Tíminn - 09.01.1962, Page 13
sem allir skíSamenn
þekkja:
Tyrola skíSabindingar
Molifor skíSaskór
Kneissl skíSi.
Togo skíSaáburSur.
Sport
PÓSTSENÐUM.
Æðardúnsængur
Vöggusængur
Æðardúnn
í V4, Vz og 1 kg pökkum
Danskur hálfdúnn
Patons ullargarnið
fyrirliggjandi í mörgum
litum og grófleikum.
SKIPAÚTGERO RÍKISINS
M.s. Esja
fer vestur um land í hringferð
hinn 11. þ. m.
Vörumóttaka í dag til Pat-
reksfjarðar. Bíldudals, Þingeyr-
ar, Flateyrar, Súgandafjarðar-j
ísafjarðar, Siglufjarðar, Akuij-
eyrar, Húsavíkur og Raufar-
hafnar.
Farseðlar seldir á miðviku-
dag.
Herjó!f,„’r
fer til Vestmannaeyja og Horna-
fjarðar á morgun.
Vörumóttaka í dag.
Herðuhreiö
fer austur um land í hringferð
hinn 12. þ. m.
Vörumóttaka í dag til Djúpa-
vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvar-
fjarðar. Mjóafjarðar, Borgar-
fjarðar, Vopnafjarðar, Bakka-
fjarðar. Þórshafnar og Iiópa-
5'kers
Farseðlar seldir á fimmtudag.
FIMMTUGUR:
Vesturg. 12. Sími 13570.
Bréfaskriftir
- Þýðingár
HARRY ViLHELMSSON
Haðarstíg 22. Simi 18128
Vörubíistjóraféiagið Þróttur
Auglýsir eftir framboðslistum
í lögum félagsins er ákveðið að kjör stjórnar
trúnaðarmannaráðs og varamanna skuli fara fram
með allsherjaratkvæðagreiðslu og viðhöfð lista-
kosning. Samkvæmt því auglýsist hér með eftir
framboðslistum og skulu þeir hafa borizt kjör-
stjórn í skrifstofu félagsins eigi síðar en miðviku-
daginn 10. þ. m. kl. 5 e. h. og er þá framboðsfrestur
útrunninn. Hverjum framboðslista skulu fylgja
meðmæli mihnst 23 fullgildra félagsmanna.
KJÖRSTJÓRN.
Hjartkær móSir okkar \
GuSlaug Einarsdóttir,
frá Vík í Mýrdal
andaðist a3 heimili dóttur sinnar, Þórustíg 17, Ytri-Njarðvik, laug-
ardaginn 6. þ.m.
Börnin.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir
Kjartan Einarsson,
trésmiðameistari, Hvolsvelli,
verður jarðsettur miðvikudaginn 10. þ.m., og hefst afhöfnin með
bæn að heimili hans, kl. 1 síðd. Jarðsett verður að Stórólfshvols-
kirkju. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast
hins látna, er bent á Slysavarnafélag íslands.
Katrín Aðalbjörnsdóttir
Aðalbjörn Þ. Kjartansson, Hólmfríður Kjartansdóttlr
Einar Einarsson, Hólmfríður Jónsdóttir
HeHi Einarsson, Jón Einarsson
Anna E. Haukdal.
SigurSur Þórarinsson jarðfræð-
ingur er orðinn fimmtugur, fædd-
ur 8. janúar 1912. Margir munu
reka upp stór augu og segja: Er
hann virkilega orðinn svona gam-
all hann Sigurður? Síðan bæta
þeir kannske við: Ekki þar fyrir,
fimmtíu ár er auðvitað enginn
aldur. En það er svona með suma
menn, þeir eru þannig af guði
gerðir, að fólk varar sig ekki á
því að þeir eldist, því finnst ein-
hvern veginn þeir alltaf vera ung-
ir menn og upprennandi. Sigurður
Þórarinsson hefur fengið að kenna
á þessu, enda hefur hann sjálfur
sagt í gamni að hann sjái ekki
fram á að hann komizt nokkurn
tíma lengra í vitund sinnar eigin
þjóðar en vera talinn efnilegur
ungur maður. Gott á meðan svo
er, því að ástæðan er sú að Sig-1
urður er svo blessunarlega laus
við alla góðborgaralega stöðnun,
svo bráðlifandi og hefur lítið af
þeim ellimörkum, sem koma svo
snemma á flesta menn og birtast
í ýmsum líkjum og ganga undir
ýmsum gervinöfnum.
Þegar svo litið er á það sem Sig-
urður Þórarinsson hefur afkastað,
þarf engan að undra, þótt hann
eigi hálfa öld að baki — og þó
gott betur væri. Það eru ekki ýkj-
ur, að hann sé heimsþekktur vís-
indamaður, enda eru ritgerðir
hans um náttúru íslands í vís-
indaritum um allar jarðir fleiri
en tölu verður á komið, og farið
hefur hann víða um lönd austan
hafs og vestan til fyrirlestrahalds
í boði háskóla og vísindastofnana.
Það er hvort tveggja, að náttúra
landsins er 'auðugt rannsóknarsvið
endá héfur Si^úrður ekki legið á
líði siriu að ávaxta þann auð og
leggja ágóðann í hinn mikla sjóð
alþjóðlegra vísinda. Og hér heima
er Sigurður löngu þjóðkunnur
2 akkeri
ekki
Vestmannaeyjum, 8. janúar.
Nærri lá, að illa færi hér í höfn-
inni í gær. M.s. Goðafoss lá við
svokallaða Friðarhafnarbryggju,
en á var austanrok og mikið brim.
Upp úr hádegi kom mikið ólag í
höfninni, sem dró skipið með sér
inn með bryggjunni og sleit tvo
víra, sem skipið var fest með við
land. Með útsoginu lækkaði skipið
á annan meter jnið'að við bryggj-
una, og sleit þá af sér öll böád
og rak út á miðja höfn.
Bakborðsakkerið var úti með
30 faðma keðju, og stjórnborðs-
akkerið var einnig látið falla, er
skipið var laust við land, en samt
rak skipið. Þá var vélum beitt og
haldið upp í í rúmar 20 mínútur.
Þá kom hafnarbáturinn Lóðsinn
á vettvang og hjálpaði Goðafossi
að leggjast að bryggju aftur, en
Lóðsinn er einnig búinn sem
dráttarbátur með sterkum vélum,
og komu þær nú í góðar þarfir.
f þessum sviftingum skall Goða-
foss á v.b. Ófeigi, sem undan
högginu hrökk á v.b. Sídon og
braut á honum lunninguna. Ófeig-
ur skemmdist eitthvað, en ekki
eru skemmdimar á þessum bátum
taldar stórvægilegar. SK
maður fyrir rannsóknir sínar og
ritstörf og lífræna alþýðlega kynn
ingu á fræðum sínum. Við íslend-
ingar erum svo heppnir að eiga
marga náttúrufræðinga, sem eru í
senn góðir vísindamenn og alþýð-
legir fræðarar. Það er prýði hvers
vísindamanns að hann hafi vilja
til og lag á að ger'a fræði sín eins
aðgengileg þorra manna og efni
standa til hverju sinni. Og á því
sviði hefur Sigurður Þórarinsson
sízt svikizt undan merkjum.
Sigurður Þórarinsson er ham-
ingjulega skapi farinn og raunar
lukkunnar pamfíll og sést það oft
í smáu. Fyrir mörgum árum fór
hann upp að Þórarinsstöðum á
Hrunamannafrétti o^ gróf holu of-
an í fornar bæjarrústir þar til
þess að skoða öskulögin, sem yfir
lágu. Hann gróf alla leið niður á
gólf og á botni holunnar fann
hann Ijómandi fallega steinkolu,
sem stóð bísperrt á stoðarsteini
við vegg. Hann færði okkur koluna
á Þjóðminjasafnið, og okkur kom
saman um að þarna hlyti að vera
náma af forngripum. Skömmu síð-
ar fór ég með mannafla að Þórar-
insstöðum og við grófum upp all-
an bæinn hornanna í milli. Rúst-
irnar voru ágætar og fróðlegar,
Hvort skal meta meir?
-1 -arr.naio it n nðu
og Gullfossi og norður Kjöl.
Tungufljótsbrúin var þá ó-
fær, þvi að dregizt hafði að
ýta að brúarsporðinum vest
an megin.
Varð því að ríða Fljótið á
vaði.
Þótti mér engan veginn ör-
uggt að láta fólk fara þar án
fylgdar. Má segja að hér sé
teflt á tæpasta vað, því margt
af þessu ferðafólki var óvant
hestum og að ríða yfir vötn,
sumt gamallt fólk og jafnvel
börn, má þá oft litið út af
bera að ekki verði slys.
Mér er sagt að nú sé i ráði
að leggja veg frá Laugarvatni
á Þingvallarbraut hjá Arnar
felli, 18 km. Styttist þá leiðin
milli Laugarvatns og Þing-
valla ærið mikið. Veit ég að
þessi framkvæmd er þörf. Þó
mun sú þörfin brýnni, að
leggja þegar veg skemmstu
leið að Gullfossi og brúa
Tungufljót Þetta er 9 km.
löng leið, eins og áður er get-
ið. — Fyrir þessu þykist ég
hafa fært gild rök.
Á Þorláksmessu 1961,
Sigurður Greipsson.
en forngripir voru þar t-ngir. Sig-
urður hafði með holugrefti sín’.im
grafið rakleiðis niður á eina
boðlega forngripinn, sem til var
í öllum tóftunum. Svona er
'Uadínseðlið ríkt í honum. Hitt
eru svo höpp á heimsmælikvarða
áð honum hefur þagar auðnazt að
lifa Heklugos og Öskjugos og hef-
ur góða von í Kötlugosi, áður en
hann verður sextugur. Verkefnin
eru óþrjótandi, og mikið getur
dagsverkið orðið úr því svo mikiu
er búið að koma í verk fyrir há-
degi.
Ég viidi með þessum fáu orðutn
færa Sigurði og Ingu konu hans
innilegar heillaóskir á þessu merk-
isafmæli hans. Ég leyfi mér að
senda þessa kveðju opinberlega af
því að ég veit að ég mæli fyrir
munn margra.
Kristján Eldjárn.
Stærri síld . . .
i'-ímn di ih <i0u i
ir þeiria, einkum hinir minni,
hyggja til línuveiða á vertíðinni.
Víðir II hæstur
Frá því að vetrarsíldveiði við
Suðurland hófst, hafa 30 skip feng-
ið 10 þúsund tunnur eðá meira.
I Hæsta skipið er Víðir II með 22.564
tunnur, þá Höfrungur II með
20.228 og þriðji í röðinni er Björn
Jónsson frá Reykjavík með 16.517
tunnur.
Fólk stimpast . . .
■ framtiftia ii ih jiðU'
nauðsynlegt hefði verið að sleppa
einni aukamynd. Sýningin hófst
fimm til tíu mínútum eftir að sal-
urinn var opnaður.
Áður en miðasöluvélin kom til
sögunnar, var oftast beðið um
beztu sætin. En þá kom fyrir, að
þeir sem höfðu pantað miða komu
ekki á sýningu. Betri sætin voru
auð því öðrum hafði verið vísað
frá.
— Fólk verður að meta kost og
löst á þessu nýja fyrirkomulagi,
sagði framkvæmdastjórinn. — Við
teljum, að við séum að veita því
betri þjónustu, en það er auðvitað
leitt þegar vandræði hljótast af,
eins og á sunnudagskvöldið. Sætin
eru nú aðgreind í fremri og aftari,
pantaðir miðar verða geymdir
fram á það síðasta — en við vild-
um vinsamlegast biðja þá, sem
eiga pantaða miða að slá á þráðinn
og láta vita, ef þeir koma ekki,
sagði framkvæmdastjórinn að lok-
um.
Þess má geta, að sama fyrir-
komulag er á miðasölu í Háskóla-
bíói. í báðum bíóunum eru stúlk-
ur, sem eiga að aðstoða fólk við að
fá sér sæti og sjá um að það sitji
sem haganlegas-t Blaðinu er tjáð.
að engir teíjandi árekstrar hafi
orðið í Háskólabíói vegna þessa,
þótt borið hafi á óánægju, en þeir
sem koma seint verða stundum að
tvístrast. Sá sem blaðið talaði við
þar, sagði að bíóið hefði tvisvar
endurgreitt miða vegna þess, að
fólk var óánægt með að fá ekki
sæti saman Hins vegar virtust
menn venjast þessu fyrirkomulagi
og kunna þá vel við það
í Lögfræðiskrifstofa
SKIPA og BÁTASALA
rómas Arnason hdl
Vilhiálmui A-nason hdl
Laugavegi 19
| Símar 24635 og 16307
TÍMINN, þriðjudaginn 9. janúar 1962.
13