Tíminn - 09.01.1962, Síða 8
n *3 oM.rnenntik ~"7 Grýttar götur
Tunga Halldórs nokkurs Blön-
dals kviknaði í Morgunblaðinu s. 1.
fimmtudag (sbr. „Tunga steinsins
kviknaði" í Ijóði Sigurðar A. Magn-
ússonar). Eftir að hann hefur haf-
ið tungu sína (Talað er um að
hefja mál sitt, en samkvæmt Sig.
A. Magn. „að hefja tungu sína“)
fórnar hann sjálíum sér á altari
ambagna og málvillna Sigurðar af
mikilli hjai'taprýði. — Svo s($
margur verndari er hann torlrygg-
inn og hefur mig grunaðan um, að
ég með ritdómi mínum um ljóða-
bók Sigurðar „Hafið og klettur-
inn“ hafi ætlað að ná mér niðri á
höfundinum, Sigurði, — segist þó
ekki vita fyrir hvað. Þessi tor-
tryggni „Blöndals“ verður dálítið
undarleg, þegar þess er gætt, að
hann gerir tilraun til þess „að ná
s’ér niðri á Sigurði, fyrir hvað veit
ég ekki“. Hann hnýtir nefnilega í
það, að ég kalla Sigurð skáld. Þrátt
fyrir verndarhlutverk sitt, vill
hann ekki, að Sigurður sé sagður
skáld. En Halldóri til huggunar
skal ég láta þess getið, að bæði eru
til lítil og mikil skáld, sbr. Sigurð-
ur A. Magnússon og Jónas Hall-
grímsson.
Um Ijóðlínurnar:
„Klettar sem bera sigurorð
af heift hafsins"
sagði ég meðal annars í ritdómi
mínum: „Aldrei hef ég heyrt þess
getið, að hægt sé að bera sigurorð
af heift eða öðrum tilfinningum".
Halldór er svo elskulegur að
minna í því sambandi á ljóðlínur
Jónasar Hallgrímssonar og styðja
mitt mál. Þakka ég honum þá hug-
ulsemi.
„Hugljúfa samt ég sögu Gunnars
tel,
þar sem ég undrast enn á köldum
söndum
lágan að sigra ógna-bylgju ólma
algrænu skrauti prýddan
Gunnarshólma".
Jónas segir, að Gunnarshólmi
sigri „ógna-bylgju ólma“ — sem
sagt ságri bylgjuna, en ekki ógn
hennar. Sigurður segir, að klett-
arnir beri sigurorð af heift hafs-
ins. Annars vegar málfar snillings
— hins vegar málfar bögubósa.
Þrátt fyrir þá „illgirni“ mína að
benda á málvillur og ambögur
í ljóðum Sigurðar, lét ég mér þó
nægja að segja, að Ijóðið „Orð“
væri ort undir áhrifum Sigfúsar
Daðasonar. Hins vegar er „Blön-
dal“ svo illgjarn, að gruna Sigurð
um að hafa hnuplað ljóðinu frá
Sigfúsi. „Rannsakar" þó málið,
sýknar Sigurð og birtir þessa
dómsniðurstöðu: „Ekki stendur á
skjótum úrskurði. En hefði „Birg-
ir“ gætt betur að, hefði hann kom-
izt að raun um, að bækurnar
„Hendur og orð“ Sigfúsar og „6
ljóðskáld", en þar birtist nefnt
ljóð Sigurðar, komu út um svipað
leyti. Auk þess hafði Ijóð Sigurðar
birzt í „Stefni“ hálfu ári fyrr.
Ekki getur því verið um stuld(!)
að ræða.“ — Mér þykir mjög leitt
að verða til þess að endurvekja
grun Halldórs um ritþjófnað af
hálfu Sigurðar: Ljóðið „Hendur og
orð“ eftir Sigfús Daðason birtist
fyrst í 3. hefti’ Tímarits Máls og
menningar 1954 eða fjórum árum
áður en Sigurður birtir eftiröpun
af hluta þess í ljóðinu „Orð“.
„Ekki stendur á skjótum úr-
skurði“, en hefði verndarinn verið
betur að sér, hefði hann komizt að
raun um þetta og ef til vill komizt
hjá því að vei'ða að athlægi.
Halldór heldur áfram að hjálpa
Sigurði við að leggja fram hinn
blessunarríka skerf hans til ís-
lenzkrar tungu og segir „stundum
er beinlínis fallegt að taka á þann
veg til orða,' sem langskólagengnir
menn, sumir hverjir, telja þjóð-
hættulegt“. — Ekki bendir Hall-
dór þó á nein slík falleg(!) og að
sumra áliti þjóðhættuleg(í) dæmi
í ljóðum Sigurðar, en vitnar í þess
stað í ljóðlínur eftir Bjarna Thor-
arensen og Grím Thomsen „Og
gumar girnast mæi'1 og „náttúr-
unnar numdir mál“. Þar með eru
þau orðin þrjú stórskáldin, sem
Halldór reynir að láta ambögur
Sigurðar njóta góðs af. Ekki held
ég, að neinum — nema Halldóri
og Sigurði — finnist þessar ljóð-
línur fallegar vegna þess, að í þeim
er beitt röngu máli. Hins vegar
hafa sumir afsakað villurnar í þess-
um Ijóðlínum vegna þess, að þeir
telja, að skáldin hafi notað rangt
mál af illri nauðsyn, — annars
vegar vegna ríms (Bjarni) og hins
vegar vegna hljóms (Grímur).
Villur Sigurðar eiga sér enga
einstæðingur hafði fundið mein-
inguna í líf sitt.“ „Það kemur í
hann tómleiki“, „talað í vandlæt-
ingu“, „spenntist í kveljandi óþoli“.
Sem dæmi um skerf þann, sem Sig-
urður leggur til íslenzkrar tungu
með nýyrðum sínum: „Oddur
stendur við stýrið og rýnir út um
móða (lafmóða?) rúðuna.“
Það verður að hafa það, þótt
Halldóri finnist ekki „fældir fisk-
ar“ vera ljótt og óþarft orðasam-
band. Jafn Ijótt og óþarft orða-
samband er „hvolfdir bátar“, en
það notar Sigurður í skáldsögu
sinni. Halldór segir, að vitnað sé
til tveggja skálda í ritdómi mín-
um, „sem auðga skáldskap sinn“
Sigurður horfir út
um „móða^ ruðuna
slíka afsökun, enda hefði jafn
greiðvikinn maður og Halldór
áreiðanlega bent á, ef hana væii
einhvers staðlar að finna. — Þannig
snúast vopnin enn i höndum Hall-
dórs og hann áréttar mitt mál. Er
mér enn skylt að þakka það.
„Blöndal“ þykist nú bólginn af
spilum eftir að hafa dregið Jónas
Hallgrímsson, Grím Thomsen og
Bjarna Thorarensen í dilk með
Sigurði. Finnst honum óþarfi að
fella þungan dóm yfir orðasam-
bandinu „að hafa mátt yfir“, sem
er ekki aðeins rangt mál, heldur
einnig óíslenzkt (sbr. at have
magt over). Að þessu athuguðu er
ekki að furða, þótt honum finnist
„að hér hafi réttur skilningur á
orðinu málvilla orðið að lúta í
lægra haldi“, eins og hann svo
„spaklega“ orðar það. Hræddur er
ég um, að eitthvað sé rangt í hin-
um „rétta“ skilningi Halldórs og
lítið fyrir hann gefandi. Skilningur
Halldórs er yfirleitt dálítið utan-
gátta, enda tekur hann það marg-
sinnis fram, að hann skilji ekki
það, sem hann fjallar um í grein
sinni. Hann skilur ekki hvers
vegna ég set (!) á eftir orðinu
Iisthneigð, þegar Sigurður gerir
því skóna, að listhneigðin skapi
einskonar listaverk: Listhneigð er
aðeins tilhneiging til listsköpunar
og skapar ekki lista-terk.
Hefði Halldór lesið orðabók Sig-
fúsar Blöndal betur, en hann virð-
ist hafa mikið dálæti á honum,
hefði hann komizt að raun um, að
rúnir (sérstaklega feiknstafir)
voru iistar, en ekki letraðar, og
því er meira en lítið óviðkunnan-
legt (sbr. ritdóm minn) að tala
um, að eitthvað sé letrað feikn-
stöfum (rúnum).
Svo sem dyggum verndara sæm-
ir, sleppir „Blöndal“ öllum þeim
dæmum í ritdómi’ sínum um am-
bögur Sigurðar, sem hann veit, að
eru með öllu óverjandi, — reynir
samt að klóra í bakkann, en hefur
ekki erindi sem erfiði. — Því fór
fjarri, að í ritdómi mínum væiu
tíndar til allar þær smekkleysur og
ambögur, sem eru í bókinni. Hún
er gnægtabrunnur slíkra fyrir-
brigða, og hver sem lesi ðhefur
skáldsögu Sigurðar „Næturgestir"
veit, að það er ekki tilviljun.
Halldór segir að það hendi allt
of oft menn, „að fagna helgum á
dósamat". Ekki trúi ég því, það er
aftur á móti hugsanlegt, að ein-
hverjir fagni helgum með dósamat.
Þetta er eitt af feim dæmum, sem
ég tók, um notkun rangra forsetn-
ingaliða í bók Sigurðar. Til gam-
ans ætla ég að birta nokkur slík
dæmi úr skáldsögunni „Nætur-
gestir“, þótt ekki muni ég fjalla
um þá bók að þessu sinni: „Jón
með orðasambandinu „fældir fisk-
ar“, og á hann þar við Helga I-Iálf-
dánarson og García Lorca. Ekki
kannast ég við þessa tilvitnun,1
enda er mér ekki kunnugt um, að
García Lorca hafi ort á íslenzku. |
Ég sagði hins vegar, að myndin,!
sem orðasambandið gefur, væri j
hans.
Það er gleðilegt, að Halldór
skuli skilja, þegar ég skírskota til
byrjunarsagna. Hitt er sorglegt, að
hann skuli ekki skilja, að það er
hættulegt (þrátt fyrir fordæmi),
þegar bögubósi leggur út á þá
braut að nota byrjunarsagnir- í
kyrrstöðu, en það eina, sem skilur
þær frá öðrum sögnum, eriþað, áð
þær hafa í sér fólgna hreyfingu.
Það er tungunni nauðsynlegt að
skerpa inntak orða, þar á meðal
byrjunarsagna, því að þegar nógu
margir sigurðar a. magnússynir
hafa ort á sinni „íslenzku", er þess
að vænta, að orðasambönd eins og
„læknaðar konur“ „brúnkaðir j
skór“ „blotnaðir vettlingar“ verði
algeng.
Að síðustu vil ég ráðleggja Hall-1
dóri að bera enn einu sinni saman
kvæðin Völuspá og Dauða Baldurs,
áður en hann gerir fullyrðingar
sínar að trúaratriði. Einnig ræð ég
honum að skrópa framvegis í ís-
lenzkutímum hjá Sigurði A. Magn-
ússyni. Hitt er svo annað mál, hvað
það er, sem fær Halldór — sem er
þekktur fyrir það meðal kunningja
j sánna að hafa andúð á nútímaljóða-
gerð — til þess að verja ljóða-
.ambögur Sigurðar, herbergisfélaga
ihans á Morgunblaðinu. Enn frem-
ur legg ég til, að „Hafið og klettur-
inn“ og „Næturgestir" verði gerð-
ar að kennslubókum í framhalds-
skólum og notaðar til þess að sýna,
hvernig ekki á að skrifa á íslenzku.
Væri fróðlegt fyrir Sigurð að
sækja slíka kennslutíma og einnig
Halldór, ef hann ætlar sér það
hlutskipti í framtíðinni að vera
verndari Sigurðar.
Orðlengi ég þetta ekki frekar,
hvorki skáldskap Sigurðar né
klaufaskap verndara hans.
Birgir.
E.S.
Tveim dögum eftir að Halldór
Blöndal birti „athugasemd“ sína í
Mbl. við ritdóm minn, komst hann
á snoðir um, að Ijóðið Hendur og
orð eftir Sigfús Daðason hafði
birzt fjórum árum áður en Sigurð-
ur birti „sitt“ ljóð, Orð. Birtir
Halldór leiðréttingu við „athuga-
semd“ sína með smæsta letri í
Mbl. og felur hana innan um kven-.
félaga- og messutilkynningar.
Dregur hann þar eina af fullyrð-j
ingum sínum til baka.
Jakob Thorarenen: Grýttar
götur, smásögur; Helgafell,
Reykjavík 1961.
Fá eru þau skáld, sem enzt
hafa svo vel sem Jakob Thor-
arensen. Hálfáttræður sendir
hann frá sér 16. bók sina frum
samda, 10 sögur nýjar af nál
inni, og verður eigi á þeim
séð nein afturför.
Sem vænta má eru þær yf-
irleitt með sömu höfundarein
kennum og fyrri sögur Jak-
obs, án þess þó að hann skrifi
sjálfan sig upp. Sumar þeirra,
eins og til dæmis Stóra plág-
an og Bernskan græn, eru
með talsvert nýjabragði með-
al sagna Jakobs. Er hin fyrr-
nefnda frá 15. öld, en Bernsk
an græn fjallar um börn og
leiki þeirna, eins og nafnið
bendir til. Minnist ég þess
ekki, að Jakob hg^i áður tek-
ið löngu liðinn tíma né held-
ur sálarlíf barna til meðferð
ar í sögum. Virðist mér hvoru
tveggja einkar góð skil gerð.
Annars eru aðaleinkenni
Jakobs eins og fyrri daginn
laundrjúg kímni, stundum ei
lítið meinleg, en oftar góð-
látleg eða glettin, að minnsta
kosti á yfirborðinu. Undir
niðri leynist þó að jafnaði
djúp alvara, gjarnan blandin
ádeilu á uppskafningshátt, lít
ilmennsku, ótryggð og fé-
girnd. Endra nær afhjúpar
skáldið harmsár örlög persón
anna. Hvorki virðist þó uppi-
staða né ívaf nornanna verk,
heldur sjálfskaparvíti eða ó-
gæfa tekin í arf.
Meðal kímilegustu sagn-
anna eru Aldnar hendur, þar
sem gert er broslegt gys að
vanafestu og aöburðaleysi í
kvonbænum. Oftar gætir þó
óstýrilætis í ástamálum, og
er skáldið enn samt við sig
á þeim vettvangi. Að öðru
leyti finnst mér ádeilan höf-
uðprýði bókarinnar. Stöku
sinnum kann hún að vera
öfgakennd. Sjá Ævisögur
mannanna, en þar segir frá
fullvinnandi bændum, er sitja
um hásláttinn við ritun ævi-
sagna sinna. Hér mun vera
skotið yfir mark, þrátt fyrir
óhóflegan vöxt í þessari bók
menntagrein. Oftast er þó á-
deilan hófsamleg, markviss
og réttmæt. Svo hygg ég vera
um tvær af minnisstæðustu
sögunum Spýta sporðreisist
og Skyssa. í þeirri fyrrnefndu
á ranglát löggjöf sök á óför-
um verzlunarmanns, er hef-
ur komið fyrir sig fótunum af
ráðdeild og heiðarleika. Sam
kvæmt lögum er hann dæmd
ur í geysiháar skaðabætur til
verkamanns, er orðið hefur
fyrir smávegis slysi á lóð
kaupmannsins við að stíga á
spýtu, sem sporðreisist. En
sjálfur fótbrotnar kaupmað-
urinn á flughálku og fær eng
ar bætur fyrir. Skyssa fjall-
ar um ófyrirleitinn gróða-
mann sem vélar til ásta við
sig tvær mæðgur, hvora á
eftir annarri, kvænist fyrst
móðurinni, sem er stórauðug
ekkja eftir múrara, en hann
hefur auðgazt með því að
vinna á þremur stöðum sam
tímis, minnst 48 klukkustund
ir á sólarhring! Gróðamaður
inn kvænist ekkjunni, en skil
ur fljótt við hana og fær hálf
an auð hennar, hyggst síðan
' taka saman við dótturina,
móðirin fær hann ofan af
því, en verður að sæta afar-
kostum: lætur hann fá vild-
isjörð, er fyrri maður hennar
| vann fyrir í eftirvinnu.
Barnórar greina frá sam-
i drætti og síðar sambúð
Jakob Thorarensen
tveggja vinnuhjúa á stórbýl-
inu Harrastað. Þau giftast
ekki, en eiga saman börn er
verða eftirlæti heimilisfólks-
ins, þar eð húsbændumir
eiga ekkert barn á lífi. Spum
ingin er, hvað verði um Harra
staðarauðinn eftir þeirra dag.
Á viðreísnarvegi er saga for-
stjóra nokkurs, sem erlendis
nær sér í konu með vafasama
fortíð. Eftir að þau eru kom-
in í höfn hjónabandsins
heima á Fróni, gerist hún
kirkjurækin og verður fyrir
vakningu, hneigist mjög að
Hjálpræðishemum, en frá
honum verður maðurinn að
forða henni um fram allt, því
að þar gæti henni orðið á að
vitna, og þá mundi skugga-
leg fortíð hennar verða leidd
í ljós.
Átakanlegasta sagan, Föð-
urarfur, greinir frá tveimur
elskendum, sem eru systkin,
en skyldleikinn vitnast ekki,
fyrr en eftir að þau eru gift.
Leiðir sú vitneskja til skiln-
aðar, er þau hafa háð mikil
átök og sálarstríð. Öll ógæf-
an stafar af ábyrgðarleysi föð
urins. Minnir sagan að þessu
leyti á Upp við fossa, eftir
Þorgils gjallanda, þó að Jak-
ob taki efnið á allt annan
hátt en Þorgils. Er þvi síður
en svo um stælingu að ræða.
Hafa þá allar sögurnar ver
ið nefndar. Þó að yfirlit þetta
sé ófullkomið, má af því sjá,
að fjölbreytni þeirra er ná-
lega svo mikil sem þær eru
margar. Ætti ég að finna þeim
eithvað til foráttú, væri það
helzt óeðlilegt orðalag sums
staðar, einkanlega í samtöl-
um. Svo að dæmi sé nefnt,
hygg ég, að ungar stúlkur tali
varla, eins og skáldið lætur
hinni ógæfusömu Heiði far-
ast orð við bónda sinn og
bróður í sögunni Fööurarfi.
Svipað má segja um heitmey
vinnumannsins á Harrastað.
Að öðru leyti eru báðar þær
persónur, eins og svo margar
(Framhald á 15 síðu)
8
T f MIN N, þriðjudaginn 9. janúar 1962.