Tíminn - 14.12.1961, Page 16
Fimmtudaginn 14. deseniber 1961
316. blað
Stálu tveímur - lentu
síðan í siagsmálum
ÆVISKRÁR
K JÓSVERJ A
— fullkomnasta ábóendatal sveitar,
sem gefið hefur verið ót
Síðastliðið laugardagskvöld
tóku tveir, ungir menn stóra
Buick-bifreið traustataki vest-
ur í bæ. Segir síðan ekki af
ferðum þeirra, fyrr en þeir
komu upp fyrir Leirvogsá. en
þar óku þeir út í mýri gegnt
Varmadal á Kjalarnesi. Eftir
að hafa svamlað á bílnum um
mýrina um hríð, festu þeir
hann rækilega, og varð þá að
ráði, að annar færi heim að
Varmadai og reyndi að verðaj
sér úti um tæki til þess að ná
bílnum upp.
Fyrst kom kumpáninn inn í G
710, Ford-fólksbíl, eign Sverris
Jónssonar, lét hann renna spöl-
korn, en kom honum ekki í gang. j
Sneri liann sér þá að G 1016, Land '
Rover, eign Jóns Jónssonar, bónda
í Varmadal. Stóð lykillinn í þeim
.bíl, og var því leikur einn að setja
hann í gang, hvað piltur gerði og
ók burt. Við það vaknaði Jón bóndi
sá hvers kyns var, vakti syni sína,
Sverri og Valdimar, og hringdi síð-
an á lögregluna í Reykjavík. Bræð-
urnir brugðu við hart og fóru á bíl
Sverris á eftir jeppanum. Þegar
þeir komu niður á veg, hafði bíl-
þjófurinn numið staðar skammt
frá Buick-bílnum í mýrinni, en
hinn sat enn í þeim bíl. Varð fátt
um kveðjur milli bræðranna og bíl-
þjófsins, en handalögmál hófust
svo til strax. Fljótlega höfðu þeir
bílþjófinn undir. Tilkynnti hann
þá uppgjöf sína og baðst griða.
Þegar bræðurnir slepptu honum,
þaut hann strax til þess, sem í
Buicknum sat, og komu þeir síðan
báðir og var slagsmálum haldið
áfram, þar sem íyrr var frá horfið.
Var nú þyngri róð,urinn fyrir
bæðurna, og komst annar bílþjóf-
anna inn i bíl Sverris, en hann
hafði verip svo forsjáll að taka
með sér lyldana. Gerðist það síðan
um svipað leyti, að annar bílþjóf-
anna komst undan og lögreglan
kom og hirti hinn. Fór Sverrir með
lögreglunni til Reykjavíkur, því að
hann hafði fengið skurð á enni, og
þurfti að sauma hann saman. Valdi
mar slapp hins vegar með glóðar-
auga.
Það er af hinum þjófnum að
segja, að hann komst niður að Ull-
arnesi í Mosfellssveit. Þar komst
hann inn í Chevrolet-bíl, G 2575,
eign Bernharðs Linds. Hófst hann
þegar handa um að „tengja beint“
þ. e. hleypa straumi á kveikjuna,
en áður en það tækist, kom um-
ferðarlögreglan, sem vissi um und-
ankomu piltsins, á vettvang og tók
hann með sér. Lauk þar með þessu
ævintýri.
Kjósaringar þurfa ekki leng
ur að ganga að því gruflandi,
hverjir hafa setið jarðir sveit-
arinnar síðustu aldirnar eða
hversu ætterni þeirra var
varið. Haraldur Pétursson
safnavörður hefur samið og
Atthagafélag Kjósverja gefið
út vönduðustu og fullkomn-
ustu æviskrá, sem til er, þar
sem greint er frá öllum ábú-
endum Kjósarjarða og börn-
j um þeirra síðustu aldir, eftir
því sem heimildir eru til. Bók-
in nefnist Kjósarmenn.
Þetta ábúendatal nær sums stað-
ar óslitið yfir fjórar aldir — allt
frá siðaskiptum til þessa tíma. Það
er vart ofmælt, að Kjósverjar hafa
hér eignazt kjörgijip.
Það eru nú fjögur ár síðan Átt-
hagafélag Kjósverja leitaði til Har-
alds Péturssonar um þetta verk,
og he'fur hann síðan unnið sleitu-
laust að því að draga saman efni
í bókina. I-Iafði hann þó áður viðað
að sér allmiklu efni, er að haldi
kom við samningu hennar. Má af
þessu ráða, hversu gífurlegt starf
er fólgið í þessu riti.
Auk annars er í stuttu máli get-
I ið margvíslegra atvika úr lífi þessa
| fólks, sem æviskrárnar taka til. Er
| það ýkjulaust, að höfundur hefur
junnið stórvirki með þessu riti.
Átthagaíélag Kjósverja hefur og
Igert sér sýnilegt far um að gera
bókina sem bezt úr garði. Henni
fylgir sveitarlýsing eftir Ellert
Eggertsson á Meðalfelli og litprent-
aður uppdráttur af Kjósinni, mynd
ir af miklum fjölda húsráðenda í
Kjósinni, bæði körlum og konum,
og síðast er rækileg nafnaskrá, þar
sem getið er allra húsráðenda og
barna þeirra, og eftirmáli höfund-
ar, þar sem hann gerir grein fyrir
vinnubrögðum sínum.
Garðeigendur verðlaunaðir
Fréttamönnum var í gær
boðið að vera viðstaddir kaffi-
boð á Hótel Borg, þar sem for-
maður Fegrunarfélags Reykja-
víkur, Hákon Guðmundsson
hæstaréttarritari, veitti verð-
laun félagsins fyrir fegurstu
garða bæjarins 1961.
Þakkaði hann verðlaúnahöfun-
um framlag þeirra til fegrunar
bæjarins, sem hann kvað hafa
aukizt ár frá ári, en að þessu sinni
fengu 7 garðar verðlaun eða viður-
kenningu. — Hann lýsti ánægju
sinni yfir því, að konur skipa nú
orðið veglegan sess 1' dómnefnd-
inni.
Að Langagerði 90
Fegursti garður Reykjavíkur
1961 er garðurinn að Langagerði
90, en eigendur hans eru hjónin
María Jónsdóttir og Jón Kristjáns-
son. Hlutu þau að verðlaunum
fagran vasa með sérstakri áletrun.
Vasinn er úr brenndum leir og
unninn í Funa, en blómin voru fi’á
Reykjahlíðarstöðinni.
Eftirtaldir garðeigendur hlutu
viðurkenningarskjal: Margrét Jóns
dóttir og Hilmar Stefánsson, Tún-
götu 24, Hrefna Bergsdótir, Odda-
götu 2, Guðfinna Björnsdóttir og
Oddur • Sigurðsson, Flókagötu 69,
Ragnhildur R. Björnsson og Björn
G. Björnsson, Freyjugötu 43, Sig-
ríður Helgadóttir og Theódór Gísla
son, Miðtúni 15 og Bergljót Helga-
dóttir og Þorsteinn Ingvarsson,
Langholtsvegi 152.
Verða fyrir átroðningi
Hákon Guðmundsson gat þess,
að á því hefði borið helzti mikið
að undanförnu, að fólk kæmi til
að skoða verðlaunagarðana og
yrðu eigendur þeirra oft fyrir
átroðningi af þessum sökum, en
það væri ekki ætlun fegrunarfé-
lagsins að gera þá að almennings-
görðum. Hafliði Jónsson, garð- .
yrkjustjóri Reykjavíkunbæjar, tók
einnig til máls og rakti helztu
framkvæmdir félagsins á undan-
förnum árum, en fyrst voru garðar
verðiaunaðir 1948, en síðan nær
því á hverju ári. Einn garður er
verðlaunaður í hverri kirkjusókn,
úrskurður kveðinn upp á afmæli
bæjarins 18. ágúst, en verðlaunin
veitt í skammdeginu.
Kardimommu-
bærinn kominn ót
Kardimommubærinn er kominn
út hjá Bókaforlagi Odds Björns-
sonar á Akureyri, og mun yngri
] kynslóðin fagna þeim bókmennta ]
! viðburði.
Þetta er sagan með svipuðu:
sniði oig hún var sett á leiksviðiðj
|í Þjóðleikhúsinu. Þýðinguna hef-l
ur Helga Valtýsdóttir gert, nema í
ljóðin eru þýdd og endurort af-
Kristjáni frá, Djúpalæk. Teikning
ar, sem litprentaðar eru og ákaf-
lega skem.mtilegar, hefur höfund
ur bókarinnar, Thorbjörn Egner,
gert. Útgáfan er snyrtilega úr
garði gerð og nýstárleg í sniðum.
Aftast eru lögin við ljóðin í Kardi
mommubænum prentuð á nótum,!
svo að unglingar, sem kunna á
hljóðfæri, geta spilað þau og sung
ið. i
Hár eru nokkrir af gömlu kyn-
slóðinni úr Kjósarmönnum Har-
aids Péturssonar. Talið ofan frá:
cggert Finnsson á Meðaifelli,
'ndrés Ólafsson á Hálsi, Guð-
nundur Sveinbjörnsson á Valda-
öðum, Ólafur Ólafsson á Kiða-
felli og Jón Stefánsson í Blönd"
holtl.
/V
María Jónsdáttij; og Jón Kristjánsson með verðlaunavasann á milli sín. (Ljósmynd: TÍMINN — GE)
I