Tíminn - 11.10.1961, Page 5
TÍMINN, miSvikudaginn 11. október 1961.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit
stjórnar: 'Tómas Karlsson. Auglýsinga.
stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í
Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Aug
Iýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323.
— Prentsmiðjan Edda h.f. —
Áskriftargjald kr 55.00 á mán innanlands.
í lausasölu kr. 3.00 eintakið
Gálgagleði Alþýðu-
flokksins
„Margur hefur furðað sig á því. að Alþýðuflokkur-
inn skuli taka þátt í þeirri siglingu, sem hann er á, með
íhaldinu. Alþýðuflokkurinn hefur i þessari sjóferð brotið
öll sín gömlu boðorð og kastað hugsjónum jafnaðar-
mennskunnar fyrir borð, eins og ónýtu rusli, en gengið
á hönd og samlagað sig þeirri stefnu, sem hann var
stofnaður til að vinna á móti og iosa allan almenning
úr klónum á.“
Á þennan veg hefst forystugrein, sem birtist í Degi
í síðastl. forystugrein. Rétt þykir að birta framhald
hennar hér á eftir, því að hún varpar glöggu ljósi á það
sérkennilega fyrirbæri íslenzkra stjórnmála, sem Alþýðu-
flokkurinn er orðinn:
„Víst hefur þess orðið vart, að ýmsum embættislaus-
um Alþýðuflokksmönnum hefur ekki litizt á þessa sigl-
ingu, eftir korti íhaldsstefnunnar. Aftur á móti hafa liðs-
oddar Alþýðufl. — þar með taldir blaðamenn hans —
talað hreyknir og af miklum móði um, að þeir væru að
skapa nýtt og betra þjóðfélag. Ekki hefur heldur skort
hátíðleikann yfir sjálfum sér. Á síðum blaða flokksins
getur að líta sjálfshól fyrir sparsemi, hófsemi og ráð-
deild. Lagfæringar sínar á viðskiptum þjóðarinnar við
útlönd hafa þeir annálað, — svo að fáfróðir menn gætu
jafnvel haldið, að þeir væru farnir að lána krónu og
krónu þeim, sem áður lánuðu íslendingum.
Þegar stjórnarandstæðingar hafa leyft sér að vé-
fengja orð liðsoddanna um þessa hluti, þá hafa slíkir
menn verið af stjórnarliðinu taldir óalandi og óferjandi
ósannindamenn. En hvað skyldu „toppkratarnir“ halda
þetta lengi út? Hvenær tekur alþýða flokksins í taum-
ana, svo að þeir finni til og átti sig? Hvenær sýnir hún
þeim í tvo heimana?
Stundum kemur fyrir, þegar einhver sér, að allt, sem
hann lagði undir, er tapað, að þá rekur hann upp rokna
hlátur. Örvinglun brýzt út á marga vegu. Sagt er að
þetta sama komi stundum fyrir dauðadæmda menn á
aftökustaðnum (Galgehumör). Varla verður leiðari Al-
þýðublaðsins sunnudaginn 17. f. m., ,,Annálsbrot“, flokk-
aður undir annað en örvinglunarkæti, og ekki heldur
leiðari sama blaðs næsta sunnudag á eftir, þar sem farið
er háðulegustu orðum um væntanleg hátíðahöld á Akur-
eyri í tilefni 100 ára afmælis kaupstaðarins. í „Annáls-
broti“ gerir blaðið freyðandi grín að Vesturheimsferð
forsetans, Noregsferð forsætisráðherrans, utanferðum
Gylfa „til að hyggja að gullforða heimsins“ o. s. frv. Að
lokum segir blaðið: „Nú víkur sögunni til heimamanna,
sem undu illa sínum hag, að vera nær höfðingjalausir
og með öllu veizlulausir í margar vikur. Til að hugga
þá var innflutningur bifreiða gefinn frjáls og ein nefnd
slegin af. Urðu verkamenn glaðir mjög við þessi tíðindi
og undu nú allir vel hag sínum. Er það mál manna, að
sjaldan hafi reisn og glæsileiki einnar þjóðar verið meiri
en íslendinga þetta haust. Að minnsta kosti ekki, ef
reiknað er hlutfallslega miðað við fólksfjölda.“
Hvað upplýsir þessi hlátur Aþýðublaðsins — er
þetta „gálgagleði“?
Sagt er, að Morgunblaðsmenn hafi orðið fremur lang-
leitir þegar þeir lásu þennan leiðara og líklegt má telja
að einhvern hroll hafi sett að sumum þeirra.
William Heinesen: ----—-----
íMyndlist Færeyinga
UM ÞESSAR mundir er í Lista-
safni ríkisins sýning á færeysk
um málverkum og höggmynd-
»m. Sýning þessi ber þess
glögg merki, að þrátt fyrir
fæð sína, eiga Færeyingar hina
• snjöllustu listamenn 'á þessu
> sviði. Hér er því vissulega um
> sýningu að ræða, sem öllum
listunnendum ber að sjá. Yfir-
/ litsgrein sú, sem hér fer á eft-
/ ir, er eftir færeyska skáldið
William Heinesen, en hann er
einnig ágætur m'álari og eru
fjórar myndir eftir hann á sýn-
imgunni.
í FÆREYJUM búa aðeins lið-
lega 35 þúsund manms, og Fær-
eyingar eru því ein hin minnsta
þjóð veraldar. Það er von að
gestir af öðrum löndum komn
ir, séu nokkug vantrúaðir, þeg
ar þeir heyra sagt að þetta
þjóðarkrili hafi skapað fullgild
listaverk. Líklega munu þeir
hugsa sem svo að varla geti
þar verið um annað að ræð'a
en hagleiksverk heimalninga,
sem hampað sé af góðfúsum.
en litilþægum landsmönnum.
Listaverk Færeyinga eru þó
ekkert smáræði að vöxtum, og
gesturinn þarf eigi heldur að
kvíða því að kostir þeirra valdi
honum vonbri,gð'um. Sýning
færeyskra máiverka og högg-
mynda sem haldin var í Kaup-
mannahöfn og ýmsum dönsk-
um bæjum á vegum danska
ríkisins árið 1955, var hvar-
vetna talin til meiri háttar við-
burða oig um hana fjallað af
áhuga í blöðum og timaritum.
Hér á eftir verður vikið fá-
um orðum að þessari færeysku
list. Hún er með nokkrum
hætti hliðstæða færeyskra nú-
tímabókmennta. En sá er mun
ur á ag bókmenntirnar standa
föstum rótum á grundvelli
sögu og tungumáls. en mynd-
listina skortir að mestu leyti
undirstöðu þjóðlegrar arfleifð-
ar,
Á ÚTSKORNUM ÞILJUM úr
kórveggjum gamalla timbur-
kirkna má sjá menjar um fagr
an færeyskan listiðnað — og
er þessi útskurður raunar eina
skrautig í hinum fátæklegu
kirkjum frá tímabilinu eftir
siðaskipti. Leifar fornrar fær-
eyskrar kirkjulistar voru til
1774 geymdar í Ólafskirkjunni
í Kirkjubæ, sem er rómönsk
blágrýtisbygging frá öndverð-
um miðöldum. Þar var meðal
annars skriftastóll frá því um
1300 og úts'kornar stólbríkur
með lágmyindum af postulun-
um — glæsilegar menjar frá
þeim ’tíma er Færeyjar voru
sérstakt biskupsdæmi sem laut
erkistólnum í Niðarósi. Frá
sama tímabili eru einnig rústir
hinnar gotnesku dómkirkju í
Niðarósi.
Frá síðUstu tímum eru frum-
stæð'ar skurðmyndir í Skála-
víkurkirkju a Sandey Tróndur
á Tröð. sem jafnframt var einn
bezti kvæðamaður eyjanna
skar myndir þessar í rekavið
til að prýða þorpskirkjuna
sína Hanri var uppi 1846—
1933 Á Sandey bjó einnig Díð
rikur i Kárastofu (1802—65)
sérvitringur og þjóðsagnahetja,
sem einkum fékkst við silungs-
veiðar og fugladráp og máiaði
litiar skreytimyndir með nokk
urs konar gouache-aðferð Hann
málaði einvörðungu fugla, op
eru flestir þeirra furðuskepn
ur miklar sem hann kallar
„mánadúfur'1.
"" nj-í'
S. J. Mikines: Heim frá jarðarför.
ÞEGAR SLEPPIR því sem nú
hefur verið talið, eru nálega
öll listaverk Færeyinga gerð
á þessari öld. Fyrstu færeysku
landslagsmálararnir voru Niels
Kruse (1871—1952) og yngri
samtíðarmað'ur hans Joen Wa-
agstein. Kruse bjó mestan
hluta ævi sinnar í lítilli, sér-
kennilegri fjallabyggð sem Eið'i
nefnist. Þaðan eru allar mynd-
ir hans. Þær bera vitni um
hljóðláta ást á náttúrunni og
sýna birtu breytilegra árstíða
yfir fjöllum og sæ. Svipað er
ag segja um Waagstein, sem
einnig er ágætur sönglagasmið
ur.
Næst verða fyrir okkur
Jakob Olsen og Sigmundur Pet
ersen, báðir fæddir kringum
aldamótin. Sá fyrrnefndi héf-
ur um langt skeið verið dug-
mikill teiknari og málari. Sig-
mundur Petersen er mikilvirk-
asti málari Færeyja. Hann er
veiðimaður og flökkusveinn og
hefur lengst ævi sinnar verið
á einlægum ferðalögum milli
eyjanna.
Allir þessir málarar og drátt-
listarmenn sem nú hafa verið
nefndir, eru hálfgUdings leik-
menn í listinni, því að enginn
þeirra hefur brotið allar brýr
að baki sér og lagt allt í söl-
urnar fyrir list sína. Fyrsti fær
eyski málarinn sem vogaði að
róa út á sextugt djúp listar-
innar, var Sámal J. Mikines
(f. 1906). Með hanum hefst i
raun réttri saga færeyskrar
myndlistar. Hann er málari af
heilum hug, og ævi hans varð
snemma Jakobsglíma á leik-
vangi listanna.
MIKINES ber nafn heimaeyj-
ar sinnar, sem er lítil útey vest
ust allra Færeyja, fögur en
sæbrött. Þaðan eru nálega all
ar landslags- og þjóðlífsmyndir
hans Mikines hefur verið kall
aður helgimálari — og er það
rétt að bví leyti að tilfinningar
hans sveifluðust milli uggs og
vonar: stundum hafa efasemd-
ir og þunglyndi yfirhöndina.
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
/
/
)
)
>
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
en fyrr en varir kveikir vonin
sitt hrifningarijós. Myndir frá
hinu „dökka“ tímabUi Mikiness
á fjórða tug aldarinmar minna
á útfarar- og iðrunarsálma,
passíutónlist í litum, jafnt
landslags- sem mannamyndir
hans. Eniginn færeyskur mál-
ari — og líklega fáir málarar
þótt víðar væri leitag — hafa
lýst sorg og örvæintingu svo
sterkum rómi sem Mikines í
rnyndum sínum af svartklædd-
um ekkjum og syrgjandi lifend
um. En þótt segja megi að Mik
ines sé trúhneigður í víðtækri
merkingu þess orðs, þá birtist
trúhneigð hans eigi sem játn-
ing neinnar tiltekinnar trúar-
stefnu, hún er öllu heldur heið
in og frumstæð og birtist í
mörgum nýrri myndum hans
sem nokkurs konar sóldýrkun.
INGÁLVUR av Reyni er lið-
ugum áratug ynigri en Mikin-
es. Hann lætur litina tala í olíu
málverkum sínum, og þar er
ekki talað neitt tæpitungumál.
Myndefni hans eru hversdags-
leg og yfirlætislaus. Oft málar
hann húsin í ættbæ sínum Þórs
höfn, landslag í umhverfi bæj
arins eða hluti innanhúss,
stöku si-nnum andlitsmyndir
manina. En þessir hversdags-
legu hlutir birtast á myndum
hans eins og hrifningarsýnir.
Ólíkur öllum öðrum er Stef-
an Danielsen, þrítugur málari
frá Nólsey. f myndum hans
sameinast innilegt rausæi og
óskeikul listamannssjón sem
ætíð fullnægir kröfum sannrar
listar Stefan Danielsen er al-
gerlega sjálfmenntaður. Hanm
lét fyrst til sín taka fyrir fáum
árum og hefur ekki brugðizt
þeim björtu vonum sem þá
voru vig hann tengdar.
f FLOKKI núlifandi listamanna
færeyskra eru þrjár konur.
Birgitta Johannesen er fædd í
Vestmanna Hún hefur einkum
málað vatnslitamyndir, fíngerð
ar og fágaðar, Elinborg Liitzen
Framhald á 15. síðu.