Tíminn - 07.01.1962, Blaðsíða 4
lán. Ég hef alltaf verið láns-
maður með allt, búskapinn,
konuna, börnin og fósturbörn-
in. Guð hefur margfaldað það
pund, sem hann gaf mér.
— Fór konan ekki á skauta
með þér?
— Konan? Nei, hún hafði nú
öðrum hnöppum að hneppa —
sjö börn og tvö fósturböm á
sinni könnu. Ég er vel kvænt-
ur. Hún sveikst ekki um.
— í»ú ert fóstri hans Steins
Steinarr.
— Hann var hjá mér frá sex
ára aldri og fram yfir ferm-
ingu. Hann var oft kíminn bæði
í andliti og tilsvörum og byrj-
aður að setja saman ferskeytl-
ur — kallaði móður mína
fóstru og orti til hennar vísur.
Það var hún, sem sagði hon-
um, að menning væri rímorð,
þegar hann spurði hana að því,
hvað orðið þýddi.
— Var hann óþægur við ykk
ur?
— Nei, hann var alltaf hæg
þíðan komin, svo að maður fer
ekki oftar núna.
— Færðu ekki harðsperrur af
hlaupunum?
— Harðsperrur? Nei, ég fæ
aldrei harðsperrur. Hreyfing-
arnar liðka mann. Þær eru
nauðsynlegar. Ég ætla að
skauta, þangað til ég hrekk upp
— Þú ert sem sagt með
skautadellu.
— Þetta hefur alltaf verið
mín mesta skemmtun, — lærði
þetta strax þegar ég var ung-
ur. Þá smíðaði ég mér sjálfur
skauta úr spöngum utan af
bárujárni. Maður fékk sér tré-
klossa og grópaði spangirnar
upp í hann og festi hann svo
með ólum yfir ristina. Það
dugði. Við vorum alltaf á skaut
um, strákarnir, hvenær sem við
gátum. Einu sinni fékk ég
hroðalegar harðsperrur.
— Hvenær var það?
— Það var eftir skauta-
keppni — mestu harðsperrurn-
Hann er ungur sem lamb
— aðeins 75 ára gamall.
Viesta skemmtun hans er
að renna sér á skautum. Og
þegar hann fer í vetrar-
heimsóknir til Reykjavíkur,
tekur hann skautana sína
með sér til þess að nota
svelliS á tjörninni.
— Hefurðu farið oft á tjörn-
ina núna?
— Ég hef farið þessa fjóra
daga, sem svell hefur verið á
henni síðan ég kom. En nú er
ur og óknyttalaus, en eitthvað
var hann þungur til vinnu.
— Þú varst sjálfur í fóstri,
þegar þú varst barn.
— Móðir mín, Kristín Tómas
dóttir, kom mér í fóstur, þegar
ég var ársgamall, -tu hjá.systur
sinni, Guðrúnu, og Guðbrandi
Torfasyni að Miklagarði í Saur
bæ. Þar ólst ég upp í guðs-
ótta og góðum siðum, eins og
kallað var, og lærði að vinna
og leika mér á tunnustöfum í
sköflum, og skautum á ís. Þeg
ar ég eltist, langaði mig mikið
í skóla, en komst ekki að heim
an. Ég var eina fyrirvinna
heimilisins.
— Stundaðir þú ekki fleiri
íiþróttir?
— Markús Torfason frá
Ólafsdal kenndi okkur glímu.
Hann var fyrsti formaður ung-
mennafélagsins hjá okkur. Það
var gaman á þeim árum, og ég
var kominn vel niður í glím-
unni, en búskapurinn kom og
þá lagði maður allt á hilluna.
— Nema skautana?
— Nema skautaria. Ég hélt
þeim við, þangað til ég fluttist
að Heinabergi 1936. Það var
aldrei skautasvell þar.
— Þú varst fram að því í
Miklagarði?
' — Var þar í 49 ár. Fluttist
þaðan á afmælisdaginn minn,
þegar ég var fimmtugur. Ég sá
fyrir fósturforeldrum mínum
síðasta kafla ævinnar, þangað
til þau fóru ofan í moldina, —
þá keypti ég Heinabergið.
— Var ekki leiðinlegt að yfir
gefa Saurbæinn og svellið?
— Mig iangaði alltaf í Saur-
bæinn aftur. Ég var líka búinn
að eyða beztu árum ævi minn-
ar í strit á Miklagarði, gera mik
ið fyrir jörðina. Ég sléttaði tún
ið með þeim aðferðum, sem þá
voru notaðar,1 — rist ofan af
og þakið.
— Þú hefur ekki bognað i
baki við það.
— Nei, ég er óboginn, þrátt
fyrir allt bogrið. Ég hefði vilj-
að kaupa Miklagarð, en það var
ekki hægt. Þetta var hrepps-
iörð. — Annars búnaðist mér
ar, sem ég hef fengið á ævi
minni. — Við áttum að fara til
kirkju, og við, tveir strákar,
renndum okkur niður eftir
ánni, sem var á ís. Það varð
ekkert úr kirkjuferðinni. Við
fórum í keppni. Renndum okk
ur eftir ánni alla leið niður að
ósum. Daginn eftir gat ég ekki
lyft fótunum nema með því að
taka undir þá.
— Þeir mundu ekki geta
keppt við þig núna, gömlu fé-
lagarnir.
— Nei, það fer enginn
þeirra á skauta núna.
— Þetta var í Saurbænum?
— Já, í Saurbænum. Það var
nóg af tjörnum þar til þess að
skauta á. Annars fæddist ég á
Kleifum í Gilsfirði. Mér var
sagt, að ég hefði ekki verið
neinn áufúsugestur í þennan
heim, en kom nú samt, og tím-
inn verður að skera úr um,
hvort ég hef verið til nokkurs
gagns.
— Þú komst með skautana
suður?
— Já, á síðast liðnum fimm
árum hef ég þrisvar komið suð
ur og tvisvar með skautana.
Það var slæmt, að svellið skyldi
hverfa svo fljótt. Það er lítið
gert fyrir skautasvellið hérna.
Það var ekki einu sinni mokað
fyrir hátíðarnar.
— Ertu ekki skíðamaður
líka?
— Það er svo erfitt að fara
á skíði hjá okkur í Saurbæn-
um, vegna þess að það eru svo
litlar fannir nema langt frammi
í dölum. Það er ómögulegt að
fara svo langt einsamall. Ann-
ars á ég skíði og stafi.
— Hvernig stendur á því, að
þú ert svona fjörugur?
— Ég veit það ekki. Kannske
er það hreyfingin, ég hef alltaf
hreyft mig mikið. Ef til vill er
þetta líka ættgengt. Móðir mín
hafði alltaf hestaheilsu og varð
94 ára gömul. Kannske er það
vel á Heinabergi. Nú býr fóst
ursonur minn þar.
— Og þú sjálfur?
— Ég fluttist að Tjaldanesi í
Saurbænum fyrir fimm árum.
— Er gott að vera kominn
í Saurbæinn aftur?
— Ég byrjaði strax að skauta
aftur.
Birgir.
TÍMINN, sunnudagurinn 7. jan.ú..r 13*38.
i