Tíminn - 07.01.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.01.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Frétta- ritstjóri: Tndriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi rilstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstof- ur í Edduhúsinu; afg-reiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7. Símar: 18300 — 18305. Auglýsingasími 19523. — Afgreiðslusími 12323. — Prentsmið.ian Edda h.f. — Áskriftargjald kr. 55 á mán. innan lands. í lausasölu kr. 3 eint. JOHN J. CLOY: Faxa-hneykslið Þau tíðindi hafa nú gerzt, að þæjarstjórnaríhaldið í Reykjavík er að hefja fálmandi og feimnislegan undir- búning að því að slíta sameignarfélaginu Faxa, sem Kveld- úlfur og Reykjavíkurborg stofnuðu með sér árið 1948 með hátíðlegum samningi. Þar með er endanlega yfirlýst í verki, að skuldabaggi þessa gerónýta fyrirtækis hlýtur að mestu leyti að lenda á bökum reykvískra borgara, og jafn- framt viðurkennt i orði og verki, að hér hafi átt sér stað eitt hið mesta fjármálahneyskil hér á landi, og óafsakan- legur fáráðlingsháttur um stórframkvæmdir. Faxaverksmiðjan átti að mala Reykvíkingum gull úr síld, og það með nýjum aðferðum. Stofnkostnaður var áætlaður 8—10 milljónir en varð 28. Verksmiðjan reynd- ist ónothæf með öllu og allar tilraunir til annarrar vinnsiu runnu út í sandinn. Faxi hlóð á sig skuldum vegna vaxta og viðhalds húsa og véla. Reykjavíkurbær var ábyrgur íyrir öllum greiðslum og skuldum Faxa, ef Kveldúlf brysti gjaldþol, þar sem um sameignarfélag var að ræða. Borgin varð að greiða miklar fjárfúlgur fyrir Kveldúlf, en reikn- ingsskil þar á milli virðast ekki á hreinu. * Þórður Björnsson hefur margsinnis rætt þetta vand- ræðamál í borgarstjórn síðasta áratuginn, varað við áföll- um, mælzt til rannsóknar og loks lagt til hvað eftir annað, að félaginu við Kveldúlf væri slitið, svo að hættu á frek- ari fjárhagstöpum yrði afstýrt. íhaldið hefur vísað öllum slíkum tillögum frá, þagað og látið réka á reiðanum! Loks verður ekki hjá því komizt að snúa við, en þá er reynt að fela hneykslið um sinn með því að bóka ekki bréf um málið í fundargerð borgarráðs!! Skuldir Faxa eru nú um 35 millj. kr. og meginhluta þeirrar upphæðar verða Reykvíkingar að borga með út- svörum næstu árin. Stofnkostnaður var 28 millj. lcr. Veru- legur hluti þess fjár var dollaralán, Marshallfé, sem íhaldsríkisstjórn úthlutaði Faxa — eða Kveldúlfi — á gengi, sem var rúmar 6 kr. dollarinn. Á núverandi gengi mun stofnkostnaður Faxa því vera á annáð hundrað millj. króna.Faxaverksmiðjan er langsamiega dýrasta síldarverk smiðja, sem byggð hefur verið hér á landi og gengur næst stórvirkjununum og Áburðar- og Sementsverksmiðjun- um að dýrleika, þegar litið er á stórframkvæmdir íslend- inga á síðustu áratugum. Það á sér enga hliðstæðu á landi hér, að svo dýr fram- kvæmd hafi til einskis orðið. Þetta fjármálahneyksli á sér ekkert dæmi til samanburðar, og í því felst þyngri áfellisdómur um stjórnendur Reykjavíkur, en nokkrir stjórnendur opinberra fjármála hafa orðið að þola á landi hér. Þar birtist svo geigvænlegur óvitaháttur, ábyrgðar- leysi og siðleysi í meðferð almannafjár, að frá sjónarmiði borgara hlýtur öll forsjá mála að vera sjálfdæmd af þeim mönnum, sem þar eiga hlut að. Faxaverksmiðjan er auðvitað kórónan á fjármála- stjórn íhaldsins í Reykjavík, en þó aðeins kórónan. Hvar- vetna í bæjarrékstrinum getur að líta svipaða meðferð fjármála og framkvæmda, þó tölur séu ekki eins himirf- háar — augljóst sjúkleikamerki stjórnenda, sem telja sig svo sterka, að þeir þurfi ékki að standa borgurunum reikningsskap gerða sinna. . En þetta mál snertir ekki eingön'gu höfuðborgina og borgara hennar, þótt þeirra baggi verði þyngstur við lok- iri. heldur alla þjóðina, því að hér var varið til verra en einskis dýrmætu framkvæmdafé,. sem átti að fara til brýnnar og hagnýtrar uppbyggingar Þarna ætlaði ihaldið að gefa nokkruin ríkismönnum í einu mesta braskfélagi landsíns. Kveldúlfi. góðan spón úr almannaaski, en þegar dæmið snýst við, er reynt að losa það við töp. enda vafa- samt að það sé nú gvciðslufært til slíkra stórræða. aö ná samkomu- íagi um afvopnun stórveldanna? At$alrát$unautur Kennedys í afvopnunarmálum lýsir sig vongóftan Ef maður litast um í heimin- um í dag, þá verður manni á að velta því fyrir sér, hvort for- usturíkin muni nokkurn tíma hefja afvopnun og taka að þok- ast í átt til friðar. Við Bandaríkjamenn höfum minnkað herafla okkar stór- kostlega,‘en nú erum við aftur að kveðja aukið lið til vopna og herða átökin í vopnafram- leiðslukapphlaupinu. Sovétrík- in afvopnuðust aldrei jafn mik- ið og við, og þau brutu sjálf- boða-bannið gegn tilraunum með kjarnasprengjur og meng uðu andrúmsloftið geislavirku ryki. Hin pólitíska spenna er orðin hættulega há í Berlín, Afríku og Asíu. Friðurinn virðist svo ótrygg- ur, að athygli okkar beinist rr.eira og meira að vopnunum. Margir halda því eindregið fram, að eina von okkar liggi í endurvígbúnaði. Þeir vilja hafa okkur’ ævinlega búna und- ir algert stríð. Svo eru aftur aðrir, sem kenna vopnunum um alla okkar erfiðleika. Þeir vilja láta okkur varpa vopnunum frá okkur — eina, ef aðrir fást ekki til þess að vera með — og treysta því síðan að fordæmið leiði til bess, að aðrir fari eins að. Báðar þessar skoðanir eru rangar. Vopnin ein geta ekki bjargað okkur. Einhliða fjar- læging vopnanna getur heldur ekki verndað okkur. í þessu sambandi langar mig til að vekja athygli manna á skjaldar merki Bandaríkjanna. Örninn ber örvabúnt í vinstri kló, en olíuviðargrein í þeirri hægri. Mér virðist tákn myndarinpar Ijóst. Við verðum að vera þess umkomnir að verja okkur þar til að því kemur, að traustar alþjóðastofnanir bjóða færar og hentugar aðferðir til lausn- ar deilum, sem upp kunna að koma. Hitt er jafn ljóst, að við verðum ávallt að vera reiðu- búnir til friðar. í dag getur ekki orðið um neinn frið að ræða, án þess að verulegur árangur náist í af- vopnun, því að eðli nútíma vopna leiðir af sér lífsnauðsyn á traustu og víðtæku skipulagi og góðum undirbúningi allra varna. Afleiðingar kjarnorku- stríðs — hvort sem það skylli á af misreikningi, slysni eða ásettu ráði — eru svo stórkost- legar, að hjá fullu öngþveiti verður ekki komizt nema með því einu, að allir hafi lagzt á eitt um sem traustastan og víð- tækastan undirbúning. Þingið hefur, samkvæmt ósk Kennedys forseta, komið á fót Eftirlits- og afvopnunarstofn- un Bandaríkjanna, til þess að glíma við þetta brýna og hættu- lega vandamál. Þetta er fyrsta varanlega friðarstofnunin i sögú okkar. Sem ráðunautur forselans í afvopnunarmálum naut ég þeirrar hamingju, að leggja mitt lið við skipulagn- ingu og undirbúning þessa frumskrefs í friðaráttina. En hvað þá um okkar löngu og birru revnslu af ár.Tngurs- JOHN J. CLOY — hann er fyrrv. hernámsstjóri Bandaríkjanna í Þýzkalandi og aðalforstjóri Alþjóðabankans. — Kennedy vildi gjarnan fá hann til að vera utanríkisráðherra, en Cloy vildl það ekki. Hins vegar féllst hann á að verða aðalráðu- nautur forsetans í afvopnunar- málum. Hann ræddi um þau mál vlð rússnesku 'stjórnina s.l. sum ar og báru þær viðræður þann árangur, að stjórnir Bandaríkj- anna og Sovétrikjanna gáfu út yfirlýsingu, þar sem þær lýstu sig sammála um viss grundvallar atriði afvopnunar. lausum samningaumleitunum um afvopnun? Er nokkur veruleg von til þess að Sóvétríkin muni nokk- urn tíma samþykkja viðhlítandi athugunar- og eftirlitskerfi? , Eru nokkrir möguleikar á að þau leggist á eitt með okkur við eflingu Sameinuðu þjóð- anna eða annarra alþjóðastofn- ana til að halda uppi lögum og reglu í afvopnuðum heimi — og halda honum af\topnuðum? Fást þau nokkurn tíma til þess að hverfa frá hinni miklu leynd, sem leiðir af sér grun- semdir og vantraust? Það er ekki auðveit að vera, vongóður. Samningaumleitanir hafa hvað eftir annað farið út um þúfur og Sovétríkin léku illa tveim skjöldum á Genfar- ráðstefnunni, þegar þau undir- bjuggu með leynd kjarnorku- sprengingar í háloftunum með- an þau ræddu opinberlega' um lilraunabann. En þrátt fyrir öll vonbrigði fortíðarinnar þá hef ég samt von. Ég er sannfærður um, að þungi hinna réttu raka muni. leggjast á sveif með afvopnun- inni Þessi sannfæring mín staf ar af þremur veigamiklum á- stæðum: 1. Valdhöfum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna er jafn ljóst, að kjarnorkustyrjöld gæti ger- eytt menningu okkar. Hvað sem líður fyrri kenn- ingum konunúnista um hin óumflýjanlegu átök milli þjóð- félaga kapitalismans og komm- únismans, þá eru nnyerandi valdhöfum Sovétríkjae "»a Ijós aleyðingaráhrifip aí hrermifórn kjarnnrkunnar Hver sá. sem í dag teldi sig hagnast á kjarn- orku stríði, hlyti að vera brjál- aður. Og því fer fjarri að Krust joff sé það. Þess vegna trúi ég því, að bæði hann og hið rúss- neska fólk vilji komast hjá stríði. Úr því að leiðtogar Sovét- ríkjanna og þegnar vilja ekki deyja og vilja ekki sjá föður- land sitt gjöreytt fremur en við, þá eygjum við þarna í sjálfsbjargarþvötinni mögu- leika til gagnkvæ-ms skilnings og sameiginlegs áhuga. Þetta gæti orðið sameiginleg frumor- sök að stöðvun vígbúnaðarkapp hlaupsins. 2. Bandaríkin og Sovétríkin ganga mjög nærri sér cfnahags lega vegna vígbúnaðarkapp- hlaupsins. Þegnar beggja þjóðanna hafa einlægan hug á að nota orku sína o* auðlindir til friðsam- legrar uppbyggingar. Skrá hinna ófullnægðu þarfa er löng í báðum löndum. Þörf fólksins annars staðar í heiminum má heita takmarkalaus. Eins og sakir standa er varið til vígbún aðar gífurlegum fjárhæðum, sem gætu bætt lífskjör og auk- ið heilbrigði ag þægindi hvar- vetna. Ég held, að það sé aðeins eðlilegt að álíta, að valdhafar Sóvétríkjanna óski að geta breytt vopnaframleiðslunni í framleiðslu til friðsamlegra nota. Þess óskum við. Hér er annað sameigíniegt áþugamál. 3. Bandaríkin og Sovétríkin telja hvort um sig ávinning að auknum fresti. Báðar þjóðirnar hafa náð mikl um árangri, án þess að leita að stoðar vopnanna, og hvor um sig lítur því svo á, að friður- inn sé henni vænlegri til þrifa og velmegunar. Við Bandaríkjamenn erum þess fullvissir, að ef ko-mizt verður hjá ófriði, þá verður unnt að efla frelsið hvarvetna. bæta lífskjörin og draga úr þeirri spennu, sem stríðsóttinn veld ur. Sovétríkin trúa því fastlega, að tíminn sé á þeirra bandi. Þau trúa því, að hið eðlilega framstreymi sögunnar muni auðvelda útbreiðslu kommún- ismans um gjörvallan heim. Þar sem hvor þjóðin um sig lítur svo á, að friðurinn sé hug- sjónum Sínum sigurvæniegri en ófriðurinn, þá er þar enn um að ræða sameiginlegt á- hugamál. Ég hef nú nefnt þrjú dæmi þess, að vernd eigin hagvmuna stuðli að fviði og J.fv.ar?um bæði í Bandar'H-evrr’ eg étríkjunum. Og cr 1:óí h-;f, -,'f þetta leiði :i'; i-v-.v-rr/ stöðu áður lýkTCr. mun verða /JæT.iu ifefvomt -v erfitt að rata IrVíira t;.J h’ns frjálsa, friðsama og vorrJ.'.ura þjóðfélags. í þessu efni mun reynsst mjög happadrjúgt sð h'.rí; T.-<- irlits- og sÞ'onr.un.r' 'ivf./.tr.- iua stöðugt t’HiTii.V. V iB’fm C. Foster w^ítir hf.-.n-. fors-töðu.. en ha«n fceftm inj6? r>:ífc!a reynslu ; wuarmálain samíjitigíiutrúitunum mi (Frambnid s i? v V illi \ NK, svuinudagiirinn 7. janúai- 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.