Tíminn - 01.02.1962, Qupperneq 5
★
Tólfta ársþing Landssambands
hestamannafélaga var að þessu
sinni haldið í Hlégarði í Mosfells-
sveit dagana 11. og 12. nóv. s.l.
Þingið sátu um 50 fulltrúar frá
22 hestamannafélögum. Formaður
landssambandsins, Steinþór Gests-
son, bóndi á Hæli, setti þingið og
bauð fulltrúa velkomna, en kjör-
bréfanefnd hafði áður farið yfir
kjörbréf fulltrúa og talið þau full-
gild.
Forsetar þingsins voru kjörnir:
Gísli Jórisson, Arnarholti og Þor-
lákur Ottesen, Reykjavík, en þing
skrifarar: Jón Bjarnason, Selfossi
og Sigfús Jónsson, Einarsstöðum.
Þingnefndir voru 5 að þessu sinni:
Fjárhagsnefnd, fræðslunefnd, alls-
herjarnefnd og landsmótsnefnd.
Formaður sambandsins flutti
greinargóða skýrslu um störf
stjórnarinnar á liðnu ári og ritari
sambandsins las upp skýrslur
hinna einstöku hestamannafélaga.
Engar umræður urðu um þessar
skýrslur og voru þær samþykktar
samhljóða. En Pétur Jónsson þakk
aði formanni glögga greinargerð
og stjórninni allri vel unnin störf.
Gjaldkeri las upp endurskoðaða
reikninga sambandsins fyrir síðast
liðið ár og skýrði um leið einstaka
Ársþing hestamannafélaganna
liði þeirra. Reikningunum var síð-
an vísað til fjárhagsnefndar og
voru þeir samþykktir athugasemda
laust síðar á þinginu samkvæmt
tillögu nefndarinnar.
Milliþinganefnd um reglugerð
fyrir góðhestadóma skilaði áliti
sínu, en í nefndinni voru Steinþór
Gestsson, Sigurður Haraldsson og
Kristinn Hákonarson. Nefndin
hafði ekki orðið á eitt sátt um ein
stök atriði og skilaði því tveim
nefndarálitutn, meiri- og minnihl.
Framsögumaðuc meirihlutans var
Sigurður Haraldsson, en Kristinn
Hákonarson sKHaði séráliti. —
Um þetta mál urðu talsverðar um-
ræður, en að þeim loknum var því
vísað til laganefndar, sem tókst síð
ar að ná samkomulagi um ágrein-
ingsatriðin. Nokkrar umræður
urðu þó enn um málið er það kom
frá laganefnd, en framsögumaður
hennar var Einar G. E. Sæmund-
sen. Að lokum var svo þessi nýja
reglugerð um góðhestadóma sam-
þykkt samhljóða.
Seinni hluta laugardagsins og
fram eftir kvöldi sátu nefndir að
störfum og voru nefndarálit að
mestu tilbúin er þingmenn komu
aftur saman á sunnudagsmorgun.
Verður hér stuttlega getið helztu
ályktana er þingið gertíi:
Þo^kell Bjarnason, settur hrossa
ræktarráðunautur, flutti þinginu
skýrslu um starfsemi síná á veg-
um sambandsins og lýsti þingið á-
nægju sinni yfir þeim erindrekstri
„-----og telur nauðsyn að þess
ari starfsemi sé haldið áfram og
sem flest sambandsfélögin heim-
sótt árlega. Enn fremur séu athug
aðir möguleikar á að erindrekinn
heimsæki framhaldsskóla landsins
og kynni þar starfsemi hesta-
mannafélaganna og L.H.“.
Um tamningastarfsemi L.H.
urðu athyglisverðar umræður og
samþykkt „-------að vinna áfram
að frekari framgangi málsins og
vill í því sambandi leggja áherzlu
á að þessi starfsemi geti náð til
sem flestra sambandsfélaga."
Mun að þessu unnið eftir því
sem unnt er.
Bætt aðstaða við' kappreiðar. —
Samkvæmt tillögu Jóns Bjarnason
ar var samþykkt „-------að fela
stjórn sambandsins að efna til
hugmyndakeppni um bása og aðra
aðstöðu er setja mætti upp á rás-
línum kappreiða, ef með því mætti
leysa þann vanda, sem við er að
etja á öllum kappreiðamótum, að
fá hesta til að standa kyrra á rás-
línu áður en ræst er til hlaups“.
Athugun á áfangastöðum. —
Þingið taldi „brýna nauðsyn til
þess bera, að víðtæk athugun fari
fram á því, hvort ekki væri fram
kvæmanlegt að koma upp ákveðn-
um áfangastöðum á sumarleiðum
hestamanna. Jafnframt beinir þing
ið því til sambandsfélaganna, að
þau geri tillögu um og bendi á lík-
lega áfangastaði og sendi þær til-
lögur til 5 manna milliþinganefnd-
ar, sem ársþingið kýs, og skal hún
skila ! áliti til stjórnarinnar fyrir
naesta ársþing.“
í nefndina voru kosnir: Þorlákur
Ottesen, Reykjavík; sr. Guðm. Óli
Ólafsson, Torfastöðum; Einar G.E.
Sæmundsen, Reykjavík; Jón M.
Guðmundsson, Reykjum og Jón
Bajrnason, Selfossi.
Félagsmerki L.H. — Sambands-
stjórninni var falið „að undirbúa
reglugerð fyrir næsta ársþing um
félagsmerki fyrir sambandsfélög-
in, — samræmd verði gerð merkja
anna og mælt með oddveifulagi".
Allsherjarnefnd fjallaði um þetta
mál en frumkvæði að því átti Jón
Sumarliðason frá félaginu Glað í
Dalasýslu. — Er nánar að þessu
máli vikið í tímariti sambandsins
— Hestinum okkar.
Afkvæmastöðvar. — Aðalfundur
Hrossaræktarsambands Suðurlands
Kárlmannaföt Karlmannaföt
Jakkar - Buxur
W .iv Al
1 llii
iT amm
Stórkostleg verðlækkun
f ææ fc íwir ^
1 ÉÉf JIIÍ
titii- '•::::::.síttttttiti
ÍW.
& oxecsaxv
Aðeins til laugardags
W
CtttZZtJl+
Notið tækifærið
'l
•WÍHHffh
Anderscn I lauth h.í.
Dánarmmning:
HALLGRÍMUR
ÞORBERGSSON
j F. 8. jan. 1880. • D. 11. febr. 1961
Sorgarómar svífa í lofti,
samvistarbönd er slitna vina.
Húmar i heimi, hljóðna svanir.
; Ilmur hverfur og allur blómi.
; Augu daprast, arinn kólnar.
Kveina bárui við klettaströnd.
Heyrðist dimmur hófadynur,
liér var dauði á ferð um jörð.
Æskudals- og ættarhlynur
j aldurhniginn féll á svörð.
Minningarnar mæla hljóðar,
mála breytni og ævistörf:
Lánsmaður i Iífi þjóðar,
leystu hnúta ráðin djörf.
Bóndans reisn og bóndans merki
bar hann alla daga hátt.
i Orkusnjali • orði og verki
orti dalabóndans þátt.
í hörðu starfi hertra munda
hugumgiaður bergði Iíf.
Við sorg og gleði stórra stunda
styrkur varð — og öðrum hlíf.
Audans f jör og augna sindur
áttu fáir meira til.
— Samúð hans var sól og vindur
sálarklakans bræddi þii.
Ilér er fallinn stofninn sterki,
stækkað skarð < bændalið.
En brautryðjandans bjarta merki
blaktir enn um lífsins svið.
Þegar moldin dala djúpa
drengrium sínum tekur við,
Margir höfði daprir drúpa,
döggvast brár um vinalið.
5. maí s.l., hafði „skorað á Bún-
aðarfélag íslands að beita sér fyrir
að komið verði á stofn afkvæma-
rannsóknarstöðvum fyrir kynbóta
hesta,“ bæði á Norður- og Suður-
landi og mælti þingið eindregið
með þeirri áskorun.
Hesturinn okkar. — Samþykkt
var að halda áfram útgáfu tíma-
ritsins og jafnframt var skorað á
hin einstöku hestamannafélög „að
vinna ötullega að útvegun á efni
í blaðið og að frekari útbreiðslu
þess.“
Næsta landsmót verður haldið i
Skógarhólum við Þingvelli fyrri
hluta júlímánaðar næsta sumar og
verður reynt að vanda til þess sem
bezt.
Mörg fleiri mál voru rædd á
þinginu og um þau samþykktar á-
lyktanir, þótt þeirra sé ekki getið
að þessu sinni.
Gunnar Bjarnason. — Að írum
kvæði formanns sendi þingið Gunn
ari Bjarnasyni skólastjóra á Hól-
um, þakkarskeyti fyrir störf hans
í þágu hestaræktarinnar og lið-
semdar við L.H. Jafnframt var hon
um árnað allra heilla í hinu nýja
starfi sínu.
Kosningar. — Úr stjórninni áttu
að ganga að þessu sinni Jón 'Bryn
jólfsson (aðalgjaldkeri) og Sigur-
steinn Þórðarson (aðalritari), en
voru báðir endurkjörnir. Harald-
ur Sveinsson var kosinn varagjald
keri og Guðm. Þorláksson vararit-
ari. — Endurskoðendur voru báðir
endurkjörnir en þeir eru Leifur
Sveinsson og Magnús Stephensen.
Þingið fór að öllu vel fram og
mikill einhugur ríkti þar um þau
verkefni, sem sambandið beitir
sér fyrir.
Stjórn landssambandsins skipa
nú: Steinþór Gestsson, Hæli, for-
maður; Jón Brynjólfsson endur-
skoðandi, gjaldkeri; Sigursteinn
Þórðarson, Borgarnesi, ritari; Karl
Kristjánsson, alþ.m og Kristinn
Hákonarson, Hafnarfirði. Varafor-
maður er Páll A. Pálsson yfirdýra
læknir.
Sófasett
vel meS farið til sölu á
tækifærisverði. Uppl. í síma
10795 eftir kl. 6.
Vöru-
happdrœtti
S.Í.B.S.
12000 vinningar d ari
Hæsti vinningur i hverjum flokki
1/2 milljón krónur. .
Dregið 5. hvers mánaðar.
Lækningastofa
mín í Túngötu 3 verður framvegis opin mánudaga
og föstudaga frá kl. 3V&. Viðtalsbeiðnum veitt
móttaka í síma 1 37 51, máúudaga, miðvikudaga
og föstudaga kl. 3—4.
FRIÐRIK EINARSSON, dr. med.
Sérgrein: Skurðlækningar og kvensjúkdómar.
Gjörið svo vel að leggja auglýsinguna í símaskrána.
TIMIN N, fimmtudagur 1. febrúar 1962
I