Tíminn - 14.12.1961, Side 6
6
T í MIN N , fimmtudaginn 14. desember 1961
TRAKTORHUS
Eigum enn þá fyrirliggjandi örfá traktorhús á eldri
gerð Ferguson. Verjizt snjó og regni með því að
kaupa hús á traktorinn. Mjög auðveld ásetning.
Verð kr. 3920.00.
H
ARNI GESTSSON
Vatnsstíg 3.
Sími 17930.
• 'V*"VX*V*V*V*V*X»V*X*
Bifreiða og vinnuvála sala
Athygli bæjarfélaga og annarra sem hafa með
höndum verklegar framkvæmdir skal vakin á því
að vér höfum til sölu ýmis tæki m. a. snjóplóg,
flutningaVagna, vörubíla, olíu og benzín flutninga-
vagna og fólksbíla af ýmsum gérðum, sem ekki er
lengur þörf fyrir hjá Reykjavíkurbæ.
Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu vorri,
Tjarnargötu 12.
Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar.
V»V*V«V*V»V*V*V*V*V*V. V.V.V
Sextug:
Sigríður Sveinsdóttir
á Langárfossi
Úr ævi hins mikla þjóðarleiðtoga,
mesta íslendingsins
Á slóðum
Jóns Sigurðsronar
eftir Lúðvík Kristjánsson
Ein merkasta bókin, sem út
hefur komið hin síðustu ár
„Segja má, að menn séu leiddir að tjaldabaki og kynnist þess vegna betur ýmsu,
sem áður var dulið um ævi hins mikla þjóðarleiðtoga, mesta íslendings, sem Iifað
hefur. Deila má um það, hvort allt sé þa® til lofs Jóni, er þarna kemur fram, en
það skaðar ekki, því þama fást þau litbrigði f mynd Jóns, sem áður vantaði
að mestu“.
(Morgunblaðið (Reykjavíkurbréf 21. okt. 1961).
Bókin „er allt í senn: skemmtileg (svo ég segi ekki spennandi), fróðleg og merki-
leg. Eg hygg, að fleiri lesendum fari eins og mér, að þeim finnist skilningur sinn
á Jóni Sigurðssyni, störfum hans og mikilvægi fyrir íslenzku þjóðina, skýrast við
Iestur þessarar bókar. Fjarlægðarmóðan — goðsagnahulan — sveipast til hliðar
og mað’urinn sjálfur kemur í ljós, því stærri og svipmeiri, sem við sjáum hann
betur. — Jafnframt eykst okkur skilningur á samtíð Jóus Sigurðssonar, ann-
mörkum hennar og kostum. — Bókin er að efni eitt hið vandaðasta og merkasta
sagnfræðirit, sem komið hefur út hér á landi hin síðustu ar“.
Alþýðublaðið 26. okt. 1961 (Ólafur Þ. Kristjánsson).
„Fyrsti kaflinn heitir „þjónusta án launa“. Þar er geysimikinn fróðleik að finna.
— Þar sjáum við í nýju Ijósi starf hans fyrir Bókmenntafélagið og Ný félagsrit.
En umfram allt göpum við yfir þeim ódæmum, sem hlaðist hafa á manninn af
hvers konar kvabbi og hann undir risið. í sannleika sagt eru þeir þættir bókar-
innar, sem frá því herma, öðrum þræði hreinasti skemmtilestur og verka á mann
eins og gamansögur.
— Næsti þáttur heitir „Þegar Jóni reið allra mest á“. Það er sá kafli, sem mörgum
mun koma mest á óvart, og þar er skörulegast haggað við eldri kennisetningum
varðandi sögu Jóns Sigurðssonar. 1
— Síðasti kaflinn heitir „Jón Sigurðsson og George Powell“. Það er meistaralegri
komiktragedia en mig hefði órað fyrir að hægt væri að semja með því einu að
skeyta saman bréfakafla. Allur er kaflinn með þeim hætti, að allt frá upphafi til
enda bíður lesandinn þess í ofvæni, hvað næst muni koma og hvernig málum
muni lykta“.
Þjóðviljinn 14. júlí 1961 (Gunnar Benediktsson).
Allir aðrir dómar um þessa gagnmerku bók eru á eina og sömu leiS.
Þessa bók má hvergi vanfa í bókaskáp, þar sem íslenzkar bækur er aS
finna.
SKUGGSJÁ
F.nginn fer svo I fyrsta sinn vest-
ur á Mýrar, að hann nemi ekki stað
ar við Langá. Fagurhvítir fossar,
stríðir straumstrengir og lygnir og
djúpir hyljir blasa við sýn milli
svartra kletta og grænna bakka ár-
innar. Ef til vill synda endur á
hyljunum. og í strengjunum bregð-
ur máske fyrir glitrandi laxi.
Á grænum hóli á vesturbakka
Langár, skammt fyrir neðan brúna,
getur að líta reisulegt býli. Það
dregur nafn af fossinum efri, heit-
ir Langárfoss. Þaðan ær fallegt út-
sýni jafnt nær sem fjær, og dyn-
ur fossanna lætur þar ekki æsilega
í eyrum, heldur er hann þar orð-
inn að seiðþungum ym, sem rís
og hnígur í bylgjum, þegar vindur
stendur af austri.
Húsfreyjan á þessu býli varð
sextug 12. þ. m.
Hún heitir Sigríður Sveinsdótt-
ir. Hún er fædd á Lambastöðum á
Mýrum 12. des. 1901, dóttir Sveins
Níelssonar og konu hans, Sigur-
línu Sigurðardóttur. Sveinn var
frá Grímsstöðum á Mýrum, sonur
Níelsar bónda þar og Sigríðar
Sveinsdóttur, prófasts á Staðastað,
Níelssonar. Þeir voru því bræður,
Sveinn og prófessor Haraldur Ní-
elsson, og þeir Sveinn forseti
systrasynir.
Sigríður var snemma bókelsk og
listhneigð, og einnig var hún fríð
sýnum og gjörvuleg. Hún naut
góðrar kennslu og varð vel að sér
til munns og handa, og þóttu ekki
aðrar stúlkur í átthögum hennar
meiri að atgervi en hún.
Árið 1927 giftist hún Árna Helga
syni frá Hreimsstöðum í Norður-
árdal. Hann þótti hinn mesti mynd
ar- og greindarmaður, var gíimu-
kappi Borgfirðinga og vel íþróttum
búinn, enda kenndi hann íþróttir.
Þau settust að í Borgarnesi, og
Árni yarð fastur starfsmaður Kaup
félags Borgfirðinga. í þjónustu
þess var hann í mörg ár, en síðan
keyptu þau hjón Langárfoss og
hafa búið þar lengi.
Sigríður er kona mikillar gerð-
ar. Hún er hversdagslega kona fá-
lát og flíkar ekki tilfinningum sín-
um eða hugsunum um það, sem
henni er kærast, en skemmtin er
hún í viðræðum við þá, sem hafa
áhuga á því, sem henni er hug-
fólgnast.
Þau hjón eiga stórt og gott bóka
safn, enda bæði bókfús, og Sigríð-
ur er víðlesin og fjölfróð. Hún er
ljóðelsk og mjög vel hagmælt, og
hljómlist ann hún og leikur vel á
hljóðfæri. Hún hefur samið' mörg
lög, en hún fer dult með hvort
tveggja, ljóð sín og tónsmíðar.
Margt manna kemur að Langár-
fossi, enda eru hjónin gestrisin.
Bæði eru þau dýravinir, og Árni
bóndi hefur lagt stund á að kynna
sér húsdýrasjúkdóma, svo að marg-
ur leitar hjá honum ráða, þegar
skepnur veikjast, og nágrönnum,
sem koma slíkra erinda, er ávallt
vel tekið og þeim sýnd risna af
hendi húsfreyjunnar engu síður
en þeim er veitt úrlausn af hálfu
húsbóndans, eftir því sem þekk-
ing hans og geta nær til.
Margir munu í dag senda hús-
freyjunni á Langárfossi hlýjar
kveðjur og óska henni og bónda
hennar góðrar heilsu og langra líf-
daga.
Kr. Kr.
Uppboð
Opinbert uppboð verður haldið í vörugeymslu
Eimskipafélags íslands h.f. við Skúlagötu hér í
bænum (Skúlaskála), þriðjudaginn 19. desem-
ber næstkomandi kl. 1,30 e. h. Seldar verða alls
konar vörur til lúkningar aðflutningsgjöldum eft-
ir kröfu tollstjórans í Reykjavík. Greiðsla fari fram
við hamarshögg.
I BORGARFÓGETINN í REYKJAVÍK
ÞAKKARÁVÖRP
Hugheilar þakkir til vandamanna og vina, sem
minntust okkar 9. des. s.l. á margvíslegan hátt.
Guð gefi ykkur gleðileg jól, í Jesú nafni.
, Stefanía Tómasdóttir,
Þorvaldur Klemensson,
frá
Járngerðarstöðum í Grindavík.
Innilegar þakkir til vina og vandamanna sem heiðr-
uðu mig á sextíu ára afmæli mínu 8. nóv. s. 1. með
gjöfum, heimsóknum og skeytum.
Hjartans þakkir til ykkar allra^
Friðbjörg í Sandfellshaga.