Tíminn - 09.01.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.01.1962, Blaðsíða 15
Alþjóðasamtök nema í hagfræði og viðskiptafræði Snemma á síðastliðnu ári gerð- ist Félag viðs'kiptafræðinema við Uá.ikóla folands meðlimur að AIESEC, Alþjóðasamtökum hag- fræði- og viðskiptafræðinema. Til- gangur samtakanna, sem eru al- gerlega óháð stjórnmálum, er að efla og auka skilning á milli með limaríkjanna og þá einkum á þeirri hlið, er að efnahagsmálum snýr. Aðferð AIESEC-samtakanna til að ná markmiði sínu hefur verið sú, að annast milligöngu um öfl- un s'umarstarfa fyrir viðskipta- og hagfræðinema milli aðildarríkj- anna. Hefur sá háttur verið hafð- ur á, að hvert einstakt aðildar- ríki veitir nokkrum erlendum stú dentum atvinnu hjá fyrirtækjum, sem vilja taka erlenda stúdenta til þjálfunar. Hvert aðildarríki hef- ur1 síðan möguleika til að senda jafnmarga stúdenta utan til starfa og það tekur við. Víða erlendis hafa mörg fyrir- tæki og opmberir aðilar séð hag sinn £ því að styrkja starfsemi samtakanna á ýmsan hátt, hefur þetta m.a. gert samtökunum kleyft að starfrækja fasta skrifstofu í Genf. Siðastliðið ár buðust þrjú ís- lenzk fyrirt.æ'ki tii að veita erlend- um stúdentum atvinnu, en það voru Landsbanki íslands, Útvegs- banki íslands og Sementsverk- smiðja ríkisins. Félag viðskipta- fræðinema kann aðilum þessum miklar þakkir fyrir skilning þann, sem þeir hafa sýnt starfsemi AIE- SEC. Þrír íslendingar fóru utan til starfa á vegum samtakanna, til Noregs, Svíþjóðar og Þýzkalands. Stúdentarnir telja allir, að starf- ið erlendis hafi orðið þeim til mik- ils gagns. Einnig kemur fram hjá þeim öllum, hve skipulagning við skiptarekstrar í stórum stil er lítt plægður akur heima fyrir, sem eðlilegt má teljast enn sem kom- ið er, e'n mun eiga eftir að breyt- ast í náinni framtið með vaxandi fjárfestingu í stórum stíl hér á landi. Um þýðingu þessarar starfsemi fyrir íslendinga þarf eigi að fjöl- yrða. Reynslan sýinir, að starf- semin hefur þegar borið mikinn árangur, og fjölmargir stúdentar, sem starfað hafa erlendis meðan á námi þeirra stóð, hafa fengið tækifæri til að sýna skilning sinn á hagsmunum annarra þjóða í verki. íslendingar munu í framtíðinni í æ ríkari mæli þurfa ag taka af- stöðu til erlends fjármagns og er- lendrar fjárfestingar. Meðal þeirra, sem þeir munu þá semja við, verða viðskipta. og hagfræði- nemar dagsins í dag. KILJAN KVEÐUR STJORNMALIN (Framhald af 1 síðu). Salka Valka, hefur verið þýtt á frönsku. Telur hann, að orsökina megi rekja meðal annars til þess skeyt- ingarleysis, sem franskir lesendur sýni bókmenntum Norðurlanda yf- ii'leitt. Segir blaðið, að viðtalið sé merkilegt að því leyti, að Kiljan ræði um þær bókmenntir, sem fjalla um nútímann, og beri þær saman við hans eigin bókmennta- verk, og einnig fyrir það, að hann geri grein fyrir þróun stjórnmála- viðhorfa sinna. í sambandi við leikritagerð sína, segist Kiljan ekki fylgja neinni ákveðinni bókmenntastefnu eða viðhorfum, eins og til dæmis þýzki leikritahöfundurinn Bertold Brecht geri. Segist hann ekki við- urkenna kenningar og aðferðir Brechts. „Brecht er kommúnisti. Það er ég ekki,“ segir Kiljan. — Þar með, segir blaðið, hefur hann vakið máls á því, sem án efa mun vekja mikla athygli. — Kiljan ræð- ir því næst um þróun stjórnmála- viðhorfa sinna með árunum og seg- ir meðal annars: „Stjórnmál hafa aðeins verið óverulegur þáttur í lífi mínu. Ég hef alltaf verið á valdi-sögunnar. Ég er mótmælandi eins og flestir íslendingar, en um skeið hallaðist ég að kaþólskri trú, sérstaklega vegna sögu- og menn- ingarverðmæta hennar. Síðan kom röðin að sósíalismanum, en smám saman missti ég áhuga á stjórn- málum. Að vísu var ég meðlimur í Heimsfriðarhreyfingunni og fékk friðarverðlaunin, en ég varð fljót- lega þreyttur á að hlusta á sömu slagorðin aftur og aftur og kvaddi.“ Þessu næst talar Kiljan um heim sókn sína til Sovétríkjanna og um það, er hann var viðstaddur Moskvuréttarhöldin í hreinsunun- um miklu 1938 og segir í því sam- bandi: „Þá vissi ég það ekki, sem ég síðar komst að raun um, þegar Stalín var afhjúpaður á 20. flokks- þinginu í Moskva. Það, sem þá kom í ljós, olli mér hræðilegum von- brigðum. ‘ Kiljan lýkur orðum sínum á þessa leið: „Ég hef ekki áhuga á stjórnmálum lengur. Hlutverk mitt er að skrifa." Aðils. Grýttar götur Framhald at 8. siðu. kvensöguhetjur Jakobs í ljóð um og lausu máli, með ágæt- um gerðar. Að spegilmyndum þeim af samtíð vorri, sem dregnar eru fram í dagsljósið í þessari bók, er mikill fengur, ekki fyrir það, að þær séu allar svo fagrar eða til eftir- breytni, heldur til viðvörun- ar eigi að síður. Þar er afhjúp aður margur ósómi, er þrjfizt hefur og þróazt hvað mest á síðustu áratugum, líkt og ill gresi meðal hveitis. En sann leikurinn er jafnan sagna beztur. Jakob Thorarensen lét orð falla á þá lund í mín eyru við útkomu þesarar bókar, að hún yrði sú síðasta, er hann léti frá sér fara. Eg vona að hann skoði hug sinn vel, áður en hann fastræður að leggja hendur í skaut með öllu. Þóroddur Guðmundsson. ELDHUSIÐ BRANN Akranesi, 8. jan. Um miðjan dag í gær kom upp eldur í m.b. Skipaskaga, sem lá við bryggju á Akranesi. Fyrsti vél- stjóri var einn um borð og ætlaði að fara að hreinsa til í vélarrúm- inu, en fyrs-t kveikti hann upp í eldhúsinu, og brá sér síðan niður. Þegar hann kom Upp aftur var eld- húsið alelda. Brann allt innan úr því, og einnig komst eldurinn í nót á þilfarinu og skemmdi hana. Slökkviliðið kom bráðlega á vett- vang og tókst að slökkva eldinn, en báturinn er talsvert skemmdur og er talið að það muni taka 3—4, vikur að gera við hann. GB r Arekstur á Reykja- nesbraut Á fimmta tímanum á sunnudag varð harður árekstur milli Mosko- vitzbifreiðar og veghefils á Reykja nesbraut i Ytri-Njarðvíkum. 5 menn voru í Moskovitzbifreiðinni og meiddust allir. Veghefillinn var að störfum er, slysið varð, Var hann á suðurleið. Var.hann á beinum vegi, er Mosko- yitzjBíff.^iðip, kom á móti honum á allmikilli ferð og skall framan á hann. Skemmdist bifreiðin mikið, því að veghefillinn gekk langt inn í hús bifeiðarinnar. 5 menn voru í bifreiðinni eins og fyrr segir og meiddust allir. Voru þeir fluttir í Sjúkrahúsið i Keflavík, þar sem gert var að sárum þeirra, en meiðsli þeirra voru ekki talin al- varleg. Bifreiðarstjórinn mun jtelja sig hafa blindast af ljósum veghefilsins. NauÖungarlending Framhald at 3. slðu hann og neytt hann til að fylgja sér eftir. Síðan heyrðist ekki meira frá honum. í sovézkri lofthelgi Talið er, að flugvélin hafi verið komin út af flugleið vegna vinda og hafi hún verið komin inn í sovézka lofthelgi. 27 menn voru um borð í belgisku farþegaþotunni. Hún var á leið frá Teheran til Bruxelles með viðkomu í Istanbul. Belgiska sendiráðið í Moskvu hefur haft samband við ábyrga sovéska embættismenn um málið og reynt að fá flugvélina og far- þegana leysta á brott, en það hefur ekki boi'ið neinn árangur enn. Molotov til Vínar (Framhald at t siðu). unz hann féll 1957 og var þá gerð- ur að sendiherra í Ytri-Mongólíu. Síðar fékk hann nokkra uppreisn og var gerður að sendiherra í Vín- arborg. Þá var honum aftur útskúf- að í sumar, en nú virðist hann hafa fengið uppreisn á nýjan leik. Maður Stalins Molotov hefur jafnan þótt harð- ur stjórnmálamaður og mörgum finnst hann vera einn af minnis- vörðum Stalins-tímans í Sovétríkj- unum. Herdís hand- Ieggsbrotnar í gærmorgun handleggsbrotnac Herdís Þorvaldsdóttir, leikkom Herdís var stödd á gangi í húst kynnum ríkisútvarpsins og var a fara á leikæfingu. Gangurinn va stífbónaður og Herdís féll aftu fyrir sig á sléttu gólfinu. Hún br fyrir sig hendi, og annað fran haldleggsbeinið hrökk sundur rét fyrir ofan úlnlið hægri handai Leikkonan var flutt á læknavar? stofuna, þar sem geit var að beir brotinu. Hún var svo flutt heim. Nýr hörpueinleikari á sinfóníutónleikum SinfórMuhljómsveit íslands heldur fyrstu tónleika sína á þessu ári n.k. fimmtudag, 11. janúar undir stjórn hins tékk- neska hljómsveitarstjóra, Jind rich Rohan. Hörpueinleikari hljómsveitarinnar verður Mari luise Draheim. Þetta er í fyrsta sinn, sem sin- fóníuhljómsveitin ræður fastan hörpuleikara. Mariluise Draheim er frá Neðra-Saxlandi, en lærði í a. m. k. 6 ár í Hamborg undir handleiðslu einkakennara. Verkefnaskráin á fimmtudags-' kvöldið er þessi: Fyrst verður leikin Ófullgerða : sinfónían, sinfónía nr. 8 í H-moll eftir Schubert, ein vinsælasta sin- fónía hans. Að öðru leyti heldur efnisskráin sér, en ófullgerða sin- fónían kemur i stað Dansasvítu eftir Béla Bartók. — Þá eru Tveir dansar f. hörpu og strokhljómsveit eftir Debussy: a) Danse-sacrée, b) Danse profane, einleikari Mari- luise Draheim. Að lokum leikur sinfóníuhljómsveitin 6. sinfóníu Beethovens, eftirlætissinfóníu hljómsveitarstjórans að þessu sinni. Dansarnir eftir Debussy eru m. a. allsöguleg verk vegna þess, að hann samdi þá fyrir krómatísku 1 hörpuna að beiðni forstjóra fyrir- tækis þess i París, sem framleiddi þessa nýju gerð af hörpum. Króma- tíska harpan náði hins vegar aldrei verulegri útbreiðslu eða vinsæld-. um, svo að hin unga listakona leikur þessi verk á eldri gerð hörpunnar. Hún sagði, að það væri erfitt að spila á hörpu, nota þyrfti bæði hendur og fætur, hörpuleik- arinn mætti ekki vera of háður nótnablöðunum, yrði einnig að horfa á strengina, og hörpuna þyrfti að stilla á hverjum degi. Aðspurður um Háskólabíó sem hljómleikasal sagði Rohan að hljóm burðurinn væri góður, en gæti verið betri, og hann kvaðst vona, að sá draumur rættist, að þyggt yrði þak yfir hljómsveitarpalíinn. Samningar hafnir um Berlín Framhald aí 7 siðu ur að reyna að halda áfram að ná samkomulagi um Berlínar- málið og Þýzkalandsmálið í heild. Sennilega er það hyggi- leg vinnuaðferð að vinna að þessari lausn í tveimur áföng- um. Fyrst að ná óbeinu eða beinu samkomulagi um óbreytt ástand til bráðabirgða, og und- irbúa í framhaldi af því samn- inga um varanlegri lausn. Af þessum ástæðum má bú- ast við löngum viðræðum um þetta mál, án þess að samning- ar náist um varanlega lausn. Það er hins vegar spor í rétta átt, ef heldur verður hægt að draga úr spennunni, því að það er undirstaða þess að hægt verði að fara að ræða um skip- an þessara mála í framtíðinni. Þ.Þ. T í M I N N, þriðjudaginn 9. janúar 1962. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.