Tíminn - 07.01.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.01.1962, Blaðsíða 14
vegna hún skrökvaði. Húnl vildi leggja líf sitt í hættn tilj þess að þú gætir hitt mig í Jerúsalem. Rósamunda leit á Godvin og Godvin á hana, og þau skildu, bæði hvort annað, því að nú sáu þau bæði sannleik- ann í öllum mikilleik sínum og ógn. — Eg held að ég ætti lika að snúa við, sagði Rósa- munda.v Það mátt þú ekki, sagði Vulf. — Salhedín mun drepa þig- — Það mátt þú ekki, endur- tók Godvin. — Skal þessi fórn færð árangurslaust? Þar að auki er það skylda okkar að hindra það. Rósamunda leit á hann og stamaði: — Ef — ef — hið hræðilega er skeð, Godvin. — Ef fórnin — ó! hvað getur það gagnað? — Rósamunda, ég veit ekki hvað skeð er, en ég fer til þess að grennslast eftir því. Eg hirði ekki um hvað verða vill, en geng ótrauður örlögum mínum móti. Eg ætla að finna Masondu og krjúpa fyrir henni með virðingu. — Og ást, tók Rósamunda fram í eins og orðin kæmu ósjálfrátt fram á varir henn- ar. — — Máski, svaraði Godvin, eins og hann talaði frekar við sjálfan sig, en væri að anza henni. — Vertu sæl, frænka, hélt hann áfram, — hluttaka mín er þegar á enda. En færi svo, að við sæjumst ekki fram ar, þá er það mitt ráð, að þið giftist hér í Jerúsalem, og haldið svo heim til Steaple, til þess að lifa þar saman í næði. Vertu sæll Vulf bróðir. í dag skiljum við í fyrsta sinn, við, sem lifað höfum saman frá blautu barnsbeini. Lifðu sem góðum riddara sæm ir. Godvin steig síðan á bak hesti sínum og reið af stað án þess að líta til baka, og út um borgarhliðið og var brátt horfinn út á eyðimörk- ina. Vulf og Rósamunda gátu ekki tára bundizt. Þau riðu síðan áfram þrönga götu sem full var af fólki, því fregnin um það, að sendimenn þeirra hefðu neit- að tilboði Salahdíns, hafði flogið um borgina sem eldur 1 sinu. Hann hafði boðið þeim að veita borgarbúum aðstoð sína til matfanga og leyft þeim að styrkja varnarvirki borgarinnar og halda þeim til næstu hvítasunnu, en sverja þá að gefast upp. En þeir höfðu svarið, að þeir skyldu ekki yfirgefa þann stað, þar sem frelsari þeirra hefði lát ið líf sitt, meðan nokkur væri uppi standandi. Þau ruddu sér braut gegn um þessa þögulu og hryggu fólksþyrpingu, án þess þeim væri veitt athygli, og komust loks að nunnuklaustrinu á Vía Dolorosa. Dyr klausturs- ins stóðu í skugga hvelfingar þeirrar, sem rómverski land- stjórinn hafði hrópað frá til Gyðinga forðum: — Sjáið kon ung Gyðinga. Dyravörðurinn sagði þeim að nunnurnar væru við bæna gerð í bænahúsinu; Vulf svar aði að hann yrði að tala við abbadísina um málefni sem enga bið þyldi, og var þeim þá vísað inn í hátt og svalt herbergi. Dyrnar opnuðust síð an skyndilega, og abbadísin kom inn, kiædd hvítum bún- ingi; hún var há og hö'ðing- leg kona, ensk að ætt, og leit á þau spurnarauem-i — Abbadís mælti Vulf, og hneigði sig djúpt. — Nafn mitt, er Vuif f1 hpssi kona er dóttir föðurbróður míns, Sir Andrev d Arcv s, en hér á Sýrlandi prinsessa af | Godvin, — því við vissum [ ' ekkert um þessa ráöagero. Samt scm áður bjcst t~r mð að þér munduð haldá h-ð. og er því kominn hi" 'r'' -'+ur til þess ao segja y;"u>’ sann- leikann, cg gefa á ’ ð-r ’>ald svo að ég geti bolað þá \ hegnihgu, er þér 'hafjð ætlað j Masondu. — Og hvers vegna ætlið bér, að þnla hana? spurði Sala-! dín, — Vegna þess, Saladín, svar H. RIDEf? HAGGARP . i BRÆÐURNIR <IAGA FRA KROSSiFERÐATÍMUNUri Baalbec og systurdóttir Sala- díns. — Segið mér sögu ykkar, sagði abbadísin, og sögðu þau hana í fáum orðum, en hún hlustaði á með athygli. Þegar þau höfðu lokið sögu sinni mælti hún: •— Æ, veslings dóttir, hvern ig getum við frelsað þig, því vort eigið líf er í hættu. Það tilheyrir Guði einum. En það sen. við getum, viljum við gera með gleði, og hér getur þú að mirínsta kosti hvílt þig um stund. Við fótskör hins helga altaris kapellu vorrar skalt þú finna skjól og þar þorir enginn kristinn að leggja hendur á þig, því það væri helgibrot og stofnaði sál hans í voða. Mitt ráð er enn fremur það, að þú búist bún- ingi vorum, og látir rita þig inn I okkar hóp í bækur klaust ursins. Nei, bætti hún við, brosandi, þegar hún sá ör- væntingarsvipinn á andliti Vulfs. — Ungfrú Rósamunda þarf ekki ætíð að bera hann, nema það væri hennar eigin ósk. Það gangast ekki allar ungnunnurnar undir hið á- kveðna loforð. Þær fóru síðan með Rósa- mundu til bænahúsins, lögðu hendur hennar á altarið og veitti henni aflausn, sveipuðu síðan hið þreytta höfuð henn ar hinni hvítu blæju ungnunn anna. Vulf yfirgaf hana og reið af stað til foringja borg- armanna, Balian frá Ibelin. og gladdi það hann mjög að fá svo hraustan riddara í lið sitt. Það var komið kvöld, er hinn þreytti hestur Godvins dróst áfram, fót fyrir fót, millum fjölda serkneskra her búða fyrir utan rústir Aska- lonsborgar. Hann reíð að húsi því er soldán bjó í, og bað verðina að tilkynna Saladín komu sína, og það með að hann óskaði að fá að tala við hann. Honum var strax hleypt inn og sat soldán þá á ráð- stefnu með emírum sínum. — Sir Godvin, mælti lrana alvarlegur, — hvað dregur yður aftur til herbúða minna? Eg gaf yður og bróður yðar líf, en þér hafið rænt mia því, sem ég vildi sízt missa. — Við höfum ekki rænt yður henni, herra, svaraði aði Godvin og laut höfði, — að allt sem hún gerði, var gert af kærleika til mín, þó án minnar vitundar. Segið mér, er hún hér, eða er hún flúin? — Hún er hér enn þá, svar aði Saladín stutt. — Óskið jþér að sjá hana? Það var sem Godvin létti dálitið. — Eg óska þess, svar aði Godvin, — aðeins einu sinni, ef það er áskilið. Eg þarf nokkuð að segja henni. — Það gleður hana vafa- laust að frétta, að fyrirætlun hennar hafi heppnazt, sagði Saladín og glotti illúðlega. — Ráðið var sannarlega vel hugsað og rösklega fram- kvæmt. — Fylgið þessum riddaractil Masondu, sagði hann I fvið gamla prestinn. — Við dæm- um hann svo á morgun. Presturlnn tók silfurlampa af veggnum, benti Godvin, sem hneigði sig yfir Saladín, og fylgdi honum eftir. Þeir gengu gegnum löng göng og komu loks að dyr- um, sem presturinn opnaði. — Gangið inn, mælti hann og fékk Godvin lampann, — en ég verð fyrir utan. Hún sef ur víst. Godvin tók lampann og gekk inn, og dyrnar lokuðust á eftir honum. Hann sá glóa í eitthvað á gólfinu langt inni í herberg- inu, og varð þess brátt vís, að einhver lá þar, og var það ó- efpð Masonda, bundin og sof , andi. — Já, það var hún, klædd hinum konunglega skrúða Rósamundu, og með einn gim stein hennar glóandi á brjóst inu. j Hann kraup við hlið henn- ar. Með ógn í hjarta beindi hann ljósgeislum yfir hana . og sá, að kyrtill hennar vari blóði drifinn. — Masonda, hvíslaði hann. — Nú veit ég að ég elska þig, konan með konungshjartað. Bíddu mín, Masonda. — Sagði ég ekki, að þér munduð finna hana sofandi, sagði presturinn spottandi við hlið hans. — Kallið á hana, hr. riddari, hrópið á hana! Ástin, segja menn, getur brú að stór vötn, og jafnvel höfuð, sem skilið er frá bolnum. j Godvin sló prestinn í höf- iuðið með silfurlampanum, og datt hann niður við fætur hans eins og svæft naut, svo Gcd-’in varð eirín >un kyrrð- i'ia r.% myrkrið. Hann rtríð nokku? augna- bUk uppréttur. svo var sem iijarta hans fylltint e’di. og hann hrei'T niðu- vjð lík Ma- sondu cg lá grafkyrr. Godvin vissi. að hann lá veikur, en ekki mei.ra, því hann.hafði gleymt öllu bví liðna að því undanskildu, að h.onum virtist ítasonda ann- ast sig í vcikindunum Loks kom hó sá dagur að hann gat opnað augun til fulls og sriúið hö'ðinu til þess að gæta að Masondu, en hún var horfin, en á þeim stað, sem honum fanríst hún væri vön að vera. sat maður sem hann hekkti vel, það var eng inn anrar en Egbert, fyrrver- andi biskup í Nazaret, sem gaf honum svaladrykk, kældan með snjó. — Hvar er ég? spurði hann. — Fyrir utan Jerúsalem- múra, sonur minn, sem fangi í herbúðum Sa.ladíns, var svar að. — Og hvar er Masonda, sem hefur verið hjá mér allan þennan tíma? — í himnaríki, vona ég, svaraði biskupinn góðlega, — því hún var góð kona. Það er ég sem hef setið hjá yður. Godvin mundi nú allt í einu hvernig í öllu lá, og sofnaði harmþrunginn. Síðar, þegar hann hresstist, sagði Egbert honum nánar hvað gerzt hafði. Jerúsalemborg var full eymdar og örvæntingar. Þar voru saman komnar þúsundir og tugir þúsunda flótta- manna, kvenna og barna. Þeir vopnfærir menn, sem eftir voru, höfðu fáa foringja, svo Vulf varð brátt sjálfkjörinn fyrirliði fyrir stórum flokk hermanna. Umsátrin héldust. Múrbrjót arnir köstuðu grjóti óaflátan lega, og örvadrífan var svo þétt að enginn hélzt við á múrunum. Balian, foringi borgar- manna, kallaði riddarana sam an, og sýndi þeim fram á, að Jerúsalem væri dauðadæmd. — Við skulum þá, mælti einn foringjanna, — gera út- rás úr borginni og falla í orr- ustu mitt á meðal óvinanna. Þetta sama kvöld stóð Balian enn einu sinni frammi fyrir Saladín og bað hann að þyrma borginni. Saladín leiddi hann að tjald dyrunum og benti honum á gula fánann sem blakti hing að og þangað á múrunum, og sérstaklega einn, sem verið var að draga upp, þar sem skarð var komið 1 múrvegg- inn. — Hvers vegna ætti ég að fara að þyrma því, sem ég hef þegar unnið? spurði hann. — Af þeirri ástæðu, soldán, sagði hinn, — að verðum vér að deyja, deyðum vér fyrst konur vorar og börn: brenn- um borgina og öll auðæfi hennar og leggjum El-Aksa bænahúsið og aðrar helgar byggingar í eyði og iöfnum þær við jörðu. Við munum drepa þau fimm þúsund á- hangenda spámannsins. sem vopnum geta valdið, og berj- ast þangað til enginn stendur uppi. Eg hygg því, að Jerúsa lem verði yður dýrkeypt. Soldánin star(ði á hann og strauk skegg sitt. — Áttatíu þúfund mannslíf, tautaði hann, — áttatíu þús- und mannslíf, auk hermanna minna, sem mundu falla. Ó, það var um slíkt blóðbað að mig dreymdi. Og Saladín sat hugsi um stund, og höfuð hans hneig niður að bringu. Loks lyfti Saladín höfðinu og leit á Balian. — Segið mér, mælti hann. •— Hvar er prinsessan af Baal bec sem þið kallið Rósamundu d’Arcy? Eg vil ekki tala frek ar við yður um þyrming Jerúsalemborgar, fyrr en hún er framseld mér til dóms. Vit ið það, Sir Balian, og ég sver það við Allah og það í síðasta sinn, að ef Rósamunda kem- ur ekki af eigin frjálsum vilja, verður Jerúsalem jöfnuð við jörðu. — Örlög hinar helgu borg- ar og allra íbúa hennar, er þá háð göfuglyndi einnar konu? stamaði Balian. — Já, göfuglyndi einnar konu, eins og sýn mín birti mér. Sé hún nógu hjartaprúð, getur Jerúsalemborg enn þá orðið borgið. Eg hef ekkert frekar að segja, en sendimenn mínir geta fylgt yður, með bréf, sem þeir verða sjálfir að fá Rósamundu frænku minni. Hún getur svo fylgt þeim til baka til mín, eða hún verður kyrr, en þá verður Jerúsalem að falla. Áður en stund var liðin reið Balian til borgarinnar með sendimönnum Saladíns, er höfðu meðferðis bréfið, er þeir áttu að færa Rósamundu. Það var síðla kvölds, og jóm frúr hins helga kross beygðu kné sín í bænahúsinu. Þær báðu til Guðs og hinnar misk unnarríku móður Krists um náð og miskunnsemi, að Guð vildi vemda þær og íbúa hinn ar helgú borgar, þar sem frels arinn hafði lifað og liðið. Þær vissu, að úrslitin nálguðust, að múrarnir voru farnir að falla, að varnarliðið var að þrotum komið, og hermenn Saladíns mundu þá og þegar æða um götur borgarinnar. Allt í einu heyrðist barið að dyrum hátt og lengi. Þær þustu á fætur ótta- slegnar. „Serkir eru komnir"! Fáið okkur hnífa! Fáið okk- ur hnífa"! Rósamunda dró rýtlng úr skeiðum. „Bíðið!“ hrópaði abbadísin. „Það geta verið vinir. Systir Úrsúla, gakk til dyra og hlust aðu“. Systirin, roskin kona, hlýddi og gekk til dyra reikandi á fótum. Þegar hún kom til dyra, opn aði hún lítinn hlera og spurði rop* skiálfandi röddu: „Hverjir eru það, sem berja að dyrum?“ En nunnumar reyndu að heyra svarið. „Eg er Sybilla drottning með þernum mínum“. „Og hvað viljið þér oss, ó, drottning. Æskið þér synda- kvittunar" ? „Nei, ég fylgist hingað með sendimönnum Saladins. er óska eftir að tala við Rósa- mundu d’Arcy. sem er hjá yð- ur“. Er Rósamunda heyrði þessi .34 T f MIN N. sunnudagurinn 7. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.