Tíminn - 03.01.1962, Qupperneq 7

Tíminn - 03.01.1962, Qupperneq 7
GófSir fslendingar, nær og fjær! Enn höfum vér lifað ein sól- hvörf, leggjum gamla árið við liðna tíð, og byrjum nýtt ár í Guðs nafni, vongóðir og fullir eftirvæntingar. 'Á þessum tímamótum þökkum við ihjónin gamla árið innilega, og ósk- mm yður, hverjum einstökum og þjóðinni í heild, hjartanlega gleði- 'legs nýárs, friðar og farsældar á komandi tímum. Þetta er í tíunda sinni, sem ég iávarpa yður, landar mínir, héðan frá Bessastöðum. Það hefur margt skeð og breytzt á þessum árum, og sem betur fer flest til batnaðar, hygg ég. Hinn síðasti áratugur er mei'kur kafli í sögu fslendinga. Unga kynslóðin tekur við betra landi og á fleiri úrkosti en áður hefur þekkzt, vísast allt frá land- námstíð. Það hefur löngum verið kvartað um að vér séum fáir, fá- tækir, afskekktir og einangraðir. Og hvernig er þá hægt að gera oss til hæfis, ef vér aukum á kvein- stafina, þegar fólkinu fjölgar, efna- hagurinn batnar, og einangrunin hverfur að mestu úr sögunni? Oss eru að vísu búin fleiri viðfangsefni en áður, og sum vandasöm, en vér höfum málefnin í vorri eigin hendi, eins og þjóðin hefur þráð um aldir. Vér metum forfeður vora og erum að mörgu leyti stolt- ir af þeirra sögu í harðbýlu landi. Og hví skyldum vér þá vantreysta vorum eigin manndómi til að mæta þeim viðfangsefnum í innan- og utanríkismálum, sem uppfylling margra óska og vona flytur óhjá- kvæmilega með sér. Hitt liggur nær, að líta einbeittir fram í tím- ann, eins og sjómaðurinn á hafinu, þó báturinn sé lítill og úthafið stórt. Örugg trygging fæst ekki á lífsins sjó, en það veldur miklu um örlögin, hverjir sitja undir ár- um og við stýrisvöl. — Ég mimltist á, að við hjónin höf- um nú setið hér á Bessastöðum tíu jól. Það þarf alltaf nokkurn tíma til að venjast nýjum bústað og nýju starfi. í minni stöðu þarf að fylgjast með mörgu, og vera við- búinn. Þekking á mönnum og mál- efnum er nauðsynleg, og skal slíkt ekki rakið nánar. En því fagna ég meðal margs annars, að á þessum tæplega tíu árum hefur hver ný stjórn tekið við af annarri án telj- andi tafar. Það er ekki lítils um vert, að ábyrg stjórn sitji við völd á hverjum tíma hjá þingræðisþjóð, og því nauðsynlegra sem ágrein- ingur er meiri, og viðfangsefni erf- iðari. Að þessu sinni læt ég nægja að þakka innilega fyrir hönd okkar hjónanna alla þá vinsemd og hjálp, sem við höfum orðið aðnjótandi á þessu tímabili. Guðlaun! sagði gamla fólkið. Ekki verður annað sagt en að gamla árið hafi verið gott og far- sælt til lands og sjávar. Þó er allt af héraðsmunur á veðurfari í þessu landi. Og togaraaflinn brást. En allt verður það rakið betur og raett annars staðar nú um áramótin. Ég læt þó ekki hjá líða að minnast þess, að á nýliðnu ári má telja að úrslit hafi orðið í handritamálinu, þó bið verði á afgreiðslu þess. Hinar miklu gersimar íslenzkrar menningar, handritin, sem geymzt hafa í Danmörku, verða afhent fslendingum. Það verður fagnaðar- stund, þegar að því kemur. Og það skulum vér muna vel og meta. að þá eru jafnframt leyst þau ágrein- ingsmál Danmerkur og íslands, sem fólust í sjálfstæðisbaráttunni. Dönum hefur farizt vel, og ber þess að minnast með þakklæti og virðingu. Handritin eru hið ytra tákn ís- lenzkrar bókmenningar. Ég hygg að íslendingar séu mest metnir meðal erlendra þjóða fyrir bók- menning og fornt stjórnskipulag. Edda, Saga og Alþíngi eru þau ís- lenzk orð, sem flestir kannast við — auk Geysis og Heklu. Öðru máli gegnir að vísu um þá fáu útlend- inga, sem þekkja vora íslenzku samtíð af sjón og raun. Menning nútímans í listum og atvinnulífi nýtur álits í þröngum hóp erlendra ÞEIR ERU EKKI TÝNDIR ÍSLANDI r r Avarp forseta Islands, herra r r Asgeirs Asgeirssonar, á nýársdag HERRA ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, FORSETI ÍSLANDS manna. En það hygg ég, að vér munum um langan aldur eiga orð- stír vorn meðal erlendra þjóða mest undir bókmenntum og stjórn- arfari enda er nú betur fylgzt með en áður, vegna aukinna viðskipta og samstarfs þjóða á milli. Það eru gerðar háar kröfur til þjóðar, sem hefur auglýst það fyrir umheim- inum, að hún eigi elzta þing, sem enn er við líði, ekki sízt nú á þess- um síðus-tu tímum, þegar svo margt gengum af göflunum meðal ný- frjálsra smáþjóða. íslendingar eru étvírætt vel ættaðir, en það hrekk- ur öllum skammt, sem gerast ætt- lerar. Vér höfum á liðnu ári rækt frændsemi vora við Norðmenn. Heimsókn Ólafs Noregskonungs, og afhending Ingólfsstyttunnar má hvort tveggja telja til merkisat- burða. Vér veittum SnoiTastytt- unni í Reykholti viðtöku á sinni tið, án þess að minnast hans síð- ustu stundar. og Norðmenn þáðu með fögnuði Ingólfsstyttuna, án þess að mmnast viðskilnaðar ýmissa íslenzkra landnámsmanna við sitt forna föðurland. Allt slíkt er gleymt og grafið fyrir öldum og eingöngu minnzt frændseminnar og menningararfsins. En það er önnur þjóð. sem stendur oss næst Norðmönnum að skyldleika, sem vér höfum þó orðið algerlega við- skila við, og fennt í sporin. Það eru írar. Til þess liggja skiljanleg rök, sem ekki verða hér rakin. en fjar- skyld tungumál eru þó sjálfsagt ein höfuðorsökin, og hitt, að land þeirra liggur ekki í vorri þjóð- braut. En nú er svo komið bæði samgöngum og málakunnáttu, að ég hygg, að hvorugt þurfi að standa í vegi fyrir auknum sam- skiptum við þá, sem vér rekjum ætt til, og hina sem út um heim- inn búa, og geta rakið ætt sína til íslands. íslendingum munu nú duga tvö mál, sem flestir valda, eitthvert Norðurlandamálanna og enskan, til samskipta og frænd- | rækni um <allar jarðir. A ferðum okkar um Norðurlönd játtum við hjónin kost á að hitta ótrúlega marga íslendinga, sem I setzt hafa þar að, og þeirra afkom- i endur. Þó tvær aldir væru liðnar frá brottflutningi ættföðurins, þá leituðu ýmsir gamalla kynna á okkar fund í Kaupmanriahöfn hafði ég til fylgdar einn konungs- stallara. Hann hét Asger að for- nafni, og taidi langömmu sína hafa verið af islenzkum ættum. „Þér er- i uð þó ekki kominn af síra Ásgeiri á Stað í Steingrímsfirði?“ spurði ég út í bláinn. Hann sótti ættar- tölu, sem afi hans hafði látið gera, og það stóð heima. þarna var síra Ásgeir Jónsson á sínum stað. Hann sagði mér að raunar hafi þessi ættartala verið gerð til að koma afa hans í ætt við dönsku konungs- fjölskylduna, er, slíkt er oftast ein- göngu fært um íslenzkar heimildir. Þess vegna. meðai annars, voru ís- lenzk handrit eftirsótt fyrr á tím- um. Annar „danskur tslendingur" sagði mér. að þrátt fyrir illan kurr, sem oft haf; gerzt milli Dana og íslendinga,. þá væru flestir stoltir af því, að geta rakið ætt sína til íslands, og varðveitt þær minjar. í Oslo hittum við myndarlegan mann í virðingarstöðu, sem sagði okkur að hann væri kominn af I Gísla Jónssyni, hálfbróður Jóns sýslumanns Esphólín. Hann gaf [mér niðjatal Gísla, skráð á heljar- mikla örk. Á þeim ættstofni var i geysimikið og þétt lim. og margt þjóðkunnra manna í Noregi. Ég nefni þessi atriði sem dæmi. En skrítnast þótti mér þegar ég hitti negrann, blásvartan, en að öllu j leyti vel á sig kominn, sem sagðist j sennilega vera ættaður frá íslandi. Ég spurði, hvað væri til marks um j það, en hann sagði það vera arf- sögn í sínum ættbálki, að ættfaðir- inn hafi komið frá landinu, þar sem vatnið væri eins og^grjót á vetrum. Þarna býst ég við, að ís- land hafi notið nafns fremur en I frændsemi. — En þetta er mín ítrekuð reynsla, að það er víðar en á íslandi, höfuðbóli ættfræðinnar, lengi munað til góðra forfeðra. íslendingar erlendis og afkonr- endur þeirra eru mér sérstaklega hugstæðir nú, eftir ferð okkar í haust þvert um Canada, frá Quebec til Vancouver. Þar birtust tugir og hundruð íslendinga, hvar sem numið var staðar. Það er talið lík- 'egt, að í Canada búi um fjörutíu þúsundir manna af íslenzkum stofni. Það trúa því vís-t fáir, sem ekki hafa kynnzt því af eigin raun, hvað íslendingurinn er ríkur í þessu fólki, jafnvel þeim sem ein- göngu mæla á enska tungu. Það er rangt að segja um þá, að þeir hafi „týnt“ íslenzkunni. Þiiðji og fjórði ættliðurinn er oftast alinn upp á snsku. Skólinn félagarnir, starfs- bræður, blöð bækur, allt er enskt, og Vestur-íslendingar sjálf- ir kanadiskir eða bandarískir borg- arfar. En þar fyrir lifir ótrúlega mikið af íslenzkri menning og ræktarsemi i þessu góða og mynd- arlega fólki, hvort sem það talar íslenzku eða ensku eingöngu, og enginn árekstur á milli hins er- lenda þegnréttar og hins íslenzka ! arfs eins og þegar má sjá í kvæð- um og ræðum Stefáns G. Stefáns- i sonar. Þeir eru ekki týndir íslandi , heldur, og mikils um vert að vér iréttum þeim vinarhönd yfir hafið. j Handtak þeirra er sterkt, svipur- iinn hýr, og séð hef ég tár glitra í .auga, eins og dögg af himni, — ! gleðitár. — Það er fjöldi íslend- jinga og afkomenda þeirra út um heim allan, sem varðveitir í hjarta 1 sínu dýrmætar endurminningar sínar eigin eða frásögur afa og í ömmu, og sjá í hillingum Fjall- konuna út við sjóndeildarhring í j átt sólaruppkomu hádegisstaðs eða 1 sólarlags. Það má segja að vesturfarir hefj- ist um það leyti, sem íslendingar fengu stjórnarskrá, og straumur- inn harðnar svo á hallærisárunum frá 1880 til aldamóta. Nú er að mestu tekið fyrir þann straum, lífskjörin orðin svo áþekk. Nokkur fólksflutningur á sér þó stað ár- lega, sem dreifist nú orðið til margra landa og aldrei er að vita j hvar íslendingur hittist fyrir. Það má búast við að slíkur tilflutning- ur haldist frá landinu og til þess. Eins og nú er komið samgöngum, málakunnáttu og sérmenntun verð- I ur ekki varizt fólksflutningum, og margar þjóðir gera sér að skyldu að halda uppi lifandi sambandi við landa sína og frændur í framandi jlöndum um alla heimskringluna Þar er verkefni, sem vér íslending ar megum ekki vanrækja öllu leng ur, fslendingurinn erlendis er full trúi sinnar þjóðar. Sú utanríkis ’þjónusta getur verið bæði kostn aðarlaus og verðmæt um verklega og andlega menningu, auk þess sem ættjarðarböndin grípa oss föstum tökum. Þegar vesturfarir hófust fyrir rúmlega áttatíu árum voru íbúar landsins tæplega sjötíu þúsund. Nú eru íslendingar búsettir í heimalandinu um eitt hundiað og sjötíu þúsund. Það má sennilega áætia að erlendis búi nærfellt sex tiu þúsund manns af íslenzkum ættum. Þetta er allmikil viðkoma, og hvað verður um næstu aldamót, sem óðum nálgast? Eigum vér sem heima sitjum, að láta þetta fólk hverfa í alþjóða úthafið, eða eig- um vér að gera oss far um að styrkja bróðurböndin. og rétta þeim hönd sem fúslega vilja taka á móti? Ég hygg að svarið verði á eina leið hjá allflestum. Eg mun ekki ræða í þessu stutta ávarpi einstök atriði um fram- kvæmd slíkrar staifsemi. Þar er mikla og góða reynslu annarra Norðurlandaþjóða við að styðjast. Vafalaust má um skráningu ís- lendinga erlendis, styðjast við Þjóðskrárdeild Hagstofunnar, og frjáls samtök áhugamanna gætu unnið mikið og gott starf. Og engin ofáatlun er það, að halda á Þing- völlum, á tilteknum fresti hátíð fyrir þá, sem heimsækja land og þjóð feðra sinna og forfeðra. Vér íslendingar erum fámenn þjóð og þurfum að vaxa, bæði að mannfjölda og manngildi. Það er einkum manngildið, sem gefur og tryggir smáþjóðunum tilverurétt. Hofnar kynslóðir búa enn í land- inu á bókfelli og máli, sem hefur varðveitzt. Komandi kynslóðir eru nálægar i framtíðardraumum þjóðarinnar. Og allir íslendingar, hvar sem þeir búa á jörðinni, eru boðnir og hjartanlega velkomnir til þátttöku í þjóðlífi líðandi s'tundar. Góðir íslendingar! Að svo mæltu endurtek ég beztu nýárskveðjur, og árna þjóðinni árs og friðar.’* LEIÐRÉTTING í áramótagrein Hermanns Jónas- sonar hefur misprentazt, að 50 lesta fiskibátur kosti hálfa áttundu milljón króna. Þarna átti að standa 150 lesta bátur. Jólatónleikar í Dómkirkjunni Að þessu sinni efndi Sinfóníu- hljómsveit íslands til hljómleika undir stjórn hr. Jindrich Rohan í dómkirkjunni. Fer mjög vel á að gefa mönnum kost á að hlusta á andlega tónlist á þeim stað. Efnis- í skráin hófst með því að dr. Páll ísólfsson lék orgelkonsert í F-dur [ eftir Frantisek Brixi, Ijúft og elsku legt verk. sem naut sín ágætlega í útfærslu dr, Páls. Þá söng Guðmundur Jónsson tvö gömul íslenzk sálmalög í útsetn- ingu dr V. Urbancic. Verður jseinna lagið — Tunga mín vertu jtreg ei á (1650) áheyrandanum eftirminnilegt í sínum einfaldleik og góðri túlkun Guðmundar. Þá lék strengjasveit úr Sinfóníu- I hljómsveitinni hjarðljóð úr óra- tóríu „Messías" eftir Handel, fag- urt lag og vel leikið. Tvö sönglög eftir Handei nutu sín vel í meðferð Guðmundar. þó var hið seinna — Where ’er you walk, vel og fallega flutt. Kjarnmesta verkið á efnis- skránni var konsert f. 2 fiðlur og strengjasveit eftir Joh. Seb. Bach, einleikarar Björn Olafsson og Jón Sen. Gerir þetta verk miklar kröf- ur í samspili til hljóðfæraleikar- anna. og hefur heyrzt hér á tónleik um áður Varð tæplega sá heildar- svipur á verkinu. sem æskilegt hefði verið en flutningur þó hnökralaus. Hljómsveitarstjórn dr. Jindrich Rohan var ágæt, og tónleikarnir í heild áheyrilegir. U. A. TÍMINN, miðvikudaginn 3. janúar 1962. 7

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.