Tíminn - 17.10.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.10.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, þriðjudaginn 17. október 1961 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit. stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.l, Andrés Kristjánsson. Jón Helgason Fulltrúi rit stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur i Edduhúsinu — Símar’ 18300—18305 Aug lýsingasími: 19523 Afgreiðslusími’ 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f — Áskriftargjaid kr 55 00 á mán innanlands. í lausasölu kr 3.00 eintakið Nýja dýrtíðarflóðið í greinargerð frumvarps þess um afnám vaxtaokurs og lánsfjárhafta, sem Framsóknarmenn hafa lagt fram í n. d., er það ítarlega rakið, að gengislækkunin, sem var gerð í sumar, hafi verið með öllu óþörf. Þar segir m. a.: Kaupgjaldssamningar þeir, sem gerðir voru í sumar, þegar komið var nær allsherjarverkfalli, björguðu síldar- vertíðinni og þar með frá stórfelldu efnahagshruni. Þeir samningar er almennt taldir hóflegir og sanngjarnir, eins og á stóð, og mun fáum hafa til hugar komið, að kaup- gjaldsmálin yrðu leyst með minni kauphækkun en þá varð, eins og kjaraskerðingin var orðin. Kaup verkamanns hækkaði um 400 kr. á mánuði miðað við fulla dagvinnu alla virka daga. Kaupgjaldssamningarnir voru þar að auki þannig úr garði gerðir, að þeir gátu verið fyrirmynd að framtíðarlausn kjaramála. Með þessa kjarasamninga að grundvelli var vel fært fyrir ríkisstjórnina að stöðva dýrtíðarflcðið og koma á jafnvægi.í efnahagsmálum. Verður það m. a. ljóst af eftir- farandi staðreyndum: Fram undan voru mjög vaxandi gjaldeyristekjur vegna mikillar síldveiðji og verðlag á ýmsum útflutnings- afurðum hækkandi. Þrátt fyrir kauphækkanir var hægt að hækka verð á síld til söltunar og í bræðslu. Iðnaðarfyrirtæki landsins gátu yfirleitt tekið á sig kauphækkanir iðnverkafólks, eins og nú er komið fram og játað er af sjálfum málgögnum ríkisstjórnarinnar, hvað þá ef vextir hefðu verið lækkaðir. Mismunurinn á því tímakaupi sem um samdist og hinu, sem ríkisstjórnin taldi efnahagskerfið þola, nam ekki meiru en sem svaraði rúml. 1% breytingu á afurða- verði (útflutningsverði) frystihúsa, og þann skakka var liægt að jafna og vel það með vaxtalækkun einni saman. Með því að draga úr tilbúnum rekstrarfjárskorti fyrir- tækja — lánsfjárbindingunni, lækka vextina og vinna þannig gegn verðhækkununum til þess að kjarabætur nytu sín, hefði verið stuðlað að vaxandi viðskiptaveltu og tekjur ríkissjóðs stóraukizt Með þessum aðferðum var hægt að stöðva dýrtíðar- flóðið og tryggja launþegum og bændum vairanlegar kjarabætur. í stað þess að gera þetta, hefur ríkisstjórnin hækkað gengi erl. gjaldeyris á ný um 13%. Þessi gengisbreyting á sér engin efnahagsleg rök. Hún er orsök þess dýrtíðar- flóðs, sem nú steypist yfir þjóðina og stjórnin kaus heldur en að notfæra sér grundvöll kjarasamnmganna í sumar til viðnáms og viðreisnar. Fyrstu sporin í framhaldi áðurnefndrar greinargerðar Framsóknar- manna, er það svo rakið, að rétta svarið við þeim efna- hagserfiðleikum, sem nú er glímt við, sé að taka upp aftur framkvæmda- og framleiðslustefnu. Fyrstu sporin í þá átt sé að færa vextina aftur í það horf, sem þeir voru fyrir „viðreisnina", og að hætta að draga sparifé í Seðlabankann úr sparisjóðum og viðskipta- bönkum og ,,frysta“ það þar. Stjórnarliðið fékkst ekki til að fallast á þetta á þingi í fyrra og þvi er m. a. komið. sem komið er. Þvi mun mikil athygli veitt, hvort það ætlar enn að halda áfram að berja höfðinu í steininn, hvað þetta snertir. ERLENT YFIRLIT Krústjoff heldur flokksþing Ný kynslóð mun brátt taka völdin í Sovétríkjunum ÞAÐ ER kannske táknrænt fyr ir 22. flokksþing kommúnista- flokksins rússncska, sem kem- ur saman í Moskvu í dag, að fundir þess verða haldnir í nýrri og mikilli þinghöll, sem hefur verið reist innan múra Kreml og er fyrsta stórbygg ingin, sem hefur verið byggð þar seinustu 100 árin. Þessi nýja höll er að nokkru leyti úr gleri og er jafnt að utan og innan með vestrænum svip og stingur því mjög í stúf við ann an byggingarstíl í Kreml. Með byggingu hennar hefur verið horfið frá þeirri stefnu, að láta Kreml haldast óbreytta, eins og þar var umhorfs á dögum keisaranna. Ástæðan til þess, að ráðizt hefur verið í þessa nýju bygg- ingu er m. a. sú, að flokksþing- ið, sem kemur saman í dag, er miklu fjölmennara en hin fyrri þing hafa verið. Alls munu eiga þar sæti um 4500 fulltrú- ar og næstum eins margir ráðu nautar. Engin bygging frá dög um keisaranna var nógu stór til að hýsa slíka samkomu. Þess vegna varð að byggja hina nýju höll. Fyrir þessari nauðsyn var það látið víkja að halda Kr'eml með sínu gamla sniði. Þótt hin nýja höll sé ein sér myndarleg bygging, fer hún ekki vel í Kreml við hlið hinna gömlu, stílfögru bygginga. Hins vegar hefur ekkert verið sparað til þesS^áð jjera hana sem bezt úr garði.’ í þeim'efnum hafa Rúss ar ekki hikað við að leita út fyrir landamæri Sovétríkjanna. Vestur-Þjóðverjar hafa t.d. lagt til loftræstingarkerfi hinnar nýju hallar. Að dómi margra þeirra, sem kunnugir eru, mun flokksþing- ið, sem kemur saman í hinni nýju höll í dag, marka nýjan tíma í Sovétríkjunum, alveg eins og höllin sjálf ber merki nýs tima í Kreml. Hitt mun reynslan ein dæma um, hvort hinn nýi tími verður betri hin- um gamla. ÞETTA flokksþing hefur verið undirbúið með meira auglýs- ingaskrumi en nokkurt annað flokksþing, sem rússneskir kommúnistar hafa haldið. Sam ið hefur verið uppkast að nýrri stefnuskrá fyrir flokkinn, þar sem heitið er að gerbreyta kjör um almennings í Sovétrikjun- um á næstu 20 árum. Fundir hafa verið haldnir um þvert og endilangt landið, þar sem lýst hefur verið fylgi við hina nýju stefnuskrá og má telja fullvíst, að hún verður samþykkt ein- róma á flokksþinginu. Til þess að lýsa sem mestu fylgi við stefnuskr'ána, hafa verkaménn víðs vegar um landið verið látn ir setja það mark að ljúka á- KRUSTJOFF — hann mun haida langa ræðu á flokksþinginu. kveðnum framkvæmdum fyrir flokksþingið og hefur því víða verið unnið nótt og dag af þess- um ástæðum. Á þennan og ann an hátt hefur verið unnið að því að gera flokksþingið að sem allra mestum atburði. Fullvíst þykir, að Krustjoff muni setja aðalsvip sinn á flokksþingið, og líklegt, að hann haldi þar margra klukku- stunda ræðu. Flokksþingið verður vafalítið sönnun þess, að hann er nú orðinn sterkur í sessi. Mest athygli mun því veitt, sem hann kann að segja um alþjóðamál, einkum þó Ber línardeiluna. Ummæli hans geta orðið vísbending um, hvort samkomulags sé að vænta í Berlínardeilunni eða ekki. ÞÓTT mikið hafi verið rætt um hina nýju stefnuskrá, sem þing ið kemur til með að sam- þykkja, er það ekki vegna henn ar, að kunnugir menn telja, að þetta flokksþing geti orðið upphaf nýs tíma í Sovétríkjun- um. Ástæðan er allt önnur, eða sú, að þetta þing mun bera þess merki, að ný kynslóð er að taka völdin í Sovétríkjun- um. Þeir menn, sem enn ráða mestu í Sovétríkjunum, Krust- joff og Mikojan, tilheyra bylt- ingarkynslóðinni og eru raun- ar seinustu fulltrúar hennar í stjórn flokksins og ríkisins. Krustjoff nálgast orðið sjötugs aldurinn, en Mikojan er þegar kominn yfir hann. Því mun koma að því, áður en langt um líður, að nýir menn taka við stjórn í Sovétríkjunum. Það er söguleg staðreynd, að kynslóðaskipti geta oft haft rniklar breytingar í för með sér. Hver kynslóð kemur með sín sérstöku sjónarmið og =tefnumið. Þótt þeir, sem senn taka við í Sovétríkjunum, séu aldir upp í anda þeirra Lenins, Stalins og Krustjoffs, mun breytt umhverfi og aldarandi ekki hafa minni áhrif á þá. Tæknibyltingin og þeir mögu- leikar, sem hún veitir til að bæta lífskjörin, mun ekki hafa minni álhrif en sjálf bylting kommúnista. Með bættum lífs- kjörum breytast viðhorfin, eins og gleggst hefur komið fram í vestrænum löndum. Síðan kjör verkafólks breyttust þar. hafa viðhorf þess mjög breytzt. s'LOKKSÞINGIÐ, sem hefst í Moskvu í dag, verður því ekki fyrst og fremst sögulegt vegna stefnuskrárinnar, er verður samþvkkt þar. Hún mun verða að víkja fyrir nýjum viðhorf- um og aðstæðum, eins og aðr- ar stefnuskrár, sem hafa verið samþykktar áður. jafnt af kommúnistum sem öðrum. En flokksþingið verður sögulegt vegna þess. að ný kynslóð, sem ekki hefur áður komið þar við sögu, verður i miklum meiri- hluta. Hún mun í dag sam- þykkja það, sem Krustjoff seg- ir. Á morgun verður það hún, sem hefur völdin. Og margt bendir til þess, að hún muni þá marka stefnu, sem getur orðið fi’ábreytt því, sém 22. flokksþingið samþykkir. En þótt þessi stefna geti orð ið verulega frábreytt því, sem segir í stefnuskrá 22. flokks- þingsins, ber vart að gera sér vonir um það að verulega dragi úr sókn Rússai til aukinna yfir- ráða í heiminum. í hinni nýju stefnuskrá er það eins og rauð- ur þráður, að menn eigi að vinna fyrir föðurlandið og setja hag þess og framgang of- ar öllu. Það er betra að gera sér það ljóst, að rússnesk þjóð- ernisstefna mun lifa, þótt eitt- hvað geti dregið úr kommúnist ískum stjórnarháttum í Sovét- í'íkjunum. Af þeim ástæðum eru ekki heldur miklar líkur til, að verulega dragi úr sam- keppninni milli austurs og vest urs í náinni framtíð. Þ. Þ. >VX'V>WV>V' Aðalfundur Félags íslenzkra bifreiðaeftirlitsmanna var haldinn í Reykjavík 7. október s 1. — Fundinn sátu allflestir bifreiðaeftirlitsmenn landsins. Á fundinum voru gerðar þessar áiyktamr: Aðalfundur Félags ísl. bifreiða- eftirlitsmanna haldinn í Reykja- vík 7. október 1961 þakkar vega- málastjórninni það sem gert hefur verið í lagfæringu og merkingu Fundur bifreiðaeftirlitsmanna j vega, en beinir þeim Tilmælum til i vegamálastjóra, að meira verði [unnið að þvi að breikka vegina ! á blindum hæðum og bröttum .brekkum og merkja vel alla slíka 1 staði til öryggis fyrir alla vegfar- endur. Þar sem slysum hefur stórlega fjölgað utan Reykjavíkur, I sam- bandi við bifreiðar og dráttarvél- ar, beinír aðalfundur félagsins því til Slysavarmarfélags íslands og allra aðila, sem með þessi mál hafa að gera, að aukin verði fræðsla almennings á þeirri stór- kostlegu hættu, sem misnotkun slíkra tækja hefur í för með sér Þá skorar fundurinn á alla pku- menn að hafa öryggis- og ljósa- (Framhald a 13 síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.