Tíminn - 17.10.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.10.1961, Blaðsíða 13
TÍMINN, þrigjudaginn 17. október 1961 13 I i'ramfiai" a) B íif'u ; verður hlutskarpastur og eign- ast bókina á 750 krónur. Fótatak manna, eftir sama höfund virtist ekki eins eftir- sóknarvert, Pétur Benediktsson bankastjóri fékk þá bók á 125 krónur. b Nú er þa8 svart f Steinn Steinarr er næstur á dagskrá, Rauður loginn brann. Rvík 1934. — Tvö hundruð, segir ein- hver. — Nei takk, ekki hægt! Ykk- ur er alveg óhætt að byrja með 400 krónur, segir uppboðshald- arinn og horfir ögrandi fram í sal. — Þrjú hundruð, er svarað. — Fjögur hundruð, segir þá Björn Jónsson og eignast þar með bókina. Næst eru boðnar upp á einu bretti ljóðabækur Jakobs Thor- arensen, Snæljós, Sprettir, Kyljur, Stillur, Heiðvindar, allt frumútgáfur. Fjórir verða til að bjóða i bækurnar, það er byrjað á hundraðkalli og svo hækkað um 25 krónur við hvert boð. Skáldið sjálft situr fram í sal og styðst fram á stafinn sinn, lætur brýn síga og klórar sér í skegginu þegar Ólafi Berg mann eru slegnar bækurnar á 175 krónur. — Svo er það Gráskinna næst, segir Sigurður Benedikts- son. Það eru boðnar 50 krónur. — Nú er það svart, segir Sig- urður og það er ekki laust við að nafna hans' Nordal finnist það líka. En það rætist úr þessu áður en varir, margir verða til að bjóða og speifningurinn leyn ir sér ekki. Loks er komið upp í 375 krónur og enginn fæst til að hækka. — Það var lítið, segir Sig- urður Benediktsson. Fyrsta, arinað og þriðja. Bang. Kveikj- arinn skellur á borðplötuna. Höfundur kaupir Lárus Fjeldsted gerir góð kaup er hann fær ársrit Fræða- félagsins 8.—11. bindi á 150 krónur og nú kemur Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi til skjalanna og krækir í Rómeó og Júlíu í þýðingu Matthíasar Jochumssonar á litlar 150 krón- ur. Það verða ýmsir til að bjóða í iVísnakver Páls Vídalíns, Khöfn 1897, en enginn treyst- ist til að fara fram úr 300 krón- unum hans Stefáns Rafns. Nú norfir Sigurður Ben yfir hópinn íbygginn á svip eins og töframaður sem hefur nýtt núm er á prjónunum. — Þá er komið að vini okkar Þorstein, Jósepssyni, segir hann og lyftir upp ritlingi sem ber titilinn: Eg gerist flug- freyja. Sú bók var aðeins gefin út í 150 eintökum og mun af þeim sökum eftirsótt af söfnur- um. Sjálfur er Þorsteinn ákaf- ur bókasafnari og mun það gert af stéttvísi að hafa bókina ekki í stærra upplagi. Sigurður veif- ar bókinni og bíður e^tir boð- um í hana. — Fimmtíu krónur, segir ein- hver. — Ekki hægt, svarar Sigurð- ur. — Sextíu. — Já, er það ekki! Þögn. — Býður enginn hundrað? — Sjötíu. — Áttatíu. — Níutíu. Þögn. Sigurður lyftir hend- inni: Fyrsta, annað og — — Hundrað! er kallað fram í sal. Næst á dagskrá er annar rit- lingur, álíka fágætur, eftir Þor- stein og hann fer líka á hundr- að kall Loks er sá þriðji og síðast: eftir Þorstein Jósepsson, Tveir einþáttungar, útgefnir á Akureyri 1949. Eintak nr. 3 af 50. Og auk þess áritað af höf undi. Það er byrjað á fimmtíu kal) og síðan fikra menn sig ofar, um tíkali í senn, síðan 25 krón- ur og ioks fimmtíukall þangað til komið er upp i 400 krónur. — Fjögur hundruð, býður enginn betur! Fjögur hundruð! Fyrsta, annað og þri — Þá er kallað í ofboði: 425! Og það er enginn annar en höfundurinn sjálfur sem hrepp- ir bókina á þessu verði. fyrsta, annað asta ritverkinu á uppboðinu, íslenzk dýr, í þrem bindum eft- ír Bjarna Sæmundsson. Vandað og vel meðfarið eintak í sam- stæðu skinnbandi. fagurlega gyiit. — Fimm hundruð, segir ein- hver. — Getur enginn sagt þúsund til að flýta fyrir? spyr Sigurður — Eitt þúsund og fimmtíu, er svarað. — Eliefu hundruð. Hlutskarpastur verður Pétur Benediktsson, þrettán hundruð. Ódýrt. — Jón Thóroddsen: Maður og kona, Khöfn 1876, frumút- gáfa, venjulega er slegizt um hana, segir Sigurður og hamp- ar næstu bók. — Hundrað! — Ha? — Tvö hundruð. — Þrjú hundruð. — Þetta er ekki einu sinni fyrir bandinu. Jón Vestdal tryggir sér bók- ina á 450 krónur, fyrsta. annað og þriðja. og - þriðja — Hann hefur vantað þetta, segir Sigurður og snýr sér að næstu bók, Sendibréf frá Gyð- ingi . fornöld, prentað á Seyð- isfirði 1887. Við höfum orð Þor- steins M. fyrir því að bókin sé afar fágæt. En menn láta sér fát um finnast, það berast eng- in boð Sundin blá og Stephan G. — Býður enginn í Gyðing, w ha? segir Sigurður og er nú að-» verða hissa. Og loks verður Lár- us Fjeidsted til þess að taka bókina að sér fyrir 50 krónur. — Jökulgöngur Stephans G. fara á 200 krónur, prentað í Winyard 1921 og Kolbeinslag Stephans, prentað í Winnipeg 1914, lendir hjá Pétri banka- stjóra fyrir 250 krónur. Heilög kirkja Stefáns frá Hvítadal-fer á 50 krónur-og er þó árituð af höfundi — Ljóðabók Nordahls Grieg, Friheten, gefin út i Reykjavík 1943 fer á 100 krón- ur og þykir ódýrt. Sú bók var þó árituð af höfundi. Ljóðabæk- ur Tómasar eru næstar á boð- stólum. frumútgáfan af Við sundin blá fer á 175 krónur. Svo er Fagra veröld, áritað ein- tak í vönduðu skinnbandi. —■ Ykkur er þó óhætt að bjóða hundrað, segir Sigurður. Vill enginn bjóða fyrir mig hundrað? Það er alltof lítið hvort sem er. Hafiiði Helgason eignast bók- ina á 150 krónur. íslenzk dýr. Maður og kona. Kvæði og kviðlingar Bólu- Hjálmars frá 1888 virðast ekki ætla að verða til þess að hrista doðann af mönnum. Loks býður einhver hundrað. — Stundum er nú boðið nokkuð mikið hærra í þessa bók, segir Sigurður mæðulega. Einhverjir ranka nú við sér og Jóni Vestdal er slegin bókin á 225 krónur. Bjarm Guðmundsson eignast Hamlet i þýðingu Matthíasar eftir nokkurt þóf, verðið er þó ekki hátt: 300 krónur aðeins. Og Stormurinn í þýðingu Ei- ríks Magnússonar frá 1885 lend- ir einmg hjá Bjarna fyrir 150 krónur. Nú er komið að einu dýrmæt- FyrirburSur Svo er komið að einu mesta keppikefli bókasafnara, smú- pésa eftir Einar Hjörleifsson Kvaran sem ber nafnið ..Hvorn eiðinn á ég að rjúfa.“ Hann er gefinn út á Eskifirði árið 1880 og af honum eru ekki til nema örfá eintök. Ástæðan til þess er sú að höfundurinn fékk bak- þanka, þegar búið var að prenta pésann, brenndi allt upplagið. En nokkur eintök höfðu þá slæðzt upp á Hérað og þykja nú gulls ígildi. Enda er ekki laust við að glímuskjálfti fari um bekki þegar Sigurður lyftir pésanum hátt í lofti, veiðihárin titra á mörgum bókamanninum. — Þetta er óbundið eintak, ef,Uj: Jjt^köm hreint, segir Sig- imður og Ter sér nú að engu óðslega. Hvar eigum við að byrja? Eigum við að segja þús- und? — Tólf hundruð. er strax kallað. — Tólf hundruð og fimmtíu! Þá hefjast undrin. Ljósin í salnum dofna litið eitt, blikka síðan nokkrum sinnum. Svo verður bjart á ný. — Hann er hér á sveimi, gamli.maðurinn, segir einhver. — Hann vill ekki hafa þetta, segir annar. . — Býður nokkur betur? Tóif hundruð og fimmtíu, fyrsta, annað og þri — — Þrettán hundruð! Og þá slokknuðu ljósin. Það varð niðamyrkur í salnum. Þögn. Svo varð uppi fótur og fit. En Hafliði Andrésson var fljótur að útvega kerti og nú stendur Sigurður í blaktandi kertaljósi með pésa Einars H. Kvaran. — Segir enginn fjórtán eða fimmtán hundruð? En menn sitja hljóðir hvort sem það er af því að pyngjan er létt eða menn taka rafmagns- leysið sem æðri bendingu frá höfundi spíritismans á íslandi. Jón Vestdal forstjóri Sements- verksmiðjunnar. hefur éignazt pésann á 1300 krónur — Þarna gerðirðu góð kaup, segir Sigurður, þetta er ekki meira en eitt tonn af sementi. — Áttu ekki eintak af Verði ljós? kallar einhver. En það varð ekki framar ljós á þessu uppboði. Skrifararnir sátu í flöktandi skímu og skráðu í bækur sínar, bjarminn lék um andlitið á uppboðshaldaranum og söfnuðurinn sat í myrkri Kannske var Einar H Kvaran að gera boð í pésann sinn: Fyrsta, annað og þriðja — sfðasta sinn Jökull. Iþróttir (Framhald af 12 síðu) léttari mótherjar fyrir KR en Keflvíkingar og notaði því rödd sína til þess að hvetja Akurnes- inga í leiknr^n, sennilega í fyrsta skipti í leik íslenzkra liða. Akurnesingar hafa notað marga ágæta leikmenn í B-lið sitt og geta því ekki stillt upp sínu bezta iiði gegn KR. Að þessu sinni vant- aði bæði Gunnar Gunnarsson og Halldór Sigurbjörnsson, B-liðs menn, og ef Þórður Þórðarson er orðinn heill, þá er hann einnig B- liðsmaður. Vörn liðsins var alltof opin í þessum leik, eins og tæki- færi Keflvíkinga bera með sér. Bogi og Helgi Dan. voru beztir í vörninni, en Kristinn Gunnlaugs- son lék nær eingöngu af kröftum gegn Jóni Jóhannssyni og voru fjölmargar aukaspyrnur dæmdar á hann. Sveinn og Jón áttu sæmilega leikkafla en hurfu nær alveg á ' milli. í framlínunni bar Þórður af, og Ingvar átti einnig sæmileg til- þrif. Lið Keflavíkur kom vissulega á óvart í leiknum og greinilegt er, að Keflvíkingar eru að fá ágætt lið, en flestir leikmennirnir eru kornungir. Þrátt fyrir mistök Jóns Jóhannessonar við markið að þessu sinni, er þgr þó greinilega mikið knattspyrnumannsefni á ferðinni, fljótur, baráttufús, og hefur allsæmilega tækni. En beztu menn liðsms enn eru þó Högni Gunnlaugsson og Hörður Guð- mundsson, ásamt markverðinum, sem sýndi ágæt tilþrif í leiknum, og átti enga sök á mörkunum tveimur. Dómari í leiknum var Magnús Pétursson, Þrótti, og fór furðu- lega margt fram hjá honum, þess- um annars ágæta dómara. Strompleikurinn Framhald af 9. síðu. við villandi umsögnum í þá átt, að Strompleikur sé ómerkilegt ör- verpi, sem beri að sneiða hjá, og beri jafnvel fá fyrri einkenni höf- undar síns. Það er misskilningur. Vafalítið verður honum ekki skip- ag við hlið Sölku Völku, fslands- klukkunnar né annarra beztu verka Kiljans, en hann gerir höf- undi sínum enga skömm til. Hins vegar er hann húmorsnauðu fólki og snobbum til lítils eyrna- og augnayndis. En hinn almenni leik- hússgestur getur notið hans sér til ánægju, ef hann kemur í leik- húsið hleypidómalaus — og helzt með npkkurri þekkingu á fyrri verkum Laxness. Strompleikur er skemmtilegt sviðsverk og á það skilið, að sem flestir sjái hann. Ragnar Jóhannesson Framhald af 5. síðu. búnað bifreiðanna í lagi, þar sem myrkur og vetur er að ganga í garð og haga akstrinum samkv. 49. gr. umferðalaga. Almennt mót norrænna bifreiða eftirlitsmanna var haldið í Hels- inki dagana 27.—30. júlí s. 1. Bif- reiðaeftirlitsmenn frá öllum Norð- urlöndunum ásamt vegamálastjór- um Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar sátu mótið. Á mótinu var meðal annars rætt um hin tíðu og alvarlegu umferðaslys er oft stafa af ógætilegum og gálausum akstri. _ Stjórn íélagsins skipa: Gestur Ólafsson, formaður, Svavar Jó- hannsson, ritari, Sverrir Samúels- son, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Ber-gur Arnbjömsson og Magnús Wium Vilhjálmsson. ALLT A SAMA STAÐ TRIKO LOFTÞURRKUMÓTORAR RAFMAGNSÞURRKUR BLÖÐ TEINAR í flesta bíla MERKI SEM MÁ TREYSTA EGILL VILHJALMSSON H.F Laugavegi 118 — Sími 22240 Vanur skrífstofumaður óskast strax. Upplýsingar í Ríkisbókhaldinu, Arnarhvoli. Iðnaðarhúsnæði 200—300 ferm. í úthverfum eða nágrenni óskast. Upplýsingar í Sjávarafurðadeild SÍS, Sambands- húsinu, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.