Tíminn - 07.01.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.01.1962, Blaðsíða 9
★ . Allt frá upphafi íslandsbyggðar hefur sauðkindin verið eitt nytsam asta húsdýr íslendinga. Hún hefur löngum verið nægjusöm og kunn að að notfæra sér þann gróður, sem önnur húsdýr ekki gátu notað. Hún er létt á fæti og lætur hindr anir litt hamla sér leið. íslendingar hafa lengst af rekið fé sitt á afrétt og látið það nýta hinn kjarnmikla hálendisgróður yfir sumarmánuðina. í september- mánuði er sauðfénu safnað saman og það rekið til byggða. Mjög er það misjafnt hve langt er á afrétt, úr hinum einstöku byggðarlögum. Óvíða mun jafnlangt á afrétt til haustsmölunar og úr neðanverð- um Flóa og inn að Amarfells- jökli. Slík ÍerSI tekur 12 daga a.m.k. Enda er vegalengd sú, er smalamenn fara, hátt á annað hundrað km. Jafnan hefur það verið eftirsótt að fara í göngur á haustin. Þeir, sem eitt sinn hafa kynnzt öræfa- kyrrðinni, og látið berast um víð- áttu öræfanna á „fáki fráum“ vilja gjarnan koma þangað aftur. Það mun ekki sjaldan, að ung- ir menn og miðaldra, sem farið hafa í göngur, fyllast ferðalöngun er líða fer á sumarið og telja dag- ana, þar til göngurnar hefjast. Jafnvel eldri menn, sem farið hafa í göngur áratugum saman, verða „ungir í annað sinn“, þegar líða fer að þeim tíma, að göng- urnar hefjast. Öræfin heilla og ævintýri liðinna öræfaferða kveikja þann eld í barmi öldungs- ins, sem „Elli kerling" vinnur trauðla á. Flóa- og Skeiðamannaafréttur nær frá efstu bæjum í Gnjúpverja- hreppi inn að Arnarfellsjökli. Að sunnanverðu er afrétturinn víða grösugur og sumarhagar góðir. En er innar dregur, minnkar gróðurr inn, unz blásin öræfi taka við á stórum svæðum. Þar er svolítið graslendi meðfram ám og lækjum á stöku stað. Vestan við Flóa- mannaafrétt er Hrunamannaafrétt ur. En Gnjúpverjaafréttur að aust an og nær hann að Þjórsá. Smölun er þannig hagað á Flóa- mannaafrétti, að innsti hluti hans er smalaður í félagi með Gnúp- verjahreppsmönnum. Frá Dalsá og til byggða er liði skipt og hvor smalar sinn afrétt. Eins og áður er getið, eru þeir, sem lengst fara, 12 daga í göng- unum og smala alla leið inn að Arnaifellsjökli. Er það kallað að fara í „Lönguleit11, „Inn yfir sand“ eða á „Arnarfell“. Þrír menn hafa venjulega farið „inh yfir sand“ úr Flóa og Skeiðum (Suðursveitum) og 3—4 úr Gnúpverjahreppi, eða alls 6—7 menn. S.l. haust fóru 7 menn í Lönguleit. Ég var einn í þeim hópi. Ferðin tók rúmlega 12 daga frá því ég fór af stað og þar til ég kom heim aftur. Ekki verður sagt um þessa ferð, að mikil tíðindi né markverð ævin- týri hafi gerzt — og þó — í slík- um ferðum eru ávallt ævintýri að gerast — ævintýri, sem geymast í minningunni og gjarnan rifjast upp, er fram líða stundir, á „góðra vina fundi“. Það er mánudagur 11. sepem- ber. Degi var nokkúð tekið að halla er ég lagði af stað. Fyrr um daginn hafði ég farið með farang- ur minn að Selfossi, í veg fyrir mjólkurflutningabílinn, sem sækir mjólk í Gnúpverjahrepp. Kom það sér vel að hafa litla bagga á „trúss aranum" fyrstu dagana, því Stjarni var lítt vanur langferðum. Hafði t.d. aldrei farið á fjall áður eða borið bagga, aðeins verið teymd- ur með, síðustu vikurnar. En Stjarni skilaði sínu hlutverki með mestu prýði, enda rólyndur aci eðlisfari og verður ekki uppnæm- ur af smámunum. Auk Stjarna hafði ég tvö hross til reiðar. Rauðblesótta hryssu. — Þetta var önnur ferð hennar á fjall — og jarpan hest, sem ég kalla Háfeta. Fimmta „persónan" í hópnum var Kátur. Hann hafði einu sinni áður farið með mér á fjall og virtist una vel sinu hlut- skipti, þegar við héldum úr hlaði. Ef til vill hefur hann grunað, að skemmtileg ferð væri fram undan. En kannske ekki verið búinn að Nokkrir gangnamanna í áfangastað — þá eru góðlátlegar hnippingar og gleðskapur. ar þeirra, Sigurgeir Runólfson í Skáldabúðum og Aðalsteinn Stein þórsson á Hæli, voru enn ókomnir. Eftir því sem leið á daginn, óx norðaustanáttin og mátti kalla, að rok væri á móti okkur inn Vik- rana. Þar er landslag heldur öm- urlegt og mikil viðbrigði að ferð ast um þá, eftir að hafa farið gegn um Skriðufellsskóg. En um þetta leyti árs er hann mjög litríkur, þegar laufið er að byrja að falla og litir haustsins setja svip sinn á skógarbrekkurnar. í Skriðufellsskógi er legstaður Ólafs Bergssonar frá Skriðufelli. Hann var fjallkóngur á Gnúpverja- hreppsafréíti áratugi, og kaus ; sér að lokum legstað í faðmi ó- | byggðanna. Skógrækt ríkisins hefur allum- fangsmikla starfsemi í Skriðufells I skógi og sér sums staðar hilla und ir barrviðinn upp úr birkikjarr- inu, þegar farið er um veginn. / Síefán Jasonarson, Vorsabæ: Fjallferð 1961 JT Ur Fíóa inn yfír Fjóríungssand Bændabýlin með reisulegar bygg- . ingar, sem blasa við augum vegfar i andans, bera þess vott, að hér býr „reikna" það út, að a. m. k. sex hundruð þúsund sinnum átti hann eftir að „tipla niður tánni“ áður en hann kæmist á ákvörðunarstað!! dugmikið fólk — fólk, sem trúir á | Ég hafði gert ráð fyrir að gista á Blesastööum á Skeiðum fyrstu nóttina. Þangað kom ég í rökkur- byijun eftir að hafa farið „með bæjum“, svo sem fjallmanna er gjarnan siður á hauátin. ÞRIÐJUDAGUR, 12. SEPT. Klukkan 8 árdegis kvaddi ég vini og kunningja á Blesastöðum og þakkaði góðan beina. Hrossin mín virtust bæði „sæl og södd“, er ég tók þau um morgun- inn. Ekki gátu þau stillt sig um að skvetta svolítið upp afturendanum, áður en mér tókst að beizla þau, mátt hinnar íslenzku gróðurmold-1 ! ar. Víða hafa nýbýli verið byggð á Skeiðunum hin síðari árin. Ný- grafnir uppþurrkunarskurðir og nýræktarspildur, gefa til kynna að liér vilji æskan nema land. í þess- ari sveit var ein fyrsta áveitufram- kvæmd á iélagjgnindvelli tekin í notkun Nú er hlut- verki þessa merka og nytsama fyrirtækis að mestu lokið og víða er nú eggsléttur töðuvöllur, þar sem áður vökvaði vatn úr Þjórs-á „iðjagrænan engjareit". Skurðgraf- an og jarðýtan eru stórvirk tæki og hafa hér, eins og víða annars staðar í sveitum landsins, leyst Tveir gangnamanna — Stefán greinarhöfundur til vinsíri meö hundinn á hnakknefinu og Blesu í taumi. og sýna þannig að þau kunnu að meta það, að fá að vera haftláus, á skrefadrjúgu Blesastaðatúninu! Á Blesastöðum bættist mér ferða félagi. Sigurður HermannSson á Blesasftöðum ætlaði einnig „inn yfir sand'. Þriðji maðurinn, sem ráðinn var í þessa ferð úr suður- sveitunum var Gunnar Sigurjóns- son á Selfossi. Hann hafði gist um nóttina á Reykjum á Skeiðum. Þangað stefndum við Sigurður för okkar. Reiðskjótarnir stigu létt upp árbakkann. Það var eins og þeir fyndu það á .sér, að löng dag- leið var framundan. Það var „stormur og frelsi í faxins hvin -----“ eins og skáldið kvað Skeiðahreppur er blómleg sveit. vöðvaaflið af hólmi og gert lífsbar- áttuna léttari. Klukkan var 10 árdegis, er við þremenningaxnir riðum úr hlaði á! Reykjum og héldum austur þjóð- j veginn. Skeiðin eru að baki, en i'ramundan er Gnúpverjahreppur- inn. Skiptir nú um landslag. Flat-1 lendið, sem ríkir um Flóaxui og Skeiðin er á enda, en mishæðótt landslag Gnúpverjahrepps tekuri við. Sólin skein í heiði, en dálítil austangola var í fangið og veitti ágætan svala. Öðru hvoru var sprett úr spori, enda höfðum við þrjá hesta hver og því oft hægt að skipta um reiðhesta. Leiðin sótt- ist ágætlega inn Gnúpverjahrepp- inn. Víða eru þar falleg bændabýli með reisulegum byggingum og vel ræktuðum túnum, og bera vitni um framtak fólksins, sem þessa sveit byggir. Nýbýli hafa risið upp í FYRRI HLUTÍ Gnúpverjahreppi, enda er þar víða gott undir bú og fólkið er félags- lynt og unir sér vel í faðmi sinna fjalla. Hér í þessari sveit, eigum við „Suðursveitarmenn“ marga góða vini og kunningja. Enda eiga margir leið hér um, bæði haust og vor. Og fólkið er gestrisið og höfðingjar heim að sækja. — Ef hin forna dyggð, matarástin, er enn við lýði á þessum „síðustu og verstu tímum“, þá mun hún óvíða eiga betri daga en hér á þessum slóðum! Degi var nokkuð tekið að halla, þegar við riðum í hlað á Ásólfs- stöðum — síðasta bænum, sem við komum á í Gnúpverjahreppi að þessu sinni. Farangur okkar beið á brúsapallinum á hlaðinu. Eg varð alls hugar feginn, er ég sá ferðakoffortin mín komin þangað með beztu skilum. Eg er ekki viss um, að Stjarni hafi verið jafn ánægður með nærveru koffort- anna, a.m.k. lagði hann kollhúfur og setti upp mesta iUyrmissvip, þegar ég herti að honum gjarðirn ar og setti á hann baggana! Á Ásólfsstöðum er oft gestkvæmt á haustin. Flestir fjallamenn koma þar við á leið inn eftir. Stefán bóndi og kona hans eru gestrisin og veita góðan beina, öllum, sem að garði bera.----- Tíminn líður, og enn er langt, unz komið er í náttstað. Hlý hand tök og góðar óskir — þær síðustu í byggð að þessu sinni — hlýjuðu okkur í huga, er við riðum úr hlaði og héldum inn Þjórsárdalinn. Og svo er byggðin að baki. — Framundan eru óbyggðirnar með sín ókomnu ævintýri. —0— Við vorum 5, sem héldum hóp- inn frá Ásólfsstöðum. Nú höfðu 2 Hreppamenn bætzt í hópinn, þeir Sveinn Eiríksson í Steinsholti og Bjarni Einarsson á Hæli. Sveitung j Hér á Vikrunum hefst hinn svo : kallaði Sprengisandsvegur. Er hann varðaður alla leið að Mýri í Bárðardal. j Við höldum nú sem leið liggur I inn með Dimon, sem rís eins og veggur upp frá auðnirini, og stefn um sunnan við Reykholt. Þar eru miklar vikurnámur. Hér má segja, að „eins dauði sé annars brauð“. Fyrr á öldum spjó Hekla vikri yfir hina blóm- legu byggð í Þjórsárdal og lagði hana í auðn. En nú, um miðja 20. öldina, er þessi sami vikur flutt- ur til höfuðborgarinnar í stórum jstíl og skýlir þar borgarbúum og vermir gegn frosti og raka! Fossá er ekki vatnsmikil að þessu sinni. Þó eru hundarnir góða stund að synda yfir hana, því að ! straumurinn hrekur þá af leið. Kátur minn telur heppilegra að ferðast á þurru landi en í vatni, að því er virðist, að minnsta kosti hoppaði hann upp á hnakknefið hjá mér, áður en lagt var í ána 1 og lét Háfeti sér það vel líka. Við fórum skammt sunnan við „bæj- arhúsin" á Störig, en um „hlaðið“ á Steinastöðum.1 Þar er ömurlegt heim að líta. Nokkrir steinar í hrúgu minna á, að þar, sem vikur auðnin er nú, stóð bær til forna. í Hólaskógi er leitarmannakofi og girðing fyrir hestana. Þangað komum við í rökkurbyrjun. Þótti mönnum gott að koma í húsaskjól eftir moldrokið inn Vikrana, enda þótt hýbýlin væru ekki eftir nýj- ustu tízku. — Leitarmannakofinn í Hólaskógi er hlaðinn úr blágrýti og þakjárn lagt á sperrurnar og torf lagt utan á járnið. Þil er á kofanum móti suðn. Innst inni í kofanum er hlaðinn svefnbálkur. En á gólfinu neðan við bálkinn er rúm fyrir nokkra hesta. Þar er jata meðfram hliðarvegg, þar er hestum gefið hey í eftirleitinni á haustin. Nú voru góðir hagar í hestagirðingunni; við gátum því notað allt gólfplássið í okkar þarf ir og leið ekki á löngu þar til furðu notalegt var í „íbúðinni", enda þótt hún virtist þægindasnauð í fyrstunni. Eftir að „teppi“ voru komin á gólfið og kertaljósin lýstu upp kofaræfrið og Sigurður á Blesastöðum hafði stillt ferðatæk ið sitt á „Útvarp Reykjavík" — höfðum við ekki yfir neinu að kvarta. Suðið í prímusnum og ilmurinn af ketilkaífinu fyllti loftið róman- tískri angan og hafði notaleg áhrif á þreytta ferðalanga. TÍMINN, sunnudagurinn 7. janúar 1962. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.