Tíminn - 24.12.1961, Síða 12
tvö mörk í fyrsta leiknum
Glasgow Rangers, Arsenal,
Milan, Racing Club de Paris
— fjögur þekktustu knatt-
spyrnulið fjögurra stórvelda á
knattspyrnusviðinu, Skot-
lands, Englands, Ítalíu og
Frakklands — Nancy, Nizza.
Með öllum þessum félögum
lék fyrsti atvinnumaður okkar
í knattspyrnu, Albert Guð-
mundsson, og á þar með um
leið óvenjulegasta feril at-
vinnumanns í knattspyrnu í
heiminum, feril, sem ekki á
sér hliðstæðu meðal atvinnu-
manna. Enginn knattspyrnu-
maður hefur fyrr né síðar leik
ið með fjórum beztu liðum
fjögurra þjóða — eða orðið
meistari í fjórum löndum,
enda var ferill Alberts langur,
og á 10 ára tímabili var hann
einn dáðasti knattspyrnumað-
ur meginlands Evrópu og þó
víðar væri leitað.
„ísland er síðasti staður ver
aldar, sem nokkur myndi setja
í samband við knattspyrnu“,
skrifaði hinn frægi, skozki
knattspyrnumaður, Willie
Waddell eitt sinn í blaðavið-
tali um Albert, þegar hann
var að hefja feril sinn er-
lendis sem knattspyrnumað-
ur. Þetta var fyrir 17 árum —
og síöan hefur margt breytzt.
Knattspyrna, ísland og Al-.
bert var nefnt í sömu and-1
ránni og hann var sá sendi-
herra, sem bezt kynnti land
sitt um langt skeið. Nú kem-
ur engum á óvart, þó góður
knattspyrnumaður komi frá
íslandi. Fyrir nokkrum vik-
um gerist annar íslendingur
Þórólfur Beck, atvinnumað-
ur í knattspyrnu, og í tilefni
þess bað blaðið Albert að
segja nokkuð frá fyrstu ár
um sínum í knattspyrnu er-
jendis, en það var einmitt á
Skotlandi, þar sem Þórólfur
er nú að byrja sinn feril. —
Albert varð góðfúslega við;
þessum tilmælum, og ef til
vill gefst síðar tækifæri til
að fylgjast áfram með honum
til Englands, Frakklands,
ítalíu, Spánar, Brazilíu og
víðar, en saga hans er svo
umfangsmikil og merkileg,
að hún myndi fylla mörg
blöð Tímans. Hins vegar er
hér á blaðsíðu 13 sagt frá
nokkrum helztu atburðum í
knattspyrnuferli Alberts —
og þá aðeins stiklað á stóru.
En nóg um það, nú bregðum
við okkur til Skotlands.
Verzlunarnám á Skotlandi
Þegar Albert Guðmundsson
hafði lokið námi í Samvinnu
skólanum heygðist hugur
hans að verzlunarstörfum og
hann ákvað þá að afla sér
framhaldsmenntunar i verzl
unarfræðum. Fyrir valinu varð
Skerrys College 1 Edinborg á
Skotlandi, og þangað hélt Al-
bert haustið 1944.
- Hallur Símonarson ræðir við Albert Guðmundsson
um knattspyrnuferil hans á Skotlandi
Hann var orðinn mjög kunn
ur knattspyrnumaður hér
heima, þegar hann hélt utan
og var þá búinn að vinna til
allra verðlauna sem hægt
var á þeim árum að vinna i
íslenzkri knattspyrnu, m. a.
hafði hann oftar en einu
sinni orfiið íslandsmeistari
með félagi sínu Val. En Al-
bert var ákveðinn í þvi. þegar
hann hóf nám í Edinborg,
að leggja knattspyrnuskóna
algerlega á hilluna, og ein-
beita sér þess í stað að nám
inu. Knattspyrnan hafði hing
að til tekið mest allan tíma
hans, er% nú skyldi verða á
því breyting. Þó fór nú svo,
að hann fór eitt sinn á æf-
ingu hjá Hearts — öðru
stærsta kanttspyrnufélagi
Edinborgar (hitt er Hiberian)
— vegna eindreginna tilmæla
Ottós Jónssonar, sem þar var
einnig við nám. Ottó hafði
leikið með Fram og var góð-
kunningi Alberts, og þeir
kepptu báöir í fyrsta lands-
leik íslands árið 1946 gegn
Danmörku.
Forráðamenn HeartS hrifust
mjög af leikni Alberts og buðu
honum samning hjá félaginu,
en hann sagðist nættur knatt
spyrnu, og varð þetta þvi upp
hafið og lokin á knattspyrnu
hans í Edinborg. Albert sóttist
námið vel í Edinborg — en
svo kom að því, aö hann flutt
ist í aðra deild í skólanum,
sem hafði aðsetur í Glasgow.
Murdo MacDougal sem hafði
verið þjálfari Alberts í Val,
bjó í Glasgow og hann bauð
Albert að koma honum í kynni
við forráðamenn. bezta félags
Skotlands, Rangers í Glasgow.
Þá freistingu stóðst. Albert
ekki, þótt ekki hyggði hann
á að stunda æfingar að ráði.
Hann hafði tal af forráða-
mönnunum — og það var til
þess, að í tvö keppnistíma-
bil keppti hann talsvert með
aðalliði Rangers.
Fyrsti leikurinn
Þegar hann hafði rætt við
þá, var hann beðinn að taka
þátt í leik næsta laugardag
og var það með varaliði fé-
lagsins. Tókst honum ágæt-
lega í þeim leik, og lögðu for
ráðamenn félagsins hart að
honum, að gera samning við
það, en Albert neitaöi ein-
dregið. Var hann þá beðinn
að koma á æfingar í næstu
viku. en aftur neitaði Al-
bert og sagðist ekki geta það
vegna skólanámsins og próf
in i skólanum gengu fyrir
öllu. Hins vegar sagðist hann
skyldi leika með þeim ef þeir
álitu hann nógu góöan.
\ Albert var þá beöinn að
mæta á ákveðnum stað í Glas
gow næsta laugardag, og var
gefin upp teikning af staðn-
um. Vikan leið nú og kom að
laugardeginum, keppnisdeg-
inum. Albert hætti í skólan-
um klukkan tvö — og var nú
eins gott að hafa hraðan á,
þvi leikurinn átti að hefjast
klukkan þrjú. Hann fór á neð
anjarðarbraut nálægt skólan-
um og bað um miða, en þetta
tók talsverðan tíma, því mikil
þröng var við aðgöngumiða-
söluna. En loksins komst hann
af stað og hélt til hverfis þess,
sem var á teikningunni. Hélt
hann eftir götu einni, og sá
mjög stóra byggingu öðrum
megin hennar, sem fólk
streymdi inn í. Áleit hann að
þar væri verksmiðja en hin
um megin götunnar sá hann
knattspyrnuvöll. Hélt hann
þegar þangað, en hlið vallar-
ins voru lokuö. Umhverfis var
steinveggur og ofan á stál-
grindverk og tók Albert það
ráð að klífa yfir vegginn og
gekk það slysalaust Hélt hann
síðan að byggingu og barði
bar upp en hvernig sem hann
bamaðist var ekki anzað og
burðir harðlæstai Ekki leizt
Albert á þetta og hélt því
sömu leið til baka. En þegar
hann hafði klifrað yfir vegg-
inn aftur sér hann hvar
Murdo stendur við byggingu
þá, sem hann hélt verksmiðju.
Fór hann til hans og vantaöi
klukkuna þá tíu mínútur í
þrjú.
Murdo fór þegar með hann
inn í hina stóru byggingu,
og gekk nú allt fljótt fyrir
sig. Var farið með hann í stórt
búningsherbergi, og þar þrifu
til hans menn í hvítum slopp
um og hann var beinlínis
tættur úr fötunum, lagður á
bekk og einn byrjaði að nudda
hann og bera á hann smyrsl,
en aðrir hófu að klæða hann
í búning félagsinp. Síðan fór
Albert í röð leikmanna, sem
hlupu af stað. Fyrst var farið
eftir löngum, dimmum gangi,
og þaðan yfir innanhúss-
hlaupabraut, og Albert var
varla búinn að troða peys-
unni niður í buxurnar þeg-
ar leikmennirnir komu skyndi
lega í dagsljósið. Brá Albert
þá mjög, því að þar var eitt
iðandi mannhaf „og aldrei
hefur mér fundizt ég eins lít-
ill og þá.“ Rann nú upp fyrir
honum ljós. Þetta var Ibrox
Park — hinn mikli leikvöll-
ur Rangers í Glasgow. Á eft-
ir fékk hann að vita, að á-
horfendur voru um 90 þús-
und þennan dag, enda leikið
gegn öðru Glasgow-liði, Clyde.
Hins vegar má geta þess, að
mesti áhorfendafjöldi í Ibrox
hefur verið rúmlega 118 þús.
manns.
Albert var hægri innherji
hjá Rángers „og mestur hluti
fyrri hálfleiksins fór í að virða
fyrir mér áhorfendafjöldann
og leikni meðspilara mína“.
En þrátt fyrir það tókst Al-
bert mjög vel upp Rangers
sigraði örugglega með þrem-
ur mörkum gegn einu — og
íslendingurinn skoraði tvö af
mörkum Rangers; tvö mörk
í fyrsta leik $ínum með heims
frægum knattspyrnumönnum.
Mest allt landsliðsmenn
Þrátt fyrir að Albert var
nýliði hjá Rangers, og allt
skozkir landsliðsmenn. sem
hann lék með í leiknum hlaut
hann lofsamlegustu dómana
í blöðunum. Við skulum líta
á nöfn Rangers-leikmann-
anna. í marki var Jerry Daw-
son, sem var fastur maður í
skozka landsliðinu. Tiger
Shaw var hægri bakvörður og
fyrirliði skozka landsliðsins,
og vinstra megin var Duggie
Gray, hinn bakvörðúr lands-
liðsins. í framvarðalínunni
voru Scot Symon, núverandi
framkvæmdastjóri Rangers,
og Woddie Woodburn, báðir
margreyndir landsliðsmenn,
og í miðjunni var George
You'ng, sem þá var nÝbyrjað-
ur hjá Raneers. Síðar varð
hann fyrirliði landsliðsins og
xkunnasti leikmaður Rkotlancis
eftir styrjöldina. f framlín-
unni voru Willy Waddell, Al-
bert, Willy Thorton, Jimmy
12
TÍMINN, sunnudaginn 24. desember 1961.