Tíminn - 17.01.1962, Side 1
Fréttamyndir frá
skriðusvæði Perú
BJA 4. BIÐU
Ársuppgjör
Búnaðaröankans
SJA 15. SIÐU
13. tbl. — Miðvikudagur 17. janúar 1962 — 46. árg.
SKJALDBREIÐ STRANDAR Á BREIDAFIRDI
ílhi
..
lillM
, ■
piM ‘i,
“il
íf'
Björn Pálsson flaug a3 belðni Tímans yfir Skjaldbreið, þar sem hún lá við akkeri skammf frá strandstað með aðallest fulla af sjó. Björn tók mynd
ina hér að ofan um kl. 1,30 í gær, eða um það leyti sem skip voru að tína upp björgunarbáta þá, sem slitnað höfðu mannlausir frá skipinu og
einnig þann, sem hafði níu menn innan borðs. Hér til hliðár er mynd af því, þegar þeir á Jökulfellinu eru að ná öðrum bátnum um borð.
SKILRÚMIN HALDA
SKIPINU FLJÓTANDI
NÍU MANNS VORU UM BORÐ í GÆR 0G NÓTT — NÍU KOMU TIL GRAFARNESS í GÆR
M
Frá fréttaritara Tímans
í Stykkishólmi, 16. jan.
Klukkan 8.45 í morgun
strandaði M.s. Skjaldbreið á
Lágaboða, um 2—3 mílur út af
Bjarnareyjum. Veður var vont,
; norðaustan hvassviðri og illt í
jsjóinn, en Lágiboði er að
mestu á kafi, a. m. k. um flóð.
Strax og fréttist um strandið
fór Flóabáturinn Baldur á
vettvang og skömmu síðar v.b.
Svanur, SH 111. Þegar þeir
komu á vettvang um klukkan
11 var Skjaldbreið laus af boð-
anum og lá fyrir akkeri, og
hafði þá þrjá gúmmíbáta rekið
frá skipinu með 9 menn.
Höfðu gúmmíbátarnir strax ver-
ið sjósettir, en hálftíma siðar slitn-
uðu þeir frá skipinu og rak burt.;
Var skipstjórinn á Skjaldbreið,
Högni Jónsson, ekki viss um, j
hvemig menn höfðu skiptzt í bát-:
ana, en rekstefna þeirra var talin á j
Rif eða Hellissand.
Jökulfell, sem var á leið til Ólafs-
víkur sneri við til að aðstoða við
leitina. Landhelgisflugvélin Rán
var við Öndverðarnes, þegar bát-
arnir hófu leitina.
Hækkaði í vélarrúmi
Klukkan 11.30 lá Skjaldbreið við
akkeri og var eldd talið þorandi að
hreyfa skipið. Aðallestin var þá
full af sjó og hækkaði ört í vélar-
rúmi. Með m.b. Svan var Berg-
sveinn Jónsson hafnsögumaður í
Stykkishólmi, og ræddi hann við
Högna skipstjóra um það, hvort
fært væri að færa skipið upp und-
ir Bjarnareyjar, en þar er gott var.
Skipstjóri taldi það ekki vera, því
ef skipinu slægi flötu með svona
miklum sjó væri stór hætta á hlið-
arveltu.
Klukkan 12.20 tilkynnti m.b.
Blíðfari gúmmíbát á reki’ um 3
mílur út af Krossanesvita. Rán var
þar skammt frá og flaug yfir bát-
inn, en taldi að ekki væru menn í
honum. Nokkru' síðar tilkynnti
Rán: Erum yfir gúmmíbát norð-
vestur af Höskuldsey, tæpar 4 míl-
ur frá eynni, hefur uppi rautt blys.
(Framhald á 3. siðu.)
Sigurfari fekur menn og bát um borð. (Ljósmynd Rán).
Röðuðu sér á f jörðinn
Þegar fréttist um rek bátanna
fóru bátarnir Skarðsvík, Hamar og
Arnkell frá Rifi og Blíðfari, Sigur-
fari og Gnýfari frá Grafarnesi og
röðuðu sér á rekleiðina þannig að
þeir sáu vel yfir bilin milli sín, og
Grafarnesi, 16. jan.
Rétt fyrir klukkan fjögur í dag
kom m.b. Sigurfari hinga'ð með þá
af Skjaldbreið, sem komust í
gúmmíbát. Nöfn þeirra eru þessi:
Friðrik Jónsson, 1. stýrimaður, Jón
Ragnars, Erlingur Magnússon,
Hlöðver Jónsson og Hörður Jó-
hannesson, allir hásetar, Jóhann
Guðjónsson, 3. vélstjóri og Aðal-
steinn Friðfinnsson skipstjóri frá
Grafarnesi, en hann var farþegi.
Fréttaritari símaði eftirfarandi:
Ég náði tali af Friðrik stýri-
manni, og sagðist honum svo frá:
Ilann var í koju, þegar skipið tók
niðri, og fór þá strax fram úr og
til skipstjóra, sem ákvað að gúmmí-
bátarnir skyldu gerðir klárir og
þeir færu í þá sem vildu. Áhöfnin
sneri sér þegar að því. Fyrsti bát-
urinn slitnaði þegar frá og annar
líka, en þeir sem uppi voru, kom-
■(Frári.h -a i5 íiöu >
sjá grein Eysteins
Jónssonar — bls. ð