Tíminn - 27.01.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.01.1962, Blaðsíða 15
Frændsemi- og sifjaspell í heiðni... Næstkomandi sunnudag, þ. 28. jánúar, flytur prófessor Magnús Már Lárusson annað erindið í erindaflokki þeim, er stofnað var til vegna 50 ára af- mælis Háskóla íslands. Er það yfirlitserindi um Frænd- semi- og sifjaspell í lieiðni og ka- þólskri kristni á íslandi. Verður aðallega gerð grein fyrir lagaregl- um þar að lútandi og aldri þeirra. Verður í því sambandi stuðzt við Á sunnudaginn var tekin í notk- un ný setustofa í heimavist Mennta skólans á Akureyri, og skýrði Þór- arinn Björnsson, skólameistari, blaðinu frá helztu atriðum í sam- handi við þetta í stuttu samtali í gær. Nyrzta herstöðin brann Kaupmannah., 26. jan. Einkaskeyti Nyrzta herstöð Danmnerkur brann til kaldra kola í gær. Mann- björg varð, en engu tókst að bjarga af innanstokksmunum. Ástandið er talið hið alvarlegasta fyrir dönsku hermennina á staðnum, sem gegna einu kaldranalegasta starfinu, sem innt er af hendi í sambandi við varnir Danmerkur. Aðils. Mosfellssveitar- vegurinn (Framhald af 1. síðu). óbreyttur frá upphafi og þangað til setuliðið kom á stríðsárunum, en það breikkaði veginn og lagði á köflum, og síðan hefur vegur- inn verið lagaður lítillega við og við, teknar af honum blipdar beygjur og hann breikkaður. Á sama tíma hefur umferðin um hann aukizt stöðugt. Um miðjan sjötta tug aldarinnar var malar- nám á Kjalarnesi hafið í stórum stíl, og mölin flutt á stórum bíl- um og þungum til Reykjavíkur. Vegurinn hefur ekki þolað alla þessa þungaumferð, og honum hef ur heldur ekki ver'ið breytt tii sam ræmis við auknar kröfur. Þar við bætist, að árið 1955 var langt verk fall hér, og allan þann tíma var veginum ekkert haldið við, en um það leyti var frost einmitt að fara úr jöið, og hefur vegurinn aldrei borið sitt barr síðan. Þeim, sem malarbílana eiga, hefur ekki síður en öðrum líkað illa hve vondur vegurinn er oftast, og er blaðinu kunnugt um, að a. m.k. einn aðilinn frá þeirri hlið hefur boðizt til að aka ofaníburð ókeypis í veginn. en því tilboði var ekki tekið. Fylgjast vel með Mosfellingar og aðrir, sem veg- inn nota, eru mjög spenntir fyrir því, að úr verði bætt, og fylgjast vel með framvindu mála í sam- bandi við tilboö Sandvers s.f. um að steypa Mosfellssveitarveg. nokkur dæmi af sérstökum atvik- um, sem skýrt er frá í öðrum heim ildum en lögum. Ennfremur verð- ur drepið á, að hve miklu leyti sam ræmi er að finna við löggjöf hinna Norðurlandaþjóðanna á þeim tíma. Við kristnitöku koma ný boð og bönn og sum þess eðlis, að örðugt muni veitast að framfylgja þeim í yztu æsar í fámennu þjóðfélagi, t. d. ákvæði um, að fimmmenningar megi ekki stofna til hjónabands. Fyrirlesturinn hefst kl. 2 e. h. í heimill aðgangur. uinaB jnuiisA) njsæu b fiir(0( bqjoa gB tac} gB ‘uoa ja éo ‘njo)s -JBJjsaj go ujBSBJioq gTA BSinCi gB .ia uutSubjb ijsBgjs 'gui0I H?jq rut jngjaA ua ‘uiiub gj 11111 JJJÆj jsjgq jEUuijBjsiABUiiaq nUu guigg^a utnguBj b jzigojp .injaq uiguigg/fa Kvöldmjólk og vistarböll Nýja setustofan er opin daglega frá því kl. 19.30 til 22.30, á laugar- dögum verður hún opnuð kl. 16 en kl. 13 á sunnudögum. Á kvöldin verður svo hægt að fá þar kvöld- mjólk, eða kaffi og gosdrykki, eft- ir því sem hver vill, og menn geta setið þarna og hlustað á útvarp, lesið blöð og rætt við félaga sína. Einnig er til þess ætlast, að klúbbar þeir, sem starfræktir eru innan skólans, geti átt þarna sama- stað. Hin svokölluðu heimavistar- böll, sem fram til þessa hafa farið fram á sal, munu nú verða höfð í setustofunni, enda þar nægilegt gólfpláss til þess að stíga dans. Á sumrum mætti nota setustofuna sem nokkurs konar veitingastað í sambandi við hótelið. Flögugrjót og sandblásinn viður Veggir setustofunnar og loft eru klæddir sandblásnum viði, nema einn, sem á er límt flögugrjót, og sá Sveinn Kjarval, arkitekt, um allt fyrirkomulag og skreytingu henn- ar. Borð og bekkir eru smíðaðir af Valbjörk á Akureyri, en eitthvað af stólum var fengið frá Reykjavík. í setustofunni hefur verið komið fyrir steríó grammófóni þeim, er stúdentar frá 1950 gáfu skólanum á 10 ára afmæli sínu, og sömuleiðis flígli, sem leikfélag skólans gaf. Námufélag (Framhald af 1. síðu). f járveitinganefndarinnar eru amerískir sérfræðingar nú svo vissir um, að mikið sé af mórbíd sem vinnandi só, í fjöllunum sunnan við Meistaravík eftir rannsókn irnar 1960—1961, að þeir ' eru r'eiðubúnir að veita fé í fyrirtækið. Þessi málmur, sem enginn veit enn, hve mikið kann að vera af á Grænlandi er sólhvítur og mýkri en stál og auðbrædd- ur og kemur að mjög góðum notum við stálherzlu. Hann hefur ekki fundizt víða, en eftirspurn er mikil. Morbít er dýr'mætur málm ur, en kílóið af málmgrítinu hreinsuðu kostar þrjá doll- ara. Árið 1959 nam heims- framleiðslan aðeins þrjátíu þúsund lestum. Af því fram leiddu Bandaríkin 20—25 þúsund lestir og Rússland fjögur þúsund. Önnur ríki, eins og Japan, Noregur og Kanada framleiddu smá- ræði. — Aðils. Nýr brezkur sendiherra Hér birtist mynd af hinum nýja brezka sendiherra á ís- iandi, E. B. Boothby, sem mun vera væntanlegur hingað til lands í marz n.k. Nýi sendiherrann er 52 ára og er meðal áhrifamestu manna í brezka utanríkisráSu neytinu. Hejfur hann um langt skeið stjórnað Afríku deiid ut anríkisráðuneytisins sem hef- ur stækkað stórkostlega á skömmum tíma og verið mjög erilsöm. Er talið líklegt að þessi maður hafi kosið sendi- herrastöðu á ísiandi um skeið, til þess að hvíla sig nokkuð efttr allan erilinn í Afríku- deildinni. L ii - ■ Sjóma'ður drukknar (Framh at 16 síðu) fæddur í Reykjavík, en fósturson- ur hjónanna Unnar Guðjónsdóttur og Sigfúsar Sveinssonar, Heiðar- vegi 35, Vestmannaeyjum. Hann tók próf frá Stýrimanna- skólanum og var síðan í sigling- um, síðast sem skipstjóri á fiski- skipi frá Kolumbíu. Séra Jóhann Hlíðar flutti minningarathöfn um Inga í Landakirkju 23. þ. m. og voru m.a. viðstödd fermingarsyst- kini hins látna. S.K. Átti erindi suíSur (Framh aí 16. stðu) imeð dekkið, því fljótlega seldi hann það manni, sem hann hitti og sagðist þá vera yfirmaður á dönsku skipi. Þetta er í þriðja sinn síðan í desember, sem Sigurður gistir fangelsi. Honum var sleppt út um hádegi á aðfangadag, og ájóladag var hann tekinn til við prettina. Litlu síðar var hann tekinn, og þegar hann losnaði á ný eftir það, tók við Austfjarðaævintýrið, sem jfyrr er sagt frá. í gær var Sigurður síðan úrskurð aður í 60 daga varðhald. Ný setustofa í M.A. Glerverksmiíjan iFramhalrt at 16 siðu) Gunnar Ásgeirsson skýrði frá því á fundinum, að Verzlunarráð hefði samþykkt að kaupa Glerverksmiðj una vegna væntanlegs hlutafélags með það fyrir augum, að þar yrði væntanlega tollvörugeymsla stað- sett. Kaupverð verksmiðjunnar með lóðarréttindum og vélum og birgðum, sem þar eru, er 2. millj. króna. Þar af greiðast 500 þúsund við undirritun kaupsamnings, en afgangurinn greiðist á 20 árum með sex og hálft prósent vöxtum. Lóðin, sem verksmiðjan stendur á, er 7000 fermetrar með góðri girðingu, en húsið er 1300 fer- m'etrar, eða um 8200 rúmmetrar. Hvað vélar og birgðir snertir, sem í verksmiðjunni eru, má geta þess, að þar er glerdráttarvél, sem í inn kaupum kostaði 2600 dollara. Vél- in er í góðu ástandi, og ætti því að mega fá gott verð fyrir hana. Auk þess eru þarna rafmótorar og rafstöð, 2000 lesta glerbyngur, milli 2 til 300 lestir af kvartssandi og eitthvað af kalki. Glerið væri mjög gott til framleiðslu á glerull til einangrunar, en eftir er að at- huga, hvort kalkið, sem þarna er, er nothæft í áburð. Mikil þægindi fyrir iðnfyrir- tæki Mikið hefur verið deilt um stað- Atómráístefnan (Framhald af 3. síðu). útlitið væri sannarlega ekki gott fyrir samkomulag. í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu var lögð á það áherzla, að sov- ézka sendinefndin í Geneve hefði lengi krafizt þess, að tilraunabanns viðræðurnar yrðu haldnar innan ramma afvopnunarviðræðna. Misstu Rússar áhugann? Bretar telja almennt yfirlýsingu Tsarapkins jafngilda því, að Sovét ríkin hafi ekki lengur áhuga á samningaviðræðum um bann við kjarnorkuvopnatilraunum. Ríkisstjórnir Bretlands og Banda ríkjanna munu ræða þetta nýja vandamál yfir helgina, en næsti fundur kjarnorkunefndarinnar í Geneve verður á mánudaginn. — Verður það þá að óbreyttu síðasti fundur viðræðnanna um bann við kjarnorkutilraunum. setningu vorksmiðjunnar, og hvort hún væri ekki of langt frá höfn- inni. Gunnar sagði, að ekki væri fyrir hendi endanlegur uppdrátt- ur af höfninni, og væri því ekki hægt að skera úr þessu enn sem komið væri. í því sambandi minnti hann einnig á það, að í tollgeymslu sem þessari væri ekki ætlunin að geyma lágtollavöru eða þungavöru, heldur yiði þar geymd hátollavara ýimis konar eins og til dæmis varahlutir, filmur og annað því um líkt, og þá skipti flutningur ekki eins miklu máli. Kvað hann slíka tollgeymslu geta orðið mörgum fyr irtækjum til mikils hagræðis og sparnaðar. Oft væri það, að keypt.u fyrirtækin birgðir til 6 mánaða eða svo, mætti fá afslátt frá seljand- anum allt upp í 30%. Fyrirtækin fengju svo sitt afmarkaða svæði innan toilgeymslunnar og gætu rað að upp vörum sínum, komið þeim fyrir á hyllum eða geymt þær á- fram í kössum, en komið svo og tekið út eftir hendinni undir eftir- liti tollvarða. Á þennan hátt gætu þau sparað sér að festa stórfé í að- flutningsgjöldum og tollum. Ekki hvað sízt væri þetta hentugt fyrir þau fyrirtæki, sem framleiða fyrir útflutning og fá aðflutningsgjöldin endurgreidd, ef varan er flutt út aftur fullunnin. Byrjunarkostnaður 2 til 300 þúsund krónur Reynslan verður að skera úr þyí, hvort verksmiðjubyggingin er nægi lega stór, en reynist hún of lítil má alltaf selja hana á sama verði og hún var keypt á. Ekki er fullvíst, hvenær tollgeymslan tekur til starfa, en með litlum breytingum má taka 6—700 fermetra hússins í notkun með litlum fyrirvara, en þó mun kostnaður við þessar breyt ingar nema um 2 til 300 þúsund kr'ónum. Ekki er hægt að gera sér fulla grein fyrir því eins og sakir standa, hversu mikill heildarkostn- aður í sambandi við viðgerð og lag færingu á húsinu muni verða. Ráðgert hefur verið, að fundur verði haldinn, að öllum líkindum 3. febrúar n. k., fyrir þá, sem á- huga hafa á að stofna tollgeysmlu sem þessa. En áður en hægt er að halda stofnfund hlutafélagsins verð ur að fá samþykki fjármálaráð- herra fyrir stofnuninni, og verður það fyrsta skrefið, sem stigið verð ur. ÞAKKARÁVÖRP Stykkishólmsbúum og Vestmannaeyingum og öðrum, er veittu okkur ómetanlega hjálp og stuðning í sambandi við brunann á íbúð okkar í Höskuldsey á Breiðafirði, færum við okkar innilegustu þakkir. Rannveig Einarsdóttir HörSur Sigurbjörnsson Hugheilar þakkir til allra þelrra vina fjaer og nær, sem auSsýndu okkur samúð vlð fráfall elginmanns mfns, föður okkar og tengda- föður Hannesar Jakobssonar, málarameistara frá Húsavík Hansína Karlsdóttir, Herdís Arnórsdóttir, Karl Hannesson, Helen Hánnesdóttir, Ólafur Erlendsson. Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför móður okkar og tengdamóður Kristínar Haraldsdóttur frá Patreksflrðl Anton Lundberg, Sigurborg Eyjólfsdóttir, Elín Guðbrandsdóttir, Árni Jónsson, Haraldur Guðbrandsson, Jónea Samsonardóttir, Lára Guðbrandsdóttir, Jón Sigurðsson, Herbert Guðbrandsson, Málfrfður Efoarsdóttir, Kristinn Guðbrandsson, Gyða Þórarfnsdóttir, Jónatan Guðbrandsson, Guðmunda Guðmundsd. TÍMINN, laugardaginn 27. janúar 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.