Tíminn - 11.10.1961, Page 16

Tíminn - 11.10.1961, Page 16
Miðvikudaginn 11. október 1961. 261. blað. Danskur læknir ger- ir merka uppgötvun — á sviði krabbameinsrannsókna Danskur læknir, sem stund- ar krabbameinsrannsóknir í Fibiger-rannsóknarstöSinni, sem rekin er af Krabbameins- varnafélaginu danska, hefur gert uppgötvun, sem talin er mjög mikilvæg í baráttunni gegn krabbameini. Maður þessi er dr. med. Jörgen Kiel- er, ungur læknir. Uppgötvuin dr. Kielers er fólgin Villigöltur í heimsókn á samyrkjubúi Samyrkjubúið Domos í Ung- verjalandi fékk óvenjulega heimsókn nú á dögunum. 450 punda þungur villigöltur rudd- inn í það í dögun og ruddist þar á hvað, sem fyrir varð. Það varð að sjálfsögðu uppi fót- ur og fit, því að villigeltir eru ekki lömb að leika sér við, þegar móður er í þeim. Var nú hlaupið af stað að leita veiðimanna, sem áttu byss- ur, og þegar þeir komu loks á vett- vang, var villisvínið komið inn í hlöðu vínbónda nokkurs. Hafði það fyrst farið hamförum milli vínámanna, en þegár skytturnar komu, var allt orðið hljótt. Kom þá í Ijós, að gölturinn hafði drukkið sig svo ölvaðan af víni bóndans, að hann gat ekki staðið, og varð hann auðunnin bráð að lokum. í því, að hann hefur Komizt að raun uim, að krabbameinsseliur geta breytt efnaskiptuim sínuim sér til varnar, þegar þær eru í hættu staddar. Er talið, að þessi vitneskja muni á komandi tím- um reynast mjög mikils virði. Dr. Kieler segir svo frá, að við smásjánmælingar 4 sellum, sem nú eru frainkvæmanlegar með tæki, er Linderström-Lang próf. í rannsóknarstofnun Carlsbergs hefur búið til, hafi komið í ljós, hvernig krabbameinssellur geti breytt starfisemi sinni O'g lifað með' því af, þegar tilraun er gerð til þess að „kæfa“ þær. Koltvísýr imgsinnihaldið stígur og veldur efnaskiptingum, sem geta fullnægt 80—90% af orkuþörfum seJJunn- ar og kemiur í stað „öndunar“ þeirra. Dr. Kieler segir, að til séu lyf, sam gætu hamlað gegn þessari viðleitni krabbamein9seillanna. í Slóan Ketteringstofnuninni í Bandaríkjunum eru árlega reynd tuttugu þúsundir efna, í því skyni að kanna áhrif þeirra á efna- skipti í krabbameinsselluim. Mörg af þeim geta hamlað gegn því, að krabbameinssellurmiar geti breytt efna'Skiptuim sínum, en þar er sá gaili á, að þau eru einnig eitur fyrir heilbrigðar frumur. Vand- inn verður því sá að finna efni, sem einungis eða að langmestu 'leyti orka á sjúkar frumur. Dr. med. Jóhannes Clemmesen, yfirlæknir í Kaupmannahöfn, hef ur látið hafa eftir sér, að uppgötv un Kielers sé meðal hinna merki- legustu, er gerðar hafa verið á sviði krabbameinsrannsókna nú um sinn. Hún mun ekki þegar í stað koma að hagnýtu gagni, en það er ástæða til þess að vænta, að hún beri góðan ávöxt síðar meir. Strompleikur- inn kominn út „Ja, sér eru hverjjr karj- mennirnir! Voru þeir ekki skárri en þetta í þinni tíS, Gunna mín? Bjóða manni á ball uppá asna, þangað til þeir eru sjálfir orðnir rauðir og út- tútnaðir í framan og búnir að fá brauðfætur; halda, að þeir geti svo dregið mann heim með sér, þó þeir séu kannske náttúrulausir; eða jafnvel sex barna feður; eða hvort tveggja; reka mann svo út fyrir dögun. Aldrei tilboð, sem hægt er að anza. Heyrirðu til mín, Gunna mín?" Þannig hefst Strompleikur Hall- dórs Kiljans Laxness. Þannig hef- ur stássmæiin Ljóna ræðu sína, þegar hún birtist á sviðinu. Og nú geta menn gert hvort tveggja, farið í þjóðleikhúsið og horft þar á þennan margumtalaða sjónleik eða gengið inn í bókabúð (Framhald á 2. slðu.) Akureyrarkaupstaður hefði raunar getað minnzt 175 ára af- mælis síns í sumar, eigi síður en Reykjavík. En 29. ágúst 1862 fékk Akureyri aukin kaupstaðar- réttindi, og hundrað ára afmæiis þess verður minnzt að sumri. Því er lagt kapp á, að menn máli hús sín sem bezt utan og innan, svo að bærinn verði þá sem snyrtileg astur, og útvegar Fegrunarfélag- ið á Akureyri mönnum utanhús- málningu með 25% afslættl. Hér eru málararnir Jakob Olsen og Guðmundur Jónatansson að starfi í Hafnarstrætt. Þeir eru hátt uppl eins og menn sjá. — (Ljósmmynd: GPK). Moskvustúdentar höfðu sitt fram Nybygging vlð hraðfrystihúslð Norðurtangi h.f. á Isafirði. Húsið var byggt í sumar. I nybyggingunni verða pökkunar- og flökunarsaiir. Framleiðsluafköst hússins munu aukast að miklum mun við þessar endurbætur. Hrað frystthúsið Norðurtangi hf. tók tll starfa 1942. (Ljósm. G. S.) Víða um lönd eru farnar langar göngur fólks, sem krefst þess, að kjarnorkutil- raunum verði hætt og stór- veldin semji sín á milli um deilumálin og framkvæmi af- vopnun. Hafa þeir, sem fyrir þessum göngum eru, leitað eftir að ná tali af ráðamörm- um stórveldanna, sem í deil- um eiga, og túlka fyrir þeim sjónarmið sín. Þrjátiu stúdentar frá ýmsurn löndum í Vestur-Evrópu og Vest- urheimi komu af slíkri göngu til Moskvu í síðustu viku. Boðuðu þeir ti-1 fundar með rússneskum stúdentuim í Moskvuháskóla í sam vimnu við nefnd, sem valin hafði verin af ráðamönnum háskólans. Þegar fundurinn hafði staðið í um það bil eina klukkustund og full- trúar göngumanna talað um hríð, risu háskólaprófessorar upp og kröfðust þess, að fundi væri slitið. Orsökin virðist hafa verig sú, að ræðumaður sagði, að enginn eðlis- munur væri á afstöðu rússnesks þegns, secn styddi kjarnorkutil- raunir Sovétstjórnarinnar og beirra borgara á Vesturlöndum, er létu sér vel líka hervæðingu þar. „Þegar ég kom hingað og sá ykkur styðja rikisstjórn yklkar við tilraunir með kjarnorku- sprengjur, skildi ég, að viðhorf ykkar eru í engu frábrugðin þeim, sem drottnandi eru á Vesturlönd um“. Þag var friðarsininiim Jó- hannes Meyer frá Vestur-Þýzka- landi, sem talaði. Þegar slíta átti fundinum, létu rússneskir stúdentar til sín taka. Þeir sveiuðu og börðu i borðin með krepptum hnefum. Einn þeirra réis á fætur og hrópaði: „Láturn þá tala. Þið getig verið ósammála, en lofum þeim að segja það, sem þeim býr í brjósti." Eftirlitsmenn háskólans komu á vettvang og heimtuðu salinn rýmdan, því að nú ættu ag hefjast fyrirlestrar, en stúdentarnir hróp uðu að þeim og kváðu það fyrir- sl'átt. -Svo fór líka, að fundi var enn haldið áfram í hálfan annan klukkutima, og þegar gestirnir gengu ag lokum brott, hylltu rúss nesku stúdentarnir þá. Margir rússneskir stúdentar réttu gestunum miða á fundinum. Á einum stóð á ensku: „Þið skul uð ekki taka of mikið mark á yfir- völdunum — við erum með ykk- (Framhald á 2. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.