Tíminn - 03.01.1962, Síða 6

Tíminn - 03.01.1962, Síða 6
' Wim F. van dér Hofstede: Enn tólf hundruð vindmyll- ur í Hollandi - þúsund snúast í annað skipti á mjög stuttum j j tíma hef ég haft tækifæri til að1 beimsækja land vkkar. f fyrstaj skipti-að sumri til og nú að vetrar- lagi, og í bæði skiptin hreifst ég| af landinu. Það var svo margt, j sem var alveg nýtt fyrir mér og nú hef ég séð hluti, sem ég hafði ekki minnstu hugmynd um, að til væru. En hvað vitið iþið í raun og veru um landið mitt, Holland, að- eins að það liggur lægra en yfir- borð sjávar og hefur al'lt of marga íbúa. Þess vegna er mér það mikil | ánægja að kynna Holland fyrir ; ykkur, eins og það kemur Amster- ( dambúa fyrir sjónir. Þegar úöendingar koma til Hol lands, verðum við alltaf að biðjast afsökumar á loftslaginu, af því að það er mjög rakt. En um leið slá- um við þessu upp í gaman og segjum, að sólin skíni aðeins á afmælisdögum konungsfjölskyld- 1 unnar, en aldrei á uppstigningar- dégi. Til allrar hamingju er þetta ekki svona slæmt, og á hverju sumri eru baðstrendumar með- fram Norðursjónum fullar af ferðafólki, og vegna þess er næst- um ómögulegt fyrir íbúa landsins að finna lófastóran blett af sandi til þess að leggjast á og breyta hinum hvíta hörundslit í brúnan sólarlit. En samt líður Hol'lend- ingum ágætlega í þessu raka lofts- lagi, þegar þeir minnast þeirrar staðreyndar, að þeir eru að því komnir að sprengja utan af sér flóðgarðana, sem vemda þá fyrir sjónum. Hár barnalífeyrir. í Hollandi er fæðingartala sú hæsta í heimi, og oft hafa stjóm- málamenn rætt um að gera gift- ingar síður eftirsóknarverðar með því að lækka skatta á piparsvein- um. Samt sem áður hefur þetta ekki komizt í framkvæmd vegna verðbólgunnar, sem sífellt er yfir- vofandi. í Hollandi er mjög hár bamalífeyrir og það eina, sem getur staðið 1 vegi fyrir því, að ungt fólk gangi í hjónaband, er það, hve húsin endast illa. Að reyna að draga úr fólksfjöldanum er eins og að berjast við vind- myllur, þó að hópur fólks flytjist burt af landinu og setjist að í Bandaríkjunum og Ástralíu. En svo að við vikjum aftur að vindmyllunum, eru enn þá til um það bil 1200 myllur og af þeim em um 1000 í gangi og þeirra er vandlega gætt af félagi, sem ser um varðveizlu hollenzkra minnis- merkja, því að þær hafa öldum saman verið einkennandi fyrir flatlendi Hollands. Yfir þessu landi, sem er autt og gróðurlaust á veturna, en þakið túlipönum og grænum gróðri á vorin og með þúsundir hvítra segla á bátum, sem sigla eftir ávéituskurðunum, er ávallt bjartur og síbreytilegur himinn. Þessi dásamlega birta stuðlaði að því að skapa gullöld málaralistarinnar á 17. öldinni, þegar auðugir hollenzkir kaup- menn voru gerðir ódauðlegir á málverkum eftir slíka meistara sem Rembrandt og Frans Hals. Listasöfn Hollands era full af slíkum meistaraverkum frá þessu tímabili, þó að einnig sé mikið af nútíma-list á söfnum í Amsterdam, Rotterdam og Haag og sérstaklega á Kröller-Möller-safninu, sem er rétt við Veluwe-þjóðgarðinn. Herinn fer til Þýzkalands. Þessi garður er eini bletturinn Vindmyllur og sjóvarnargarðar eru meðal helztu sérkenna Hollands — og hér er hvort tveggja á sömu mynd. Sjór gnauðar við garðlnn, en á honum stendur vlndmyllan. Að bakl hennl er frjósamt land — ef til vill unnið úr greipum ægls. inn með Delta-áætluninni er, að tengja eyjarnar, sem tilheyra hér- aðinu Zeeland og Suður-Hollandi, við meginlandið með flóðgarði. Þessi áætlun er sjómönnum ekki hagstæð, en hún skapar nýjar horfur í iðnaði fyrir landbúnaðar- héraðið Zeeland. gætir Áhrifa Kalvínstrúar alls staðar. Ein afleiðingin af áhrifum Kalv- ínstrúar er sú, að allt á Niðurlönd- unum er að meira eða minna leyti sniðið eftir fyrirmælum kirkjunn- ar og má þar nefna: menntun, útvarp, sjónvarp, verzlun og jafn- vel stjórnmálaflokka. — Til dæm- is var fyrir þremur vikum deilt um það í þinginu, hvort lík- brennsla sé lögleg í kristnu landi. Af átta stórum stjórnmálaflokk- um eru aðeins þrír, sem era ekki trúarflokkar: Verkamannaflokkur- inn, Frjálslyndi flokkurinn, sem vinnur að frelsi og lýðræði, og Kommúnistaflokkuripn, sem er stöðugt að minnka. í síðari heims- styrjöldinni virtust trúardeilurnar gleymast í baráttunni gegn Þjóð- verjum, en þær hafa blossað aftur upp og ekki minnkað hið mimnsta við sívaxandi keppni milli mót- mælenda og rómversk-kaþólskra manna. Trúmál hafa einnig haft áhrif á hollenzkar bókmenntir, sem eru lítið þekktar utan Hollands, vegna þess að tungumálið er þar hindr- un. Aðeins tuttugu milljónir manna í Hollandi og Belgíu og af- komendur Búanna í Suður-Afríku tala hollenzku. Þrír miklir menn á sviði hol- Ienzkra bókmennta era heimsfræg ir vegna þess, að þeir skrifuðu á latínu: humanistinn og guðfræð- ingurinn Erasmus, lögfræðingur- inn Hugo Grotius og heimspeking- urinn Spinoza. Sá síðastnefndi var Gyðingur frá Portúgal, og hann er vitni um það, að Hollendingar hafa alltaf tekið flóttamönnum opnum örmum. Þetta viðhorf, sam bland af kærleika og ströngu rétt- læti, er eðlileg afleiðing af trúar- venjum landsins. Genever, þjóðardrykkurinn. Trúin hefur samt sem áður aldr- ei látið Hollendinga gleyma verald legum gæðum, sérstaklega ekki matnum. Matur er í Hollandi frek- ar hollur, en íburðarmikill og frekar staðgóður en eitthvað létt- meti, en steikin er vel framreidd og grænmetið frábært. Eins og Eskimóar nota hol- lenzkir kokkar nógu mikið af feiti til þess að vinna gegn hinu kalda, raka loftslagi. Annar vermir er „genever" eða hollenzkt gin. Hve- nær sem fólk fer á krár eða á verzlunarráðstefnu er drakkið genever. En sterki hollenzki bjór inn er einnig mjog góður. Á öll- um heimilum í Hollandi er síld á borðum, og meðal þess sérstæð- íslendingar hafa löngum dáSst aS baráttu Hollendinga við hafið, iSni þeirra og þrautselgju við að sækja land I greipar ægis. En hvað vitum við meira um Hol- land? Harla lítíð annað en það, að Holland er lægsta land Evr- ópu og þéttbýll er þar svo mikið, að til vandræða horfir. — Þess vegna getur það varla kallazt að bera I bakkafullan læk, þó að birt sé ein eða tvær greinar um Holland, ekkl sízt, þar sem svo vel ber í veiði, að þær eru eftir ungan, hollenzkan menntamann, sem dvelst hér á landi um þessar mundir og hefur dvalizt hér áð- ur. Hann veit því mörgum betur, hvar helzt þarf að fylla í eyður í Hollandsþekkingu íslendinga. Þessi ungi Hollendingur heitir Wim F. van der Hofstede (frá Hofstöðum), og hér kemur fyrri grein hans. Hin er um borg hans — Amsterdam. síld, sem Hollendingar halda í á Hollandi, þar sem Hollendingur getur verið „aleinn“. Hans er vand lega gætt og hann er friðaður eins og staðir eru friðaðir fyrir Indí- ána í Bandaríkjunum, og það er bannað að byggja hús og verk- smiðjur á þessu svæði til þess að sjá íbúum þessa lands, sem er allt of þéttbýlt fyrir svæði, þar sem hægt er að draga andann. f sann- leika sagt er orðinn svo mikill hörgull á opnum svæðum, að ríkis- stjórnin varð að fá landsvæði í Vestur-Þýzkalandi og Frakklandi til æfinga fyrir hið hollenzka lið Atlantsihafsbandalagsins. Um það bil 11 milljónir Hol- lendinga búa á svæði, sem er um 32 þúsund ferkílómetrar, en það sýnir, að 350 manns búa á hverj- um ferkílómetra og meir.a en helmingur íbúanna býr fyrir neð- an yfirborð sjávar. Alltaf síðan á 13. öld hafa Hollendingar verið að hlaða flóðgarða til þess að geta gengið þurram fótum, og allar stærstu borgirnar í Hollandi eru fyrir neðan yfirborð sjávar: Amst- erdam, Rotterdam, Haag og Haar- lem. Um þessar mundir erum við að vinna að tveimur miklum áætl- unum. Fyrri áætlunin er að breyta stærsta stöðuvatni landsins, sem útlendingar þekkja undir nafninu (Zuiderzee). Suðursjór í frjósamt land, og hin seinni að hlaða gríð- arstóran flóðgarð í Suður-Hollandi meðfram Norðursjónum, og er hún kölluð Delta-áætlunin. Við vonumst til að ljúka þessum fram- kvæmdum innan tíu eða fimmtán ára. Sérstaklega er seinni áætlun- in mikilvæg fyrir okkur. Það getur verið, að þið mUnið eftir flóðunum miklu 1953, þegar sjór flæddi yfir einn sjötta af Hollandi Og tvö þús- Hollendingar eru snjallir siglingamenn og sigling öndvegisíþrótt þar und manns drukknaði. Tilgangur-' sundi I glöðum byr. sporðinn á og gleypa í þrem eða fjóram bitum. HoUendingar alls staðar á hnettinum. Hinn venjulegi hollenzki borg- ari er alls ekki eins fálátur, alvar- legur, tilfinningalaus og starfsam. ur og hann sýnist. Það getur vér- ið, að loftslagið geri hann svolítið stirðan í framkomu, en forvitni hans, hugmyndaflug, persónuleiki og kímnigáfa stuðlar að því, að það er alls ekki erfitt að kynnast honum. Með Hollendingum, sem alltaf hafa aðhald af sjónum, býr þessi djúpa þrá eftir að breyta einhverju, gerast brautryðjendur, sigla yfir höfin og kanna öll svið mannlegrar starfsemi. Það /voru Hollendingar, sem fundu Ástralíu og Nýja-Sjáland. Þeir settu á stofn nýlendur í Norður- og Suður-Ame- ríku, í Asíu og SUður-Afríku. Þeir sigldu upp Hudson-fjótið og þeir reistu Nýju-Amsterdam, sem nú nefnist New York. Þeir, sem ferð- ast um allan hnöttinn, munu rek- ast á Hollendinga alls staðar á leiðinni frá Austurlöndum til Afríku, frá New York til lokaðra nektarklúbba í Frakklandi. Frétta maður, sem heimsótti einn slíkan asta í hollenzkri matargerð er hrá klúbb spurði Hollending nokkurn, (Framhald á 11. síðu). Hásigldar gnoðir á hollenzku 6 T f MIN N, miðvikudaginn 3. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.