Tíminn - 15.11.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.11.1961, Blaðsíða 3
í^jygfflN N, migvifcudagjim n^ventDeK qwnt 3 1000 nemendur á ári að meðaltali Hægt er að velja um 27 námsgreinar Eins og frá var skýrt í blað- inu í gær, er Bréfaskóli SÍS nú að bæta við sig einni náms grein, starfsfræðslu. Á fundi með blaðamönnum í fyrradag, þar sem frá þessu var skýrt, rakti Guðmundur Sveinsson skólastjóri einnig sögu skólans í stuttu máli, en skólinn er nú að komast á 23. aldursár. Sá, sem lengst hefur stýrt skól- anum, er Vilhjálmur Árnason lög- fræðingur, og má segja, að hann hafi að langmestu leyti byggt skól- ann upp og mótað hann að sænskri fyrirmynd. Vegna fólks- fæðar okkar kemst nemendafjöldi skólans aldrei í hálfkvisti við það, sem erlendis gerist, en þó mun láta nærri, að 1000 nemendur hafi stundað nám við skólann á hverju ári, að meðaltali. Aukinn menntunarmöguleiki Kostir bréfaskóla eru einkum þessir: Hann gefur þeim, sem í strjálbýli búa, aukinn menntunar- mðgulefka, hann veitir tækifæri til þess að nýta tómstundir til náims, nemendur geta hafið nám hvar sem er og á hvaða árstíma sem er, og búið sig undir fram- haldsnám eða framtíðaratvinnu, ogog bréfaskólinn gefur mögu- leika til aukinnar almennrar þekk ingar, án þess að nokkuð annað en námfýsi komi til. Einnig eru bréfa skólar mjög hagkvæmir í sam- bandi við starfsemi leshringa. 17 kennarar I>eir, sem nema vilja í Bréfa- skóla SÍS geta nú valið um 27 námsgreinar. Kennslu er þann veg háttar, að nemandinn fær kennslubréf í þeirri grein, sem hann hyggst leggja stund á, og sendir síðan úrlausnir sínar til bréfaskólans, en þaðan er þeim komið til viðkomandi kennara og leysir hann úr fyrir nemendum svo fljótt sem kostur er á. í starfsliði skólans eru nú 17 kenn- arar, og er reynt að tryggja sem kennara færustu menn, sem völ er á. Framburðarkennsla í sambandi við málakennslu Bréfaskóla SÍS er vert að vekja athygli á því, að Ríkisútvarpi'ð hefur komið til móts við skólann með því að hafa framburðar- kennslu á dagskrá sinni, og er sú kennsla miðuð við kennslubréf Bréfaskóla SÍS. Rússar kref jast hlutleysis Finna Niðurstöður viðræðnanna í Moskvu NTB—Helsinki 14. nóv. — Sovétríkin hafa beðið um tryggingu fyrir því, að Finn- ar haldi áfram hlutleysis- stefnu sinni og hafa ekki fram að þessu sett fram neinar kröfur um herna'ðarmálefni á hendur Finnum segir í yfir- lýsingu finnska utanríkisráðu- neytisins um viðræður Karj- alainens og Gromykos, sem opinberlega var birt í Hels- inki í dag. Ringulreið í Kongó NTB—Leopoldville 14. nóv. Ástandið í Kongó versnaði í dag, er kunnugt varð, að Kongóhermenn höfðu um- kringt hið malajíska setulið S.Þ. á Kindu-flugvellinum í Kivuhéraði. Talsmaður hersveita Sameinuðu þjóðanna í Leopoldville sagði, að vatnsskammtur Malajamannanna hefði verið tekinn af þeim og Kongóhermennirnir ógnað þeim með því að hóta að skjóta á allar flugvélar, sem gerðu sig líklegar til að lenda á Kindu. Á laugardaginn tóku Kongóher- mennimir 13 ítalska flugmenn til fanga, en þeir voru að færa Mal- ajamönnum hervagna og höfðu lent á vellinum. Síðan kvað tals- maðurinn ástandið hafa versnað. Hann staðfesti einnig fregnir um, að ítölsku flugmönnunum hefði verið misþyrmt og tuttugu skotum hleypt af, þegar vélarnar lentu. Einn ítalinn særðist alvarlega. Victor Lundula hershöfðingi, sem í gær var útnefndur yfirmað- ur herjanna í Kivuhéraði og Ori- entale, flaug í dag frá Leopold- ville til Kivu til að athuga málið. í fylgd með honum voru innan- rikisráðherrann, Christophie Gbenye, og sex háttsettir liðsfor- ingjar og embættismenn. — í gær átti fulltrúi Lundula tal við her- sveitirnar, sem umkringdu Kindu- flugvöllinn. En hermennirnir neit uðu þá að sleppa föngum sínum eða leyfa S.Þ. að hafa samband við þá. „Við getum ekki verið ör- uggir um hugsanlegar heimsókn- ir“, var svarið, Stjórn Balukabat-flokksins rikir nú í miklum hluta Norður-Kat- anga og ræður m. a. bæjunum Albertville, Nyunzu, Manono og Kabalo. Fréttaritarar S. Þ.. sem hafa flogið yfir þessa staði. s<áu hóp miðstjórnarhermanna 80 km frá Albertville. Þeir lentu í ná- grenninu og gáfu sig á tal við höfuðsmann, sem var æðsti mað- urinn í þessum hóp. Hann kvaðst hafa fengið skipun frá miðstjórn- inni um að halda áfram inn í Al- bertville. Hjá hermönnunum var aragrúi villimanna, sem búpir voru bogum og eiturörvum og til alls vísir. i Gromyko héit því fram við kollegá si.nn, að stjórnmálaástand ið í Finnlandi væri orðið ótryggt, og hópur stjórnmálamanna stuðl- aði a© því, að hrndra það, að Finnar rækju sömu stefnu í utan- rikismálum hér eftir sem hingað til. Ef Sovétstjórni.n fengi nú ör- ugga staðefstingu þess, að ekkert verði til þess að hindra vinsam- lega sambúð ríkjanna, mætti kannski komast hjá samningum um hernaðarmálefni, segir í til- kynningunni. Mörgum létti Heimiltíir í Helsinki skýra frá því, að mörgum þar í borg hafi létt við tilkynningu finnsku stjórn arinnar, en kviði greip um sig strax og finnsku stjóminni barst orðsending Rússa, þar eð ekki var ljóst, hvað Sovétstjórnin vildi, en um það höfðu gengið sögusagnir og mikið um það deilt síðan 30. október. Stjórnmálafréttaritarar í Helsinki telja, að orðsendingin hafi átt að hafa áhrif á forseta- kosningarnar, sem standa fyrir dyrum í landinu eftir áramótin og beri hún vott um ,að Rússar óski þess eindregið, að Kekkonen verði endurkjörinn. Hreinar línur Utanrikisráðuneytið finnska birti tilkynningu síma eftir að ríkis stjórnin hafðj skýrt Fagerholm þingforseta, og leiðtogum flokk- anna frá niðurstöðum viðræðn- anna við Gromyko. í yfirlýsingunni segir, að Gromy ko hafi í upphafi viðræðnanna skýrt frá sjónarmiðum Sovétstjóm arinnar í alþjóðamálum og sagt, að Sovétstjórnin yrði að taka til- lit til öryggis landsins samkvæmt því. Hann kvað hernaðaryfirvöld í Sovétríkjunum lengi hafa kraf- izt viðræðna við Finma um her- mál í sambandi við vináttusamn- ing ríkjanna. Gromyko kvað Rússa ekki hafa minnsta hug á að blanda sér í innanríkismál Finna. þeir tækju þvert á móti fnllt tillit tii stefnu þeirra i utan ríkismáiu.m, en hef'ðu ekki kom- J izt hjá að veita þeim breytingum | í fimnskum stjórnmálum upp á síð kastið, sem áður er getið, athygli. Karjalainen svaraði því til, að það væri rétt, að í Finnlandi væru ýrnsir flokkar með mismunandi sjónarmið, en eins og Sovétríkin vissu, væru allir finnskir flokkar fylgjandi hinni svoköHuðú Paasi- kivi-línu. Hamn kvaðst þess full- vís, að finnska þjóðin óskaði þess, að vinsemd og tillitssemi ríkti framvegis í samskiptum ríkjanna, að því er segir í tilkynningu finnsku stjórnarinnar. Tage Erlander skýrði sænska þinginu frá því í dag, að Svíar hefðu í haust gert ýmsar víðtækar og kostnaðarsamar varúðarráðstaf- anir og hernaðarráðstafanir, og hefði öryggi landsins aldrei verið betur borgið en nú, ef til hemaðar átaka kæmi. Orgeltónleikar í Dómkirkjunni Næstkomandi fimmtudag, 16. nóvember kl. 9, heldur Ragnar Björnsson orgeltónleika í Dóm- kirkjunni. Á efnisskránni eru eingöngu síðrómantísk verk eftir ýmsa höf- unda. Má þar nefna verk eftir Þjóðverjann Max Reger, en verk hans eru mjög erfið og hefur eng- inn íslenzkur höfundur flutt þetta verk hans fyrr á íslandi. Einnig flytur hann verk eftir Lizt, Bach og Pál ísóifsson. Ragnar er fyrir löngu kunnur sem orgelleikari og kórstjórnandi. Hann er aðstoðar- organleikaii við Dómkirkjuna og stjórnandi karlakórsins Fóst- bræðra. Ragnar halut mikla viður- kenningu sem kórstjórnandi í síð- ustu utanför Fóstbræðra, sem hlutu mjög góða dóma og ágætar undirtektir. Ragnar hefur áður haldið orgeltónleika hér heima og er sífellt að bæta við sig á því sviði. Síðast liðið sumar var hann við nám í Miinchen. Aðgöngumiðar að tónleikunum verða seldir í verzlunum Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal. Listaverk Ásgríms á jólakortum Um þessar mundir er eitt ár liðið síðan Ásgrímssafn var opnað almenningi. Hefur safnið nú hafið útgáfu á listaverkakortum fyrir jólin, og urðu fyrir valinu tvær þjóðsagnateikningar, Búkolla og Átján barna faðir í álfheimum, og olíumálverk af Hek’.u, málað árið 1923. Eru þessi listaverk í eigu safnsins. Kortið af Heklu er prent- að í litum, og er að öllu leyti unn- ið hérlendis. Vandað hefur verið mjög til þessarar útgáfu. Mynda- mótið af Heklu-kortinu var gert í Prentmót h/f, og vann það verk Eiríkur Smith, listmálari. Prentun önnuðust Litmyndir s/f í Hafnar- firði. Kortið er tvöfalt, ogr á ba-k- hlið þess er mynd af Ásgrími, ásamt stuttum texta á ensku og dönsku. Er þetta kort hin fegursta jólakveðja til vina og fyrirtækja erlendis. Hér í Reykjavík er Heklu-kortið til sölu í Ásgrímssafni. En vegna þess að safnið er ekki opið nema 3 daga í viku, verður það einnig selt í Baðstofu Ferðaskrifstofu rík- isins. Á Norðurlandi er Heklu- kortið til sölu í Listmuna- og blómabúð KEA á Akureyri. Þjóðsagnakortin eru einnig tvö- föld, og á þau eru prentaður skýr- ingatexti á íslenzku og ensku. Eru þau kort seld í nokkrum bóka- og ritfangaverzlununum í Reykjavík, og einnig á nokkrum stöðum úti á landi. RAGNAR BJÖRNSSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.