, að Bretar leituðu leyfis til að reisa fiskvinnslustöðyar á íslandi fyrir fiskiskip sín. Mbl. hefur það ennfremur eftir „Fishing News", íð íslenzka ríkisstjórnin sé „talin binda við það nokkrar vonir, að erlend fyrirtæki hafi hug á að reisa vinnslu- verksmiðjur við helztu fiskveiðibæina." Tíminn vill ekki trúa því að óreyndu, að ríkisstjórnin hafi í huga að veita erlendum aðilum umrædda aðstöðu, og þá því síður, að hún hafi léð máls á því. Æskilegt hefði verið, að Mbl. hefði andmælt strax þessari fullyrðingu „Fishing News" Vonandi lætur Mbl. ekki dragast að skýra til fulls viðhorf ríkisstjórnarinnar. ERLENT YFIRLIT £r þetta stefna f óiksins longí Slim - f orseti þings S. Þ, Starfsíólk S.Þ. myndi helzt kjósa hann eítirmann Hammarskjölds ÞAÐ fór eins og spáð hafði verið, að Mongi Slim, aðalfull- tr'úi Túnis hjá Sameinuðu þjóð unum, var einróma kjörinn for seti allsherjarþingsins að þessu sinni. Enginn bauð sig fraim gegn honum. Að nokkru leyti stafar þetta af því, að Túnis nýtur nú sérstakrar sam úðar vegna aðgerða Frakka í Bizerte, og Afríku- og Asíurík- in vilja því gera hlut Túnis sem beztan. Hin ástæðan er þó ekki veigaminni, að síðan óbeint samkoimilag náðist um það, að Afríkuinaður skipaði forseta- sætið á 16. allsherjarþinginu, hefur Mongi Slim verið talinn koma til greina öðrum fremur. Hin nýju Afríkuríki eiga ýmsa góða fulltrúa á vettvángi S. Þ., en enginn Afríkumaður hefur þó unnið sér eins mikið álit þar og Mongi Slim. Hann hefur ekki aðeins verið tilnefndur sem forsetaefni á þingi S.Þ., heldur einnig sem framkv.- stjóraefni, þegar Hammarskjöld léti af störfum. ÞAÐ ÞÓTTI þó óliklegt um skeið að kommúnistar fengjust til að fallast á Slim sem for- seta þingsins. Þeir hafa litið á hann sem andstæðing sinn síðan hann átti sæti í Ungverja landsnefnd S. Þ. og átti þar þátt í að fordæma framferði Rússa í Ungverjalandi. Það hefur1 líka verið opinbert leynd aðSlim hefur alltaf ver i < i pfflSari vesturveldunum en' kommúnistaríkjunum, þótt Túnis telji sig fylgja hlutleysis- stefnu. ' Hann hefur, ásamt Bourguiba, átt mestan þátt í að marka hina „vestrænu hlut- leysisstefnu" Túnis, og þess vegna eru atburðirnir í Bizerte líka eins raunalegir fyrir Vest- urveldin og framast er hægt að hugsa sér. Túnis hefur nú af þeim ástæðum færzt nær austr- inu og fengið loforð Rússa um mikla efnahagslega aðstoð. Af þeim ástæðum hafa kommún- istaríkin ekki heldur viljað sporna gegn því, að Slim væri kosinn forseti allsherjarþings- ins. Hitt er hins vegar ólíklegt, að þau fallist á að gera Slim að framkvæmdastjóra. Þau álíta hann vafalaust of vestræn- an. i Slim hefur haft mikil afskipti af Kongómálinu og leitaði Hammarskjöld þar oftar ráða^ hans en flestra eða allra ann- arra. Slim var nefnilega eins konar imiligöngumaður milli Hammar^kjölds og Afríku- og Asíuríkjanna. Rússar munu i hafa litið þessa milligöngu Slims heldur óhýru auga. SLIM hefur verið aðalfull- trúi Túnis hjá Sameinuðu þjóð- unum síðan Túnis fékk aðild að þeim fyrir 5 árum. Hann er maður fremur hlédrægur, snyrtilegur í klæðaburði og hæversklegur í framgöngu. Að ýsmu leyti hefur hann minnt á Hammarskjöld. Hann þykir sérstaklega góður samninga- maður, sem sækir mál sitt með lægni og gefur sér góðan tíma trl að hlusta og kynna sér mála- vexti. Ræðumaffur er hann all- góður og temur sér yfirleitt hóflegt orðaval. Talið er, að Hammarskjöld hafi haft sérstak ar mætur á honum. Hyggindi Slims eru talin hafa sýnt sig vel á aukaþinginu í sumar, sem haldið var um Bizerte-málið. Margir töldu, að þar myndi ekki nást nein niður staða. Slim hagaði hins vegar þannig málflutningi sínum og virihubrögðum, að hann fékk til lögu samþykkta nær einróma, þar sem Túnis fékk það fram, sem mestu skipti, en hins veg- ar var þó forðazt að sneiða þannig að Frökkmm, að þeir þyrftu að telja sig nakkuð móðgaða. MONGI SLIM er 53 ára gam- all. Hann er uppalinn í Túnis, en stundaði síðan framhalds- nám í Frakklandi við háskóla þar. Hann varð brátt mikill þjóðernissinni og öflugur stuðn ingsmaður, Bourguiba stundum kallaður hægri hönd hans. Það kom þá strax í Ijós, að hann var góður samningamaður. Eins og Bourguiba var hann um skeið ýmist í haldi hjá Frökkum eða sat á móti þeim við samningaborðið, þegar fjall að var um sjálfstæðismál Túnis. Hann var aðalsamningamaður Túnis, þegar endanlega var saraiið um sjáKstæði þess við Frakka. Hann var innanríkis- ráðherra í hinni fyrstu sjálf- stæðu stjórn Túnis, en þegar Túnis fékk aðild að S. Þ. 1956, varð hann strax aðaliulltrúi þess þar og hefur verið þar síðan. Álit Slim má nokkuð ráða af því, að það er almennt talið, að mættu starfsmenn S. Þ., sem bezt hafa fylgzt með er- lendu fulltrúunum þar, velja eftirmann Hammarskjölds, myndi val þeirra nær einróma falla á Slim. Pólitískar aðstæð- ur eru nú hins vegar þannig, að teljandi litlar likur eru fyrir því, að Slim nái lengra að sinni en að verða forseti allsherjar- þingsins. Þ. Þ. Leiðrétting: f „Tímanum" 25. júlí s. 1. er birt mynd af Önnu Þórhallsdóttur söngkonu, þar sem hún er að leika á langspil, og er stutt grein með myndinni. Telur frúin að þeir muni ekki svo margir á íslandi, sem séð hafi langspil. Enn fremur að enginn muni hafa kunnað að leika á langspil á þéssari öld. Þetta er ekki rétt. Langspil voru allal- geng fram á síðari hluta síðustu aldar og eru enn til á nokkrum stöðum, bæði söfnum og í eigu einstakra manna. Langspil er t. d. í byggðasafni Rangæinga að Skóg- um undir Eyjafjöllum og eins í byggðasafni Skagfirðinga í Glaum bæ. Langspilið í Skógasafni er smíðað af föður mínum, Jóni G. 'sigurðssyni bónda í Hoftúnum (d. 1950), og gefið safninu. Hvort langspilið í Glaumbæjarsafni er smíðað af honum, veit ég ekki, en tel það ekki ólíklegt, þar sem' hann var Skagfirðingur að ætt. Hann var hagur vel og hljóm- og sönglistaninnandi. Hann lærði ungur að leika á langspil og smíð- aði þau mörg. Fyrsta langspilið, sem ég sá, smíðaði faðir minn 1911 eða 12 og lærði bæði ég og flest systkini mín að leika á það. Eftir að ég lærði að þekkja nótur, lærði ég mesta fjölda af fallegum lögum á langspil þetta. Á efri ár- um sínum smíðaði faðir minn mörg langspil og seldi sem minja- gripi. Eitt slíkt langspil er í eigu Þórðar Kárasonar, lögregluþjóns í Reykjavík og sá ég það fyrir stuttu síðan. Annað langspil smið- að af föður mínum á Eyvindur Friðgeirsson frændi minn í Reykja vík. Hvar ýmis önnur langspil, sem faðir minn smíðaði, eru niður kom in, veit ég ekki, en þau munu flest vera í Reykjavík. Langspil eru því ekki jafn fá- séð og frú Anna heldur. Á lang- spil hef ég ekki Ieikið í áratugi og á það því miður ekki. Þætti samt gaman að taka lagið á lang- spil, ef svo bæri undir og myndi fljótt æfast í listinni, og sjálfsagt eru einhverjir fleiri en ég, sem kunna með langspil að fara. Ann- ars á frú Anna Þórhallsdóttir þakkir skilið fyrir að kyniia í öðr- um löndum þetta álíslenzka hljóð- færi. Bragi Jónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.