Tíminn - 27.01.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.01.1962, Blaðsíða 7
 m Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdast.tóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Frétta- ritstjóri: Indriði G Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstoí- ur í Edduhúsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7 Símar: 18300 — 18305 Auglýsingasími 19523 — Afgreiðslusími 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Askriftargjald kr 55 á mán innan lands. í lausasölu kr. 3 eint. 99 Friður við lygi” — Blöð Sjálfstæðisflokksins eru mjog hreykin yfir ræðu Bjarna Benediktssonar ráðherra, á gamlárskvöld. Þau telja að hún hafi verið landsföðurleg friðarræða. Rétt er það, að ræðan var skynsamleg predikun af hálfu formanns núverandi ríkisstjórnar. Aðrir stjórnarliðar mundu varla liafa unnið það verk eins vel, hvað þá betur. Hann bað um frið fyrir ríkisstjórnina. Allar ríkisstjórnir þurfa á friði við landslýðinn að halda, ekki sizt í þjóðfélagi eins og okkar, þar sem framkvæmdavaldið byggist aðallega á þegnskapnum. — Á þann veg, sem hér er rakið. hófst forustugrein í Degi 24. þ.m. í framhaldi hennar sagði: — Annars hlaut manni undir þessari ræðu, að verða liugsað til þess, þegar þessi sami Bjarni, utan stjórnar 1958, fór hamförum til þess að korna á skæruhernaði í kaupgjaldsmálum, til þess að eyðileggja starfsgrundvöll og starfsfrið vinstri stjórnarinnar. Undir ræðu Bjarna rifjaðist líka upp, að hann vildi ekki heyra, að Alþingi stofnaði 1959 til samstarfs allra flokka við að leysa þrautir efnahagsmálanna. Framsóknar- menn á Alþingi lögðu þá til, að tveir menn frá hverjum flokki væru kosnir í nefnd, er hefði það verkefni að gera tillögur um efnahagsmálin til bráðabirgða á því þingi, en starfaði síðan milli þinga og legði framtíðar- tillögur um efnahagsmálin fyrir Alþingi 1960. Það var fyrirkomulag, er hefði skapað frið um þessi mál. En Bjarni sagSi nei við þeirri tilraun Hann vildi heldur berja fram flausturslega efnahagsmáialöggjöf með litlum meirihluta atkvæða á Alþingi og sennilega á móti meiri hluta þjóðfélagsþegnanna. Enn fremur er þess að minnast, að ekki var gert neitt af ríkisstjórnarinnar hálfu til að semja frið við launþega s.l. ár, þegar þeir fóru þess á leit að fá í ein- hverri mynd leiðréttingu á kaupmáttarskerðingu launa sinna. Þvert á móti. Verkföll voru látin skella yfir. Niður- stöður sanngjarnra samninga, sem gerðir voru til að le.ysa verkföllin, voru eyðilagðar með gengisfellingu. — Gengisfellingin var svæsin hernaðaraðgerð af hendi ríkis- stjórnarinnar. Friðarboðunin var þá ekki komin á hærra stig í brjósti ráðherrans! Nú talar ráðherrann um ftrið, af því að hann finnur að stjórnin er berskjölduð og henni er lífsnauðsynlegt aö fá frið. Það er sjálfsagt að viðurkenna almennt réttmæti friðarkenningarinnar, sem fólst í ræðu ráðherrans, þótt hann hafi síður en svo lifað samkvæmt henni sjálfur, hvorki í stjórn eða stjórnarandstöðu. Hins vegar ber þess að gæta. að umrædd friðarkenning stenzt ekki allt af. „Friður við lygi er við sannleikann stríð.“ Margt er það í stefnu og ath’öfnum núverandi ríkis- stjórnar, sem er svo misráðið og ógiftusamlegt fyrir þjóð- ina, að rangt er að unna því friðar. „Þau eru verst hin þöglu svik / að þegja við öllu röngu.“ Og eins og „friður við Ivgi ér við sannleikann stríð“, er friður við ranglæti stríð við réttlæti. Til slíks friðar má aldrei ætlast í stjórn- málum og þann frið má ekki veita nokkurri ríkisstjórn — þótt laglega sé um hann beðið. — Aðalatriðinu sleppt Blöð Sjálfstæðisflokksins og Aiþýðuflokksins skrifa nú mikið um kosningarnar í verkalýðsfélögunum. Hvergi 1 þessum skrifum er þó minnst á það sem nú hlýtur að vera aðalatriði verkalýðsbaráttunnar þ.e. hina ranglátu og óþörfu gengislækkun, sem framkvæmd var á síðast- liðnu sumri, og ráðstafanir til að mæta kjaraskerðing- unni af völdum hennar. ALLT SÍÐAN um áramót hefur verið. uppi stöðugur orðrómur um, að eitthvað sögulegt væri að gerast að tjaldabaki í Kreml. Dráttur sá, sem orðið hefur’ á boðaðri brottför Molotoffs frá Moskvu, hefur ýtt undir þenn- an orðróm. Hann hefur svo auk izt við það, að ekki hefur neitt heyrzt frá Krustjoff undanfarn- ar tvær vikur. Þótt menn dragi það af þessu og fleiru, að eitthvað óvenju- legt sé að gerast í Kreml, komu engir þeirra vestrænu blaða- manna, sem um þessi mál hafa ritað, með áreiðanlegt svar við því, hvað þetta sé. Kremlmúrar hafa löngum leynt vel því ráða- bruggi, sem farið hefur fram innan þeirra. Þó virðist það á- lit langflestra, sem um þessi mál fjalla, að Krustjoff sé eng an veginn eins sterkur í sessi og álitið hefur verið og fast sé sótt að honum frá ýmsum hlið- um. Sennilega muni hann þó standa af sér storminn að þessu sinni, en þó. vart án þess að hafa þurft að taka meira eða minna tillit til samstarfsmanna sinna. Hann muni þurfa nú sem oft áður, að þræða meðalveg milli ólíkra viðhorfa og byggja völd sín á því. Aðstaða hans sé því stórum ótraustari og óviss- ari en Stalíns var, og ekki þurfi því að koma á óvænt, þótt valda skeiði hans verði brátt lokið. Við þetta bætist líka það, að Krustjoff er orðinn 67 ára ov hvergi nærri heilsugóður. Það, sem margir reyna nú að fá svör við, er það, hvað muni taka við í Sovétríkjunum, þeg- ar valdaskeiði Krustjoffs lýkur. FLESTUM kemur saman um að Krustjoff hafi leyst Öfl úr læð- ingi, sem hann ráði ekki full- komlega við, er hann lét steypa Stalín af stalli á flokksþinginu í haust. Yfiirleitt er álitið, að Krustjoff liafi fyrirfram ekki ætlað sér að hefja slíka hríð gegii Stalínismanum og raun varð á. Það er talið hafa ráðið úrslitum um þessa afstöðu Krustjoffs, að kínverski for- sætisráðherrann, Chou En-lai, lagði blómsveig við kistu Stal- íns í grafhýsi Lenins, en lét Lenin engan krans fá. Hver og einn, sem eitthvað þekkti til mála, vissi, að Chou En-lai var ekki að heiðra Stalín með þessu enda hafa kínverskir kommún- istar Stalín engar þakkir að gjalda, því að hann var þeim oft mótsnúinn. Með þessu var Chou En-lai á klóklegan hátt að svara Krustjoff og sýna fram á, að kínverskir kommúnistar döns- uðu ekki eftir „línu“ frá Moskvu, heldur færu sínar eig- in leiðir. Krustjoff taldi, að ekki dygði annað en að svara þessu rösklega og reyna þann- ig að halda uppi forustu Rússa meðal kommúnista í heiminum. Svar hans var að fjarlægja lík Stalíns úr grafhýsi Lenins og afhjúpa ofbeldisverk hans enn rækilegar en áður. Jafnframt var hafin stóraukin sókn gegn albönskum kommúnistum, er’ raunverulega var beint gegn Kínverjum. en Albanir hafa fylgt þeim að málum. MEÐ ÞESSU hefur Krustjoff HvaS er ao gerast i Kreml? ieyst öfl úr læðingi, sem hann virðist ekki fullkomlega l'áða við, a. m. k. ekki enn sem kom ið er. í fyrsta lagi er þar um að ræða Stalínistana svonefndu. Þeir telja, að sókn Krustjoffs gegn Stalín hafi ekki aðeins ver ið óþörf og ástæðulaus, heldur einnig hættuleg. Hún hafi gefið andstæðingum kommúnismans kærkomið ádeiluefni. Hún hafi komið kommúnistaflokkunum vestan tjalds mjög illa, valdið deilum í þeim og umtali um að losa tengslin við Moskvu. Loks hafi hún orðið vatn á myllu Kín verja, sem fái aukinn stuðning við þá stefnu sína, að innbyrðis- deilur kommúnistaflokkanna eigi ekki að ræða fyrir opnum tjöldum, sbr. deilu Rússa og Albana. I öðru lagi eru það svo Kín- verjar. Það er ótvírætt, að þeir hafa kunnað vel að notfæra sér það, að Krustjoff hefur með sókninni gegn Stalín, valdið ringulreið í röðum kommúnista erlendis. Þetta kemur m. a. í Ijós á þann veg, að fleiri og fleiri kommúnistaleiðtogar í Asíu og Afríku virðast vera að snúast á sveif með Kínverjum. SENNILEGA er það þó hvorki Stalínistar eða Kínverjar, sem Krustjoff þarf mest að óttast. í Sovétríkjunum er Stalínistana fyrst og fremst að finna meðal hinna eldri kynslóðar. Yngri kynslóðin virðist hins vegar standa með Krustjoff í barátt- unni gegn Stalínismanum. Vafa samt er, hvort henni verður full Teikmng ur Svenska Dagbladet. nægt með því að lík Stalíns sé flutt úr grafhýsi Lenins og of- beldisverk hans afhjúpuð betur en áður. Hún vill breytingar á sjálfu kerfinu. Spurningin er, hvort hún telur gamlan Stalín- ista eins og Krustoff hinn fétta mann til að stjórna þessum breytingum. Það hefur hér sitt að segja, að fleiri og fleiri Rússar ferð- ast nú til vestrænna landa og gera sér grein fyrir þeim mikla mun, sem er á lífskjörum al- mennings þar og í Sovétríkjun- um. Upp úr þessu spretta kröf- ur um bætt lífskjör í Sovétríkj- unum. Þegar hefur talsvert á- unnist í þá átt í stjórnarlíö Krustjoffs. En bætt kjör draga oft ekki úr kröfunum, heldur auka þær. Meðal hinnar yngri kynalóðar í Sovétríkjunum eru tvíawela- laust vaxandi kröfur um meira frjálsræði og betri lífskjör. Til þess að ná slíku marki, eygja menn oft aðrar leiðir en þær, sem áður hafa verið farnar. Það er því ekki víst, að hinir yngii leiðtogar haldi eins fast í hin- ar úreltu kenningar Marx og Lenins og gömlu leiðtogarnir. Reynslan er svo áþreifanlega búin að afsanna þær á mörgum sviðum. ÞAÐ ER því víst, að þótt komm isminn sýnist sterkur á yíir- borðinu í Sovétríkjunum, þá er þar að rísa upp byltingarandi, sem ekki beinist beinlínis gegn stjómskipulaginu, en vill breyt ingar á því og endurbætur á (Framhald a 13 siðu r skeið Krustjoffs á enda? Vaxandi orðrómur um miki! áiök að tjaldabaki í Kreml / -’TÍMINN, langardaeinn 27. íanúar 1962 z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.