Tíminn - 24.12.1961, Qupperneq 8

Tíminn - 24.12.1961, Qupperneq 8
Siifurpatina frá Miklabæ í Blönduhlíð. Islenzk silfursmíði frá því um Í" •=1=0 Hvarvetna, þar sem siðbótar- hreyfingin náði að festa rætur og bægja til hliðar kaþólskum sið, urðu miklar breytingar á búnaði kirkna og á helgisiðurn öllum. Var sem ákafast stai’fað að því að afnema það, sem kallað var hégómi og prjál í guðsiþjónustum, þótt ekki væri örgrannt um, að sums staðar blandaðist þar saman við fé- girni veraldlegra valdsmanna, er lögðu undir sig gripi og aðr- ar eignir kirkjunnar' í stórum stíl. Þó fór svo, að haldið var áfram að nota allmörg þau tákn, sem lengi höfðu tíðkazt í sambandi við kirkjur og guðs þjónustur, en lítil áherzla er lögð á það í lútherskum sið að skýra fyrir mönnum uppruna þeiri'a. í allri kirkjulegri list er aragrúi tákna, sprottin af at- burðum eða lýsingum í biblh unni eða öðrum helgiritum. í hverri íslenzkri kirkju eru mörg tákn, sem flestir gefa lít- inn gaum, þótt þau blasi við okkur í hvert sinn er við göng- um þar inn. Á pi'édikunarstólnum í kirkj unni á bernskuheimili mínu voru myndir af guðspjalía- mönnunum fjórum, Mattheusi, Markúsi, Lúkasi og Jóhannesi. Það var svo sem ekki vandi að þekkja þá að, því að nöfn þeirra voru máluð við hverja mynd. En hefði svo ekki verið, hefði málið sennilega farið að vandast. Hvernig átti þá að þekkja þá sundur? Ekki þekkti maður andlit þeirra, eins og nágr’annanna. Samt fannst full- orðnai fólkinu ákaflega iheimskulegt, þegar að þessu var spurt. Hvað er þetta barn. þekkirðu ekki tákn guðspjalla- mannanna? var sagt í hálfgerð- um hneykslunartón, eins og enginn myndi eftir því, að svo bezt öðlaðist maður vitneskj- una, að einhver fræddi mann. 1300. Á brún patínunnar er skammstöfunin IHS. Myndin er af heilagri þrenningu: föður, syni og heilögum anda. Guð faðir heldur á hinum krossfesta syni, en heilagur andi í dúfulíki er yfir höfði Krists. — (Ljósmyndir: Guðjón Einarsson)). steypa sér síðan í hafið. Er átt við það í Sálmunum: 103, 5.: þú yngist upp sem örninn. Örn- inn er einnig tákn Krists. En auk þessara .sérstöku merkinga hinna fjögurra tákna guðspjallamannanna eru þau öll tengd því, sem segir í biblí- unni um sýn Esekíels: — — Og út úr honum sáust myndir af fjórum veium. Og þetta var útlit þeirra: mannsmynd var á þeim. Hver þeirra hafði fjórar ásjónur og hver þeirra hafði fjóra vængi ... En ásjónur þeirra litu svo út: mannsandlit að framan, ljónsandlit hægra megin á þeim fjórum, nauts- andlit vinstra megin á þeim fjórum og arnarandlit á þeim fjórum inn á við. íslenzkir fræðimenn geta þess til, að sögnin um íslenzku landvættirnar sé runnin af biblíusögninni og sé ekki ólík- legt, að Snorri Sturluson hafi sjálfur samið hana fyrir áhrif frá lýsingu Esekíels. í hveni kirkju er altarið mið depill guðsþjónustunnar og er það alltaf við austurgafl kirkjunnar. Á það að benda til Landsins helga og minna á ritningarstaðinn í Esekíel 43:4: — Og dýrð Drottins fór nú inn sem tákna hin fimm sár Krists. Þyrnikói'ónan er einnig oft sýnd á krossinum. Á gríska krossinum eiu allir armarnir jafnlangir og er hann oftar notaður sem tákn kristinnar kirkju en sem tákn Krists. Meðal eldri krossa er egypzki krossinn, sem er að- eins þriarma, eins og stórt T í laginu. Hann er kallaður kross Gamla testamentisins og er sagt; að Móses hafi lyft högg orminum í eyðimörkinni með slíkum krossi. Þá eru ýmsar áletranir og skammstafanir notaðar sem tákn í kirkjum. Alfa og Omega, fyrsti og síð- asti stafurinn í gríska stafróf- inu, skráðir á bók, skjöld eða á annan hátt, eru tákn Drott- ins, því að í Opinberunarbók- inni stendur: Ég er Alfa og Ómega, segir Drottinn Guð, hann sem er og var og kemur, hinn alvaldi. IHS og IHC eru þrír fyrstu stafirnir í gríska orðinu Ihsus eða Ihcuc, sem er nafn Jesús á grísku. Sagt er, að þeim sé stundum ruglað saman við skammstöfun orðanna „In hoc signo“, sem Konstantín keisara SIGRÍÐUR THORLACIUS: En hver eru þá þessi tákn? Tákn Markúsar er Ijónið, tákn Lúkasar uxinn, tákn Matt- heusar er maðurinn og tákn Jóhannesar er örninn, og allar eru þessar verur vængjaðar. Hver er þá upprur.i hvers tákns? Meðal Gyðingaþjóðarinnar vai' uxinn eitt þeirra dýra, sem þóknanlegt var til fórnar og á gömlum málverkum er hann Vængur altaristöflunnar frá Ögri. Umhverfis mynd Maríu með barnið eru tákn guðspjallamannanna: Örninn, maðurlnn (eða engillinn), Ijónið og uxinn. oft tákn Gyðinga. En í sumum helgiritum er uxinn tákn Krists, hinnar æðstu fórnar. Vegna þeirrar áherzlu, sem Lúkasarguðspjall leggur á fórn Krists, þá hefur Lúkasi venð gefinn uxinn að tákni. Á flest- um myndum af fæðingu Jesú eru uxi og asni við jötuna. Þeir eiga að tákna, að þau, sem lítilmótlegust þóttu meðal dýranna, fengu að vera við- stödd fæðingu Jesú. í biblíunni stendur: (Jesaja 1:3.) Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns, en ísrael þekkir ekki, mitt fólk skilur ekki. Er þetta talinn vera spádóm- ur um fæðiijgu frelsarans. Ljónið er margþætt tákn, þó að það sé oftast notað sem tákn styrkleika og hugrekkis. í spá- dómum Esekíels kemur ljónið fyrir og vegna gamalla sagna um það, að ljónshvolpar fædd- ust dauðir, en lifnuðu eftir þrjá daga við andardrátt föður síns, þá varð Ijónið tákn hins upprisna Krists. Markúsarguð- spjall lýsir upprisunni, og því er ljónið tákn Markúsar. Fen- eyjaborg hefur einnig vængjað Ijón sem sitt einkenni vegna þess, að Markús guðspjallamað- ur er verndari hennar. Maðurinn, tákn Mattheusar, vísar til þess, að hann segir írá hinum mennska uppruna Jesú og einnig vegna þess, að hann segir frá endurholdgun hans. Mattheus er líka stundum lát- inn bera pyngju, sem tákn þess, að hann var skattheimtu- maður Rómverja, áður en hann gerðist lærisveinn Krists, eða vera með bók' og fjöðurstaf sem skrásetjari guðspjallsins. Örninn, tákn Jóhannesar er oftast tákn upprisunnar. ' Sú táknmynd varð til af þeirri þjóðtrú, að örninn endurnýjaði fjaðrir sínar við og við með því, að fljúga fast að sólu og í musterið um hliðið, sem til austurs vissi. Altarisdúkurinn úr hvítu líni táknar líkklæði Krists. Yfir alt- ari er oftast altaristafla með myndum úr ævi Krists, eða þá kross, sem er eitt elzta og al- gengasta tákn Krists, sem lét líf sitt á krossi. Krossinn er tákn kristinnar trúar, tákn iðr- unar, frelsunar og upprisu. Fleiri en ein gerð af krossum eru til ,en tvær algengastar í kristnum sið, kallaðir latneski og gríski krossinn. í latneska krossinum er einn aimurinn, sá, er niður -veit, lengstur, og táknar hann krossfestinguna og syndafyrirgefninguna. — Stundum eru á honum fjögur rauð merki eða gimsteinar, opinberuðust, er hann var að leggja til orrustu, og leiddu til þess, að hann ók kristna trú. Hver man ekki eftir að hafa séð einhvers staðar skráð í kirkju sinni stafina: INRI. Þetta eru fyrstu stafirnir í latneskp orðunum: „Jesus Naz- arenus Rex Judaeorum“, sem þýða: Jesús af Nazaref, kon- ungur Gyðinga. í Jóhannesar- guðspjalli segir: — En Pílatus ritaði líka yfirskrift og festi á krossinn; en þar var ritað: JESÚS FRÁ NAZARET, KON- UNGUR GYÐINGA. Mörg dýr og jurtir eru tákn- ræn í kirkjulist. Dúfan hefur um aldir verið tákn hreinleika og friðar. Eftir Nóaflóð kom dúfan, sem Nói sendi frá örk- SaumuS mynd úr reflL sem ekki er vltaS hvort hefur veriS sængur- refill eða kirkjutjald. Myndin er af skírninni og svífur heilagur andi. yfir Krrsti, í líki dúfu. Frumstæð mynd, en elskuieg. TÍMINN, sunnudaginn 24. desember 1961.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.