Tíminn - 17.10.1961, Blaðsíða 3
TfMÍNN, þriðjudaginn 17. Qktóber 1961
verður
NTB—New Yor 16. okt. —
Austur og Vestur virðast nú
hafa náð samkomulagi um
bráðabirgðaeftirmann Dags
Hammarskjölds í embætti að-
alframkvæmdastjóra , Samein-
uðu þjóðanna. Adlai Steven-
son, aðalfulltrúi Bandaríkj-
anna hjá S.Þ., tilkynnti í sjón-
varpsræðu í gærkvöldi, að U.
Thant, sem verið hefur aðal-
fulltrúi Burma hjá samtökun-
um, mundi verða eftirmaður
Hammarskjölds til bráða-
birgða. Enn er þó eftir að
semja endanlega um aðstoðar
framkvæmdastjóra, hvað þeir
skuli vera margir, frá hvaða
löndum og að lokum hverjir.
Vonir standa þó til þess, að
ágreiningur um þau atriði
jafnist innan skamms.
Fulltrúi fyrir Vestur-Evrópu
— aðstoðarmenn ekki fleiri
en fimm
Samkvæmt nýjustu fréttum
halda Bandaríkin nú fast við þá
kröfu sína, að í hópi aðstoðar-
framkvæmdastjóranna skuli Vest-
ur-Evrópa eiga einn fulltrúa. Enn
fremur er það skoðun Bandaríkja-
manna, að aðstoðarframkvæmda-
stjórarnir, sem starfa eiga við
hlið hins nýja aðalframkvæmda-
stjóra og vera honum til halds
og trausts, megi ekki vera fleiri
en fimm, að því er segir í heim-
ildum frá sendinefnd U.S.A. á alls |
herjarþinginu. Bandaríkin álíta,
að Vestur-Evrópa eigi að fá einn
aðstoðarmanninn vegna þess, að
ekki sé hægt að líta á Bandaríkin
sem talsmann eða málsvara Vest- j
ur-Evrópu, en Sovétríkin geti -
aftur á móti talizt fulltrúi Aust-1
ur-Evrópu. Eins og fyrr segir, er j
enn eftir að ganga frá samkomu- j
lagi um ýmis atriði í sambandi
við undirmenn. U. Thant, og tals-
maður Bandaríkjanna sagði í dag,
að þrátt fyrir orðróm um að Thant
hefði veitt Sovétríkjunum trygg-
ingu fyrir einhverju, sem Banda-
ríkjunum hefði ekki verið veitt
samsvarandi trygging fyrir, hefði
Stevenson átt tal við U. Thant og
áliti fulltrúa Burma ágætlegaJ
hæfan til að takast á hendur
þetta ábyrgðarmikla starf.
Síðan Hammarskjöld féll ,frá
hefur sífellt stríð verið háð um1
eftirmann hans og tilhögun fram-
kvæmdastjórnarinnar framvegis á
vettvangi S.Þ. Það hefur verið
deilt um, hvort einn framkvæmda
stjóri skyldi fara með stjórn sam-
takanna áfram eða tillögur Rússa
um þriggja manna framkvæmda-
stjórn teknar til greina. Sú bráða-
bírgðalausn, sem nú hefur fengizt,
byggðist á því, að Rússar féllu
frá kröfu sinni um þriggja manna
framkvæmdastjórn, en Bandaríkm
hafa aftur á móti slakað til varð-
andi aðstoðarframkvæmdastjórn
S.Þ., þó að endanlega hafi ekki
verið um hana samið enn sem
komið er. Flestir munu. nú fagna j
því, að samkomulag hefur náðst j
um U. Thant. Er þess vænzt, að
Öryggisxáöið og allsherjarþingið
geri nú allt, sem i þeirra valdi
stendur til að afgreiðslu þessa
vandamáls verði hraðað sem mest.
Stevenson sagði í kvöld, að það
væri ekki útilokað, að þessi bráða
birgðalausn gæti orðið til fram-
búðar.
U. Thant er fæddur í Rangoon
Thant
og er 52 ára að aldri. Hann var
lengi skólastjóri, en hætti kennslu
störfum 1947 til að taka við starfi
sem yfirmaður blaða og útvarps.
þegar Burma varð sjálfstætt ríki.
Það hefur farið heldur lítið fyrir
honum, þó að hann hafi komið
við sögu og starfað á vettvangi
S.Þ. í 4 ár. Og víðkunnur varð
hann ekki, fyrr en farið var að
svipast um af ákafa og reyna að
(Framhatd á 2 síðu i
Dagsbrúnarfundur
samþykkti uppsögn
Á Dagsbrúnarfundi, sem haldinn var á sunnudaginn I Iðnó,
var samþykkt með öllum atkvæðum gegn einu að segja upp
kaupgjaldsákvæðum í gildandi samningum við atvinnurekend-
ur og leita eftir breytingum á samningunum með það fyrir
augum, að kaupmáttur launa vcrði ekki minni en hann var
1. júlí síðastliðinn, auk þess sem sett verði ákvæði í samn-
ingana, er tryggi varanleik kaupmáttarins.
Kongóstjórn
vopnahlé við
óánægð með
Tshombe
NTB—Elísabethville—Leop
oldville 16. okt. — Síðastliðið
iaugardagskvöld undirrituðu
þeir Mahmoud Khiari, full-
trúi S.Þ. í Katanga og
Thsombe, forseti landsins,
samkomulag um endanlegt
vopnahlé í Katanga.
á það gagnvart Linner, að hann
væri mjög áhyggjufullur vegna
þessa vopnahlés og óttist ag frek
ari afskipti S.þ. og aðgerðir haldi
áfram í Kongó. Miðstjórnin álítur
að með þessu vopnahléi hafi að-
staða Tshombe batnag mjög. Síð-
degis í dag lágu ekki fyrir neinar
heimiidir um árangurinn af við-
ræðum Linnes og Adoula, en bent
hafði verið á, að Linner mundi
gera allt, sem hann gæti til að
kveða niður grundsemdir um á-
framhaldandi afskipti S.þ. í Kongó
vegna vopnahlésins.
Á blaðamannafundi í Leopold-
ville fyrr i dag skýrði fuiltrúi frá
aðalbækistöð S.þ. frá því, að
Tshombe forseti mundi innan tíð-
ar senda orðsendingar til Leppold-
ville, þar sem hann leitaði eftir
að teknar yrðu upp viðræður miili
Katangastjórnar og Kongóstjórnar
um stöðu Katanga í Kongólýðveld-
inu.
U THANT
GUMUPSALA SIGR-
AÐI í TYRKLANDI
NTB—Ankara, 16. okt. —
Það er nú Ijóst orðið, að í
þingkosningunum í Tyrklandi,
sem fram fóru í gær og eru
hinar fyrstu frá uppreisn
hersins og valdatöku vorið
1960, hefur Réttlætisflokkur-
inn náð algjörum meirihluta
undir forystu hins 64 ára
gamla hershöfðingja, Gumup-
sala.
Síðustu opinberar niðurstöðutölur
sýna, að flokkurinn hefur fengið
78 þingsæti í Öldungadeildinni og
230 í fulltrúadeildinni.
Samkvæmt nýjustu heimildum
er skipting milli hinna ýmsu
flokka þessi:
Öldungadeild: Réttlætisflokkur-
inn 78, Repúblikanaflokkurinn 35,
Þjóðlegi bændaflokkurinn 20 og
Nýi Tyrklandsflokkurinn 17.
Fulltrúadeild: Réttlætisflokkur-
inn 230, Repúblikanaflokkurinn
140, Þjóðlegi bændaflokkurinn 40
og Nýi Tyrklandsflokkurinn um
40.
Eins og fyrr segir voru kosning
arnar í gær hinar fyrstu síðan
tyrkneski herinn ger'ði uppreisn
sína og rak ríkisstjórn Adnan
Menderes frá völdum, en hann og
nokkrir samstarfsmenn hans voru
hengdir fyrir stjórnarskrárbrot í
september sl. Réttlætisflokkurinn
er af mörgum álitinn sá flokkur,
sem tekið hafi forystuna og gerzt
arftaki demókrataflokksins, sem
nú er bannaður í landinu, en það
var flokkur Menderes á sínum
tíma. í kosningabaráttunni notaði
Réttlætisflokkurinn gálga sem
tákn sitt.
Sigurvegaranum í kosningun-
um, Gumupsala hershöfðingja,
var ákaft fagnað af mörgum þús-
undum manna, þegar hann kom
með flugvél frá Izmir til Ankara
í kvöld. Mannfjöldinn ruddist
fram og yfirsteig allar hindranir
lögreglunnar á flugvellinum, svo
að hinn aldni hershöfðingi varð
að fá hjálp lögreglunnar til að
komast að bílnum, sem beið hans.
Þegar Gumupsala og kona hans
höfðu tekið sér sæti í bílnum,
þokaðisl bílalest, sem i voru a.m.
k 100 bílar áleiðis til borgarinn-
ar, og á eftir þeim barst ómur af
flautum álíkra margra bíla, sem
þeyttu lúðrana ákaft
Þar með lýkum öllum bardög-
um milli liðs Sameinuðu þjóðanna
og hers Tshombe, en aðgerðir S.þ.
í Katanga miðuðu að því, að sam-
eina fylkið öðrum hlutum Kongó-
lýðveldisins. Lið S.þ. hindrar ekki
að Katangaher verjist utanaðkom
andi árásum á fylkið af cjgin ram
Iei'k, en það þýðir, að hann má
beita her sínum gegn hermönnum
miðstjórnarinnar í Leopoldville,
en nokkur herfylki hafa verið
send þaðan ag landamærum
Katangafylkis. f dag átti svo að
skipta á föngum án vopna. í fyrstu
krafðizt Tshombe þess, að allt lið
S.þ. hyrfj frá Katanga, en fékk
því ekki framgengt að sinni.
Aðalfulltrúi S.þ. í Kongó, Svíinn
Sture Linner, bað Adoula, forsæt
isráðherra miðstjórnarinnar þar í
Jandi, að gera n£nari grein fyrir
áhrifum vopnahlésins, en mjð-
stjórnin telur þetta vopnahlé ranig
látt og gera Katangamönnum of
hátt undir höfði og bæta aðstöðu
þeirra gagnvart sér. Upplýsinga
málai'áðherra miðstjórnarinnar
sagði 4 blaðamannafundi s.l. laug
ardag, að stjórn sín teldi sig alls
.ekki bundna af þessum vopnahlés
samningj.
Fá mikilvæga staði
Samkvæmt samniiigi fær Kat-
angastjórn aftur í hendur ýmsa
mikilvæga staði, sem hún missti
í hendur S.þ., er bardagar stóðu
yfir, og S.þ. fá aftur sínar fyrri
bækistöðvar. Herir beggja fá
frelsi til að ferðast eins og þeir
þurfa til að geta gengt hlutverki
sínu Lið S.þ. verður að láta af
hendi allar þær opinberar bygg-
ingar í Elísabethville, sem það
-náði á sitt vald, þ.fl.mi eru aðal-
pósthúsið og útvarpsstöðin. Lög-
regla Katangastjórnar mun gæta
flugvallarins í Elísabethville og
'samkvæmt samningnum hefur
stjórnin leyfi til að hafa þar fá-
hennt herlið. Flugvöllurinn var í
fyrradag opnaður fyrir eðlilegri
umferð.
Ádoula óánægður
Eins og áður er getið, gekk
Sture Linner, fulltrúi S.þ. í Kongó
á fund Cyrille Adoula, forsætis-
ráðherra miðstjórnarinnar í
Kon-gó í dag og bað hann að gera
nánari grein fyrir þvi, hverja ann
marka Kongóstjórn teldi einkum
á vopnahléi milli Katanga og S.þ.
Áður en þeir ræddust vig hafði
miðstjórnih sent út fréttatilkynn-
ingu þess efnis, að hann hefði 43.518, 122.764, 135,915. — Birt án
fyrir hönd hennar ekki dregið dul ábyrgðar.
Verzlunar-
ráð þingar
Aðalfundi Verzlunarráðs fs-
lands er nýlokið. Samþykkti fund-
urinn allmargar ályktanir, þar á
meðal eina, þar sem segir, að fund
urinn sé því fylgjandi, að sótt
verði um upptöku , Sammarkað-
inn, cnda fylgi umsókninni engin
skuldbinding um aðild.
Samþykktar voru ályktanir um
efnahagsmál, verðlagsmál, Efna-
hagsbandalag Evrópu, seðlabank-
ann, kaupþing, lagfæringu á toll-
um, geymslufé hjá bönkum, Verzl
unarbankann, ólöglegan innflutn-
ing, opinber fyrirtæki, einkasölur
ríkisins, einokun, rannsóknarmál
og skattamál.
Stjórn verzlunarráðsins skipa
nú þessir menn: Birgir Einarsson,
ísleifur Jónsson, Gunnar Ásgeirs-
son, Hans R. Þórðarson, Kristján
G. Gíslason, Egill Guttormsson,
Hilmar Fenger, Tómas Pétursson,
Gunnar Friðriksson, Gunnar Guð-
jónsson, Magnús Víglundsson,
Þorvaldur Guðmundsson, Magnús
J. Brynjólfsson, Othar Ellingsen,
Kristján J. Kristjánsson, Sigurður
Magnússon, Sigurður Ó. Ólafsson,
Tómas Björnsson og Einar Guð-
finnsson.
Dregið í A flokki
í gær var dregið í A flokki
happdrættisláns ríkissjóðs. Hæstu
vinningar féllu þannig: 75 þús.
kr.: 133.289. 40 þús. kr.: 93.189.
15 þús. kr.: 59.551. 10 þús. kr.: