Tíminn - 14.12.1961, Page 5
TIMINN, fimmtudaginn 14. desember 1961
5
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framlcvæmdastj6ri: Tómas Arnason Rit
stjórar- Þórarinn Þórarinsson (áb.). Andrés
Kristjánsson Jón Helgason Fulltrúi rit
stjórnar- Tómas Karlsson Auglýsmgá-
stjóri: EgiU Bjarnason - Skrifstofur 1
Edduhúsinu — Simar 18300—18305 Aug
lýsingasími: 19523 Afgreiðslusimi: 12323
' — Prentsmiðjan Edda h.f —
Áskriftargjald kr 55 00 á mán innanlands
f lausasölu kr 3.00 eintakið
Fimm einkenni
fjárlaganna
Alþingi vinnur nú aS afgreiðslu fjárlaganna fyrir
1962, en ætlazt er til, að henni verði lokið fyrir jól. Þótt
endanlega sé-það ekki séð fyrir, hver lokaafgreiðsla þeirra
verður, er þó þegar ljóst, hver meginstefnan verður. Hún
er mjög glögglega dregin upp í nefndaráliti 1. minnihluta
fjárveitinganefndar, Halldórs Ásgrímssonar, Halldórs E.
Sigurðssonar og Ingvars Gíslasonar, en þar segir m. a.:
„Ríkisstjórnin fylgir við afgreiðslu þessara fjárlaga
sömu stefnu og hún hefur fylgt við afgreiðslu fjárlaga,
síðan hún kom til valda. Meginatriði þeirrar stefnu eru
þessi:
1. Síhækkandi fjárlög, þ. e. meiri álögur á þjóðina.
2. Gjaldeyrisbyrðarnar færðar af þeim efnameiri yfir
á þá efnaminni.
3. Ýmis lögboðin útgjöld ríkissjóðs ekki tekin á fjár-
lagafrumv.
4. Dregið úr framlagi til uppbyggingar í landinu.
5. Útþensla ríkisbáknsins ráðandi. Sparnaður nær
enginn."
Síðan núv. stjórnarsamsteypa tók við völdum eða síð-
an 1958 hafa fjárlög hækkað um 930 millj. kr. eða meira
en tvöfaldazt. Þetta þýðir, að álögur þær, sem ríkið legg-
ur á þjóðina, hafa tvöfaldazt. Þó eru ekki meðtaldar stór-
felldar hækkanir, sem orðið hafa á álögum, sem ýmsar
ríkisstofnanir leggja á almenning, t. d. gjald fyrir póst
og síma, fargjöld hjá Skipaútgerðinni o. s. frv.
Á þessum þremur árum hafa svo orðið miklar breyt-
ingar á því, hvernig álögunum er jafnað niður. Lækkaðir
hafa verið skattar á hátekjumönnum og lækkaðir tollar á
hátollavörum. Söluskattar, sem leggjast á menn, án til-
lits til efnahags, og á vörurnar, án tillits til þess, hve
naUðsynlegar þær eru, hafa hins vegar verið margfald-
aðir. Þannig hafa byrðarnar verið færðar af þeim getu-
meiri yfir á þá getuminni.
Þrátt fyrir hinar stórauknu álögur, er ríkið hætt að
standa skil á lögboðnum greiðslum og hætt að taka þær
með á fjárlög til þess að leyna raunverulegum halla. T. d.
er þetta nú fyrirhugað í sambandi við tillag ríkisins til
atvinnuleysistrygginganna.
Þrátt fyrir hinar stórauknu álögur, lækkar stöðugt
hlutfallslega framlag ríkisins til opinberra framkvæmda,
eins og vega, brúa, hafna og raforkuframkvæmda.
Síðast, en ekki sízt, ber svo að nefna það, að hvergi
bólar á teljandi sparnaði, en hins vegar fjölgar óþörfum
ráðuneytum og nefndum.
Hér hafa þá verið rakin nokkur höfuðeinkenni fjár-
stjórnar ríkisins síðan núv. ríkisstjórn tók við völdum.
Hún er harla ólík þeim fyrirheitum, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn hélt að kjósendum, meðan hann var í stjórnarand-
stöðu. Þá var lofað lækkandi álögum, auknum fram-
kvæmdum og meiri sparnaði. Efndirnar hafa orðið þær,
að fjárlögin hafa tvöfaldast á þremur árum, framlag til
verklegra framkvæmda þó dregizt verulega saman, og
rekstursútgjöldin þanist út á öllum sviðum. Og þess hefur
verið vandlega gætt að láta hinar auknu álögur bitna fyrst
og fremst á hinum efnaminni.
Hér kynnast menn stefnu íhaldsins í reynd. Það er
dýr reynsla, en hún á að geta orðið mönnum gagnleg, ef
þeir draga réttar ályktanir af henm.
LOG I N N H VÍTI
eftir KRISTMANN GUÐMUNDSSON
Það verður ekki talið til frétta
þó að sagt sé um .þá, sem skrifa
bækur, að þeir skrifi gott mál og
kunni vel til hinna tæknilegu
verka, — það munu þeir flestir
kunna, þótt einstöku beri af. Þó að
oft sé þetta flúruð yfirborðsskreyt
ing aðeins, þá er fágaður stíll og
fagurt mál munaður, sem lesend-
ur vilja ekki án vera, og eftirlætis
íþrótt höfunda hlýtur það að vera,
að láta gamminn geysa á skeiðvelli
fagurrar tungu, og stolt þeirra
skjaldmeyja og riddara, að sitja
sem bezt hinn bjarta fák. Samt er
þetta ekki það, sem góður rithöf-
undur lætur sér nægja, né vand-
látur lesandi gjörir sig ánægðan
með. Það er fótatak lífsins sjálfs
— létt eða þungt — sem er við-
fangsefni mikilla skálda, létt eins
og vorgolan, er gælir við gróður,
þungt eins og hrannefld alda, er
fellur hafrömm að sorfinni strönd
Hvernig skilar Kristmann Guð-
mundsson þessu hlutverki mikilla
rithöfunda, með síðustu bók sinni
„LOGINN HVÍTI?“ — ég vil gá að
því betur.
Það er erfitt að velja einhvern
sérstakan kafla úr „LOGINN
HVÍTI“, og telja hann beztan, því
að þar kennir svo margra „góðra
grasa“, að vandi er að kjósa þar
eitt haglendi öðru betra, en kafl-
inn „Búskapurinn á Strönd“, hef-
ur þá sérstöðu að geta verið saga
í sögunni og eiga heima í hvaða
smásöguúrvali 9em vera skal í
heimi bókmenntanna og því vil ég
dvelja við hana litla stund.
Frábær frásagnarsnilld er ytri
áhrif hennar. Lýsing á „sambúð"
lambsins við heimilisfólkið — og
þá fyrst og fremst við litlu Vil-
dísi, er hugljúf og fögur. En er
ekki skáldið að segja okkur meira
en skringilega sögu af skrítinni
konu, og vekja venjulega stundar-
samúð með barni, sem misst hef-
ur „einkavin sinn“, lamb, kettling
eða hund? Eru ekki tilburðir ráðs-
konunnar úthverfa þess hungurs,
er innra býr, eftir því, sem lífið
hefur synjað henni um — að eiga
ástvin og verða móðir — blekking
in, sem lífið notar stundum eins
og umbúðir um. sár?
Er það ekki með vináttu barns-
ins og lambsins, að benda á þau
djúpu sannindi, að líf þeirra
beggja er sama lífið, að næmleiki
barnsins skynjar hinn dulda sam-
hljóm í hjartaslögum heggja, en
þessari skynjun glata fullorðnir,
en finna aftur — sem reynslu —•
með auknum andlegum þroska.
Svo hátrtvíst skrifar höfundur
uni „persónur“ sögunnar, lambið
og ráðskonuna, að samúðin er auð-
sæ, ekkert háð eða hávaði út af
púðum ráðskonunnar, og höfgur
tregi lýstur heimilið, er lambið
deyr. í
Undir látlausri frásögn hvers-
dagslegra atburða dylst harmsaga
brostinna vona og djúp lífssann-
indi.
Þótt höfundur kunni vel að meta
gleðina, þá er alvaran þyngri á
vogarskálunum. Undramáttur Log-
ans hvíta er hið mikla afl, er ýmist ■
knýr hann til dáða eða veldur hon
um sársauka, einmanaleika og
trega. Aldrei missir skáldið þó
trúna á gyðju ástarinnar og skáld-
gyðjuna, þær eru alltaf sólirnar á
himni framtíðardrauma þess. Þótt
skuggarnir af skini hinnar fyrr-
nefndu séu oft bæði myrkir og
djúpir, þá eru minningarnar marg-
ar bæði heiðar og biartar. i
KRISTMANN GUÐMUNDSSON
Aldreí brestur höfundinn um-
bur'ðarlyndi, — nema við landann,
þegar hann er á stigi „sannleik-
ans“ í böndum Bakkusar. Þegar
öldur rógs og lyga rísa sem hæst,
gætir hvorki haturs né hefndar-
hugs, heldur sársaukakenndra von-
brigða. Oft koma afsakanir þar,
,em vænta mátti ásakana.
Kaflinn „Barn er oss fætt“ er
í senn þrunginn mannviti og fag-
ur.
Ef við kunnum að lesa þessa fal-
legu bók, þá finnum við dyrar perl-
ur í farvegi tærra linda.
„LOGINN HVÍTI“ er mildur og
hlýjar huga lesandans. Hann býr
yfir þungum undirtón trega, og
hófadytiur hins bjarta fáks skálds
ins raddar nið þann, er berst
eins og brimhljóð frá fjarlægri
strönd. Hann lítur djúpu raunsæi
lífið og tilgang þess. Hann stillir
strengi ástarinnar á háa og bjarta
tóna. Hann reynir að seilast í
geislabrot Logans hvíta — hversu
lítil, sem ástarævintýrin eru — til
þess að geta krýnt þau birtu hans
og Ijóma.
LOGINN HVÍTI — fegursta
undur lífsins — er hús skáldsins,
jörð þess og himinn.
Við hlökkum til að hitta Krist-
mann í fjórða bindi ævisögunnar
næsta ár.
Reykjavík 10. 12. 1961,
Jóhann M. Kristjánsson.
Læknirinn Lúkas
Frú Ragnheiður Hafstein hefur
no'kkrum sinnum lesið útvarps-
sögu við ágætan orðstír. Hún hef-
ur haft lag á því að finna og velja
sögur, sem í senn bjuggu yfir
þeim töfrum að ná eyrum hlust-
enda og halda vaxandi athygli
fólks til loka og eru um leið góð
og gegn skáldverk eða vel ritaðar
ævisögur. Við hefur svo bætzt
góð þýðing og mjög áheyrilegur og
áhrifaríkur flutningur, svo að vafa
samt er ,að aðrir söguflytjendur
útvarps séu vinsælli en frú Ragn-
heiður — e.t.v. að frátöldum Helga
Hjörvar og séra Sveini Víkingi.
Siðasta sagan, sem frú Ragnheið
ur þýddi með ágætum og las, var
Læknirinn Lúkas og náði hún miki
um vinsældum svo að hlustað var
á af- sívaxandi atlfygli, Þetta er
þó engin skemmtisaga, heldur
stórbrotið og alvöruþrungið 1 rit-
verk eftir mikils metinn bandarísk
an rithöfund, Taylor Caldwell. Nú
er saga þessi komin út á vegum
Skuggsjár í mjög vönduðum bún-
ingi og með formála séra Bjarna
JónsSonar, vígslubiskups, sem seg
ir greinileg deili á guðspjalla-
manninum og lækninum Lúkasi,
eins og hann er í ljósi sagnfræði-
Sagan af
ster Costello
Sagan af Ester Costello heitir
skáldsaga eftir Nicholas Monsar-
rat, sem komin er út í þýðingu
Óla Hermannssonar hjá Skemmti
sagnaútgáfunni. Þetta mun vera
ástarsaga og vafalaust allviðburða-
rík eins og bækur Monsarrats flest
ar, og ’takast þar á heitar, mann-
legar tilfinningar Þetta er heldur
stutt saga, og mun kvikmynd hafa
verið gerð eftir henni. Ester Cost
ello vaið fyrir því í æsku að missa
sjón, heyrn og mál. Mun söguþráð-
ur byggður á raunverulegum at-
burðum, þótt bókin sé rituð sem
skáldsaga.
RAGNHEIÐUR HAFSTEIN
legra heimilda. f bókinni er ævi
Lúkasar lýst, trúarreynslu hans og
lífi hans í Rómaveldi og Gyðinga-
landi, og fornri læknislist.
Höfundurinn safnaði lengi efni
í verk þetta, sumir segja að það
hafi tekið hann 40 ár, og á þeim
gögnum byggði hann söguna um
lækninn, sem hreifst af boðskap
postulanna, er þeir boðuðu fagn-
aðarerindið. tók síðan að safna
heimildum um líf Jesú og skrá
lífssögu hans og dæmisögur, og
það ritverk er Lúkasarguðspjall,
sem margir telja fegurst og snjall
ast ritað allra guðspjallanna.
Þetta er góð jólabók og sannur
jólalestur. — AK.