Tíminn - 17.10.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.10.1961, Blaðsíða 12
12 TÍMINN, þriSjudaginn 17. október 1961 >> A/*/* •.....'..• v ' r " 'Jj&- ;.i4§iir -j RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON ☆ Það er oft sagt að heppni fylgi þeim sterkari, og það kom vel í ljós í undanúrslita- leik bikarkeppninnar á Mela- vellinum á sunnudag. Þar tókst Akurnesingum að sigra Keflvíkinga með tveimur mörkum gegn einu, þrátt fyr- ir það, að Keflvíkingar áttu öllu meira í leiknum, og miklu betri tækifæri til að skora úr. En framherjunum mistókst herfilegá við mark Akurnes- inga og afleiðingin varð sú, að Keflavík féll þar með úr keppninni. en Akranes leikur úrslitaleikinn á sunnudaginn kemur við íslands- og bikar- meistara KR. Aðstæður voru vægast sagt lé- legar á Melavellinum, þegar leik- urinn hófst. Stórir pollar víðs veg- ar um völlinn, einkum þó á syðri þar með sínum góða fæti (þeim vinstri) hörkuskoti á markið, sem flaug í netið, algerlega ó- verjandi. Nokkru eftir þetta mark lék Þórður einnig aftur iaglega í gegn, en aðþrengdur á markteig tókst honum ekki að konia knettinum í markið. sunnudaginn. skorar hann fyrsta markið (Ljósmynd Bj. Bj.). Keflvíkingar misnotuðu tækifæri sín vallarhelmingnum, urðu orsök ým- issa furðuiegra atvika í leiknum, og í fyrri hálfleik rigndi nokkuð. Hins vegar gerði ágætt veður í síðari hálfleiknum Leikurinn í heild var allskemmtilegur, hraði mikill, sem að nokkru stafaði af því, að knötturinn, sem leikið var með, virtist of léttur, og flaug lang ar leiðir við minnsta spark, og úr- slit óviss fram á síðustu stund, og vissulega hefði lokasprettur Kefl- víkinga átt að minnsta kosti að færa þeim jafntefli eða jafnvel sigur. Kefivíkingar fengu ótrúlega góð tækifæri þá. Tvívegis stóð hinn ungi miðhcrji liðsins, Jón Jóhannsson, sem sagður er hafa skorað milli 40 og 50 mörk í sumar, og er því markhæstur Úrslifaleikurinn í bikarkeppninni verður nk. sunnudag milli KR og Akraness meistaraflokksmanna, fyrir opnu marki með knöttinn, en allt kom fyrir ekki. í fyrra skiptið rak hann hnéð í knöttinn svo hann rann til Helga Daníelssonar, markvarðar, og í síðara skiptið hitti hann ekki knöttinn og var það öllu átakanlegra. Og .dreng- urinn stóð þarna aleinn fyrir miðju marki i báðum tilfellum, en taugarnar brugðust — og því fór sem fór. Fyrri hálfleikur Keflavíkurliðið var framan af leiknum nær óþekkjanlegt frá fyrri leikjum þess á Melavelli í sumar — og í heild er það í stór- mikilli framför. Það hafði yfirtök í leiknum á nær öllum sviðum, og knötturinn kom sárasjaldan yfir á vallarhelming Keflvíkinga fyrsta hálftíma leiksins. En knötturrnn vildi ekki í mark Akurnesinga. í: eitt skipti komst Páll Jónsson, hægr'i útherji Keflavíkur, inn fyrir vörnina og lyfti knettinum laglega yfir Helga Daníelsson í átt að markinu, én knötturinn fór rétt fram hjá stönginni. I En það, sem Keflvíkingar áttu ekki í liði sínu, liöfðu Akurnes- ingar; mann, sem vann leikinn (matchwinner). Þórður Jónsson bar af í þessum leik og skoraði bæði mörk Akurnesinga mjög laglega. Þegar rúmur hálftími var af leik náðu Akurnesíngar snöggu upphlaupi. Jóhannes var með knöttinn úti á hægri kanti, en Þórður hljóp í eyðu á miðj- unni, og þegar Jóhannes renndi knettinuni til Þórðar sneiddi liann knöttinn mjög laglega með vinstri fæti fram hjá markverði Keflvíkinga. Og í síðari hálfleik skoraði Þórður annað mjög fal- legt mark. Hann fékk knöttinn á hægri kanti, lék á bakvörð- inn og inn að vítateig, og spyrnti Talsvert lifnaði yfir Akurnes- ingum í fyrra hluta síðari hálfleiks og þeir náðu þá sínum hezta leik- kafla. Þó ekki fyrr en Hólmbert hafði jafnað fyrir Keflavík fyrst í hálfleiknum eftir góðan undir- búning Harðar Guðmundssonar. Sveinn Teitsson og Jón Leósson höfðu þá yfirtökin á miðjunni, og sóknarmennirnir gátu þá einbeitt sér betur. En eftir síðara mark Þórðar dofnaði aftur yfir liðinu — og sennilega hafa leikmennirnir þá talið sigurinn vísann. En það var öðru nær, og þegar litið er á leikinn í heild mega Akurnesing- ar teljast heppnir að hafa komizt í úrslit keppninnar, þótt vissulega eigi þeir leikreyndari og sterkari einstaklingum á að skipa en Kefl- víkingar — og kraftana spöruðu varnarleikmenn Akurnesinga ekki. Síðasti stundarfjórðungurinn var nær stanzlaus sókn af hálfu Keflví'kinga, sem voru brotin með einstaka snöggu upphlaupi — oft- ast hættulegu — Akurnesinga. Og reyndar má telja furðulegt, að Keflvíkingar skyldu þá ekki skora. Jón Jóhannsson fékk þá hin góðU tækifæri sín — og tvisvar áttu Keflvíkingar föst skot, sem rétt strukust framhjá markinu. Og eitt atvik olli nokkrum deilum. Hægri útherji Keflvíkinga tók auka- spyrnu rétt við vítateig Akurnes- inga og spyrnti að markinu. Eftir nokkuð þras við mai'kið náði Helgi Daníelsson knettinum og stóð þá nokkuð fyrir innan marklínuna. Keflvíkingar álitu knöttinn kom inn inn fyrir línuna, og réttu upp hendurnar til merkis um það, en dómari og línuvörður gerðu enga athugasemd, enda báðir illa stað- settir til þess að geta dæmt um, hvort knötturinn var fyrir innan línu eða ekki. Og tíminn sniglað- ist áfram. Keflvikingar sóttu, dn höfðu engan leikmann á skotskóm og gátu ekki skorað, og Akurnes- ingar leika því til úrslita við KR á sunnudaginn —■' og það verður áreiðanlega óskaúrslitaleikur margra. Og eitt er víst, að Egill rakari hefur á einhvem hátt fund ið það út, að Akurnesingar yrðu H'riin'' 1 Stærsta gjöfin til Ríkharðs Jónssonar Á laugardaginn kom Eirík- ur Helgason, knattspyrnumaS- ur í Reyni í Sandgerði, sem áður fyrr lék með meistara- flokki Víkings, á ritstjórnar- skrifstofu blaðsins, og var með stærstu giöfina, sem hing að tíl hefur borizt í söfnunina handa Ríkharði Jónssvni — eða rúmar tíu búsund kónur. Þessi gjöf, kr. 10.065 var frá ís- lenzkum aðalverktökum og starfs- mönnum a Keflavíkurflugvelli, en Ríkharður á þar marga aðdáendur, sem vonast til, að þessi gjöf komi honuni að einhveijum notum við að fá bata aftur. Blaðinu bárust einnig fleiri gjaí- ir á laugaraaginn. Vilhjálmur Ein arsson, þrístökkvari og kennari í Bifröst kom með 1730 kiónur frá Samvinnuskólanum að Bifröst og er það framlag frá kennurum og nemendum. íþróttanefnd skólans hafði allan veg og vanda af þessu og þetta ér ekki svo lítil upphæð frá skólafólki og það ekki stærr hóp en stundar nám að Bifröst Og eftir því sem blaðið veit bezi þá er þetta eim skólinn. sem lagt hefur fram peninga í söfnunina Þá bárust einnig á laugardaginn 100 kr. frá ónefndum. Pollarnir á vellinum settu svip sinn á leikinn. Hér kastar markvörður Keflvíkinga sér á knöttinn, sem hcfur stanzað í einum pollinum, og eins og gefur að skilja var drengurinn heldur betur blautur á eftir. (Ljm. Bj. Bj.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.