Tíminn - 27.01.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.01.1962, Blaðsíða 8
Versta torfæran á okkar leið þennan dag var Miklakvísl. Hinn mikli vatnsagi undan jöklinum myndar sandbleytu víða á þess- um slóðum. Enda sukku sumir hestarnir upp á taglmörk í ánni. En þeir, sem betur sluppu, suklcu á miðjar síður. Sveinn og Siggi urðu stígvélafullir. Eg lét mér að kenningu verða „baðið“, sem ég fékk í ánni kvöldið áður og slapp yfir án þess ag blotna. Helzta frétt úr leitum dagsins var, ag Siggi og Steini „slátrugu" tófu, sem þeir fundu skammt fyrir sunnan Nautöldu. Steini varö fyrst tófunnar var og fékk Sigga í lið meö sér. Tókst þeim með aðstoð hundanna að bana tófunni. Þarna var háð hörð orrusta og barizt upp á líf og dauða. Vissu- lega var þetta ójafn leikur og „enginn má við margnum". Enda lét tófan lífið ag leikslokum, en hinir sluppu „ósárir“ úr bardag- anum, utan það, ag tófunni tókst að bíta stórt gat á veiðistígvél annars veiðimannsins, þegar hann hugðist löðrunga hana með því í hita bardagans! . Ágætur kofi er á Bólstað. Hann stendur á vestri bakka Þjórsár, á móts við Sóleyjarhöfða. Það varð fljótt notalegt í kofanum, eftir að nauðsynleg „suyrting“ hafði farig fram og bálkurinn þak inn með bollum og matarílátum og suðandi prímusarnir hituðu . notalega umhverfið. Eg siá um eldamennsku að þessu sinni, Á meðan fóru þeir Sveinn og Geiri að huga að fénu og lagfæra fjár- girðinguna. En þeir ungu og ó- gefnu í hópnum ræddu um dag inn og veginn. M.a. barst tal þeirra að réttarskemmtunum fyrr og nú, yndisþokka uppvaxandi kvenna í héraðinu og ýmsar bolla Jeggingar voru gerðar um það, hversu verja skyldi andvirði tófu skottsins, þegar komið væri til byggða. Geir lagði til öll matföng að þessu sinni. Kenndi þar margra grasa: Fullir pottar af kjötmeti og kartöflum með tilheyrandi ábæti af kraftsúpum, voru soðnir. Menn röðuðu sér framan við bálkinn í kofanum eins og kindur á garða, og átu úr pottunum, þegar búið var að srjóða. Til viðbótar „pott- matnum" bar Geiri hvert „hnepp ið“ af öðru á „garðann" úr mat- artöskum sfnum og bað okkur nota, hvað við gerðum með mestu / ' .<<'• Gangnamenn á FjórSungssandi Enda var veðurhvinurinn á kofa þekjunni mun minni en kvöldið áður. Menn hófu nú að framkvæma skyldustörf morgunsins. Allir nema Steini á Hæli. Hann var lasinn og treysti sér ekki á fæt- ur svo árla dags. Hafði hann raunar fundið til höfuðverkjar í leit daginn áður, en ekki talið slíkt umtalsvert. Það er löng dagleið úr Bólstað vestur í Kerlingafjöll og Kisu- botna og þaðan niður í Kjálkaver. Venjulega eru þrír menn send- ir þangað. Nú varð niðurstaðan sú, að við Sveinn í Steinsholti fór- um þangað tveir. Vegna þess að Steini á Hæli var lasinn, varð hann að fara skemmstu leið í Kjálkaver með „trússarana", á- samt Bjama, frænda sínum. Eftir voru þá Geir, Gunnar og Siggi komið auga á eina kind niður á sandinuim fyrir neðan okkur. Og þar með var teningnum kastað. Ein kind á rennsli inni við jök- ul. Væri þptta lamb, gat komið til mála að reiða það, unz fleiri kindur fyndust. Væri þetta full orðin kind, gat orðið erfitt að koma henni á rétta leið, ef hún væri stygg. Fljótlega sáum við, að þetta var lamb. Furðanlega spakt, og hafði jafnvel tilburði að elta okk ur fyrst í stað. Eftir að Kátur hafði gert tilraun til að „taka“ lambið, árangurslaust, leizt því víst ekki á félagsskap okkar leng ur, en tók á sprett vestur að Illa hrauni. Eg reyndi að bægja lamb inu frá hrauninu, en Sveinn var við öllu búinn, ef það hygðist leggja á brattann ofan við hraun ið. Lambið herti alltaf á sprett- Stefán Jasonarson, Vorsabæ: Fjallferð 1961 Niðurlag. Úr Ftóa inn yfír Fjórðungssand ánægju. Samhliða matnum iaum aði Geir skrítlum og gamansög- um yfir hópinn. Féllu þær I góð- an jarðveg, enda er Geir þúsund- þjalasmiður og ávailt hinn glað- lyndi, trausti og ómissandi fé- lagi, sem kann ráð við flestum vanda: Hann getur legið á tófu- grenjum á vorin dögum saman, lengst inni á öræfum án þess að æðrast. Hann getur farið á berja- mó með börnum og ungiingum og leitað berja um lyngmóinn eins og drengur. Hann getur leikið að- alhlutverk í stórbrotnum sjón- leik og heillað áhorfendaskara með leik sínum. Og ef meg þarf, er hann snarpfljótur að draga tönn úr manni í öræfaferð, ef tannpína angrar og tannlælcnir er hvergi nærri — Þannig leið kvöldið í kofan- um á Bólstað við glaum og gleði, í þessum einmanalega kofa, sem að ytra útliti er ósköp ómerkileg bygging, en var í okkar augum hin notalegasta vistarvera. . Úti gnauðaði norðaustanrokið og skóf upp vatnið í Þjórsá, sem byltist kolmórauð neðan við kofavegg- inn. Sameiginlegt ferðalag og skemmtilegur félagsskapur þessa fámenna hóps, fjarri mannabyggð um og menningarfjötrum hins daglega lífs, þar sem auðnin blasir við í allri sinni nekt og rokmökkurinn þyrlast um fjöll og sanda, þar getur einn fábreyttur gangnamannakofi verið skjól, sem yljar og verkar á vegfarand- ann sem ævintýrahöll. — Laugardagur 16. september. Það var enn dimmt af nóttu, þegar, Geir reis upp úr hvílupok anum og spurði, hvað klukkan væri. Einhver brá upp ljósi og sagði, áð hún væri 3. „Jæja, ekki þýðir að gá að hestunum strax“, sagði hann og bætti við: „Mín vegna mætti fara að hita kaffi“. Ekki urðu menn á einu máli um það, hvort þetta væri hinn rétti tími til kaffihitunar. Sumir töldu kaffisopann jafnsjálfsagðan í fjall ferð, hvort heldur væri að nóttu eða degi. Aðrir höfðu gagnstæðar skoðanir á málinu. Smám saman hljóðnuðu samræðurnar, unz flest ir sofnuðu á ný. En kl. 5 fáum við þær fréttir fyrir utan kofa- dyrnar, að veður fari lygnandi. BORGARMAL Gatnagerð er og lilýtur jafnan j að vera eitt höfuðviðfangsefni | borgar, ekki sízt ef borgin er í örum vexti og ný hverfi að mynd i ast. Svo hefur það verið í Reykja vík, að gatnagerð er mesta vanda mál bæjarins og það vandamált virðist sífellt vaxa og verða örð-: ugra viðfangs og óviðráðanlegra þeim mönnum, sem með þessi j framkvæmdamál fara. Fullyrð'a má, að engin höfuð-| borg í heimi sé eins illa á vegi i sér stað, að’eins gerðar ruddar malarbrautir, sem grafast og oft- ast eru illfærar. Öll varanleg gatnagérð hefur farið fram í eldri hverfum, en hún er svo grátlega seinvirk, að auðséð er að mörg hverfi, sem nú eru full- byggð, verða að bíða eftir götum í hálfa Öld að minnsta kosti, ef gatnagerð í Reykjavík tekur ekki stakkaskiptum. Eina verkið, sem nokkuð kveður að hin síðari ár, er gerð Miklubrautar, en fram- Gatnagerðin stödd í gatnagerð og Reykjavík. Þetta stafar fyrst og fremst af því, að í áratugi hefur ríkt algert skipulagsleysi í þessum frani- kvæmdamálum. Allar borgir munu fylgja þeirri ófrávíkjan-1 legu reglu í gatnagerð, að grund völlur gatna sé lagður áður en bygging íbúðarhúsa hefst i nýj- um hverfum, eða að gerð götu fari að minnsta kosti fram sam- tímis, svo að gatan sé tilbúin að mestu, þegar flutt er í húsin. f Reykjavík hafa öll ný hverfi risið upp án þess að gatnagerð ætti kvæmdlr við hana eru svo dýrar, að furðu sætir. I hinni bláu bók íhaldsins er fyrir hverjar bæjarstjórnarkosn- ingar lofað stórafrekum í gatna- gerð. Svo var fyrir síðustu kosn ingar, og nú er kjörtímabil scnn á enda. Á því hefur verið varið um 52 millj. til gatnagerðar. Það er auðvitað allt of títill hluti af rekstrarfé borgarinnar, en eigi að síður upphæð, sem eitthvað ætti að sjást cftir, ef nokkurt vit hefði verið í framkvæmdum. Stað reyndin er sú, að malbikaðar eða steyptar götur í Reykjavík hafa aðeins lengst um fáeina kíló- metra. ÓfuIIgerðar malargötur hafa hins vegar lengst rúmlega helmingi meira á þessum tíma. Á þessu kjörtímabili hefur borg- in því færst enn fjær því tak- marki að gatnagerð og byggingar og stækkun borgarinnar fylgist að. Þetta sýnlr einnig, að ástand ið í gatnagerðinni er svo bágbor ið, að til lítils er að ausa milljón um í hana, borgin hefur engin fjárráð til þess að fullgera svo mikið af götum, að unnt verði að ná í land í þcssum efnum. Hér er aðeins citt úrræði til og það er ný tækni, nýjar starfsað- ferð’ir og nýtt skipulag, og vafa- laust verður hér til að koma er- lend tæknileiðbcining í miklu stærri stíl en verið hefur. Þórður Björnsson, bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins hefur Iivað eftir annað rætt hið alvar- lega ástand í gatnagerðinni í bæj arstjórn, síðast við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir jólin. f næstu þáttum um borgarmál, sem birtast munu hér í blaðinu fram vegis, mun verða rætt nánar urn gatnagerðina og sýnt með tölum og dæmum, hvernig þar er um-i horfs. ‘ að reka féð og smala niður með Þjórsá niður í Kjálkaver. Sem sagt.... eftir að cnálið hafði verið rætt frá ýmsum hlið- um, stigum við Sveinn á bak reið hestunuim og héldum áleiðis til Kisubotna. Þá var klukkan 7 ár- degis. Framundan var löng leið, en við Ijtum björtum augurn á fram tíðina. Veðurútlit var gott. Hest arnir voru léttir í spori og leiðin framundan furðu greiðfær um víðáttu öræfanna. Við tókum stefnu á Þverfell. Er það suðvestan i Arnarfells- jökli. Bar nú fátt til frásagnar fyrst í stað. Landsvæðið, sem við fórum um var furðu tilbreyting- arlítið, e« fjalla og jöklasýn í fjarska þeim mun svipmeiri. Enn blés allhvöss norðaustanáttin af jöklinum og þeytti skýjabólstr- urn vestur yfir hjarnbreiðuna. Klukkan 9 vorum við komnir vest ur yfir Blautukvístamar og stig- um af baki sunnan í allhárri brekku og litum yfir flatlendið, sem blasti við fyrir neðan okkur. Kisa og Hnífá liðuðust í ótal bugðum í áttina að Þjórsá. Lengra í austur sást Sóleyjarhöfði. Hið næsta Arnarfellsjökli er hið mikla graslendi svo langt austur sem séð verður, um 100 ferkm. að flatarmáli, að því að talið er. Miklakvísl og Blautakvísl renna um þetta svæði, en tjarnir og kvíslar skera það í ótal hólma. Sunnar blasir við Fjórðungssand ur kolsvartur og gróðurvana. En lengst í austri sér til Vatnajök uls og ber Bárðartungu hátt við hvítarl jökulskallann. Vissulega er hér margt að sjá í öræfadýrð hálendisins. En tím inn líður. og nú hefur Sveinn inum og vildi sýnilega forðast þessa „vondu karla" og hundinn, sem gat bitið lamb í fótinn. En „þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst“. Allt í einu kem ur Sveinn auga á tvær veturgaml ar kindur úr sinni eigin hjörð. Þótti okkur sem útlitið batnaði að mun að fá þarna góðan félags- skap handa lambinu. En Adam var ekki lengi í Paradís; þegar við ætluðum að reka gimbramar til lambsins, var þag með öllu horf ið upp yfir brúnina. Eg tók nú við hesti Sveins, en hann hélt gangandi upp brekkuna á eftir kindunum. Vestur undir Kisu hitt umst við aftur, en ekki sást. lamb ið. Eftir nokkra leit fann ég förin eftir það, og litlu seinna varg það á vegi mínum. En þegar þag sá, að hætta var á ferðurn, tók það til fótanna niður með ánni. Eg varð því að hleypa á sprett á eftir því og mátti lengi ekki sjá, hvoru veitti betur, Blesu eða lambinu. Þó kom að því, að sam an dró og Blesa hrósaði sigri, enda sjálfsagt vanari á sprettin- um síðustu dagana en lambið. Þegar ég kom á þær slóð'ir, sem Sveinn átti að bíða með gimbr- amar, var hann allur á bak og burt. Skömmu seinna sá ég hann* á harða spretti á eftir kindunum tveimur, hinum megin við Kisu. En fjallakindurnar mæðast fyrr á sprettinum en fjallhrossin og um síðir tókst okkur að sameina kindurnar og rákust þær vel úr því. Kisubotnar skerast langt inn í Múlana við rætur Kerlingafjalla. Eg beið meg kindurnar í Neðri- botnunum, á meðan Sveinn smal aði Innri-botnana. Eftir rúmlega (Framh á 13 síðu.) Tvelr gangnamenn í áningarstað. ,8 T f MIN N, laugardaginn 27. janúar 1962 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.