Tíminn - 17.01.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.01.1962, Blaðsíða 14
gluggann og horfði út yfir snævi þakið umhverfið. — Eru hesthúsin þarna fyr ir neðan? — Já, ég skal fara með yð- ur þangað síðar og sýna yður. Eða öllu heldur Ellen gerir það. Eg er tilneyddur að skreppa til borgarinnar á morgun. Eiginkona mín er í heimsókn hjá foreldrum sín- um þessa daga og Ellen hefur tekið við húsmóðurstörfum á meðan. Hún er yngri systir mín og býr hjá okkur. — Já, sagði Georg, ég veit það. Það er hún, sem er þarna á myndinni önnur frá hægri. Gestgjafi hans virtist óþægi lega undrandi. — Þér hafið rannsakað sitt af hverju um okkur. Já, ég hefði sjálfsagt mátt vita það. Georg sagði afsakandi: — Eg bið yður að misskilja mig ekki. En ég sá mynd af systur yðar í úrklippum, sem ég las. — Það er líka ágætt. Eg var bara að hugsa um, hversu mikið bér hafið . . . — Eg hef aðeins fengið óljósa yfirsýn, það er allt og sumt. Það var greinllegt að Tim- hothy var órótt og Georg reyndi að breiða vfir með því að segja: — Eg er ekki hingað kom- inn til að njósna, hr. Bern- h'art. Auk þess ræð ég engu um, hvernig greinin verður, sem kemur að lokum í blað- inu. Eg hef fengið það verk- efni að leita frétta og unplýs- inga um fræga verzlunar- menn og kaunsýslumenn, sem hafa brotizt til auðs af sjálfs dáðum og hafið sig unn á eigin snvtur. eins og faðir yð- ar gerði. Hvort unplýsingar minar verfða notaðar, er und ir ýmsu komið. En samt sem áður — þó að við eyðum ef til vill tíma okkar til ónýtis — bið ég ySur að treysta þag- mælsku minni. — Eg átti ekki við, að ég þurfi að fela nokkuð. skiljið bér. sagði Tim. — Það er'bara ýmislegt, sem ég sé enga á- stæðu til að fara mörgum orð um um . . . — Það er alltaf svo, sagði Georg. Fini Ijósi punkturinn við svikin var, að hann gat með góðri samvizku geíið loforö um að halda leyndu öllu þvi, sem Tim fór fram á. Þess vecna kom hann með tilboð, sem hefði sjálfsagt valdið Martin Graham alvarlegu taugaáfalli. — Ef ég býð yður nú að senda yður próförk af grein- inni, áður en hún verður prentuð? Hvernig lízt yður á baðv Tim virtist létta mjög. — Eg yrði yður sérstaklega þakklátur, ef þér gætuð gert það, sagði hann, — og á hverju viljið þér að ég byrji? — Á hverju sem yður þókn- ast. — Faðir minn fæddist í Virginia. Foreldrar hans voru bláfátæk . . . Tim talaði skýrt og sagði vel frá og ást hans á föðurnum lýsti út úr hverju orði, ást og aðdáun. Hann lýsti baráttu föðurins að snapa saman peningum, svo að hann mætti afla sér nokk- urrar menntunar, hann sagði 6 frá hjónabandi hans og móð- ur sinnar, sem var ung kennslukona frá Kentucky og fyrstu litlu verzluninni. sem þau höfðu keypt og rekið . . . — Hann hvarf aldrei aftur til Virginia, en hann elskaði heimaborg sína. Hann keypti hesta og stundaði síðan reið- mennsku af lagni og kappi. Við börnin erum alin upn eft- ir gullnu reglunni: Góður maður svikur aldrei orð sín. Karlmanninum ber að meta heimili sitt og fjölskyldu um- fram allt annað. Hann lifði sjálfur eft.ir þessu til hinztu stnndar . . . í fullar tvær klukkustundir sat Georg og skrifaði upp eftir Timhothy og beið þess jafn- framt að nafn síðari konu föð urins yrði nefnt. En honum varð ekki að ósk sinni. Og í herberginu var fjöldi mynda; en engin af henni. Heldur ekki verðlaunagripurinn, sem hún hafði unnið á kappreið- unum. Að lokum kom þjónninn til að kveikja og minna á, að miðdegisverðurinn væri tilbú- inn innan stundar. Og þegar þer komu fram í forsalinn. mættu þeir Ellen, sem var að koma inn um aðaldyrnar, rjóð í kinnum eftir útiveruna í frostinu og með úfið hárið. — Ellen, sagði Tim, — þetta er hr. Healey. Hann hef- ur séð myndir af þér og þekkir þig út í gegn. Hún rétti honum brosandi höndina. — Eg er nú ekki viss um, hvort það er hrós. Sumar þeirra eru óttalegar. — Uss, þetta meinar hún ekki, sagði bróðir hennar stríðnislega, — hún er aðeins að sækjast eftir gullhömrum. Hún veit fullvel, að hún er laglegust okkar. Mér fellur ekki, að hún notar tímann til að vinna sem sjálfboðaliði á sjúkrahúsinu. Eg vildi frekar, að hún færi að ná sér í góðan mann. — Það ætti varla að verða erfitt, sagði Georg og var rammasta alvara. Tim deplaði augunum glað- lega til hans. — Bíðið þér bara. Hún er anzi erfið ung stúlka, og þrjózkari en fjandinn sjálfur! Þér skuluð gæta þess að láta hana ekki setja yður í bönd! En daginn eftir gat Georg ekki hugsað sér neitt ánægju- legra en að láta Ellen teyma sig — þótt hún gerði það að vísu ekki bókstaflega ! , Hann sagði hvað eftir ann- að ávitandi við sjálfan sig, að hann yrði að gæta sín að verða ekki ástfanginn af stúlku, sem hann hafði ekki þekkt fullan sólarbring og og ætti ugglaust aldrei eftir að hitta framar. Og hann fór að telja hverja minútu, sem hann mátti vera í návist henn ar, eins og nirfill telur skild- inga sína. Svo virtist sem hún yndi einnig vel nærveru hans. en hann sagði við sjálfan sig að henni hefði bara verið skip að að vera kurtels og elskuleg við hann. Það lék ekki minsti vafi á því, að Timo- thy vildi ekki hætta neinu, að hann hitti gamla vini fjöl- skyldunnar, sem gætu fundið upp á því að minnast á Sally, og Georg var satt að segja harla feginn. Sally Bates var skelfileg plága. — Ellen aftur á móti var dýrlegri en nokk-J ur draumur. — Þér eruð sérlega áhuga-, samur hlustandi, sagði hún j feimnislega. — Þegar ég! heyrði að þér mynduð koma og ég ætti að sýna yður hérna í kring, þá var ég dálítið kvíðafull. ’Þér hittið svo margt skemmtilegt fólk í starfi og ég var svo hrædd um að yður fyndist ég leiðinleg og þreytandi og að þér mynduð kannske ekkert fara í felur með það álit yðar. Svo var eins og henni brygði í brún að hafa sagt þetta og hún sagði fljótmælt: — Nú skal ég sýna yður hesthúsin, áður en dimmir. Þrátt fyrir angurvært hugarástand Georgs, vaknaði nú blaðamaðurinn aftur í honum, þegar talið barst að hesthúsunum. Þau voru mik- ilsverð í máli Sally Bates. Kannske myndi hann finna svarið þar. Hann gekk sam-j hliða Ellen eftir flísalögðum i gangstignum og var sann-' færður um'að fyrir nokkrum árum hefði Joyce Douglas gengið dag hvern þessa sömul leið. Hestasveinn kom og lauk upp hliðinu fyrir þeim. — Það er ekki mikið að sjá hér núna, sagði Ellen, — ekki móts viö það, sem var. Pabbi gat aldrei séð fallegan hest, svo að hann fylltist ekki óvið- ráöanlegri löngun til að eign- ast hann. Og hann keypti og keypti, þangað til við áttum orðið tólf hesta. Nú eru bara þrír eftir. Hún nam staðar við auðan bás, sem var merktur með: „Kóngurinn". — Pabbi átti hann, en við urðum að lóga honum . . . þeg ar . . . Hann var óskaplega duglegur stökkhestur. — Já, ég heyrði um slysið. Eg las um það í gömlu blaði. Veit nokkur, hvað raunveru- I?aa gerðist . . . ? — Já, hann Barnes, sá, sem opnaði hliðið fyrir okkur áð- an. horfði á slysið. Hann var aði pabba meira að segja hva^ eftir annað við. reyndi að leiða honum fyrir sjónir. að hindranirnar væru alltof há- ar, en pabbi vildi ekki hlusta á það. „Eg skal sýna þeim annað við næstu keppni,“ sagði hann alltaf. Og hann hélt áfram að láta hestinn stökkva yfir stöðugt hærri grindur, þangað til . . . — Var hann einn? — Já. Hann æfði sig nokkra klukkutíma á hverjum morgni. Eg var ekki einu sinni komin á fætpr, þegar þeir komu með hann. Hún strauk léttilega yfir skiltið og hélt áfram eftir steingólfinu að bás, sem var nokkru innar. — Þessa hryssu á éff. sagði hún — Hún heitir Tammy Finnst yður hún ekki falleg? Georg hafði ekki hundsvit á hestum ,en hann gat ekki annað en orðið snortinn af þessari spengilegu og gáfu- legu skepnu. Og ósjálfrátt sagði hann: — Eg veit nú lítið um hesta, — en er hún ekki það, sem maður kallar skjótt? Hún leit snöggt á hann dá- lítið hikandi. — Já, sagði hann og bölvaði Fjögralaufasmáranum i sand og ösku með sjálfum sér. — Eg hef heyrt, að stjúp- móðir yðar hafi átt skjótta hryssu og að hún hafi skilið hana eftir, þegar hún fór héðan. Hún andvarpaði: — Já. Hún átti Tammy á undan mér. Hún hallaði vanga sínum að hestinum og sagði lágt: — Svo að þér hafið heyrt um stjúpmóður okkar? — Ekki nema það, sem ég las í blaðinu héðan, sagði hann. — Þar sem ég hef tekið eftir, að bróðir yðar hefur ekki minnzt á hana, bjóst ég við að hann ætti erfitt með að tala um hana, eða það væri viðkvæmt mál. — O, nei, nei, ekki fyrir mig, sagði hún og klappaði Tammy. — Eg var bara tíu ára. þegar hún kom hingað og ekki orðin fimmtán ára begar hún fór. Eg lít eiginlega á hana sem eldri systur, sem ég að vísu þekkti aldrei n£ið. Við kynntumst aldrei neitt að ráði. En Tim . . Tim hatar hana. Hún sneri sér að honum og Tf MÍNN bað voru áhyrrgiudrættir á andliti hsnnar. — Ef þér minnist á hana við Tim, er ég hrædd um, að hann segi kannski eitthvað skelfilegt. Hann gétur víst ekki sert að því. Hann hatar og fyrirlítur hana svo ofsa- lega. — Þess vegna finnst yður j kannske hygeilegast ag nefna ! hana alls ekki? — Já, það er satt bezt að j segja mér að kenna. Eg stakk i upp á, að hann nefndi hana alls ékki. Hún dró kragann þéttar að sér um hálsinn, eins og henni væri kalt. — Eg vildi síður, að það yrði farið að róta í því eftir svona lanuan tíma, hélt hún áfram stillilega. Vegna Tims, skiljið þér. Það eru nú mörg ár siðan við höfum minnzt á hana eða réttara sagt rifizt út af henni. Eg bjó hérna náttúrulega all- an timann, meðan hún var, og ég uppgötvaði ekkert af öllu þessu voðalega, sem Tim ásakar hana fyrir. Og ég gæti ekki afborið fleiri rifrildi út I af henni. Þér getið ekki ímynd j að yður, hvað honum dettur í ! hug að segja um hana. Það getur ekki verið satt. Hún var svo ung og glaðlynd, og öllum þótti svo vænt um hana. Ellen leit biðjandi á hann. — Haldið þér, að fólki hefði fallið svona vel við hana, hefði hún í raun réttri verið 'læm manneskia? I — Eg veit bað ekki. svaraði Georg hikandi. — en mér virð ist bróðir yðar skynsamur maður með heilbrigða dóm- areind. — Já, og bað er lika rétt, sagði hún áköf. — Að öllu leyti — nema þessu. Og ég ætti ekki að tala svona um hann á bak. Það er rangt gagnvart honum. — Alls ekki, sagði Georg á- kveðinn. — því að þér verjið málstað hans. Hún lagði af stað heim að Eikarhúsinú aftur. — En það hljómar illa. Það er eins og ég reyni að leyna veikleika í fari bróður míns. — Eg skil, hvað þér eigið við, sagði hann alvarlegur, — og ég skal ekki tala um neitt, sem þér viljið forðast. — Eg treysti yður, sagði hún og brá fyrir undrun i röddinni. — Eg hef aldrel ver- ið svona opinská við ókunn- uga, ekki einu sinni, þó að beztu vinir mínir séu annars vegar. Þvi að ég vil ekki, að neinn hugsi ljótt um hann Tim. Hún nam staðar og horfði fjarrænum augum út í blá- inn: — Eg hef hugsað svo mikið um þessi ár, sem hún var hér, og reynt að rifja allt upp, sem ég get, en ég man ekki eftir neinu sérstöku. Nema að hús- ið var alltaf fullt af glaðværu og kátu fólki og pabbi vlrtist vera mjög hamingjusamur. Eg held, að Tim hafi fundizt hann vera settur hjá og hann kasti sökinni á hana. -Og svo hefur hann í reiði sinni ímynd að sér skelfilegustu hluti og hugmyndaflug hans hefur gert hana að hálfgerðri ó- freskju. Georg sneri sér að hennl. — Eg skal áreiðanlega ekki , miðvikudaginn 17. janúar 1962. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.